Morgunblaðið - 03.06.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.06.1961, Qupperneq 22
22 MORCVyBLAÐIÐ Laugardagur 3. júní 1961 Árangurinn nú lofar góðu í ýmsum greinum E.Ó.P. mótib í fyrrakvöld A N N A Ð frjálsíþróttamót sumarsins, E.O.P.-mót KR var haldið í fyrrakvöld og gefur árangur í sumum greinanna miklar vonir um stórafrek síðar á sumrinu. Keppt var í 10 greinum og voru keppendur flestir af beztu íþróttamönnum höfuð- staðarins — og víðar að. — Hins vegar var Iítil athygli vakin á mótinu fyrirfram og því færra af áhorfendum en vera skyldi. ★ Unglingamót Hinn ungi hástökkvari Jón Þ. Ólafsson ÍR náði athyglis- verðum árangri. Hann fór glæsi lega yfir 1.96 m í annari til- raun og setti þar með unglinga- met. Við 2.01 m miðtókst hon- um hins vegar og má þó ætla að sú hæð búi þegar í honum. Með hverju mótinu hækkar Jón sig í stökkum og verður án efa stutt til þess að hann sigr- ar 2 metrana. Jón er ákaflega aðlaðandi íþróttamaður og tek- ur íþrótt sína alvarlega og skemmtilega. ★ Gott langstökk Langstökksafrek Vilhjálms 7.20 lofar sannarlega góðu. Stokkið var á mottu vegna þess hve atrennubrautin var laus. Þetta ruglaði stökkmenn- ina í ríminu og mörg stökkanna urðu ógild* Þar á meðal átti Vilhjálmur stökk sem voru mun lengri. En sýnilegt er að Vil- hjálmur verður í stökkformi í sumar. Köstin Afrek Her- Guðmundar mannssonar í kúluvarpi mun vera „metárangur“ Islendinga á þessum tima. Einhvern tíma hefði líka 15.74 þótt gott en á alþjóðamælikvarða er það nú orðið tæplega meðalárangur. En Guðmundur ætti að geta mun betur og gerir það vonandi í umar. Valbjörn þeytti spjótinu lengra en hann hefur áður gert hér á landi 63.18 m. Það er Tvö heimsmet í FYRRAKVÖLD setti ítalinn Carlo Livore nýtt heimsmet í spjótkasti. Kastaði hann því 86.71 m á móti sem haldið var í Milano. Fyrra heimsmetið átti Banda- ríkjamaðurinn Cantello og var það 86.04 m. S.l. sunnudag hljóp Rússinn Georgij Taran 3000 m hindrunar hlaup á nýjum heimsmetstíma 8 31.2 mín. Bezti tími fram að því var 8.31.4 og vann Pólverj- inn Kryskowiak það afrek. 1 ekki orðin vanþörf á að hressa upp á spjótkastið hér. Jóel er ennþá ókrýndur kon- ungur spótkastara og hefur ver- ið um meira en 20 ára skeið. if Aðrar greinar Gaman er að því að KR- ingar skuli halda svo vel sam an í milli- og langvegahlaupum sem raun er. Vonandi smitar það út frá sér því stórleg vönt- un er á hlaupurum. Spretthlaup karla og kvenna voru dauf — en vonandi aðeins í þetta sinn. Mættum við muna okkar fífil fegurri í þeim efn- um. Úrslit í einstökum greinum. 110 m grindahlaup: -TrSiguröur Lár usson Á, 17.0. 100 m hlaup: Grétar Þorsteinsson A, 11.5, 2. Valbjörn Þorláksson ÍR 11.6 3. Guðm. Guðjónsson KR 11.9. 400 m hlaup: 1. Sigurður Björnsson KR 52.3 2. Svavar Markússon KR 52.5 3. Guðm. Hallgrímsson IBK 53.7. 1500 m hlaup: Kristleifur Guðbjöms son KR 4.05.9 2. Reynir Þorsteinsson KR 4.17.4 3. Agnar Levy KR 4.17.4 4. Hafsteinn Sveinsson Self. 4.18.7. 1000 m boðhlaup: Ármann 2.02.5 2. A-sveit KR 2.05.6. lOOm hlaup kvenna: Rannveig I.ax dai IR 14.1 2. Ásta Karlsdóttir USAH 15.6. 100 m hlaup: unglinga: Kristján Ey jólfsson IR 12.0 Þórhallur Sigtryggs son KR 12.1 Þorvarður Björnsson KR 12.3. Frh. á bls. 23. Mikil aðsólm að leiknámskeiðum UM síðustu helgi hófust íþrótta- námskeið fyrir börn og unglinga víðs vegar um bæinn og hefur aðsókn að þeim verið mjög góð. Sérstaklega hefur aðsókn verið góð fyrir hádegi, og hafa börnin, sem eru á aldrinum 5—9 ára, verið um 100 á hverju svæði og allt upp í 200. Á svæðinu í Blesugróf var þó aðsókn nær engin og börnum þar bent á að snúa sér til Vík- ingssvæðisins við Hæðargarð. Ólafsson yfir 1,96 — unglingamet Á þjáliaranámskeið í Sviss KARL GUÐMUNDSSON, knatt