Morgunblaðið - 03.06.1961, Síða 12
Laugardagur 3. Júní 1961
12
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Frauikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannesserv
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FLUGIÐ STÖÐVAÐ
V/'erkföllin hafa nú stöðvað
* allt millilandaflug íslend-
inga. Flugsamgöngur innan-
lands stöðvuðust þegar
fyrsta dag verkfallsins. En á
miðnætti í gærkvöldi ákváðu
verkfallsmenn að hætta að
afgreiða benzín til flugvéla
Loftleiða og Flugfélags ís-
lands, sem halda uppi flug-
samgöngum milli íslands, Ev
rúpu og Ameríku.
. Þetta er vis'- ;a mikið
Og þungt áfaii fyrir hin
ungu, íslenzku flugfélög, sem
á undanförnum árum hafa
af miklum dugnaði og fram-
sýni framkvæmt byltingu í
samgöngumálum þjóðarinn-
ar. Stöðvun flugsamgangn-
anna dynur yfir á mesta
annatíma flugfélaganna og
hlýtur því að valda þeim
stórkostlegu tjóni. Er vand-
séð, hversu örlagaríkar af-
leiðingar þessi stöðvun getur
haft fyrir framtíð flugsam-
gangna okkar.
Ef til vill sýnir fátt betur
en þessi stöðvun flugsins,
hversu úrelt baráttutæki
verkföll eru orðin í nútímá-
þjóðfélagi. Þau hafa í för
með sér svo stórfellda rösk-
un í þjóðÆélaginu að oftast
hlýtur að taka langan tíma
að koma því í samt lag. Á
þessum átökum tapa allir.
Launþegarnir, sem telja sig
vera að berjast fyrir bætt-
um kjörum sér til handa
með verkföllunum, glata
vinnutekjum sínum um
lengri eða skemmri tíma. —
Fjölþættur atvinnurekstur
stöðvast, framleiðsla þjóðar-
innar dregst saman, afla-
möguleikar hennar minnka
o .s. frv.
Engu skal um það spáð,
hversu lengi þau verkföll
standa, sem nú eru hafin.
En margt bendir til þess að
þau muni verða langvinn og
afleiðingar þeirra örlagarík-
ar. Mikill meirihluti þjóðar-
innar gerir sér ljóst að hér
er ekki um að ræða kjara-
baráttu í venjulegum skiln-
ingi. Verkföllin eru fyrst og
fremst pólitísks eðlis og
höfuðtakmark þeirra er að
eyðileggja efnahagsráðstafan
ir, sem ríkjandi stjórn í
landinu hefur hafizt handa
um.
Þetta er staðreynd, sem
ekki verður sniðgengin. Með
hinum pólitísku verkföllum
hafa verkalýðsfélögin verið
gerð að vettvangi stórpóli-
tískra átaka. Það eru fyrst
og fremst kommúnistar,
sem þessu hafa ráðið. En
það er vissulega hörmuleg
staðreynd, að Framsóknar-
flokkurinn, sem telur sig lýð
ræðissinnaðan stjómmála-
flokk, skuli fylgja þeim fast
eftir í niðurrifsstarfinu.
HVERNIG Á AÐ
TRYGGJA
VINNUFRIÐ ?
FTm það getur engum hugs-
andi manni blandazt
hugur, að brýna nauðsyn ber
til þess að fara nýjar leiðir
til að tryggja vinnufrið á Is-
landi. Sjálfstæðismenn hafa
í því sambandi m. a. bent á
samstarfsnefndir launþega
og vinnuveitenda, ágóðahlut-
deild launþega í atvinnu-
rekstrinum, almenningshluta
félög og aukna ákvæðis-
vinnu. Allt gæti þetta stuðl-
að að sáttum vinnu og fjár-
magns. En því miður hefur
alltof lítið verið gert til þess
að hrinda slíkum nýjungum
í framkvæmd. Verkföll hafa
verið háð árlega og valdið
stórkostlegu tjóni og trufl-
unum í allri starfsemi þjóð-
félagsins.
Flestir viðurkenna líka að
gildandi vinnulöggjöf sé
löngu orðin úrelt. Hver rík-
isstjórnin á fætur annarri
hefur lofað endurskoðun
hennar. Engu að síður situr
allt við það sama og verk-
föllin og átökin á vinnu-
markaðnum halda áfram að
valda stórtjóni og skapa
margvíslega erfiðleika.
En við svo búið má ekki
standa. Hið íslenzka þjóðfé-
lag hefur ekki efni á árleg-
um stórátökum milli verka-
lýðs og vinnuveitenda um
kaup og kjör. Þessir aðilar
verða að geta komið sér
saman. Leið>irnar til þess að
ná slíku samkomulagi eru til.
Það hefur aðeins verið van-
rækt að gera sameiginlega
tilraun til þess að fara þær.
VANN HUG OG
HJARTA ÍS-
LENDÍNGA
OINNI opinberu heimsókn
Ólafs Noregskonungs er
MORGVNBLA ÐIÐ
UTAN UR HEIMI
Þorskasfríð
við Færeyjar
Skipin fjögur, sem aðild áttu að þorskastríðinu: Nr. 1 brezka freigátan Troubridge, nr. 2
brezka eftirlitsskipið Wotton, nr. 3 togarinn Red Crusader og nr. 4 danska freigátan Niels
Ebbesen.
