Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 9

Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 9
Laugardagur 3. júní 1961 MORGl’NBLAÐIB 9 * Notiö Sunsilk ONE-LATHER _ SHAMPOO_ SHÁMPOO Tveir menn fang- e'saðtr fyrir nauðgun ingu í leikriti Sigurðar Nor-| dals, prófessors, „Á Þingvelli 984“, sem sýirt var í fyrra- kvöld. Leiktjöldin í baksýn,1 sem þykja mjög fögur og vel úr garði gerð, eru eftir okk- ar góðkunna leiktjaldamál- ara Lárus Ingólfsson. Frá vinstri talið sjást: Brynjólfur Jóhannesson í hlutveTki Skíða göngumanns, Cunnar Eyjólfsson í hlutverki Élfars skálds og Kristbjörg Kjeld, sem leikur Ásgerði. Aðrir leikendur eru: Þorsteinn Ö. Stephensen (Þorkell máni), Jón Aðils (Þorvaldur víð- förli), Valur Gíslason (Eirík- ur rauði), Róbert Amfinns- son (Einar skálaglamm), Har aldur Björnsson (Runólfur Úlfsson), Rúrik Haraldsson (Ólafur pá), Baldvin Hall- dórsson (Snorri goði), Arn- dís Björnsdóttir (Þórdís spá- kona) og Bessi Bjarnason (Þórhallur ölkofri). Lárus Pálsson er leikstjóri, Jóh. Pálsson sýningarstjóri, Aðalsteinn Jónasson leiksviðs stjóri og, eins og áður er getið, Lárus Ingólfsson leik- tjaldamálari. Laxveiði í net hafin Netjaveiði bænda við Hvítá í Borgarfirði hófst þriðjudag inn 23. maí s.l. Leyfilegt er að hefja netjaveiði 20. maí, en að þessu sinni var sá dagur um helgi, en svo sem kunnugt er, má ekki leggja net um helg ar. Enginn lax fékkst þó í net in fyrr en föstudaginn 26. maí, en þá veiddust fimm. Bændum var veitt undanþága um s.l. helgi til þess að leggja net sín og veiða lax í veizluna sem haldin var til heiðurs Ó1 afi Noregskonungi að Hótel Borg á miðvlkud. Veiddust þá um 80 kg af laxi, sem send voru til Reykjavíkur til að gleðja veizlugesti. Alls hafa fengist um 60 lax ar í net í Hvítá það sem af er, að því er Kristján Fjeldsted í Ferjukoti tjáði Mbl. í gær- kvöldi. Um Norðurá í Borgarfirði, þar sem Ólafur konungur mun e.t.v. kasta fyrir lax, er það að segja, að í fyrradag sáust nokkrir laxar í brotinu fyrir neðan Laxfoss. Ætti það því ekki að vera útilokað að kon ungur fengi þar lax;. FYRIR nokkru var í saka- dómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur af Ármanni Krist inssyni sakadómara, í máli, Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON h æstaréttarlögmaSur Laugavegx 10. — Sími: 14934 Ótti við verkfall olli meiri áburbarú!!ekt S V O sem kunnugt er, hafa ýmsir bændur orðið afskipt- ir varðandi afgreiðslu á áburði frá Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi, en áburðarbirgðir verksmiðj- unnar þraut nokkrum dög- um áður en yfirstandandi verkfall hófst 29. maí sl. — Höfðu þá um 18,600 smálest- ir verið afgreiddar af þeim 20 þúsundum smálesta, sem pantaðar voru nú í vor. Mbl. átti í gær tal við Hjálm- ar Finnsson, framkvstj. Aburð- arverksmiðjunnar, varðandi þetta mál. Kvað Hjálmar rétt að taka það fram í upphafi, að í fyrra hefði tæplega 1000 smál. af áburði verið afgreiddar eftir 15. júní, og með svipuðum af- greiðsluhraða nú hefði átt að vera búið að afgreiða um 19 þúsund tonn um miðjan þenn- an mánuð. Birgðir þraut Nokkrum dögum áður en til verkfalls kom, hefði birgðir verksmiðjunnar þrotið, og hafði verksmiðjan þá lókið afgreiðslu á 18,600 smálestum. 