Morgunblaðið - 28.06.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.06.1961, Qupperneq 20
Lœknat í dreifbýlinu Sjá bls. 11. 141. tbl. — Miðvikudagur 28. júní 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 18. millj. í björgunarlaun Skozka rannsóknaskipið Sir William Hardy í Reykjavíkurhöfn í g*r. (Ljósm. Markús) FYRIR nokkru fór Akureyrar- togarinn Harðbakur dönsku flutn ingaskipi til aðstoðar er vél þess bilað í hafi út af Vestfjörðum. Skipið, sem heitir Stella Daníel- sen, var dregið hingað til Reykja víkur, og hér var f jallað um mál þess fyrir dómi. Það kom fram þegar málið var lagt fram, að hið danska skip var gjörsamlega ósjálfbjarga er tog- arinn kom að því. Varð engin ágreiningur um að hið danska skip var ósjáitbjarga og Harðbakur hafi bjargað skip- inu til hanfar. Hér fór frem mat á því og var það meti-s á 8 millj. króna. Munu eigendur Harð- baks, Útgerðarfélag Akureyrar gera kröfu til björgunarlauna er nema munu kr. 800,000 til kr. 1,000,000—. Svo alvarleg er bilunin að ekkl hefur verið hægt að lagfæra hana enn sem komið er og óvíst hvenær vegna ríkjandi verkfalls, vbgkéj togarinn vbgkéj cmfæypb EFTA rædd MARKAÐSBANDALAG Evrópu- ríkjanna sjö (EFTA) hóf fund í Lundúnum í gær og sækja hann ráðherrar bandalagsríkj- anna. Mun á fundinum einkum verða rætt um möguleikana á nánara samstarfi þessara landa við 6-ríkja bandalagið. Mbl. átti í gærkvöldi stutt samtal við Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamála ráðherra, og innti hann eftír, hvort aðild íslands að 7-velda bandalaginu yrði rædd á þessum fundi. Sagði rá'ðherrann, að svo myndi verða. 1 framhaldi af fund um viðskiptamálaráðherra Norð urlandanna fyrir rúmum mánuði, hefðu íslendingar verið í stöðugu sambandi við 7-veldin og fylgzt vel með því, sem gerzt hefði milli þeirra og sexveldanna. Hin Norðurlöndin hefðu tekið að sér Rússneskt olíu- skip stöðvast í GÆRMORGUN kom rússneskt olíuskip til Hafnarfjarðar, 10 þús. tonna skip. Það losaði gas- olíu í geyma Esso þar í bænum. Skipið er einnig emð um 5000 tonn af bílabenzíni. ÞVí fæst ekki landað. Ekki á rússneska skipið að sigla heim aftur með benzínið, a.m.k. ekki fyrst í stað. Þegar það hefur lokið löndun olíunnar í Hafnarfirði átti að sigla því inn á Kollafjörð og leggja því við festar og þar beðið átekta. Tekst þaöj íkvöld ÍR-MÓTINU lýkur í kvöld á Laugardalsvelli. Aðalkeppni kvöldsins verður í hástökki þar sem þeir mætast öðru sinni Evrópumeistarinn Ric- hard Dahl og Jón Þ. Ólafsson. í gær stukku þeir báðir 1.95 en Jón átti betri tilraun við 2.01 m. Þeir hafa báðir fullan Íhug á 2 m í kvöld. Af öðrum greinum má nefna stangarstökk en það er síðasta keppni Valbjörns fyrir utanför á stórmót. Þá verður keppt í þrístökki og 3 km. hlaupi og 8 öðrum greinum. Sátta- fundur í gærkvöldi SÁTTASEMJARAR héldu fund með samninganefndum Dagsbrúnar og vinnuveitenda í gærkvöldi. Hófst fundurinn kl. 9 og stóð enn, þegar blað- ið fór í prentun. Skotar á togveiðum á miðjum Faxafiúa Á MÁNUDAGINN var Iít- ill skozkur togari að veið- um inni á miðjum Faxa- flóa. Þar tók hann þrjú „höl“, sigldi að því búnu óhræddur inn í Reykjavík urhöfn og lagðist upp að bryggju svo að segja í gini ljónsins, við hliðina á varð skipum íslenzku landhelg- isgæzlunnar við Ingólfs- garð. Ekki skipti landhelg- isgæzlan sér hið minnsta af þessum „landhelgis- brjót“. Skiluðu steinbítnum aftur Skotarnir höfðu líka verið mjög kurteisir. Þeir höfðu beðið um sérstakt leyfi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar til að veiða fáeina þorska inni á Faxaflóa. Leyfið fengu þeir umyrðalaust af því að hér var um að ræða vísindastarf. Skotarnir voru meira .að segja svo kurteisir, að þegar þeir fengu nokkra steinbíta og karfa í vörpuna, sögðu þeir „Sorry“ og köstuðu þeim aft- ur útbyrðis, þar sem þeir höfðu ekki fengið leyfi til að veiða steinbít og karfa. — Ja, ef þeir hefðu allir ver- ið svona kurteisir* Hér var á ferðinni skipið Sir William Hardy frá Ab- erdeen, sem er bæði lítill tog ari og rannsóknarskip. Skip- stjóri þess heitir Wittleton, Framh. á bls. 18. ÞESSA mynd tók Björn Páls- f son, flugmaður, er hann flaug yfir Grænalón um helgina. í fyrri viku varð hlaup úr Grænalóni, en ekki varð þó mikið úr því. Virðist lónið hætt að tæma sig og vatnið að lyfta brúninni á Skeiðarár- jökli til að komast leiðar sinn ar, eins og áður fyrr. í stað- inn ryður árlega efsta borðið á vatninu sér leið gegnum skarð eitt, og fæst afrennsli fyrir það vatnsmagn, sem safnazt hefur á árinu. Við þetta kemur smáhlaup í Súlu, en ekki svipaðar hamfarir eins og þegar allt lónið tænjir sig. Stórir jakar úr jökulbrún inni fljóta á vatninu, en Grænalón er umgirt jöklum á þrjár hliðar. Togari eltur á haf út SÍÐASTLIÐINN laugardag kom gæzluflugvélin Rán að nokkrum brezkum togurum, sem voru að veiðum við 6-sjómílna takmörk- in suður af Hvalbak. Sá þeirra, sem næstur var landi, virtist vera nokkuð innan við mörkin, en svo skammt, að varhugavert þótti að láta færa hann til hafn- ar og var ákveðið að aðvara hann vegna atferlis hans. Við endur- athugun á stöðu togarans sást úr flugvélinni, að skipverjar voru að breiða yfir nafn og númer. Var þá varðskipið Óðinn, sem var á þessum slóðum, beðið að koma á vettvang. H. u. b. einni klukkustund síðar hafði Óðinn uppi á togaranum, sem siglt hafði til hafs. Var þá búið að fjarlægja yfirbreiðslurnar og reyndist nafn togarans vera Northern Spray Gy. 190. Óðinn gaf tog- aranum stöðvunarmerki, en hann sinnti því í fyrstu engu Og reyndi jafnvel að sigla á varðskipið. Þeirri viðureign lauk þó svo, að togarinn varð að viðurkenna mót* töku aðvörunarinnar. , Ráðuneytið mun taka til athug* unar, hverra frekari aðgerða er þörf, þegar það fær fullnaðar- skýrslur um málið frá land- helgisgzlunni. (Frá dómsmálaráðuneytinu) Dr. Love: Yes, — við skil- uðum steinbítnum aftur. Munu krefjast nær T að fylgjast með umræðum er snertu aðild íslands að fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.