Morgunblaðið - 28.06.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.06.1961, Qupperneq 2
mt 2 MORCUMtLAÐIÐ Miðvik'udagur 28. júní 1961 ♦ * * Hlutlaus sjóðstjórn trygg- ir hagsmuni verkamanna HVAÐ tefur samkomulagr í verkfalli Dagsbrúnar? Á hvcrju strandar? Er það ágreiningur um kaup hækkun? Er það ágreiningur um greiðslu orlofs eða eftir- vinnu? Er það ágreiningur um vinnutíma? Er það ágreining- ur um greiðslu í styrktarsjóð félagsins? Öllum þessum spurningum er óhætt að svara afdráttar- laust neitandi. Um hvað er þá deilt? Deilan stendur nú um það, hvort því 1% af kaupi, sem vinnuveitendur hafa fallizt á að greiða í styrktarsjóð Dags- brúnar, skuli varið með hags- muni verkamanna sjálfra fyr- ir augum, eða vera til frjálsr ar ráðstöfunar kommúnista- stjórnarinnar í félaginu. Hvort skyldi nú betur tryggja hagsmuni verka- manna, hlautlaus stjóm sjóðs- ins eða flokksstjórn kommún- ista á honum, og hver skyldi vera vilji verkamanna í þessu efni? Fyrir helgina birti Morgun- blaðið viðtöl við f jölda verka- manna hér í Reykjavík og var m. a. leitað álits þeirra á deil- unni um skipun sjóðsstjórn- arinnar. Vilji þeirra var af- dráttarlaus. Þeir lögðu á- herzlu á, að bezta tryggingin fyrir því, að sjóðnum verði varið í samræmi við tilgang hans sé sú, að hann lúti hlut- lausri stjóm. Og það er óhætt að fullyrða, að óbreyttum verkamönnum er það ekkert aðalatriði, að sjóðurinn sé undir einlitri stjórn kommún- ista, nema síður væri. En hver er vilji kommún- istaforsprakkanna? Hann er líka afdráttarlaus, ekki síður en verkamannanna. En hann er ekki sá, að verkamönnum komi sjóðurinn að sem mest- um notum, heldur sá, að þeir geti sjálfir, hvenær sem þeim þóknazt gripið til sjóðsins til áróðurs- og undirórðursstarf- semi sinnar. Dylst því eagum, að hérna rekast hagsmunir verka- manna og komúnista algerlega á, og þarf enginn að vera í vafa um hlutverk Dagsbrún- arstjórnarinnar í þeim ótök- um. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa nú samið um hlutlausar stjórnir sjúkrasjóða sinna, og eftirá viðurkenna forystu- menn þeirra tvímælalausa kosti þeirrar leiðar. Þá hefur einnig verið bent á það áður hér í blaðinu, að stjórnir flestra lífeyrissjóða launþega eru annað hvort skipaðar á hlutlausan hátt eða að vinnu- veitendur eru þar jafnvel í meirihluta, og mun þó enginn treysta sér til að halda því fram, að þar sitji hagsmunir launþega ekki í fyrirrúmi. Þrátt fyrir það, að verka- menn eigi nú kost á styrktar- sjóði, sem stæði þeim opinn í sjúkdóms- og slysatilfellum, hika kommúnistar ekki við að halda verkfallsbaráttu sinni áfram vegna þess eins, að stjórn hans á að vera skipuð á hlutlausan hátt. Slík fram- koma gefur óneitanlega á- stæðu til að ætla, að ekki séu fyrirætlanir þeirra með sjóð- inn, eins sakleysislegar og þeir sjálfir vilja vera láta. Og ó- neitanlega er fyrri umgengni kommúnista um sjóði verka- lýðsfélaga ekki beint til þess fallin að draga úr þeim ótta. i*W»«í Formsatriði eiga ekki að hindra lausn deilunnar — segir B. S. R B., sem telmr launajöfnuð of mikinn A fundi stjórnar B.S.R.B. 26. þ.m. var einróma samþykkt eft- irfarandi ályktun: Með bréfi dags. 5. þ.m. leitaði Alþýðusamband íslands eftir fjár hagslegum stuðningi B.S.R.B. vegna verkfalla ýmissa verka- lýðsfélaga. sem þá stóðu yfir. Fyrst eftir að stjórn B.S.R.B. barst þetta bréf, virtist okkurt útlit fyrir að vinnudeilur þessar myndu