Morgunblaðið - 03.06.1961, Page 10
20
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. júní 1961
'Z. i'v
SÝNINGARSTÚLKUR
Kaupm'annahöfn hafa nú á- i
kveðið að krefjast hærri '
launa.
Sú ákvörðun var tekin á
Imperial laugard. 27. maí,
þar sem voru 32 sýningarstúlk |||L
ur, hver annarri fallegri og
að þessu sinni allar í sínum
eigin fötum. Þær komust að
þeirri niðurstöðu að laun
þeirra hefðu haldizt óbreytt í
Frá fundi sýningarstúlknanna á Imperial.
Vegir opnaðir
austur á íjörðum
Seyðisfirði, 31. maí.
LOKIÐ var að ryðja snjó að
Fjarðarheiði 26. þ. mán. FærS
er sæmilega góð, en vegurinn að-
eins leyfður léttum bifreiðum.
Einnig er lokið að ryðja Möðru
dalsfjallgarða og Jökuldalsheiði,
og vinnur nú vegavinnuflokkur
að lagfæringu á veginum milli
Nörður- og Austurlands, en hann
mun vera mjög illa farinn.
— Sveinn.
Danskar sýningarsfúlk
ur vilja meiri laun
10 ar og nu væri tími til kom
inn að þau yrðu samræmd
launum sýningarstúlkna ann-
arra landa.
í Svíþjóð fá sýningarstúlk-
ur 100—125 kr. sænskar fyr-
ir sýningu, fyrir utan allan
kostnað, en danskar ekki
nema 50,00 d. kr. og þegar
bezt lætur kr. 75,00.
Á fundinum var ekki rætt
um stofnun samtaka danskra
sýningarstúlkna — en áður en
honum lauk höfðu margar
kvatt sér hljóðs og samþykkt
var samhljóða að krefjast kr.
75,00 fyrir að sýna í vöru-
húsi en kr. 100,00 fyrir tízku-
sýningar, hvort heldur þær
færu fram að degi til eða á
kvöldin.
Áffur tvenn pör — nú tólf
Þetta er skammarlega lítil
launahækkun, segja þær
9amt. Taxtinn hefur ekkert
breytzt sl. 10 ár, þrátt fyrir
að útgjöld okkar í sambandi
við sýningarnar hafi sífellt
ihækkað. Áður dugði t.d. að
mæta á sýningu með tvenn
pör aif skóm, aðra svarta og
hina hvita; nú þýðir ekki ann
að en að hafa með sér 12
skópör, þar sem skór hafa sí-
fellt meiri þýðingu í sam-
bandi við klæðnað.
Einnig báru stúlkurnar
fram kröfu um að þeim yrði
borgað tímakaup fyrir að
sitjia fyrir hjá ljósmyndurum,
þegar tízkumyndir væru tekn
ar, en áður fengu þær fasta
greiðslu fyrir hverja mynda-
töku, án tillits til þess hve
hún tók langan tíma.
Ráðamenn stóru tízkuhús-
anna skilja afstöðu okkar,
segja þær ennfremur, og við
göngum út frá því að þeir
komi til móts við okkur. —
Minni verzlanir munu svo
fylgja í kjölfarið.
Við óttumst ekki að erfitt
reynist að knýja fram kaup-
hækkun í þessari stétt, þó
aðsókn í hana sé mikil og
margar vildu borga með sér
til að komast í hana. Tízku-
'húsin myndu aldrei ráða stúlk
ur, jiafnvel þó þau þyrftu
ekki að borga þeim kaup, etf
þær hefðu ekki hæfileika. —
Það myndi koma harðast nið
ur á fötunum, sem þær
kynntu.
Metár hjá Áburð
arverksmiðjunni
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN
framleiddi á síffasta ári 22,601
smálestir af Kjarnaáburði. Frá
upphafi reksturs verksmiffjunnar
og til ársloka 1960 hefur fram-
leiffslan því numiff samtals 130,
000 smálestum af áburffi og er
söluverffmæti þessa magns 234
millj. króna.
Þetta kom fram á aðalfundi
Áburðarverksmiðjunnar h.f.,
sem hialdinn var í Gufunesi í
gær. Fundarstjóri var Vilhjálm-
ur Þór, bankastjóri, fundarritari
Pétur Gunnarsson, tilrauna-
stjóri, og fyrir hönd ríkisstjóm-
arinnar var mættur Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarmálaráð-
- 'herra.
inna óska landbúnaffarráffherra,
þrátt fyrir það að erlendar vör-
ur, sem verksmiffjurestkurinn
þarfnast, hafa hækkaff vegna
gengisbreytingarinnar á síffastl.
