Morgunblaðið - 28.06.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.1961, Síða 1
20 síður 48. árgangur 141. tbl. — MiSvikudagur 28. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Kuwait nýtur ðflugs stuðnings Kröfu Kassems, forsætisráðh'erra íraks, um yfirráð í furstadæminu vísað á bug i Kairð, Washington, London, 27. júní (NTB-Reuter-AFP) BÆÐl Bretland og Banda- ríkin lýstu yfir í dag, að þau viðurkenndu sjálfstæði furstadæmisins Kuwait og vísuðu þar með óbeint á bug kröfu íraks til yfirráða í landinu, sem býr yfir mjög auðugum olíulindum. Enn- fremur er ljóst orðið, að Sameinaða Arabalýðveldið er andstætt stefnu Kassems, forsætisráðherra íraks, og styður Kuwait. y Arabar styðja Kuwait Arababandalagið heíur verið kvatt saman á aukafund til þess að fjalla um beiðni Kuwait um aðild að bandalaginu. Hefur Hussein, konungur Jórdaníu, skýrt Abdullah, fursta, frá því, að land sitt muni styðja mála- leitun hans. Saudi-Arabía hefur heitið hinu sama. Blöð í Sýr- landi fordæma einum rómi kröfu Kassems og segja að hún sé sett fram með það fyrir aug- um að styrkja ótrygga aðstöðu hans heima fyrir Aðrir telja hann ásælast olíulindir landsins. Víðtækar mótmælaaðgerðir I fregnum frá Kuwait er skýrt frá því, að bæði á mánudag og þriðjudag' hafi víðtækar mót- mælaaðgerðir átt sér stað gegn yfirgangi íraksstjórnar. Gripið hefur verið til ýmissa varúðar- ráðstafana og hefur yfirmaður öryggislögreglu landsins látið handtaka allmarga írakska menn, sem réðú yfir prent- smiðju og dreifðu áróðri til stuðnings Kassem. Allir þeir, sem uppvísir verða að fylgis- spekt við Kassem, fá fyrirmæli um að hverfa frá Kuwait um- svifalaust. Enn varð I að ryðja skarðið SIGLCFIRÐI, 27. júní — Enn varð hríð t fjllum í nótt og enn varð að ræsa snjóýtuna og senda hana upp í Siglu- fjarðarskarð, svo ekki teppt- ust samgöngur við síldarbæ- Er það í f jórða skiptið í júní mánuði, sem ýtan verður að ryðja snjó úr Skarðinu vegna fannkomu. Hér var landlega í gær og hinn mesti fjöldi veiðiskipa hinn mesti fjöldi veiðiskipa í höfninni. Tshombe í leyfi Elísabetville, 27. júnf ' (Reuter). TSHOMBE, héraðsstjóri í Kat- anga hélt í dag fyrsta ráðuneyt- isfund sinn, eftir tveggja mánaða fangavist sína í Leopoldville. Eftir fundinn lýsti hann yfir því, að hann mundi gefa yfir- lýsingu um stjórnarstefnu sína á blaðamannafundi á morgun. Jafnframt var tilkynnt, að Tshombe Og utanríkisráðherra hans, Kimba, sem einnig hefur verið í haldi, mundu taka sér mánaðarfrí frá störfum. Mun 3ja manna ráðherranefnd annast stjórn héraðsins á meðan, en hún hefur einnig farið með völd að uhdanförnu. Loks var skýrt frá því í dag, að allir fangelsaðir stjórnmála- menn og hermenn í Katanga yrðu látnir lausir í tilefni af heim- komu Tshombes. Bretar skuldbundnir Kuwait Sendiherra Breta í Bagdad, Sir Humphrey Trevelyan, gekk þegar í gær á fund írakska ut- anríkisráðherrans, Hashem Ja- wad, óg greindi honum frá þvi, að brezka stjórnin viðurkenndi sjálfstæði Kuwait. Samkvæmt samkomulagi Bretlands og fursta dæmisins frá 19. júní, er Bretum skylt að verða við beiðni þess um aðstoð, ef fram kemur. — Af bandarískri hálfu lýsti tals- maður utanríkisráðuneytisins í Washington því yfir í dag ,að stjórn sín hefði viðurkennt sjálfstæði furstadæmisins. Eru sumir þeirrar skoðunar, að Bandaríkin myndu styðja aðild Kuwait að samtökum Samein- uðu þjóðanna, ef hennar yrði æskt. ORÐINN frjáls ferða sinna á ný, sést Moise Tshombe, hér- aðsstjóri í Katanga, faðma að sér Justin Bomboko, utanríkis ráðherra Kongó — og báðir brosa þeir út undir eyru. Hjá þeim situr Mobutu, hershöfð- ingi, sem einnig virðist liggja vel á. Og síðastliðinn föstu- dag var Tshombe heiðursgest- ur í Leopoldville — eftir að hafa verið þar í haldi um tveggja mánaða skeið, sakað- ur um landráð. 