bráðlega leysast, og var því dregið að taka ákvarðanir um málið. Á stjórnarfundi hinn 16. þ.m. var ákveðið að skýra stjórnum bandalagsfélaganna þegar í stað frá beiðni Alþýðusambandsins og biðja þær að vera viðbúnar að taka afstöðu til málsins, og hefja aðgerðir í samræmi við það, þeg- ar eftir 26. þ.m., ef verkföllin yirðu þá ekki leyst. Vegna þeirrar stefnu í launa- baráttunni, sem hefir orðið ráð- andi í vinnudeilum þessa árs, tel Ur stjórn B.S.R.B. ríka ástæðu til að minna á samþykktir síðasta bandalagsþings, er í samræmi við skoðanir þess undanfarið árabil, marka ákveðna stefnu í launa- og kjaramálum, er stjórnin ítrekaði með samþykkt á fundi sínum hinn 24. febr. s.l. Jafnframt lýsir stjórnin þeirri skoðun sinni, að hún telur til- gangslaust, eins og málum er komið, að eyða tíma í deilur um, hvort umsamið kaupgjald verka- lýðsfélaganna muni leiða til kjarabóta í réttu hlutfalli við launahækkanir. í þessu sambandi lýsir banda- lagsstjórn yfir eindregið og á- kveðið þeirri skoðun: að á undanfömum árum hafi verið of langt gengið í launajöfn- uði við lausnkjaradeilna og bend ir á þá þjóðfélagslegu nauðsyn, að auk þess að tryggja lífvænleg lágmarkslaun sé tekið tillit til náms, ábyrgðar og sérhæfni í starfi. að áframhaldandi verkföll rýra mjög þjóðarframleiðsluna og skerða því möguleika launþega til að bæta kjör sín í nánustu framtíð, og er því miður farið að lausn vinnudeilna sé hindruð vegna ágreinings um formsatriði. að rétt sé að opinberir starfs- menn geri sitt til að bæta úr þrengingum þeirra, sem nú líða skor vegna langvarandi verk- falla, með því að leggja fé af mörkum til styrktar þeirn,, sem harðast eru úti, og heitir því á stjórnir allra bandalagsfélaga að gangast fyrir söfnun innan sinna vébanda í því skyni. Einnig samþykkti stjórnin að leggja fram úr sjóði bandalagsins kr. 8,000,—. Á sama fundi kaus stjóm bandalagsins eftirtalda menn til að stjórna fjársöfnuninni: Teit- ur Þorleifsson, Bræðraborgarstíg 8, sími 15754, Einar Ólafsson Fífu hvammsvegi 31, sími 23381, Har- aldur Steinþórsson, Nesvegi 10, sími 12785. Akranesi, 26. júní í MORGUN um ellefu-leytið voru nokkrir drengir að leika listir sínar á skellinöðrum inni á Langasandi. Einn þeirra, Njáll Helgason, hinn mesti fjörkálfur, lét framhjólið rísa upp, en það lá þá óvart spýta á sandinum. Hjól- ið snerist, knapinn stakkst á höf- uðið og viðbeinsbrotnaði. 2‘í 4 mt, Kt. tl Kalt og hráslagalegt er norðanlands, aðeins 7 stiga hiti var á Akureyri um há- degið og slydduél á Grímsstöð um og í Möðrudal. Lægðin fyrir suðvestan land ið færist nær og var gert ráð fyrir rigningu sunnanlands í nótt. Veðurhorfur kl. 10 í gær- kvöldi: Suðvesturland til Breiðá- fjarðar og miðin: Vaxandi A og SA, víða allhvasst þegar líður á nóttina. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: A-kaldi og úrkomu- laust í kvöld og nótt, stinn- ingskaldi og sums staðar rign ing á morgun. Suðausturland og miðin: SA gola og síðar kaldi, dá- lítil rigning, þegar líður á nóttina. Gunnar Olafsson Drengur missir auga í GÆRKVÖLDI hafði Morgun- blaðið spurnir af alvarlegu slysi er varð vestur í Ólafsvík á mánu dagskvöldið. Níu ára drengur að nafni Hörður Eiríksson hafði borið eld að drasli í ruslatunnu. Horfði hann síðan ofan í tunn- una, er byrjað var að loga. , Allt í einu sprakk flaska, sem var í tunnunni og þeyttust gler- brotin í andlit drengsins. Kom allstórt glerbrot í auga