Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 14
14
MORCVNbLAÐlÐ
Laugardagur 3. júní 1961
Málverkasýnin<|
Finns Jónssonar
í Listamannaskálanum er opin frá kl. 2—10 daglega.
Síðasti dagur sýningarinnar er sunnudagur 4. júní.
Fjórða hœðin
á Skólavörðustíg 16 200 ferm að stærð
er til leigu.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON
Sími 24440.
Dagskrá 24.
Sjómannadagsins
sunnudaginn 4. júní 1961.
Kl. 08.00 — Fánar dregnir að hún á skipum í höfninni.
09.00 — Sala á merkjum Sjómannadagsins og Sjó-
mannadagsblaðinu hefst.
10.00 — Hátíðamessa í Laugarásbíói. Prestur séra
Árelius Níelsson. Söngkór Langholtssóknar.
Söngstjóri Helgi Þórláksson.
13.30 — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómanna- og
ættjarðarlög á Austurvelli.
13.45 — Mynduð fánaborg með sjómannáfélagafánum
og ísl. fánum á Austurvelli.
14.00 — Úthátíðahöld Sjómannadagsins:
(Ræður og ávörp fara fram af svölum Al-
þingshússins).
1) — Minnigaráthöfn.
a) Biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson
minnist drukknaðra sjómanna.
b) Guðmundur Jónsson, óperusöngvari syngur.
2) — Ávörp.
a) Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, full-
trúi ríkjsstj.
b) Sverri Júlíusson, form. L.Í.Ú., fulltrúi út-
gerðarmanna.
c) Karl Magnússon, skipstj., fulltrúi sjómanna.
3) — Afhending verðlauna:
Formaður Fulltrúaráðs Sjómannadagsins,
Einar Thoroddsen afhendir afreksbjörgunar-
verðlaun Sjómannadagsins, Fjalarbikarinn Og
heiðursmerki Sjómannadagsins.
Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur.
Lúðrasveit Reykjavíkur annast undirleik og
leikur á milli dagskráratriða.
15.45 — Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll
hefst kappróður við Reykjavíkurhöfn. —
Verðlaun afhent. —
Á meðan á róðrakeppni stendur mun Eyjólfur Jónsson,
sundkappi og ef til vill flgiri þolsundsmenn synda Við-
eyjar- eða Engeyjarsund Og taka land í róðrarvörinni.
Að róðrunum lokum, og ef veður og aðrar aðstæður leyfa
mun Landhelgisgæzlan sýna hvernig fleygt er niður úr
flugvél báti eða öðru til skipa á sjónum.
Sjómannakonur annast kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu
frá kl. 14.00. — Allur ágóði af kaffisölunni rennur til jóla-
glaðnings vistfólks í Hrafnistu.
Á Sjómannadaginn, sunnudaginn 4. júní verða kvöld-
skemmtanir á vegum Sjómannadagsins á eftirtöldum
stöðum:
Breiðfirðingabúð — Gömlu dansarnir —
Ingólfscafé — Gömlu dansarnir —
Silfurtunglið — Gömlu dansarnir —
Sjálfstæðishúsið — Dansleikur — skemmtiatriði
Storkklúbburinn — Dansleikur — skemmtiatriði.
Allar skemmtanir hefjast kl. 21.00 og standa yfir til
kl. 02.00 eftir miðnætti.
Tekið á móti pöntunum og aðgöngumiðar afhentir með-
limum aðildarfélaga Sjómannadagsins í Aðalumboði
Happdrættis DAS, Vesturveri, sími 17757 í dag kl. 16.00—•
19.00 og á morgun sunnudag kl. 14.00—17.00. Einnig í við-
komandi skemmtistöðum eftir kl. 17.00.
f Vesturveri verður jafnframt seld hin nýja hljómplata
Stjáni blái, eftir Sigfús Halldórsson.
Afgreiðsla á merkjum Sjómannadagsins og Sjómanna-
dagsblaðinu verður á eftirtöldum stöðum:
I dag, laugardag kl. 14.00—18.00 í Verkamannaskýlinu
við höfnina og Skátaheimilinu við Snorrabraut jrg á morg-
un, sunnudag frá kl. 09.00: Verkamannaskýlinu við höfn-
ina — Skátaheimilinu við Snorrabraut— Turninum Réttar-
holtsveg 1 — Melaturni við Hagamel — Sunnubúð við
Mávahlíð — Söluturninum við Sunnutorg, Langholtsvegi —
Matvörumiðstöðinni Laugalæk 2 — og Vogaskóla.