Á MÁNUDAGSKVÖLDH)
síðasta kom danska frei-
gátan Niels Ebbesen að
skozka togaranum Red
Crusader þar sem hann
var að veiðum innan sex
mílna markanna fyrir
norðan Vogey í Færeyj-
um. — Danska herskipið
stöðvaði togarann og
sendi sjóliðsforingja og
fimm sjóliða um borð í
hann. Var ætlunin að
fylgja togaranum til Þórs
hafnar, þar sem taka átti
landhelgisbrot hans fyrir.
LOKAÐIR INNI
Skipstjórinn á skozka tog-
Hafði áhöfn togarans, sem er
alls 14 mianns, þá tekizt að
læsa Danina inni og gátu þeir
ekki við neitt ráðið. í»egar
Danirnir um borð í Niels
Ebbesen urðu flóttans varir
hófu þeir eftirförina. Kl. 11
um morguninn komu þeir enn
að togaranum. Þá kallaði
danski skipherran, E. T. Söll-
ing í hiátalara yfir til Skot-
lanna og skipaði þeim að nema
staðar. En Skotarnir sinntu
því engu og héldu ferðinni á-
fram. Þá var 40 millimetra
fallbyssum herskipsins beint
að togaranum og hleypt af
skoti sem kom í sjóinn rétt
fyrir framan togarann. Skot-
arnir létu sér fátt um finn-
ast og héldu enn ferðinni á-
fram.
Danski skipherrann ákvað
■þá að s'kjóta á togarann, jafn-
ÁRANGURSEAUSAR
VIÐRÆÐUR
Nú hafði danski skipherr-
an samkvæmt alþjóðalögum
heimild til að sökkva togar-
anum. Ekki var þó gripið til
þeirra örþrifaráða, enda
danskir sjóliðar um borð. —
Þess í stað var kallað á brezk
eftirlitsskip í nágrenninu, og
komu tvö þeirra skjótt á vett
vang, freigátan Troubridge og
fiskveiðieftirlitsskipið Wott-
on. Bretamir fóru fyrst uxn
borð í togarann til að kanna
afleiðingar skothríðarinnar.
Þar voru allir við góða heilsu
og skipið lítið laskað. Þá hóf.
ust viðræður Dana og Breta,
sem lauk með því iað Bretarn-
ir neituðiu að skipta sér af
málinu og þvinga togarann til
að 'halda til Þórsh'afnar. Voru
dönsku fangarnir aftur flutt-
ymyr
Xviv
Red Crusader.
aranum, Al'bert E. Wood, mót
mælti ekki handtökunni, og
var því siglt af stað til Þórs-
hafnar. En kl. 4,15 á þriðju-
dagsmorgun breytti togarinn
skyndilega um stefnu og
sigldi á tólf mílna ferð suður-
eftir í áttina til Skotlands.
vel þótt sex danskir sjóliðar
væru um borð. Tvær kúlur
fóru gegnum stefni togarans
og sú þriðja braut niður loft-
net hans. En ekkert dugði. Sg
skozki hélt ferðinni áfram
eftir sem áður.
ir um borð í herskipið og
sigldi svo togarinn áfram til
Aberdeen. En Danirnir vildu
ekki gefast upp við svo búið
og héldu áfram að fylgja tog-
aranum ,og í kjölfar þeirra
sigldu brezku herskipin tvö.
SKJÓTA BETUR NÆST
lokið. íslenzka þjóðin hefur
fagnað hinum norska þjóð-
höfðingja af heilum hug.
sjálfur hefur hann komið
fram af þeirri látlausu glæsi
mennsku, sem er höfuð ein-
kenni framkomu hans. Er
óhætt að fullyrða að Ólaf-
ur konungur hafi unnið hug
og hjarta íslenzku þjóðar-
innar, sem geymir bjartar
minningar um komu hans
jhingað til lands.
íslendingar hafa reynt að
kynna og sýna Noregskon-
ungi og fylgdarliði hanS eins
marga þætti íslenzks þjóð-
lífs og menningarlífs og tök
hafa verið á. Er það von
okkar að þessir vordagar á
Islandi hafi verið okkar
tignu norsku gestum ánægju
legir og að þeir hafi fundið,
hversu velkomnir þeir voru
til íslands.
Á miðvikudagskvöld kom
togarinn til heim'ahafnar
sinnar, A'berdeen, en danska
freigában tók varðstöðu utaa
skozkrar land'helgi. Togarinn
seldi svo afla sin á fimmtu-
dagsmorgun, en fór að þvl
loknu í þurrkví til viðgerðar.
S. E. Pontoppidan aðmíráll,
sem innan skamms tekur við
stjórn danska flotans, sagði
þegar hér var komið sögu að
vonandi fyrirskipuðu brezk
ytfirvöld togaranum að sigla
til Þórshafnar. En, sagði að-
mírállinn, ef opinberar við-
ræður um málið bera ekki
Framh. á bls. 23.