ári, og hefir þvi bændum veriff
spöruð svipuff upphæð og í fyrra
effa á annan tug milijóna króna,
miffaff viff óbreytt erlent verff-
lag köfnunarefnisáburffar. Þá
skýrffi formaður frá þvi aff mik-
iff undirbúningsstarf hefði veriff
nnniff til komastækkunar á
Kjarna. Væri þess vænzt aff innr-
an mjög skamms tíma yrffi unnt
aff ganga frá vali og gera samn-
inga um kaup á tækjum í þess-
um tiigangi.
— ★ —
Fyrsti laxinn á land
14 punda lax fékkst i Laxá i Kjós
„Vertíffin“, eins og stangaveiffi
menn nefna þann tíma ársins,
sem laxveiffi er leyfff, hófst í
Samkomur
Zion Óðinsg. 6A.
Á morgun almenn samkoma
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
K. F. U. M.
Á morgun: Fórnarsamkoma kl.
8.30 e. h. Magnús Runólfsson
talar. Allir velkomnir.
Fíladelfía
Á morgun, sunnudag, hefur
Fíladelfínsöfnuðurinn bænadag.
Húsið opnað kl. 9. f. h.
Brotning braiuðsins kl. 10.30.
Almenn samkoma kl. 8.30.
Haraldur Guðjónsson og Ás-
mundur Eiríksson tala.
Fóm tefcin vegna kirkjubygg-
ingar safnaðarins.
Allir velkomnir.
gær í tveimur ám, Norffurá, og
Uaxá, en ekki hafði blaffiff spum
ir af veiffi í Norffurá.
Að þessu sinni hefst veiði í
Elliðaánum ekki fyrr en 5. júní,
en á móti kemur. að veiða má
þar til 5. september. Veiðimála-
stjóri hefur og ákveðið, að veiði
skuli ekki hefjast í Laxá í Þing-
eyjarsýslu fyrr en 10. júní.
14 punda iax úr Laxá.
Það var Egill Vilhjálmsson,
sem fékk fyrsta laxinn í ár, eftir
því sem Mbl. veit bezt. Egill var
að veiðum í Laxá í Kjós fyrir
hádegi í gær. Var það 14 punda
lax, sem fékkst á maðk á Breið-
inni, skammt fyrir neðan foss-
inn. Meðal veiðimanna við Laxá
í gær var eiginmaður finnska
sendiherrans á íslandi, frú T. L.
Leivo-Larson. Ekki er blaðinu
kunnugt um frekari aflabrögð í
Laxá í Kjós, en veiðimenn segja,
að oft hafi verið líflegra í ánni
í vertíðarbyrjun en nú.
Íbúð óskast
Þriggja fjögurra eða fimm herbergja íbúð óskast til
leigu strax, um lengri eða skemmri tíma. Fyrirfrarn-
greiðsla, ef óskað er. Tilboð merkt: „íbúð — 109“
leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 7. þ.m.
Rennir konungur í Norffurá?
Stjórn Stangveiðifélags Reykja
víkur fór upp í Borgarfjörð í
gær að hyggja að laxi í Norðurá
en hugsanlegt er, að Ólafur Nor-
egskonungur muni koma við í
Norðurá í Borgarfjarðarför sinni
að hinni opinberu heimsókn lok-
inni, og renna þar fyrir lax. Ekki
fengust fréttir af veiði í Norðurá
í gærkvöldi.
Fjölsóttui funuui
ú Akuieyii
AKUREYRI, 30. maí. — Á mánu-
daginn hélt Sjálfstæffisfélagið á
Akureyri fjölsóttan fund. Alþing-
ismennirnir Jónas G. Rafnar,
Bjartmar Guðmundsson og
Magnús Jónsson, voru frummæl-
endur og ræddu þeir stjórnmála-
ástandiff, viðhorf ríkisstjórnarinn
ar til hinna ýmsu vandamála.
Verkföllin voru einnig rædd og
tóku margir til máls að ræðum
þingmanna loknum. Ríkti mikill
einhugur á fundinum og létu
menn í ljós ánægju sína með
störf ríkisstjórnarinnar.
— St. E. Sig.
Stjórnarformaður, Vilhjálmur
Þór, flutti ýbarlega skýrslu og
kom þar m.a. tfram, að fram-
leiðslan 1960 varð 4284 smálest-
um meiri en 1959. Meðalfram-
leiðsla á mánuði 1960 var 1883
smálestir, og er það mesta árs-
framleiðsla sem fengizt hefir.