8®í Skattar af meðallaunum hafa lækkað um 6 SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. hefir aflað sér, sýna skattaframtöl í Reykja- vík fyrir síðasta ár, að með- altekjur manna hafa hækkað verulega frá árinu 1959. — Meðalatvinnutekjur kvæntra verkamanna voru þá 75 þús. kr. samkvæmt framtölum þeirra sjálfra, iðnaðarmanna 79,500 kr. og sjómanna 93 þús. kr. Við þessar tekjur bætist svo það, sem kona og börn afla í mörgum tilfell- um. Lækkun sú, sem fram- kvæmd var á tekjuskatti og útsvari, hafði einnig veru- lega þýðingu, eins og eftir- farandi tafla yfir skatta 2 milij. kr. útsvarshækkun á Akureyri í kjölfar kaunhækka nanna þar Vinstra samstarfið rofið, segir fulltrúi kommúnista AKUREYRI, 27. júní. — Síðdegis í dag var haldinn bæjarstjórnarfundur og var þar tekin fyrir fjárhagsáætl- un bæjarins. Varð þetta sögu legur fundur. Jafnað hafði verið niður á bæj arbúa alls tæplega 21 milljón króna í útsvör á yfirstandandi ári. Sökum fyrirsjáanlegra hækk unnar á kaupi, sem er afleiðing hinna nýju kjarasamninga og þar af leiðandi hækkuðum tilkostn- aði við rekstur bæjarfélagsins, hafði bæjarráð á sínum fundi lagt til að lágt yrði á aukaútsvar að upphæð tvær milljónir króna. Miklar og heitar umræður urðu út af þessu. En að lokum var tillaga bæjarráðs samþykkt af meirihluta bæjarstjórnai', 6 at kvæðum gegn 5. Björn Jónsson bæjarfulltrúi kommúnista og alþingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Lýsti hann yfir að með þessari samþykkt væri vinstra-samstarf- ið í bæjarstjórn Akureyrar úr sög unni. Til þess var stofnað af Framsóknarflokknum, kommún- istum og Alþýðuflokknum eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Taldi hann fulltrúa Alþýðu- flokksins hafa svikið þetta sam starf 6. júní síðastliðinn, er hann greiddi atkvæði með frávísunar- tillögu Jónasar Rafnar í bæjar- stjórn viðvíkjandi tillögu komm únista um að bæjarstjórn Akur- Framh. á bls. 19 hjóna með 3 börn og áður- greindar atvinnutekjur hús- bónda, ber með sér. Verkamaður með 75.000.00 króna atvinnutekjur. Lækk- Tekjuskattur Útsvar 1959 2.737 9.361 1960 0 5.882 un 2.737 3.479 Samtals kr. 12.098 5.882 6.216 Iðnaöarmaður með 79.500 króna atvinnutekjur. Lækk- 1959 1960 un Tekjuskattur ........ 3.292 0 3.292 Útsvar 10.415 7.837 2.578 Samtals kr. 13.707 7.837 5.870 Sjómaður með 93.000 króna atvinnutekjur. Lækk- 1959 1960 un Tekjuskattur 5.868 0 5.868 Útsvar 13.615 10.213 3.402 Samtals kr. 19.483 10.213 9.270 Eins og sést af framangreindri töflu, þá hafa skattar 5 manna fjölskyldu lækkað um 6—9 þús. kr. fyrir síðasta ár miðað við skatta ársins á undan. Yið þessa skattalækkun bætist svo það, að slík fjölskylda fær nú greiddar 7.800 kr. árlega í fjölskyldubætur. Er rétt að menn hafi þessar staðreyndir í huga, þegar því er haldið fram að kjör manna hafi versnað stórlega við viðreisnari'áðstafanirnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.