spyrnuþjálfari, fór utan í gær- kveldi til þess að sækja alþjóð legt þjálfaranámskeið í Macolin iþróttaskólanum við Bienne í Rannveig Laxdal ÍR og Ásta Karlsdóttir setja svip á kvennaíþróttirnar: (Ljósm. Sv. Þorm.) Sviss. Yfir 40 þjálfarar frá 20 Evrópulöndum sækja þetta nám skeið, en þar munu kenna og flytja fyrirlestra 9 fremstu knatt spyrnuþjálfarar Evrópu, m.a. Herberger frá Þýzkalandi, ungverski landsliðsþjálfarinn Gustav Sebes, Bretarnir Winter bottom og Sir Stanley Rose o.fl. — Það er Knattspyrnusamband Evrópu, sem stendur fyrir þessu námskeiði og KSÍ hefur annazt milligöngu um för Karls. — Nám skeiðið stendur í viku. Leik- og íþrótta- námskeið í Garða- hreppi Á VEGUM æskulýðsfélagsins Stjarnan í Garðahreppi eru að hefjast námskeið í leikum og íþróttum fyrir börn og unglinga. Kennarar verða Karl Guðmunds- son. Sigurður og Birgir Birgis. Námskeið fyrir börn 11 ára og yngri verða á svæðinu við Silfur tún þriðjudaga — fimmtudaga og laugardaga kl. 9,30—11,30 f.h., en æfingar fyrir unglinga þefjast á mánudag 5. júní kl. 8 e.h. fyrir stúlkur og kl. 9 e.h. fyrir pilta. Skotar unnu Skagamenn 7:0 f gærkvöldi var annar leikur skozku knattspyrnugesta Vals og mættu þeir íslandsmeist- urum Akraness. Skotarnir fóru með sigur, skoruðu 7 mörg gegn engu. Voru yfir- burðir þeirra nú enn meiri en gegn Val einkum er á leið leik inn. Framan af var leikurinn oft skemmtilegur og síðari hluta fyrri hálfleiks sóttu Skagamenn öllu meira þótt þeim auðnaðist aldrei að nýta tækifæri sín til marks. Fyrri hluta fyrri hálfleiks var svartur kafli hjá Skaga- mönnum. Vörnin var einstak lega sundurlaus og barðist jafnvel ekki gegn ásókn Skot anna. Þar við bættist að Helgi átti mjög misheppnuð út- hlaup. Skoruðu Skotarnir 3 mörk á fyrstu 16 mín. Hið fyrsta skoraði Clunie miðherji á 9. mín upp úr þvögu við Akra nesmarkið. Á 15. mín. hafði Helgi Hannesson varið á línu og sparkað frá. Henderson útherji fékk knöttinn við víta teig og skallaði fallega yfir alla mannþröngina við mark ið og í fjarlægara horn marks ins. Glæsilega gert. Mínútu síðar hleypur McFazean inn í langa sendingu á miðjunni og spyrnir framhjá Helga sem hljóp út. ★ Fleiri urðu mörki ekki í fyrri hálfleik. Skagamenn náðu tökum á leiknum, léku oft laglega að marki Skotanna en þar rann allt út í sandinn fyrir klaufaskap þeirra eða fyrir góða vörn Skotanna. Brown markvörður fékk að sýna öryggi sítt en ekki reyndi alvarlega á hann. Skagamenn fengu vítaspyrnu en Þórður Jónsson spyrnti yf ir. Síðari hálfleikur var dauf ur lengst af. Skagamenn höfðu misst allan móð og Skotarnir virtust ánægðir með þann ör ugga sigur sem þeir höfðu þeg ar unnið. Deyfð og drungi var yfir leiknum. En þetta löguðu Skotarnir til. Á 28. mín. hleypur Gemm el innh. inn í langa sendingu og platar Helga sem hljóp út og renndi knettinum í tómt markið. Og á síðustu níu mín. skora Skotarnir þrívegis. Fyrst var Miller útherji að verki. Hann plataði Helga markvörð út við vítateiginn og átti auðvelt með að skora fram hjá bakvörð- unum sem hlupu til marks- ins. Síðan gerði Kerrigan mið- herji meistarastykki. Hann sendi snúningsbolta að mark inu af 18—20 m færi. Helgí misreiknaði sendinguna sem hafnaði í netinu. Fallegt mark Henderson innh. rak enda hnútinn á mörkin. Hann skall aði örugglega í netið af stuttu færi eftir góða og langa send ingu frá vinstn kanti. Sem fyrr höfðu Skotarnir yfirburði í leikhraða og því að hafa vald á knettinum, vald á sendingum og vald á móttöku knattarins. Oft voru íslandsmeistararinr aðeins eins og statistar eða menn til að elta fótfráa Skotana. Bezt ir Skota voru Gemmel, Wil- son bakvörður og Brown í marki. — Hjá Skagamönnum Sveinn Teitsson. i ^ >1 ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.