Auk venjulegra sölulauna fá þau börn, sem selja merki
og blöð fyrir 150 kr. eða meira aðgöngumiða að kvik-
myndasýningu í Laugarásbíó.
Munið eftir eftirmiðdagskaffinu
í Sjálfstæðishúsinu.
hjá sjómannskonum
Halldóra Björnsdóttir
húsfrú, Geithommm
HINN 10. apríl sl. andaðist úr
heilablóðfalli í Héraðsspítalanum
á Blönduósi Halldóra Björns-
dóttir, húsfreyja frá Geithömr-
um í Svínadal. Hún var fædd
á Marðarnúpi í Vatnsdal 24. marz
1878, dóttir hjónanna Þorbjargar
Helgadóttur frá Gröf og Björns
L. Jónssonar frá Síðu. Þau Marð-
arnúþshjón eignuðust 15 börn, en
sex néðu fullorðins aldri: Guð-
mundur landlæknir, Jóhanna
húsfreyja í Víðidalstungu, Ingi-
björg húsfreyja á Torfalæk, Jón-
as Bergmann, bóndi á Marðar-
núpi og síðar smiður á Stóru-
Giljá, Halldóra og tvíburasystir
hennar Elísabet, sem gerðist ráðs
kona hjá Guðmundi landlækni,
bróður sínum, við fráfall fyrri
konu hans, og dvaldist á heimili
hans og ekkju hans, frú Margrét-
ar, til æviloka.
Marðarnúpsheimilið var á sinni
tíð eitt mesta fyrirmyndarheim-
ilið í Húnavatnssýslu, því að
Björn bóndi var slíkur snyrti-
maður og reglumaður með alla
búskaparháttu, að víðfrægt var,
en Þorbjörg kona hans var vin-
sæl ljósmóðir, gáfuð kona og
glaðvær. Halldóra giftist vorið
1906 Þorsteini Þorsteinssyni frá
Grund í Svínadal, bræðrungi við
Magnús Guðmundsson ráðherra,
og bjuggu þau á Geithömrúm,
sem upprunalega var hjáleiga frá
Grund, þar til Þorsteinn dó 27.
janúar 1944. Börn þeirra eru:
Þorsteinn, bóndi á Geithömrum,
Björn, trésmíðameistari í Reykja
vík, Guðmundur bóndi í Holti í
Svínadal, Jakob, bílstjóri' í
Reykjavík og Þorbjörg, húsfreyja
á Auðkúlu, gift Jónmundi Ei-
ríkssyni frá Ljótshólum.
Eftir lát manns síns átti Hall-
dóra heimili hjá Þorsteini syni
sínum á Geithömrum til dauða-
dags, en dvaldist síðustu árin með
köflum hjá hinum börnum sin-
um 1 nágrenninu, Þorbjörgu og
Guðmundi. Hún hélt góðri heilsu
fram yfir áttrætt að undaníeknu
því, að sjón hennar fór hrakandi,
svo að hún var orðin blind að
kalla. Þorsteinn bóndi hennar
hafði byggt upp á Geithömrum
skömmu eftir að þau giftust, en
nú er Þorsteinn sonur hennar að
flytja bæinn úr fjallshlíðinni nið-
ur á nýræktargrund nær vegi.
Hún gat farið allra sinna ferða
um gamla bæinn sinn, þótt%sjón-
in væri biluð, hálfkveið fyrir
því að þurfa að flytja í nýja hús-
ið og hafði reyndar spáð því, að
sér myndi ekki endast aldur til
þess, enda varð sú raun á.
