Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 2
2 M O RGV ]y BL AÐIÐ Miðvik'udagur 12. júlí 1963 Ruglaðir í ríminu Furðufrétt Alþýðublaðsins um sildarsolusamninga v - wrw'( ‘ 1' ........ '■ ■wpw* ""0 ‘ • í v w • •' ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því X forsíðufrétt í gær méð þriggja dálka fyrirsögn, að tekizt hafi sala á 60 þúsund tunnum salt- síldar til Rússlands. Þetta er ranghermi, því að ekki hafa enn tekizt samningar um sölu á íslenzkri saltsíld þangað í ár. Er þetta ranghermi blaðsins furðulegt, þegar haft er í huga hið nána samband blaðsins við formann Síldarútvegsnefndar, Er lend Þorsteinsson, um þessi mál, en hann ætti að vita betur. Jafn fáránleg er sú ásökun b as í minn garð, að ég hafi „barizt gegn því með oddi og egg, að samningar tækjust“ við Rússa. Er þarna ólíklega skrökvað, þar sem ég á manna mestra hags- muna að gæta í því, að samn- ingar takist um sölu Norður- og Austurlandssíldar til Rússlands. Eru ástæðurnar til þess augljósar, þar sem ég er framkvæmdastjóri og aðaleigandi Hafsilfurs h.f. á Raufarhöfn og Haföldunnar h.f. á Seyðisfirði, en félög þessi reka stærstu síldarsöltunarstöðvarnar, hvort í sinum landsfjórðungi. Síð ast en ekki sízt er mér sem for- manni Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi mjög umhugað um að samningar takist um síldarsölu til Rússlands. Fréttaritari og heimildarmaður þess hafa því heldur en ekki ruglazt í ríminu, er þeir sömdu umrædda fregn. Sveinn Benedikitsson. j/— . ' 1 v. X —u !j Hesturinn okkar Glæsileg héraðsmót Sjálf- stæðismanna um síðustu helgi UM síðustu helgi voru hald- in tvö héraðsmót Sjálfstæð- ismanna á Vestur- og Norð- urlandi. Var þátttaka í þeim báðum hin ágætasta og al- menn ánægja ríkjandi með alla tilhögun. Ræðumenn voru Gunnar Thoroddsen Sumarbúðir fyrir stúlkur í Hveragerði TVÆR konur, íþróttakennarar að mennt, hafa ákveðið að efna til sumarbúða fyrir stúlkur í sum- ar. Verða haldin námskeið sem standa vikutíma hvert og verður Ekki sam- ið í gœr í GÆR hélt Valdimar Stefánsson varasáttasemj- ari fund með samninga- nefndum Þróttar og vinnu veitenda. Hófst fundurinn kl. 5, en lauk laust upp úr 6 án þess að nokkur árang ur næðist. Ekki er blaðinu kunnugt um, að til næsta fundar hafi verið boðað. Þá boðaði Jónatan Hall- varðsson, sem er sátta- semjari í deilu verzlunar- manna og vinnuveitenda þeirra, samninganefndir þessara aðila til sáttafund- ar kl. 2 í gærdag. Lauk þeim fundi um kl. 8 í gær- kvöldi, og mun nokkuð hafa miðað þar í samkomu lagsátt. Var ákveðið, að undirnefndir ræddu sam- an fyrir hádegi í dag og jafnvel gert ráð fyrir, að til sáttafundar kynni að verða boðað eftir að þeim fundum lyki. Loks héldu undirnefnd- ir samninganefnda kjöt- iðnaðarmanna og vinnu- veitenda fund í gær. — Munu þær hafa komizt að samkomulagi, og var bú- izt við, að ekki liði á löngu áður en samninga- nefndirnar sjálfar undirrit uðu samninga. aðsetursstaðurinn bamaskólinn í Hveragerði, en borðað verður á hótelinu þar. Meginuppistaða námskeiðanna verða íþróttir og leikir. í Hveragerði. íþróttakennararnir Ástbjörg Gunnarsdóttir og Ólöf Þórarins- dóttir standa fyrir þessum hám- skeiðum. Er það von þeirra að með þessu greiði þær fyrir því að stúlkur í kaupstöðum geti not ið stuttrar dvalar við íþróttir og leiki á fögrum stað sem býður upp á góð skilyrði til hvíldar og hressingar. Námskeiðin