Morgunblaðið - 09.06.1961, Qupperneq 15
- „dagur 8. júní 1961
MORGUNBL AÐiÐ
15
Leiðtogafundur
tjhluflausra' á Kúbu?
Kairo, 6. júní — (Reuter).
DR. Raoul Roa utanríkisráðherra
Kúbu hefur boðið leiðtogum tutt-
ugu og tveggja „hlutlausra“
ríkja, sem höfðu ákveðið að
halda með sér að halda leiðtoga-
ráðstefnu, — að sú ráðstefna
verði haldin í Havana á Kúbu.
Nú eru í Kairo komnir saman
eitt hundrað sendimenn frá hin-
um 22 löndum á undirbúnings-
fundi í Kairo en sjálf ráðstefnan
á væntanlega að fara fram með
haustinu — áður en allherjarþing
Sameinuðu Þjóðanna kemur sam
an. Er hlutverk ráðstefnunnar
sagt það, að samræma átök hinna
hlutlausu ríkja til þess að
minnka spennuna í samskiptum
Austurs og Vesturs.
Dr. Roa lagði til að fleiri
ríkjum yrði boðið á ráðstefnuna
en tuttugu Og tveim — þar á
meðal vildi hann að Kongó yrði
boðið — og þá stjórn Gizenga
í Stanleyville.
Upphafsmenn þess, að ráð-
stefna þessi er haldin eru m. a.
þeir Nasser forseti Arabalýðveld-
isins og Tito Júgóslavíuforseti.
Æskilegt nð K og K hittist nítur
BONN og PARÍS, 6. júní. Reuter.
—- Konrad Adenauer, kanslari
V-Þýzkalands lét svo um mælt
i dag, að hann teldi fund þeirra
Krúsjeffs og Kennedys hafa ver-
ið mjög gagnlegan og væri
seskilegt, að þeir hittust aftur
6em fyrst og ræddu alþjóðleg
ágreiningsmál — gæti það haft
áhrif til hins betra á ástandið í
alþjóðamálum.
Adenauer sagði þetta á lokuð-
«m fundi í kristilega demokrata-
flokknum í dag, en í gær ■ gerði
K o h 1 e r, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna honum
grein fyrir viðræðunum í Vínar-
borg.
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum á Adenauer að hafa sagt
í dag, að aðalviðræðuefnið í Vín
hafi verið Berlínarmálið og
þyrfti sennilega ekki að vænta
skjótra aðgerða Rússa á þeim
vettvangi.
Hinsvegar segir dagblaðið Le
Monde í París í dag, að Krúsjeff
hyggist leggja til að haldin verði
ráðstefna allra andstæðinga Þjóð
verja úr heimsstyrjöldinni síðari.
Muni hann líkast til stinga upp
á þessari ráðstefnu þegar eftir
22. flokksþing kommúnista í
október í haust.
íransstjórn bannar
skemmtiferbir til
annarra landa
TEHERAN, íran, 6. júní. (Reut-
er) — Hiri nýja stjórn írans til-
kynnti í dag, að bann yrði lagt
við öllum skemmtiferðum til
annarra landa og væri ætlunin
með því að spara þjóðinni
gjaldeyri. Telur stjórnin, að
með þessu muni sparast sem
nemur 20 millj. dala árlega.
Hinir einu, sem fá leyfi til
utanferða eru menn, er þurfa
að leita lækninga erlendis og
hafa fyrir því vottorð frá heil-
brigðisstjórn landsins, svo og
þeir, sem þurfa nauðsynlega ut-
an í viðskiptaerindum.
Forsætisráðherrann nýi, Ali
Amini, segir, að ströng viðurlög
muni lögð við undanbrögðum
og misnotkun þessara undan-
tekninga.
Austurbæjarbió:
Skurðlæknirinn.
MYND ÞESSI, sem er ensk og
tekin í litum, er byggð á skáldsög
unni „The Pack“ eftir John
Jtowan Wilson.
