Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 21. Júni 1961 Skotar bjdða í drólf Beck |Honn fór til Skotlands i gær til skrafs óg ráðageróa við forráðamenn félagsins ★ ÞÓRÓLFUR Beck, miðherji landsliðsins og KR, fór í gær morgun utan til Skotlands. Ferðina fer hann í boði St. Mirren — skozka liðsins, sem hér keppti á dögunum. Skotarnir munu hafa fengið augastað á óvenjulegum hsfefileikum Þórólfs og vildu fá'hann til að leika með sér næsta keppnistímabil. Allt mun. óráðið um það hvort af þi|í verður, en för Þórólfs nú mun standa í sambandi við þá ósk Skotanna. " '-------------------------- íuleikor AI.ÞJÓÐA Olympíunefndin sem nú situr á ráðstefnu í Aþenu hefur samþykkt að sumarleikarnir í Tokíó 1964 iyerði 11.— 25. október það ár. ÍSetningin fer fram 11. en síð- ,an verður hvíldardagur þann |i;2. og keppnx hefst 13. í;:: Vetrarleikarnir sem verða '^f: Innsbruck verða frá 29. ^janúar til 9.' febrúar. Nefndin hefur samþykkt ^Cambodiu sem aðila að nefnd inni. Það er 98. landið sem Samþykkt hlýtur. Hins vegar War umsókn frá ýmsum Afríku ;ríkjum um inngöngu felld að Sinni. - s-> n - LOFAÐUR Hver flokkur útlendra knatt spyrnumanna, sem hingað hefur komið síðustu misserin hefur lofsamað Þórólf fyrir óvenju- lega hæfileika í knattspyrnu. — Skotamir frá St. Mirren hafa þó gengið lengst. Þeir gerðu Þórólfi boð um að leika með liðinu næsta keppnistímabil og buðu að hann dveldist úti í sumar við æfingar. Þórólfur mun hafa fulian hug á að reyna betur hæfileika sína en hér verður gert, en mun þó hikandi og alls óráðinn um það hvert bezt væri fyrir hann að halda. ★ SKOÐAR AÐSTÖÐUNA Hins vegar tók hann boði Skotanna um að heim- sækja þá nú. Mun hann kynnast aðstöðu félagsins til æfinga, en St. Mirren mun standa á mjög traustum grunni og eiga góða aðstöðu. Heim mun Þórólfur koma á laugardaginn og að því er Mbl. veit bezt mun hann ekki í þessari ferð gera neina þá samninga, sem binda hann til eins eða neins. ★ Þess má svo að lokum geta að Hollendingarnir, sem hér eru nú, svo og írski dóm arinn, létu svo um mælt eft- ir landsleikinn, að það væri víst, að Þórólfur ætti greiða leið til atvinnuliða, ef hugur hans kysi. I; li: Víkingar kveðja Axel Andrésson mAnUDAGINN 19. júní kvödd- unlfc vér Víkingar hinsta sinni, aðátstofnanda félags vors og fyi^ta formann, Axel Andrésson íþrÓttakennara, manninn sem um árátugi fórnaði öllum frístund- unt; sínum fyrir félagið og hina fögyu íþrótt. Útför Axels fór fram á mánu- daésmorguninn. Fánar Víkings og Sþróttasambands íslands ,voru við kistuna og stóðu heiðurs- veíðir yið fánanna. Voru fánarn- í kvðld l;: í KVÖLD fer fram í Laugardaln uní annar leikur hollenzka liðs- iná,: Þá máeta bikarmeistarar KR geátunum. Leikurinn hefst kl. 8,3þ. Ef að líkum lætur verður leifeurinn spennandi og tvísýnn. Að,;vísu eru KR-ingar án Þórólfs eníef að líkum lætur munu þeir ekfei gefa sig fyrr en í fulla Ihnefana. Þeir hafa oftast átt góSa Ieiki gegn erl. liðum og hvérgi gefið eftir. b' íf - ir bornir fyrir kistunni úr kirkju en þá báru kistuna félagar úr stjórn Víkings ásamt forseta og varforseta ÍSÍ. Fjölmargir Vík- ingar vöru í kirkjunni og báru þeir allir borða með einkennis- litum Víkings í barmi. Axel var einn af brautryðj- endum knattspyrnunnar hér í höf uðstaðnum allt þangað til hann gjörðist sendikennari íþróttasam bands fslands úti á landi. Þús- undir æskumanna og kvenna víðsvegar um landið syrgja sinn vinsæla kennara og unglingaleið toga. Efst var þó í huga Axels fé- lagið hans, Víkingur, og bjart var yfir svip hans, er Víkingar sóttu hann út á land til að taka fyrstu skóflstunguna að hinu myndarlega félagsheimili þeirra. Víkingar, allt frá stofnun fé- lagsins 1908 til ársins 1961, votta hinum látna frumherja félagsins virðingu sína og álúðar þakkir fyrir þrotlaust starf hans fyrir félagið á uppvaxtarárum þess og lifandi umhyggju æ síðan. Systkinum Axels, sem ávalt hafa reynzt félaginu hinir trygg- ustu vinir, senda Víkingar inni- legustu kveðjur og þakkir. Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafur Jónsson, form. Skrúðganga íþróttafólks og skáta á Laugardalsvellinum. Vilhjálmur með bezta afrekið 17. JÚNÍ mót frjálsíþróttamanna var að venju liður í Þjóðhátíðar- höldunum. Fór fyrri hluti móts- ins ( þann dag) fram í kalsa- veðri sem skemmdi verulega ár- angur og ánægju af keppninni. Síðari hluti mótsins fór fram á sunnudag og þá í mun betra veðri. En í heild var mótið dauft — einkum var þátttakan léleg Og þarf þar sannarlega út að bæta með einhverjum ráðum. Tveir nýstúdentar vildu ólmir fá að taka þátt í 100 m hlaup- inu. Þeim var leyft það og vakti hlaupið mikla kátínu í norðangarranum. En tíminn var ekki góður — enda á það að vera aðalatriðið að vera með en ekki að sigra. Vonandi verða þeir með á næstu mótum þessir tveir myndarlegu piltar. — E vrópumeistari kemur á IR. mót EVRÓPUMEISTARINN í há- stökki, Svíinn Richard Dalil, verður gestur ÍR-inga á frjálsíþróttamóti félagsins, sem fram fer 27. og 28. júní nk. — eða í næstu viku. Dahl er frægur stökkvari. — Hæst hefur hann stokkið 2.12, en það gerði hann í einni mest spennandi og tvísýnustu grein Evrópumeistaramótsins í Stokk- hólmi 1958. Með því stökki sigraði hann. Síðan hefur hann keppt minna, en á nokkuð létt með 2 m stökk. Er hann því góður keppinautur hins unga en efnilega ÍR-ings, Jóns Þ. Ól- afssonar, sem stokkið hefur 2 m innanhúss. Keppnisgreinar mótsins eru: Fyrri dagur: 100 m, 400 m, 10 km, 110 m grindahlaup, 800 m hlaup unglinga, 200 m hlaup kvenna, 4x100 m boðhlaup, há- stökk, þrístökk, kúluvarp og spjótkast. Síðari dagur: 200 og 800 m, 400 m grindahlaup, 100 m hlaup kvenna, 300 m hlaup drengja, 100 wi hlaup sveina, 1000 m boðhlaup, hástökk, stang arstökk, sleggjukast og lang- stökk kvenna. Þátttöku ber að tilkynna Guð- mundi Þórarinssyni, Bergstaða- stræti 50 A, fyrir 24. júní. Bezta afrek mótsins vann Vil- hjálmur Einarsson í þrístökki 15.67. Ef ekki hefur náðst betri árangur á 17. júní móti annars staðar á landinu hlýtur Vilhjálm ur forsetabikarinn enn einu sinni. Góðum árangri náði og Val- björn 1 100 m hlaupi en með- vindur hjálpaði. Sömuleiðis virð ist Guðmundur Hermannssón ör- uggur í kúluvarpinu, með 15 og hálfan. Skrúðganga og sýningar settu fallegan svip á mótið fyrri dag- inn. Glímumenn sýndu undir stjórn Kjartans Bergmann. Judo- flokkur Ármanns sýndi undir stjórn Sigurðar JóhannSsonar og fjmleikaflokkur karla í KR sýndi undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar. Var góður rómur gerður að öllum sýningunum og fóru þær hið bezta fram þrátt fyrir hryssingslegt veður sem spillti fyrir. IJrslit i einstökum greinum beggja daga: 100 m hlaup: Valbjörn Þorláksson ÍR 10.8 sek 2. Grétar Þorsteinsson Á 11.1 3. Einar Frímannsson KR 11.1. 110 m grindahlaup: 1. Guöjón Guð- mundsson KR 15.8 sek. 2. Sigurður Lár usson Á 16.1. 1500 m hlaup: 1. Kristleifur Guö» björnsson KR 4.15 mín 2. Agnar Leví KR Stangarstökk 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4.00m 2. Valgarð Sigurðsson ÍR 3.60 3. Páll Eiríksson FH 3.50. Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson ÍR 15.67 m 2. Ölafur Unnsteinsson HSK 14.03 3. Þorvaldur Jónasson KR 13.98. Hástökk: 1. Jón Þ. Ölafsson ÍR 1.85 2. Sigurður Lárusson Á 1.70 3. Halldór Jónasson ÍR 1.60. Kúluvarp: Guðm. Hermannsson KR 15.43 2. Gunnar Huseby KR 15.06 3. Friðrik Guðmundsson KR 14.46. Kringlukast Hallgrímur Jónsson A 48.68 2. Friðrik Guðmundsson KR 46.84 3. Þorsteinn Löwe ÍR 44.26. 1000 m boðhlaup: Sveit Armanni 2.10.5 Blönduð sveit 2.13.9 400 m grindahlaup: 1. Hjörleifur Bergsteinsson Á 62.0 sek. 2. Jón Guð« laugsson HSK 74.4. 200 m hlaup: Grétar Þorsteinsson A 23.4 sek. Þórhallur Sigtryggsson KR 24.5 Már Gunnarsson ÍR 24.8. 800 m hlaup: Svavar Markússon KR 2.01.1 2. Þorvarður Bjömsson KR 2.17.5. Langstökk: Vilhjálmur Einarsson ÍR 6.94 m 2. Einar Frímannsson KR 6.88 3. Þorvaldur Jónsson KR 6.53. Spjótkast: Valbjörn Þorláksson ÍR 58.06 2. Jóel Sigurðsson ÍR 54.08 3. Kjartan Guðjónsson KR 49.28. Sleggjukast: 1. Friðrik Guðmundi son KR 46.09 2. Jóhannes Sæmunds* son KR 45.58 3. Þórður B. Sigurðsson KR 45.06. 3000 m hindrunarlilaup: Kristlelfur Guðbjörnsson KR 8.48.9 mín. 2. Ag» ar Leví KR 9.16.7 3. Hafsteinn Sveing son HSK 9.45.6. 4x100 m boðhlaup: Sveit Armanni 45.1 sek. Sveit ÍR 45.6 Sveit KR 45.7, 3 gegn3 TEKKAR og Argentínumenil léku landsleik í knattspyrnu f Tékkóslóvakíu í fyrradag. Jafn- tefli varð 3—3. í hálfleik stó# 2—2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.