Halldóra á Geithömrum var
hóglát kona, ljúf í allri um-
gengni, virt Og vel látin í sveit
sinni. Hún Var í rheðallagi á vöxt,
rauðbirkin, kringluleit, svipurinn
festuíegur og greindarlegur,
trygg í skapi og ættrækin. Með
henni er góð kona gengin og eru
þá aðeins eftir þrjú á lífi af
barnabörnum þeirra Síðuhjóna
Guðmundar smiðs Guðmundsson
ar frá Húki og Guðrúnar Sigfús-
dóttur Bergmanns, en það eru
Jóhanna, systir Halldóru heitinn
ar og þó 10 árum eldri, Sigurður
hálfbróðir þeirra, áður yfirbrúar
smiður, og Elinborg Guðmunds-
dóttir, húsfrú í Reyhjavík. Þetta
var övenjulega sterkur ættstofn,
obbbbbbbbbbbbttDbúbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
b
Rúðulistar
Gerekti
Góiflistar
E
ggingavörur h.f.
Simi 35697
Laugaveg 178
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
.b
ALLT HEIMILIÐ SKÍNANDI FAGURT
ÁIM IMÚNIIMGS
MEÐ ÞESSUM JOHNSON’S FÆGILÖGUM
Notið PRIDE
fyrir húsffögnin
Pride — þessi frábæri vax
vökvi, setur spegilgljáa á
húsgögnin og málaða fleti
án nokkurs núnings. Og
Pride gljái varir mánuðum
saman, verndar húsgögnin
gegn fingraförum, slettum,
ryki og óhreinindum.
Fáið yður Pride — og losn-
ið við allt nudd er þér
fægið húsgögnin.
Notið Glo-Coat
á gólfin.
Glo-Coat setur varan.
legan gljáa á öll gólf án
nokkurs núnings - gler-
harða húð, sem kemur í
veg fyrir spor og er var-
anleg. Gerir hreinsun
auðveldari! Fljótari!
Notið Glo-Coat í dag —
það gljáir um leið og
það þornar!
.iohnsqn/s IWAX products
MÁLARINN H. F.
Sími 11498 — Reykjavík
því að Síðusystkinin, sem . öll
voru fædd fyrir 1840, komust
flest um eða yfir nírætt og mörg
af börnum þeirra náðu líka há-
um aldri. Nú er þessi forni og
trausti frændgarður . okkar að
falla, jafnframt því sem völlur-
inn færist út og elur nýjan gróð-
ur.
P.V.G.K.
Missti
trilluna
sína
PATREKSFIRÐI, 30. maí.
— í nótt sigldi trillubátur
upp í Kópavík og 19 ára
piltur tapaði þar nýja bátn-
um sínum — og svo til al-
eigunni. Þetta var Garðar
Gunnarsson úr Haukadal.
Hann var nýbúinn að kaupa
trilluna, þriggja tonna ágæt
is skip. Þetta var önnur sjó-
ferðin. Hann fór í róður kl.
5 í gærmorgun, lenti í
svartaþoku og sigldi á fullri
ferð upp í Kópavík. Komst
pilturinn slysalaust í land
og gekk til bæja. — Sjó-
menn sem fóru þarna um
sögðu, að trillan virtist óbrot
in, en nú er hann að hvessa
og sögðu þeir vafalítið, að
hún mundi brotna í spón í
brimgarðinum á næsta
flóði. Ekki er hægt að taka
trilluna á land þarna, þvl
fjaran er mjög stórgrýtt og
snarbratt fyrir ofan hana.
— Trausti.
Breytingar á
alþjóða-
siglingalögum
Alþj óðaráðsfcefnan um öryggi
mannslífa á hafinu, 1960, sam-
þykkti allmargar breytingar á
núverandi alþjóða-siglingaregl-
uim, og eru helztu breytingarnar
viðbót við siglingareglurnar, þar
sem tillit er tekið til notkunar
ratsjár í skipum í slaemu skyggnij
og ennfremur var samþykktur
viðauki við hinar endurskoðuðu
siglingareglur, þar sem leiðbeint
eru um rétta notkun ratsjár og
þeirra upplýsinga, sem hún lætur
í té, til þess að forðast árekstur
á sjó. — Skipaskoðun ríkisins hei
ur nú gefið út tilkynningu varð-
andi þessar nýju leiðbeiningar,
og verða tilkynningarnar sendar
flestum útgerðarfélögum, auilc
skipaskoðunarmanna og fjölda
annara aðila. Sjófarendur og aðir
ir, sem not hafa fyrir, geta feng-
ið aukaeintök hjá Skipaskoðun
ríkisins.