drengsins og varð af sár mikið. Milli kl. 11—12 á miðnætti I fyrrinótt kom Björn Pálsson flug maður að vestan með drenginn, og var Hörður þegar fluttur í Landspítalann. Svo mjög hafði auga drengsins skaddast að ó- gjörningur var að bjarga sjón- inni á því, og varð að taka au-;- að úr drengnum. -----—------------------ Cunnar Olafsson, frv. alþingismaður látinn AÐFARANÓTT mánudags sl. lézt í Vestmannaeyjum hinn kunni athafnamaður Gunnar Ólafsson útgerðarmaður og konsúll þar í bæ, 97 ára að aldri. Gunnar Ólafsson var um ára- tuga skeið einn af kunnustu at- hafnamönnum í Vestmannaeyj- um. Hann var fæddur 18. febrúar 1864 í Sumarliðabæ í Holtum. Hann stundaði kvöldskólanám í verzlunarfræðum í Reykjavík, en hér var hann verzlunarmaður 1891—’96 en síðan 3 ár í Vík í Mýrdal og verzlunarstjóri Brydes verzlunar þar frá 1899 til 1908 en árið eftir fluttist hann til Vest- mannaeyja Og þar í bæ átti hann lengsta Og athafnamesta þátt æfi sinnar. Skömmu eftir að hann kom til Eyja stofnaði hann fyr- irtækið Gunnar Ólafsson & Co. með þeim Jóhanni Þ. Jósefssyni og Pétri Thorsteinson, en hinn síðastnefndi var í félagi þeirra aðeins skamma hríð. Fyrirtæki þetta var um áratuga skeið stærsta Og voldugasta verzlunar- Og útgerðarfyrirtæki Vestmanna- eyja. Gunnar kom því mjög við alla athafnasögu Vestmannaeyja á þessum árum. Fyrirtæki hans hafði auk útgerðarinnar og verzl- unarinnar mikla fiskverkun og skipti starfsfólkið þá hundruðum. Þá hafði fyrirtækið einnig af- greiðslu fyrir Eimskip og Ríkis- skip. Gunnar Ólafsson var alþingis- maður V.-Skaftfellinga 1908—’H og landskjörin þingmaður 1986. Þá var hann oddviti Og sýslu- nefndarmaður í Mýrdal. Gunnar var vísikonsúll Norð- manna frá 1916 Og um skeið var hann konsúll Frakka á staðn- um. Gunnar Ólafsson helgaði sig á síðari árum ritstörfum og skrif aði þá endurminningar sínar. Hann skrifaði einnig margar greinar um menn og málefni, enda vel lesinn og fróður. Gunn- ar var einn af hinum kjarnmiklu athafnamönnum á viðreisnarár- um íslenzks athafnalífs, traustur og ráðhollur og hjálpsamur er menn voru í vanda staddir. Kvæntur var Gunnar Jóhönnu Eyþórsdóttur kaupmanns i Reykjavíkur Felixssonar, og eign uðust þau hjón fimm börn. Verzlunarmenn á sáttafundi SÁTTASEMJARI rikisins hélt fund í gærkvöldi, fyrsta sátta- fund með verzlunarmönnum og vinnuveitendum þeirra. Hófst hann kl. 9 og lauk laust fyrir miðnætti. Ekki voru efnisatriði samninga rædd á þessum fundi, heldur einungis fyrirkomulag samningsviðræðna. Kosnar voru tvær undirnefndir á fundinum, sem ákveðið var að héldu fundi með sér n.k. föstudagskvöld. Af ríkuríkin Erindi á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur í dag HINGAÐ er kominn danskur blaðamaður Jörgen Schleimann. Hann mun í dag kl. 6 flytja erindi á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur í félagsheimili V.R., Vonarstræti 4, sem hann nefnir: Um jákvæða og neikvæða hlut- leysisstefnu, stjórnmálaleg vanda mál nýju Afríkuríkjanna. Schleimann hefur ferðazt mik ið um í Afríku og rætt við stjórnmálaleiðtoga þar. Meðal annars átti hann hið fræga við- tal við Sekou Touré, forseta Guineu, þar sem hann mælti í fyrsta skipti opinberlega gegn heimsveldisstefnu kommúnista. Schleimann er sérfræðingur í stjórnmálum Afríkjuríkjanna. — Allir eru velkomnir að hlýða á erindið meðan húsrúm leyfir. Jörgen Schleimann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.