Morgunblaðið - 04.07.1961, Side 8

Morgunblaðið - 04.07.1961, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. júlí 1961 Laxaeldi býður upp á mikla möguieika ÞÓR Guðjónsson, veiðimálastjóri, •hefur dvalizt vestan hafs á veg- um tækniaðstoðar Bandaríkjanna undanfarið ár til þess að kynna sér nýjungar í veiðimálum, eink- um í fiskræktar- og eldismálum. Hann er nýkomifin heim og hef- ur rætt við blaðamenn um dvöl sína vestra og framtíðarverkefni veiðimálanna hér á landi. Veiðimálastjóri ferðaðist aðal- lega um vestur Bandaríkin og til Alaska óg heimsótti veiðimála- stofnanir og eldisstöðvar í opin- berri og einkaeign. Þá sótti hann ársfundi ýmissa samtaka. M. a. sat hann Elleftu Vísindaráð- stefnu Alaska í Anchorage í ágúst í fyrra. Lengst af dvaldizt hann í Seattle, sem er miðstöð fiskirannsókna í Norðvestur Bandaríkjunum. Við Washington háskóla í Seattle er fræg deild í fiskifræði og fiskiðnfræði Og hafa nokkrir íslendingar stundað þar nám. Veiðimálastjóri fékk þar tækifæri til m. a. að taka þátt í tilraunum með fóðrun á laxi og í rannsóknum á, hve ört jurtir Fiskeldisstöð í Bandaríkjunum. og dýr úr Fernvatni taka til sín geislavirk efni úr umhverfinu, en þessi rannsókn var einn liður í undirbúningi undir umfangsmikl ar tilraunir með að bera áburð á stöðuvötn. Eru þessar tilraunir undir stjórn Dr. L. R. Donaldson, prófessors við Washingtonhá- skóla. Miklar framfarir hafa orðið á sviði veiðimála í Bandaríkjunum síðan stríðinu lauk og fer eldi lax og silungs stöðugt vaxandi Leitað er nýrra leiða til þess að ala upp þessar fisktegundir. Á síð ustu árum hefur farið mjög í vöxt að eyða fiski í vötnum með eitri og sleppa svo einni fisk- tegund á svæðið á eftir. Er nú farið að nota vötnin á vestur- strönd Bandaríkjanna til þess að framleiða laxaseiði, og láta seið- in síðan ganga í sjó, þegar þau hafa náð þroska til. Hefur þetta borið ágætan árangur. Þá hafa einnig árósar, víkur og lón ver- ið girt af og fiski eytt í þeim á sama hátt og í vötnunum. Síðan- hefur laxi verið sleppt á svæðinu, en í sumum þeirra er hálfsalt vatn. Þar sem sjóblanda er notuð ber sjórinn æti með sér inn í laxabúin, Og lifa seiðin oftast þar eingöngu á náttúrulegu æti. Verður því f jöldi seiða á flatarein ingu lítill. Þar sem kostnaðar- samt er að girða af víkur eða lón eins og hér á landi, þá verð- ur ekki komizt hjá að hafa seið- in þétt og fóðra þau. Þurrfóður ryður sér ört til rúms í silungseldi í Ameríku, en lax þrífst ekki eins vel af því eingöngu. Þurrfóður, sem er oft- ast að verulegu leyti fiskimjöl, á tvímælalaust mikla framtíð fyr ir sér, þar sem það hefur marga kosti fram yfir blautfóður, svo sem, að það er auðvelt í flutning- um, geymslu og fóðrun, og það sparar vinnukraft að nota það, Er líklegt að við getum fram- leitt þurrfóður hér á landi í fram tíðinni til útflutnings, og þarf það mál sérstakrar athugunar við. Margar nýungar í veiðimálum mætti nefna svo sem áburð á veiðivötn, kynbætur á fiski, en að þessu sinni væri forvitnilegt að ræða svolítið um framtíð fisk- ræktar- Og eldismála hér á landi. Ástæða er til að vera bjartsýnn um framtíð þessara mála. Við verðum að gera okkur ljóst, að við höfum alveg sérstakar aðstæð ur til ábatasamra laxaræktar hér á landi, þar sem bezt hentar, vegna þess að laxveiði er bönnuð í sjó við ísland. Við getum sem sé stóraukið laxveiði í ánum (Ljósm.: Þór Guðjónsson) með því að sleppa í þær laxaseið um af göngustærð, látið stöðu- vötnin framleiða laxaseiði upp í göngustærð og komið upp laxa- búum, sem ala laxaseiði á sama hátt, Og sleppt þeim síðan í sjó og notað hafið sem afrétt. í sjón- um vaxa þau úr 10—15 cm að lengd Og 2Q.