Ungur maður Philip Selwood
(Tony Britton) hefur nýlokið
prófi í skurðlækningum við
Graftondale-sjúkrahúsið. Yfir-
læknir þar er Sir Arthur Gray og
er Philip trúlofaður Pamelu dótt
wr han. Sir Arthur hefur mikið
álit á læknishæfileikum Philips
og ræður hann sem aðstoðar-
lækni sinn. Það kemur í ljós, að
Philip er snjall skurðlæknir,
enda leysir hann af hendi hinar
erfiðustu skurðaðgerðir. Við
sjúkrahúsið starfar sem svæf-
ingalæknir pólskur flóttamaður,
Romak að nafni. Hann hefur í
fátækt sinni fengið að láni hjá
stúlku sem hann átti vingott við
200 pund, en þau hafa nú orðið
ósátt og hún krefur hann um
greiðslu með harðri hendi. Rom-
ek segir Philip frá vandræðum
eínum og fær hjá honum penginga
lán til þess að greiða upp í skuld
ina við stúlkuna. Romek hafði
vegna þjáninganna í fangabúðun
um í Póllandi leiðst til eiturlyfja
notkunar, en þó fengið síðar
Viðhorf kvenna
Islenzkar konur
og kvenfrelsi
Eftir trú Þóru Jónsdóttur
KVENRÉTTINDI er orð sem
á óvinsældir vísar í okkar
dvergþjóðfélagi. Fáar konur
vilja eiga það á hættu að vera
kallaðar kvenréttindakonur,
af ótta við að missa hylli karl-
manna, sem aftur á móti geta
átt von á skyndiárásum og
skæruhernaði frá þess konar
kvenfólki og forðast það eins
Og hverja aðra plágu.
Það er og með hálfum huga,
sem ég nefni kvenréttindi á
nafn. Orðið kvenfrelsi er mun
fallegra og merkir það sama.
Nútímakonur líta svo á að
jafnrétti sé svo til fengið og
það sem á skorti muni fást af
sjálfu sér.
Mér virðist þó tímabært, að
leiða athygli að því að víg-
stöðvar kvenfrelsins eru
Tvö húsráð
F ö R eftir gúmmísóla eða
skósverta, sem koma á parket
gólf eru uppsprettur sífelldrar
gremju fyrir húsmóðirina. Að
vísu er hægt að fjarlægja þau
með terpentínu, en hún leysir
einnig upp gólfbónið og koma
þá skellur á gólfið. Notið
heldur húsgagnabón, sem fjar
lægir blettina án þess að
skilja eftir nokkur merki á
gólfinu.
Mjúkur pensill er heppileg-
lir til að þurrka ryk af hús-
gögnum, sem eru útskorin og
mikið flúruð. Hann kemst
hæglega inn í hinar smæstu
rifur, og afþurrkunin tekur
mun styttri tíma og árangur-
inn verður mun betri en ef
venjulegur afþurrkunarklútur
er notaður.
tvennar, þær y.tri og þær
innri.
Á þeim opinberu hafa að
vísu verið háðar orrustur til
sigurs, en til þess að sá sigur
komi að nokkru verulegu
gagni, verður hver kona að
heyja innri baráttu við ósýni-
lega fjötra aldagamals ófrelsis
Og hefðbundinnar þröngsýni á
hlutskipti kvenna, sem enn
lifir í hugsunarhætti þjóðar-
innar.
Hver sigur einstakrar konu
gagnvart sjálfri sér á þessum
vígstöðum er hliðstæður hin-
um mikla mannréttindasigri
kvenna, Og ómetanlegur ávinn
ingur til þroska og meiri
sjálfsvitundar. Þó ég telji vafa
laust að margar íslenzkar kon
ur hafi öðlazt sjálfstæði í hugs
un, virðist mér mikið skorta á
að við fylgjumst með tímun-
um þjóðfélagslega séð. Meðal
okkar gætir meiri minnimátt-
arkenndar en hollt er, sem
ráða má meðal annars af að
okkur vantar öryggi í fram-
komu og ánægju í svip. Á
sviði opinberra mála erum
við svo til áhrifalausar.
Nú vitum við allar að ekki
hefur svo vel til tekizt með
skipun þjóðmála hjá feðrum
okkar, bræðrum og sonum, að
skaði væri að nýjum hug-
myndum og öðrum stefnum.
Krefjast ekki tímarnir þegs af
okkur að við tökum meiri og
ábyrgari þátt í félagsmálum
þjóðarinnar? Er það seinna
vænng?
Og að lokum þetta: Á leið
okkar til meiri og verðugri
áhrifa í þjóðfélaginu er engin
hindrun nema andleg deyfð
okkar sjálfra.
lækningu við því. — En út af mis
sættinni við vinkonu sína er Rom
ek allur í uppnámi og tekur inn
stórann skammt af svefnlyfjum.