1 upphafi verkfallsins skorti því aðeins um 400 smálestir á að sambærilegt magn hefði ver- ið afgreitt miðað við heildar- afgreiðslu um miðjan júní í fyrra. Hins vegar hefði verk- smiðjan gert ráð fyrir að hafa til reiðu 500 smálestir af á- burði aukalega fyrir 15. júní til þess að mæta umframpönt- unum, og hefði verið ráð fyrir því gert ,að til væri þrefalt meira magn af áburði en það, sem óafgreitt var þegar verk- fallið hófst. Þá sagði Hjálmar, að ótti manna við verkfallið hefði orð- ið til þess, að meira var tekið út af áburði síðustu dagana fyr ir verkfall en gert hefði verið undir venjulegum kringumstæð um. Loks hefðu slæmir vegir um ýmis héruð einnig valdið því, að erfitt hefði verið að dreifa áburðinum á ýmsa bæi, sem búnaðarfélögin hefðu pant- að áburð fyrir í vor. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi er nú starfrækt með full- um afköstum, og eru fram- leiddar 70 smál. af áburði þar daglega. Skipti á skágrcektar■ mönnum N Ý L E G A komu hingað til lands 53 norskir skógræktar- menn á vegum Skógræktarfélags íslands. Munu þeir dveljast hér í hálfan mánuð og setja niður trjáplöntur í Haukadal, Þjórsár- dal, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Fararstjóri þeirra er séra Harald Hope. Á hádegi í dag fór hópur ís- lenzkra skógræktarmanna (um 60 menn) til Noregs, en þar munu þeir setja niður trjáplönt- ur á Mæri. Fararstjóri er Jón Helgáson stórkaupm. ★ George Bidault, þingmaður og fyrrv. ráðherra í Frakklandi, lagði nýlega efltirfarandi gVitu fyrir nokkra þingmenn. — Hvaða munur er á vali fegurðardrottn- ingar og kosningu til þings? Og þegar enginn gat svarað, sagði hann: — Við val fegurðardrottn- ingar eru frambjóðendur afhjúp- aðir á undan, en í kosningum til þings á eftir. sem ákæruvaldið höfðaði gegn , tveim mönnum í sam* bandi við nauðgunarmál. Annar þessara manna Pétur' Hansson til heimilis í Grinda- vík, var kærður fyrir að hafa hreinlega rænt á götu hér í bæn um rúmlega tvítugri stúlku, sem hann þekkti lítillega. og flutt hana nauðuga með sér suður trl Grindavíkur. Hún hafði gert til- raunir til þess að komast út úr bílnum, jafnvel þó.hann væri á fullri ferð. Bílnum var ekið a< leigubílstjóra. í leigubílnum gerði maðurinn tilraun til að nauðga stúlkunni og einnig hafði hann slegið hana í andlitið. Þeg- ar til Grindavíkur kom. kom á- rásarmaðurinn fram vilja sínum við stúlkuna í geymsluhúsi einu. Ákæruvaldið lét ekki við það eitt sitja að kæra Grindvíking- inn, heldur var leigubílstjórinn og ákærður fyrir hlutdeild í máli þessu. Báðir voru mennirnir dæmdir. Dómurinn dæmdi árásarmanninn í 16 mánaða fangelsi fyrir nauðg- un. Leigubílstjórinn — maður að nafni Sigfús Sigurðsson var dæmdur í 10 mánaða fangelsi. Taldi dómurinn að við ákvörðun refsingar hans, skyldi höfð að því sérstök hliðsjón að hann var í leiguakstri og alsgáð- ur er þetta gerðist í bíl hans. Með dómnum var hann og svipt- ur ökuréttindum æfilangt Allur málskostnaður í málinu var lagð- ur á hina sakfelldu auk þess sem þeir voru sviptir kosningarétti og kjörgengi. NÝJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hári yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt. því þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pen- ingum á hárgreiðslustofunni. Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Shampoo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glans- andi. — Aðeins ein umferð nauðsynleg. X-GSH 39/IC-6445-50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.