—30 gr. á þyngd á einu ári upp í 55—65 cm og 4—6 pd. og uþp í 70—85 cm og 7—12 pd. á tveim árum, Og upp í enn meir á lengri tíma. Um 90% af laxinum fullvöxnum sækir aftur til æskustöðvana úr sjónum, jafn vel þó að þær séu gerðar úr steinsteypu. I nágrannalöndunum er þessu á annan veg farið, þar sem mestur hluti laxins er veidd- ur við árósa og í sjó. í Noregi eru um 85% af öllum laxi veiddur í sjó. Myndi því samskonar laxa- seiðasleppingar þar í landi að- eins gefa þeim, sem slepptu laxa- seiðum, 3 af hverjum 20 löxum, sem upp kæmust, hvort heldur það væri til áreigenda eða eig- enda laxabúa. Vafalítið má koma upp laxa- búum á mörgum stöðum á land- inu með góðum árangri bæði þar sem eingöngu er völ á fersku vatni og þar sem tiltækt er að nota sjó til blöndunar. Þarf að kanna mögulega staði fyrir slíkar stöðvar. Er til dæmis ekki ólík- legt, að nota megi áveitusvæðin austanfjalls með góðum árangri til þess að koma upp laxabúum á. Silungseldi mun ekki verða eins arðvænlegt hér á landi eins og laxaeldi af því tagi, sem að ofan er lýst, þar sem laxinn er verðmætari fiskur heldur en sil- ungur Og auk þess vex hann hraðar í sjó en silungur, og þarf mun minna fóður heldur en sil- ungur, sem alinn er upp í sölu- hæfa stærð. Þó standa vonir til, að silungseldi geti Orðið arð- vænlegra heldur en það er nú með því áð ala silung upp í sjó- blöndu. Auka má og afurðir sij- ungseldisstöðva með því að kyn- bæta silunginn. Dr. L. R. Donald son, prófessor við Washington- háskóla, hefur sýnt þetta með kynbótatilraunum á regnboga- silungi. Kynbótatilraunir taka langan tíma. En okkur mun ef til vill verða stytt leiðin, þar sem Donaldson, prófessor bauð veiði- málastjóra að fá af regnboga- stofni, sem hann hefur unnið að kynbótum á í um þrjá áratugi. Svíar fengu hrogn af hinum kyn- bætta regnbogastofni Donaldsons Og uxu silungar, sem út úr hrogn unum komu, á fyrstu sex mán- uðunum þrisvar sinnum betur en heimafiskur á 18 mánuðum. Dr. Alfred H. Barr. Dr. Alfred H. Barr heimskunnur listfrœðingur og- rit- höfundur kemur hingað í heimsókn í DAG kemur til iandsing á veg um féiaigsins „Kynning" og Há- skóla íslands heimskunnur list- fræðingiur og rithötfundur, Dr. Alfred H. Barr, jr., einn af aðal forstjórum hins mikla listasafns í New York „The Museuim of Modem Art“, og sá þeirra er annast sýningar við safnið. Al- fred H. Barr, jr., hefir verið einn af forstjórum safnsiins síð an 1929,. Meðal venka sem hekns kunn eru eftir Dr. Barr er mikið og tæmandi rit um franska mál iarann Matisse, sem talið er mesta og ítariegasta verk sem skrifað hefir verið um Matisse. Dr. Barr hel’dur hér tvo fyrir lestra, ann- an n. k. fimmtudagkvöld kl. 7 í Gamla Bíó á vegum Kynning- ar og er efni hans „Amerísk myndlist fyrr og nú“, og verða j-afnframt sýndar litstouggamynd ir. Á eftir fyrirlestrinum verða sýndar tvær stuttar toviltomyndir um amerístoa málarann Pollock og amerístoa myndhöggvarann Calder. Á föstudagskvöld heldur Dr. Barr