4284 smálesta framleiðsluaukn-
ing frá fyrna ári er fyrst og
fremst til orðin vegna aukningar
fáanlegrar orku frá Soginu, þ.e.
frá Steingrímsstöðinni.
Mestu afköst sem náðst hafa
I verksmiðjunni á einum mán-
uði voru í maí 1960, en þann
mánuð voru framleiddar 2255
smálestir. Höfðu þessi auknu af-
köst að sjálfsögðu hagstæð á-
hriif á rekstursafkomu fyrirtæk-
isins.
Launagreiðslur fyrirtækisins á
árinu námu 9,5 millj. króna.
— ★ —
Árið 1960 var Kjarnaáburður
seldur á kr. 2.500.00 smál., en af
þessu verði voru 100 krónur
notaðar til niðurgreiðslu á erlend
um innfluttum áburði, svo Á-
burðarverksmiðjan sjálf fékk
aðeins kr. 2.400,00 fyrir hverja
smálest Kjarna. í samanburði
við verð á innfluttum köfnunar-
efnisáburði 1960 'hefir verksmiðj
an með tilveru sinni sparað ís-
lenzkum bændum á annan millj-
ónatug króna 1960, miðað við
að köfnunarefnisáburður hefði
verið fluttur inn.
I ár hefir veriff ákveffiff sama
áburffarverff og í fyrra vegna
mjög ákveffinnra og endurtek-
Fjárhagur félagsins hefir batn
að svo, að það stendur meir og
meir á eigin fótum fjárhagslega.
Þetta gefur því aukinn stynk til
þess að rækja það hlutverk, sem
því er ætlað fyrir íslenzkan land
búmað og þjóðarheildina.
Fyrningasjóður fyrirtækisins
nemur nú orðið 65 milljónum kr.
og varasjóður 7 millj. kr.
Þessir sjóðir hafa orðið til þó
áburðurinn hafi aldrei verið
seldur hænra verði en inntflutt-
ur áburður hefði kostað og með
mun lægra verði en innfluttur
áburður árið 1960. Þessir sjóðir
eru nauðsynlegir til uppbygging
ar fyrirtækisins og stækkunar
þess, íslenzkum landbúnaði til
hagsældar og þjóðinni allri til
góðs.
Þá lagði framkvæmdarstjóri
Hjálmar Finnsson fram ársreikn
inga félagsins fyrir árið 1960 og
gerði grein fyrir niðurstöðum
þeirra.
Nettóhagnaður nam kr. 2.299.
709,00 en af þeirri upphæð var
lagt í varasjóð samkvæmt laga-
ákvæðum kr. 1.520.000,00.
— ★ —
í umræðum um reksturinn og
ársreikningana lýsti landbúnað-
arráðherra Ingólfur Jónsson
ánægju sinni yfir rekstri verk.
smiðjunnar og þeirri fjárhags-
legu uppbyggingu, sem þarhefði
átt sér stað. Hann kvað það ætl-
un og takmark að auka og full-
komna þetta fyrirtæki svo það
fullnægði i sívaxandi mæli hlut
Framh. á bls. 23.
Sjómenn í fjailgöngu
ISAFIRÐI, 31. maí. — Hraust
ir eru íslands sjómenn og
margt er þeim til lista lagt,
en ekki vissu menn fyrr en
á laugardag, að þeir eru fót-
fimir fjallgöngumenn. Erfitt
er að fóta sig á dekkinu, og
ekki heiglum hent að læra
þá list að „stíga ölduna“, en
bratta kletta vissu menn ekki,
að þeim væri létt að klífa.
Þannig var það þó á laugar-
dag, að tveir garpar af Reykja
víkurtogara hlupu á fjöll. —
Ætluðu þeir upp fjallið um
Gleiðarhjalla. Lögreglan brá
við snarlega og hélt á eftir
þeim félögum, þar sem talið
var, að þeir gætu a.m.k. tá-
brotið sig. Þeir létu sig
hvergi og klöngruðust upp
snarbratt hamrabeltið. Ann-
ar náðist fljótlega af vörðum
laga og réttvísi, en hinn
skrapp úr klóm hinna eúv
kennisklæddu og flaug upp
bergið. Var þá kölluð út
skelegg skótasveit, sem kom
böndum á kauða, þar sem
hann hafði strandað í sjálf-
heldu. Var honum bjargað
úr lífshættu þeirri, sem hann
hafði sjálfur gert sér, og býr
hér síðan á Hernum í góðu
yfirlæti. — Guðjón.