Morgunblaðið - 09.06.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 09.06.1961, Síða 10
1C MORGUNBLAÐ1Ð .itudagur 8. júní 1961 .. : }::.:■■ M' -» •• 'i' ,■ ,. • . ■ ,. • . ■. ■ •-1 . ••'. ■ ■■■■■*. ■ .>-.-.\Vr-' ■ . ..., .'••’• .•V;\ ■.:■';••.'. _1' > _ l , i ' ' ' Vv''' . I j SiiiHi ■0 iy' ' :. ■ HÉR að neðan sjáum við myndir af fjórum konum, sem hafa mikilvægum stöðum að gegna, hver í sínu þjóðfélagi og hafa komið mjög við sögu í fréttum síðustu daga. Konurnar eru taldar, frá vinstri — frú Jacqueline Kennedy, forsetafrú Banda ríkjanna, frú Nina Krús- jeff, forsætisráðherrafrú Sovétríkjanna, frú Golda Meir, utanríkisráðherra Israels og Jekaterina Furt seva, menntamálaráðherra Sovétríkjanna. Tvær hin- ar síðustu eru mörgum íslendingum persónulega kunnar, frú Golda Meir frá heimsókn hennar til ís- lands í síðasta mánuði og frú Furtseva, sem kom til íslands á þriðjudaginn. EFTIR Evrópuferð Jacqueline Kennedy má segja eins og um Cæsar forðum, — hún kom, sá og sigraði. f frásögnum af ferðalagi Kennedys, Bandaríkjaforseta til Parísar, Vínar- borgar og London hefur verið varið miklu rúmi til þess að skýra frá þeim feikna góðu viðtökum, sem Jacqueline fékk hvarvetna. Hún sigr- aði hjörtu allra með glæsilegri fram- komu og smekklegum klæðaburði. Einkum þótti Frökkum mikið til Jacqueline koma — sögðu að hún væri svo „frönsk“ í háttum, en öllu meira lofsyrði eiga þeir víst ekki til handa konum. Og víst var um, að Jacqueline gat rifjað upp margar skemmtilegar endurminningar í París, frá því hún var þar við há- skólanám á sínum tíma. Jacqueline þykir hafa staðið sig með mestu prýði — bæði í kosninga- baráttunni í sumar og haust og eins eftir að maður hennar tók við em- bætti forseta Bandaríkjanna. Hún er vel greind og hefur furðanlega kom- izt hjá því að falla í þær gildrur, sem pólitískir andstæðingar manns henn- ar hafa reynt að leiða hana í. Jacqueline er vinsæl kona — eink- um fyrir það standa að baki manni sínum sem hl'ðholl og heillandi eig- inkona. Næst í röðinni er forsætisráðherra- frú Sovétríkjanna frú Nína Krúsjéff, sem einnig á miklum vinsældum að fagna meðal Vesturlandabúa — þótt gerólík sé hún hinni fögru Jacqueline. Þegar Krúsjeff léiddi konu sína fram og kynnti hana Vesturlandabúum kom fljótt í Ijós, að hún var enn bet- ur fallin til þess að afla sér vinsælda en Krúsjeff sjálfur með alla sína kátínu og Volgu-söng. Frú Nína kom fram sem hin mið- aldra, feitlagna, trausta og eðlilega eiginkona og móðir — alveg eins og menn höfðu hugsað sér sællegar rússneskar bóndakonur, sem skiptu sér ekki af stjórnmálum, en hugsuðu samvizkusamlega um bú sitt og börn. Hún reyndi ekkert að sýnast annað en hún var — eðlileg, greind og elskuleg kona. í fyrstu ferðum sínum til Evrópu var frú Nína yfirleitt ósjálega klædd — en það kom fljótt í ljós, að hún hafði fullan áhuga á fallegum fötum, enda gerði hún enga tilraun til þess að dylja ánægju sína og hrifningu yfir því sem hún sá á Vesturlöndum. Nína Krúsjeff var fljót að sjá hver áhrif smekklegur klæðaburður hefur og nú er svo komið, að hún notar gjarna þann frítíma, sem hún hefur á ferðum með manni sínum til þess að heimsækja tízkusýningar. Þriðja konan, sem svo mjög hefur komið við heimsfréttirnar að undan- förnu, er frú Golda Meir. Hún hefur auk þess að heimsækja íslendinga ferðast um Norðurlönd og fleiri Evrópuríki. Frú Golda Meir er kona, sem veit hvað hún vill — heili hennar er skarpur og persónuleikinn hrífandi. Hún er afsprengi hins harða kjarna Gyðingaþjóðarinnar og hefur það, ásamt uppeldi í Rússlandi og Banda- ríkjunum mótað þá konu, sem nú hefur á hendi embætti utanríkisráð- herra ísraels. Konur eiga Goldu Meir mikið að þakka, því að hún hefur lengi barizt fyrir réttindum þeirra og stöðu í þjóð- félaginu og vill að konur noti sér sem bezt þá möguleika, sem þeim veitast til menntunar og þroska. En undir hinni hörðu brýnu stjórn- málamannsins er konan, sem ver miklum tíma á ferðalögum til þess að leita uppi skemmtileg leik- föng handa barnabörnum sínum og á sér það áhugamál að elda góðan mat. Frú Golda Meir hefur á síðustu ár- um gert sér ljóst hver áhrif klæðnað- urinn hefur — áður lét hún sig slíkt engu skipta, en nú gefur hún sér dálítið meiri tíma til þess að fylgjast með kröfum tímans í þeim efnum. Og loks er komið að menntamála- ráðherra Sovétríkjanna, Jekaterinu Furtsevu, sem nú er stödd á íslandi. Furtseva er sögð kona, sem gædd er miklum viljastyrk, staðfestu og dugn- aði meðfram framúrskarandi stjórn- málahæfileikum. Hún hefur unnið sig jafnt og þétt upp eftir framabraut- inni í sovézkum stjórnmálum — braut sem ku vera nokkuð hál á stundum — og er nú ein sterkasta kona Sovét- ríkjanna. Hún er gift sendiherra Rúss- lands í Júgóslavíu, Firyubin, og eiga þau eina dóttur — sem er með henni hér á íslandi. Jekaterina Furtseva er myndarlega vaxin kona að sjá — ljóshærð og greiðir hárið í hnút í hnakkanum. Hún hefur að kunnugra sögn einkar falleg augu og fallega fótleggi. Um Furtsevu er eins farið og þær Nínu Krúsjeff og Goldu Meir, að hún hefur á síðustu árum gert sér glögga grein fyrir mætti klæðnaðar- ins enda munu ytri kvenkostir henn- ar hafa notið sín æ betur, eftir því sem árin liðu. Undanfarið hefur hún t.d. oft komið mönnum á óvart með smekklegum og vönduðum samkvæm iskjólum í stórveizlum Moskvuborg- ar. Sterkustu áhrif hennar munu þó mest eiga rætur að rekja til fjörlegrar framkomu og dugnaðar á sviði stjórn- málanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.