Philip og annar ungur læknir
finna Romak liggjandi á gólfinu
í djúpum svefni. Þeir fara með
hann inn í herbergi Philips og
gefa honum sprautu. Meðan
þessu fer fram veikist kona sem
Philip hefur skorið upp daginn
áður. Hjúkrunarkonurnar reyna
að kalla á Philip, en finna hann
ekki og þegar hann loksins kem
ur er konan dáin. — Philip er nú
kallaður fyrir læknaráð sjúkra-
hússins og ákærður fyrir van-
rækslu í starfi. Hann vill ekki
segja hið sanna um fjarvist sína
af ótta við að Romek vinur hans
missi stöðu sína við sjúkrahúsið
og því tekur hann þann kostinn
að segja upp starfi sínu. Sir Arth
ur, sem veit ástæðuna fyrir fjar
vist Philips, reiðist honum mjög
er hann segir upp starfinu og
Pamela slítur trúlofuninni. En
læknaráðið vill ekki missa Philip
frá starfi vegna hæfileika hans og
tekur ekki uppsögn hans til
greina. Harin ákveður því að
starfa áfram við sjúkrahúsið,
mest vegna Sjr Arthurs, sem orð
inn er mikið veikur, og takast þá
skrifar um:
KVIKMYNDIR
sættir með Philip og Pamelu.
Mynd þessi er að mörgu leyti
athyglisverð og vel leikin, enda
fara þarna margir ágætir leik-
arar með hlutverk, svo sem Mich
ael Redgrave er leikur Sir Arth
ur, Tony Britton, Carl Mohner er
leikur Romek og Brenda Bruce er
leikur Elizabeth vinkonu Romeks
o.fl. Þó nær myndin ekki varan
legum tökum á áhorfendunum,
— vantar í hana þá spennu er
'veki áhuga þeirra.
Nýja bíó.
Hermannadrósir.
MYND ÞESSI gerist í Japan þeg
ar hersveitir Bandaríkjamanna
hafa hertekið landið árið 1945.
Er myndin gerð af Japana, undir
japanskri leikstjórn og með jap-
önskum leikurum í aðalhlutverk-
unum. Er myndin, eins og segir í
leikskránni „raunsæ og opinská
kvikmynd um örlög kvenna
þeirra, sem seldu „blíðu og ást
sína“, í hinum illræmdu her-
manna-samkomuhúsum Japans.
Ástandið í landinu er hörmulegt,
borgir og bæir í rústum. Öng-
þveitið blasir hvarvetna við og
hin siðferðilega upplausn er svo
gífurleg að konur eru hvergi ó-
hultar fyrir nauðgunum drukk-
inna hermanna og jafnvel sam
landa sinna líka. Margar japansk
ar stúlkur láta sér vel líka sam
skiptin við hermennina, en sum
ar þeirra streitast á móti eftir
megni. Þeirra á meðal er stúlkan
Fumiko. Er í myndinni rakin hin
átakanlega harmsaga þessarar
stúlku, hrakningar hennar milli
bófa og lostafullra drykkjurúta.
En hún er heillandi stúlka og á
stundum virðist hamingjan ætla
að verða hlutskipti hennar þrátt
fyrir allt, en þegar bezt gegnir
ber ógæfan að dyrum. Hún missir
góðan amerískan eiginmann í
Kóreu-stríðinu, giftist síðan
japönskum lækni, er hrekur hana
frá sér, er hann kemst að „for-
tíð“ hennar og þannig gengur
það fyrir henni sí og æ, þar til
hún að lokum finnur aftur gaml
an aðdáanda sinn — og þau á-
kveða að byrja saman nýtt og
betra líf. — Það sem hér hefur
verið sagt er aðeins örfáir þræð
ir úr miklu efni, en hér eru ekki
tök á því að rekja það nánar.
Myndin er öll óhugnanleg og
ömurleg enda atburðirnir sýndir
af miskunnarlausu raunsæi. Er
það vissuleg ekki að ástæðulausu
að hún er bönnuð unglingum og
að lögregluþjónn stendur við
innganginn og gætir þess að því
banni sé hlýtt. Hins vegar er
myndin ágætlega gerð og leikin
og að því leyti mjög athyglis-
verð.
I*MM%MM»M%MMMM%MI
Bigot fékk 15 ár
París, 6. júní — (Reuter).
í DAG var dæmdur í 15 ára
hegningarvinnu þriðji hershöfð-
inginn úr uppreisninni í Alsíi
á dögunum. Það var Pierre-
Marie Bigot, sem var yfirmaður
flughersins í Alsír. Hann var
meðal annars ákærður fyrir að
hafa gefið frönskum flugmanni
skipun um að skjóta niður Cara-
velle-þotuna, sem flutti Louis
Joxe, Alsírmálaráðherra frá
Frakklandi til Alsír til þess að
reyna að stöðva uppreisnina.
* Cir IJvikLuf'
sMVaiuUvvunií*
stúl vöVuf
Si<juÁ|oÓf Jónsson ik co
iftifivAi'.sirati U,