Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júní 1961 Skipin eru bundin við bryggju. Hin dýrmætu atvinnutæki þjóðarinnar eru kyrrsett, þótt enginn sjómaður sé í verkfalli. — Viljum vinna Framh. af bls. 1 Sigurður Þórðarson starfsmað- ur Reykjavíkurbæjar sagði að allir, sem ekki væru staurblindir kommúnistar, myndu geta fellt sig við að samþykkja sömu kjör og sámið var upp á í Hafnarf- firði. SJÓNARMIÐIÐ BREYTT. Halldór Runólfsson verkamað- ur hjá Reykjavíkurbæ telur «0 marglr verkamenn, sem annars íylgja stjórn Dagsbrúnar að mál- um, myndu vilja fallast á Hafn- arfjarðarlausnina. Hins vegar eiga kömmúnistar stóran hóp manna í Dagsbrún, sem fylgir stjórninni til hvaða verks, sem hún vill, og samþykkja það, sem þeim er sagt. Sjónarmiðið er áreiðanlega breytt frá því, sem var við allsherjaratkvæðagreiðsl- una um 6 prósentin. Þá óttast menn að, ef nú verð- ur samið um hækkun eftirvinnu- álags muni menn missa þá eftir- vinnu, sem þeir hafa haft og þýð- ir það beina kjararýrnun. Þessa eru dæmi í Kópavogi. Þar hefir þegar verið samið, en eftirvinnan skorin niður. Baráttuatriði verka manna nú er ekki stytting vinnu- tímans. Guðmundur Sigurjónsson hinn skegleggi baráttuim. frjáishuga verkamanna kvað lítið hægt um þetta að segja á þessu stigi máls- ins. Menn væru vart búnir að átta sig til fulls á þessu ennþá. En þeir munu fljótlega sjá hvaða skollaleikur þetta er. Þetta er ekki lengur kjarabarátta heldur pólitísk togstreita. Það gefur líka MBL. leitaði sér í gær upp- lýsinga um það, hvar í nánd við Reykjavík benzín væri fáanlegt — og kom í ljós, að norðan Botnsár í Hvalfirði er ennþá afgreitt benzín á alla bíla sem óskað er. Á Suð urnesjum og fyrir austan f jall munu birgðir hins vegar vera á þrotum. Benzín til afgreiðslustöðva á slóðunum fyrir norðan Botnsá frá Akranesi, þar sem Olíufélagið (h.f. Esso) hefur birgðastöð, og ennfremur úr Borgarnesi, en þar hafa Olíuverzlun íslands og Skeljungur aðsetur. Munu tals- verðar birgðir vera fyrir hendi á þessum stöðum, og því nóg benzín að fá. Ekkert benzin í Hafnarfirði Nær Reykjavík en þetta mun benzín ekki vera aígreitt, nema samkvæmt undanþágum, sem „Dagsbrún" og Vinnuveitenda- samband íslands koma sér sam- an um. í gær voru uppi hér í bæn um bollaleggingar um, að e. t. v. ástæðu til að ætla, að misnota eigi sjóðinn í pólitískum tilgangi, að nálægt honum mega ekki aðr- ir koma en stjónendur Dagsbrún FÁUM VH) EKKI BULLNDI DÝRTÍÐ? Jón Arason starfsmaður hjá Eggert Kristjánssyni vill' láta semja tafarlaust. En hann spurði í leiðinni hvort við fengjum ekki yfir okkur bullandi dýrtíð við þessa hækkun. Sé það ekki hug- myndin þá er búið að ná þeim ár angri að ástæðulaust er að rífast um þetta lengur. Stjórn sjóðsins er ekkert atriði, ef ekki á að misnota hann í póli- tískum tilgangi. Hitt er auðvitað bezta tryggingin fyrir að honum sé réttlátlega varið, að hann sé undir stjórn hlutlausra manna. Guðmundur Jónsson starfs- maður hjá símanum sagði, að það væri fyrir neðan allar hellur mundi fást benzín af geymum Esso fyrir ofan Hafnarfjörð til af greiðslu á benzínstöðvum þar í bæ nú, þegar verkfalli „Hlífar“ er lokið. Mbl. aflaði sér upplýs- inga um þetta hjá Hallgrími Sig- urðssyni, skrifstofustjóra Olíufé- lagsins h.f., og sagði hann, að sér væri ekki kunnugt um, að neitt slíkt væri á döfinni. Benzínbirgð- ir þessar eru eign Esso Export í New York, og eru þær geymdar þarna með notkun á Keflavíkur- flugvelli fyrir augum. Á Suðumesjum og austan fjalls Öll dreifing á benzíni frá Reykjavík liggur nú niðri, nema hvað bíll og bíll er sendur með benzín á þær stöðvar, sem af- greiða benzín til þeirra, er njóta undanþágu. Sala á benzíni til al- mennings á Suðurnesjum og aust an fjalls hefur því stöðvast jafn skjótt og birgðir hafa þrotið, enda þótt ekkert verkfall væri ríkjandi á stöðunum sjálfum. Vera kann að einhvers staðar