fyririestur á vegum Hó- skólans í hátíðasalnum og talar um „The Museum of Modern Art“ og sýnir einnig liskugga- myndir og stutta kvikmynd „New York“. Dr. Barr kemur með konu sína með sér og einnig kemur á vegum „Kynningar" aðalfor- stjóri safnsins Frú Dorothy Mill- er, sem lengi hefir haft hug á að kynnast íslandi, og einkunx íslenzkri málaralist. í tilefni af komu þessarra tveggja forstjóra „The Museum of Modern Art“ hefir Kynning snúið sér til allmargra íslenakra málara með tilmæli um að eiga þess toost iað sýna þeim verk ís- lenzkra málaira. Hefir félagið til umráða notokra sali og skóla- stofur í þessu skyni. Þannig um Jóhannes Kjarval háfa myndir í sal Jóns Þorsteinssonar, Gunn- laugur Scheving og Jón Stefáns- son í Bogasalnum, Kristján Davíðsson í Freyjugöitusalnum og 10—20 málarar, ýmist sam- eiginlega í stofu eða hver fyrir sig í Hlíðaskóla og gagnfræða- skólanum við Vonarstræti. Barrhjónki ásaimt frú Miller miunu ferðast nokkuð um liandið, til Gullfoss og Geysis, Atoureyr eyrar og Mýva.tns og ef til vill Víðar, en þau munu dveljast hér á landi til 18. þ. m. (Fréttatilkynning) Síldarskýrslan Skip: M. og t. Ágúst Guðmundsson, Vogum .... 2035 Akraborg, Akureyri ................ 856 Akurey Hornafirði ................. 572 Anna, Siglufirði ................. 1491 Arnfirðingur III, Rvík ........... 1837 Ami Geir, Keflavík ............... 2506 Arni Þorkelsson, Koflavík ........ 2399 Arnkell, Hellissandi .............. 616 Ársæll Sigurðsson, Hafnarf..... 1968 Asgeir, Rvík ...................... 579 Áskell, Grenivík ................. 1940 Auðunn, Hafnarfirði .............. 1557 Baldur, Dalvík ................... 1604 Baldvin Þorvaldsson, Dalvík ...... 1312 Bergur Vestm.eyjum ............... 1339 Bergvík Keflavík ....J............ 1741 Bjarmi, Dalvík ................... 1912 Bjarni Jóhannesson, Akranesi .... 728 Björg, Eskifirði ................. 2116 Björgvin, Dalvík .................. 848 Blíðfari, Grafarnesi ............. 1069 Bragi, Ytri-Njarðvík ............. 743 Böðvar, Akranesi .................. 776 Dofri, Patreksfirði ............. 2404 Draupnir, Suðureyri ............... 743 Einar Hálfdáns, Bolungavík ....... 1818 Einar, Eskifirði ............. 898 Eldborg, Hafnarfirði ............. 2634 Eldey, Keflavík ................. 1885 Faxavík, Keflavík ............... 675 Fram, Hafnarfirði ................. 574 Garðar, Rauðuvík ................. 1089 Geir, Keflavík .................... 595 Gissur hvíti, Hornafirði ......... 675 Gjafar, Vestmannaeyjum ........... 2366 Glófaxi, Neskaupstað .............. 560 Gnýfari, Grafarnesi .............. 1290 Grundfirðingur II, Grafarnesi .... 1458 Guðbjörg, ísafirði ............... 3296 Guðbjörg, Sandgerði ............... 983 Guðbjörg, Ólafsfirði ............. 2801 Guðfinnur, Keflavík ............... 562 Guðm. Þórðarson, Rvík ............ 3835 Guðrún Þorkelsdóttir, Eskif.... 2776 Gullver, Seyðisfirði ............. 2204 Gunnar, Reyðarfirði ............... 540 Gunnvör, ísafirði ................ 1229 Gylfi II, Akureyri ............... 1668 Hafþór, Neskaupstað ............... 975 Hafþór Guðjónsson, Vestm....... 832 Hagbarður, Húsavík ............... 1575 Halldór Jónsson, Olafsvík ........ 1480 Hannes Hafstein. Dalvík .......... 1353 Hannes Lóðs,' Vestm................ 556 Haraldur, Akranesi ............... 2585 Héðinn, Húsavík .................. 1535 Heiðrún, Bolungavík .............. 4033 Heimir, Stöðvarfirði .............. 515 Helga, Rvík ....................... 2245 Helgi Flóventsson, Húsavík ........ 1208 Helgi Helgason, Vestm............. 1C-84 Hilmir, Keflavík .................. 1438 Hoffell, Búðarkauptúni ............ 1069 Hólmanes, Eskifirði ................ 934 Hrafn Sveinbj.s. II, Grindavík .... 1952 Hringsjá, Siglufirði ............... 590 Hringver, Vestmannaeyjum .......... 2705 Hugrún, Bolungavík ................ 1562 Húni, Höfðakaupstað ................ 786 Hvanney, Hornafirði ................ 753 Höfrungur, Akranesi ............... 1763 Höfrungur II, Akranesi ............. 792 Jón Guðmundsson, Keflavík ......... 1305 Jón Garðar, Garði ............... 1081 Jón Finnsson, Garði ............... 1087 Júlíus Björnsson, Dalvík ........... 548 Jökull, Ólafsvík ................. 1234* Katrín, Reyðarfirði ................ 614 Keilir, Akranesi .................. 1369 Kristbjörg, Vestmannaeyjum .... 2285 Leifur Eiríksson, Rvík ............. 902 Manni, Keflavík ................... 1483 Mímir, Isafirði .................... 785 Mummi, Gerðum ..................... 1245 Ófeigur II, Vestm.................. 1505 Ölafur Bekkur, Ölafsfirði ......... 1122 Ölafur Magnússon, Keflavík ......... 713 Ölafur Magnússon, Akureyri ........ 4217 Ölafur Tryggvason, Hornafirði .... 823 Páll Pálsson, Hnífsdal ............ 2095 Pétur Jónsson, Húsavík ............ 2209 Pétur Sigurðsson, Rvík ............ 2551 Rán, Hnífsdal ..................... 1132 Reykjaröst, Keflavík ............... 751 Reynir, Vestm.eyjum ................ 913 Reynir, Akranesi ................... 616 Runólfur, Grafarnesi .............. 1243 Seley, Eskifirði ................... 683 Sigurður, Akranesi ................ 2449 Sigurður, Siglufirði .............. 2047 Sigurður Bjarnason, Akureyri .... 1705 Sigurfari, Akranesi ............... 1212 Sigurfari, Patreksfirði ........... 1065 Smári, Húsavík .................... 1705 Snæfell, Akureyri ................. 2611 Snæfugl, Reyðarfirði .............. 1284 Stapafell, Ólafsvík ............... 2185 Stefán Þór, Húsavík ................ 721 Steinunn, Olafsvík ................ 1749 Stígandi, Vestmannaeyjum .......... 1301 Stuðlaberg, Seyðisfirði ........... 1344 Súlan, Akureyri .................... 518 Sunnutindur, Djúpavogi ............ 1827 Sæfari, Sveinseyri*................ 1084 Sæfaxi, Neskaupstað ................ 605 Sæþór, Ólafsfirði .................. 736 Tálknfirðingur, Sveinseyri ........ 2490 Tjaldur, Stykkishólmi ........... 726 Valafell, Olafsvík ............. 1857 Víðir II, Garði ................ 5017 Víðir, Eskifirði ................ 985 Vonin II, Keflavík ............. 1072 Vörður, Grenivík ............... 1458 Þorbjörn, Grindavík ............. 1354 Þórkatla, Grindavík .............. 513 Þorlákur, Bolungavík ............ 2573 Þorleifur Rögnvaldsson, Olafsf.. 1207 Þráinn, Neskaupstað .............. 504 T i BILASÁLAN \Sl Ope/ caravan nýr og óskráður Ingólfsstræti 11. Símar 15044 og 23136 Aða.s træti 16. — Sírni 19181. Bílasala Guðmundar Bergþórugata 3. v Símar 19032 og 36870. Stórglæsilegur Doöge ’57 vöru bíll til sölu, ný dekk, vökva stýri. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.