á þessum slóðum sé lítil lögg eftíx fyrir aðvífandi bifreiðir, en hyí er mjög tæpt að treysta. að halda svona mörgum mönn- um atvinnulausum út af jafn litlu atriði eins og stjórn sjóðsins væri. Hann kvað marga mundu hafa verið á móti tillögunni, sem stjórnin fékk samþykkja á síð- asta Dagsbrúnarfundi, en þeir hefðu sig lítt í frammi, þar sem þeir fengju ekki einu sinni hljóð til að tala fyrir skoðun sinni. Jóhannes Sigurðsson bæjar- starfsmaður kvað liggja við að menn óskuðu stjórn Dagsbrúnar út í hafsauga fyrir að vera ekki fyrir löngu búin að semja. Það, sem nú tefur samninga, er varla hægt að skýra með öðru en að fyrirhugað sé að misnota sjúkra- sjóðinn. Auðvitað er eðlilegast að oddamaðurinn sé hlutlaus. Héðinn Hjartarson hjá Pípu- gerðinni segir að það muni vera kominn urgur í menn út af verk- fallinu og það innan raða stjórn- arsinna Dagsbrúnar. Finnst hon- um að verið sé að draga menn á asnaeyrunum út af máli, sem ekki er lengur neitt hagsmuna- mál, heldur einstrengisleg tog- streita. Ég veit ekki hvernig verka- menn eiga að lifa á 350 kr. með konu og tvö börn. Það segir lítið, þegar til kemur einnig afborgun af íbúð, segir Héðinn. Hann kveðst ekki hafa farið á síðasta Dagsbrúnarfiund, enda hefði hann lítið þangað að gera. Þar er alltaf sami skrílóhátturinn við hafður, gargað Og púað á þá menn, sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en stjórninni þóknast. DREGIÐ Á LANGINN TIL AÐ VALDA TJÓNI Rósmundur Tómasson hjá Steypustöðinni segir að ekki verði annað ráðið af framkvæmd þessa verkfalls en að reyna eigi að draga það sem mest á langinn til þess að það geti valdið sem mestu tjóni. Mér finnst kommúnistum ekki farast mikið að tala um klofning og svik Hafnfirðinga í verkalýðs- baráttunni. Sjálfir hafa þeir stað- ið fyrir klofningi, t. d. með samn- ingi við SÍS og í Kópavogi. Auð- vitað hleypir það illu blóði í menn, sem varla hafa efni á að missa einn einasta vinnudag, er þeir sjá nágranruanna vinna með eðlilegum hætti. Ég er viss um að margir, sem fylgja stjórninni í Dagsbrún, eru farnir að linast í baráttunni. Eðvarð talaði um að afskipti vinnuveitenda af stjórn sjúkra- og stykrtarsjóðsins væri vantraust, er hann taldi að stétt- vísi Dagsbrúnarmanna væri ekki meiri en svo, að þeir myndu ekki sjálfviljugir standa skil á þessu 1% í sjóðinn, þótt samið yrði um að öll hækkunin gengi beint til verkamannanna sjálfra. Brynjólfur Brynjólfsson frá Engey starfsmaður við höfnina sagðist vera á móti öllum verk- föllum og verkbönnum Og hefði alltaf verið. Hann taldi fjölda Dagsbrúnarmanna orkulausa til átaka gegn hinni einhuga klíku, sem stæði að stjórninni. Hitt væri raunar hneisa, að ekki mætti standa svo upp andstæðingur á fundi að hann væri ekki hróp- aður niður. Væri raunar sama hver hefði fundarstjórn á hendi. Á menn væri aðeins hastað til málamynda. Það eru áreiðanlega margir Dagsbrúnarmenn, sem láta það sig engu skipta, hver fer með stjórn sjóðsins, sem nú er deilt um. Ragnar Jónsson starfmaður hjá Björgvin Schram sagði að þetta verkfall hefði getað verið leyst fyrir löngu. Kröfurnar eru fengnar og það er langverst fyrir okkur Dagsbrúnarmenn sjálfa að þessu haldi áfram. VERKAMENN FLÝJA ÚR BÆNUM Arinbjörn Sigurðsson starfs- maður við höfnina fullyrti að margir, sem hlynntir væru kommúnistum í stjórn Dagsbrún ar, væru á móti þessari stífni, sem sett hefði verið í deiluna með stjórn sjúkra- og styrktar- sjóðsins. Hann kvað verkamenn nú vera farna að flýja úr bæn- um, enda væri það ekki nokkur leið fyrir fjölda fjölskyldumanna að ganga atvinnulausa. Þá taldi hann marga verkamen vilja fá 1 % greiðsluna beint og ekki stofna til sjúkrasjóðs. Guðmundur Magnússon starfs- maður við höfnina taldi að finna mætti lausn á þessu máli með því að vinnuveitendum væri heimilað að velja menn í stjórn sjóðsins til jafns við stjórn Dags- brúnar, en þeir yrðu hins vegar að vera fullgildir meðlimir í Dagsbrún. Þannig hefði Dags- brún alla stjórn sjóðsins og vinnu veitendur fengju tækifæri til að hafa áhrif á skipun hans. Vilji stjórn Dagsbrúnar ekki ganga að þessu, þá er hún búin að viður- kenna, að hér er um hreint póli- tískt mál að ræða. Hins vegar held ég ekki verði gengið að því að aðrir en Dagsbrúnarmenn fari með stjórn sjóðsins. Guðmundur hefir að undanförnu staðið verk- fallsvaktir í félagi sínu. Steinberg Þórarinsson starfs- maður í Landssmiðjunni, sagði, að þetta væri ekkert orðið nema pólitík. Baráttan um kjaramál væri ekki fyrir hendi. Hann kvað að segja mætti að náðst hefðu ágæt kjör, en auðvitað mundi þetta ganga inn í verðlagið. Og gróðinn yrði því enginn. Því veitti manni sannarlega ekki af að fara að vinna fyrir sér sem fyrst aftur. Hins vegar vonaðist hann til að kommúnistum tækist ekki að svelta sig. Hér líkur þessum samtölum við verkamenniaa og má af þeim draga þá álykbun að einhugiur sá, er Þjóðviljinn ræðir um að sé inman Dagsbrúnar að baki gerð- um stjórnar félagsins, er síður en svo fyrir hendi, enda telja nú æ fleiri að likiur miunu fyrir að aMsherjaratikvæðagreiðela inn, an féliagsins imundi leiða til sam- þykktar sömu lausnar og varð i Hafnarfirði. vig. Listkynning Mbl. Gunnar Hjaltason I GÆR hófst sýning á listaverk- um eftir Gunnar Hjaltason, gulL smið í Hafnarfirði, í sýningar- glugga Mbl. Hér er um að raeða 8 tréskurðarmyndir, 4 vatnslita- myndir, 3 klippmyndir og 3 olíu- myndir. Gunnar Hjaltason er Eyfirð- ingur að uppruna, fæddur 1920 á Ytri-Bakka. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann sýnir myndir opin berlega. Hann lærði teikningu hjá Birni Björnssyni og Mar- teini Guðmundssyni árið 1933 og tók einnig þátt í námskeiði í tré- skurði hjá Þjóðverjanum Hans Múller í Handíðaskólanum árið 1952. Þá hefur Gunnar Hjaltason skreytt bók (Úti og inni) eftir Friðrik Friðriksson með tréskurð armyndum. Nokkrar myndanna I sýning- arglugga Mbl. eru til sölu. Forseta tileinkað tónverk PRÓFESSOR Hans Grisch tón- skáld, frá Leipzig, sem dvelur hér á landi um þessar mundir, hefur samið tónverk, sem er tilbrigðl við íslenzkt þjóðlag, fyrir hljóm- sveit. Verk þetta miun verða flutt innan skamms í ríkisútvarpiniu. Prófessor Grisch, sem er mikill fslandsvinur, hefur tileinkað þetta verk forseta íslands og aif- bent honum að gjöf handrit verksins í Skraiutbandi. í áletrun kemst höfundur þannig að orð4 að verkið sé „tákn þeirrar mikliU hlýju, er ég ber í brjósti til landa yðar, og þakklætisvottur fyrir atla þá góðvild, er ég hefi orðið þax aðnjótandi". Prófassor Grisch hefur verið kennari nokkurra íslendinga f tónfræði við tónlistarskólann f Leipzig, þ. á m. þeirra dr. Páls ísólfssonar, Guðmundar Matthír assonar o. fL Hagstæð vöruskifti ÞEGAR athugað er yfirlit Hag- stofunnar um verðmæti imnflutn. ings og útflutnings, fyrir maf. mánuð, kemux í ljós að það er þó nokkru meira en í samia mán- uði fyrra árs. f maí síðastliðnum nam verðmæti útflutningsina 249,2 millj. kr. á móti 187 mililj. kr. í maimánuði -1960. Verðmætl inmiflutningsins á þessu ári, jan. til maíloika nemur rúmlegia 1000 millj. kr., en útflutningsins lítið eitt lægri. Er vörusikiftajöfinuður óhagstæður um aðrar 8 millj. Aft ur á móti var vöruskiftajöfnuður inn um þetta leyti árs í fyrr* óhagstæður um yfir 22 millj. kir. LEIÐRÉTTING Föðumafn bræðranna. sem gefa mönnum kost á sjóskíða- ferðum á Skerjafirði, misritað- ist í blaðinu í fiær. Þeir eru Hjaltasynir. Benzín norðan Botnsár — Á dreifingarsvæði Reykjavíkur er ekkert benzín að fá ar. Hér getur að líta skreið í hjöllum, en nú er sá tími kominn að taka ætti hana niður. Þetta er eitt dæmið um það mikla tjón, sem verkfallið veldur. Mannlaus benzínafgreiðslustöð vitnar um ömurleik verk- fallsins. (Ljósm. Mbl. Markús)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.