eru ætluð stúlkum 10—12 ára að báðum aldursflokk um meðtöldum. Verða teknar allt að 24 stúlkur á hvert námskeið. íþróttir og leikir. Meginuppistaða verður sem fyrr segir íþróttir og leikir, farið verður í sund tvisvar á dag, en auk þess í gönguferðir og á kvöld in verða kvöldvökur með ýmsum skemmtiatriðum. Kennararnir gefa nánari upp- lýsingar, en Ástbjörg hefur síma 33290 og Ólöf 36173. fjármálaráðherra, Gísli Jóns- son og Magnús Jónsson al- þingismenn. Þá var flutt ópera og að lokum stiginn dans. — Dalasýsla Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Dalasýslu var haldið í samkomu- húsinu að Nesodda í Mið-Dölum á laugardagskvöldið. Friðjón Þórðarson, sýslumaður setti mót- ið og stjórnaði því. Ræður fluttu Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð herra og Magnús Jónsson, al- þingismaður. Ræddu þeir stjórn- málaviðhorfið almennt Og var gerður mjög góður rómur að máli þeirra. Síðan var flutt óper- an La Serva Padröna (Ráðskonu- ríki) eftir Pergolesi, en hún er í tveim þáttum. Flýtjendur voru þau Sigurveig Hjaltested, Krist- inn Hallsson og Þorgils Axels- son, en undirleikari Ásgeir Bein- teinsson. Þetta var frumsýning óperunnar á þessu sumri og þótti takast með ágætum. Að lokum var stiginn dans. Léku þeir Jó- hannes Eggertsson og Rútur Hannesson fyrir dansinum. Hér- aðsmót þetta fór fram með ágæt- um og var fjölsótt, hátt á annað hundrað manns. Þess skal getið, að sunnudaginn 25. júní sl., um Jónsmessuna, efndi Félag ungra sjálfstæðis- manna í Dalasýslu til samkomu að Nesodda. Var sú samkoma tví- þætt. Barnaskemmtun frá kl. 5—7 síðdegis. Voru þar sýndar kvikmyndir, en Svavar Gests og hljómsveit hans fluttu skemmti- þætti. Um kvöldið var svo al- mennur dansleikur. Þar flutti Friðjón Þórðarson, sýslumaður, ávarp, en hljómsveit Svavars Gests skemmti gestum með leik og söng, auk þess sem hún lék fyrir dansi. — Fjölmenni var og almenn ánægja með daginn. I /■ NA /5 hnúhr\ K Snjókoma ? SV50hnúhr\ * OSi 7 Skúrir K Þrumur 'W&il Kutíatki/ Hihski! H H»S L LagS i ... ? m f GÆR var A og NA átt um land allt, skúrir sunnanlands, en þokuloft við norðurströnd- ina. SV af írlandi var vaxandi lægð, sem búizt var við að hreyfðist NA. Veðurhorfur í Reykjavík Og nágrenni: NA gola og síðar kaldi. Skýjað með köflum. Hiti 8—12 stig. Strandasýsla Síðastliðið sunnudagskvöld var haldið héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Strandasýslu. Fór það fram í félagsheimilinu að Sæ- vangi. Þátttaka var mjög góð, hús ið fullt. Það var Jörundur Gestsson á Hellu, sem setti mótið, en síðan fluttu ræður þeir Gísli Jónsson, alþingismaður og Gunnar Thor- öddsen, fjármálaráðherra. Ræddu þeir ýmis mál, sem nú eru öfar- lega á baugi í íslenzkum stjórn- málum. Var Var ræðum þeirra tekið með ágætum. Að svo búnu var sýnd á mót- inu óperan Ráðskonuríki eftir Pergolesi og ríkti fögnuður hjá áheyrendum með sýninguna. Loks var stiginn dans fram á nótt. Þetta mót Sjálfstæðismanna fór hið bezta fram og voru þátt- takendur almennt mjög ánægðir. Veður var gott um daginn, og kom fólk alla leið norðan af Djúpavík. Ríkisstarfsmenn ræða launabætor EINS og áður hefur verið skýrt frá sendi B.S.R.B. ríkisstjórninni hinn 15. febrúar s.l. kröfur um launabætur til handa starfsmönn um ríkisins og fór fram á við- ræður. Samkvæmt fyrirheiti fjármála ráðherra munu viðræðurnar hefj- ast um næstu helgi. kominn út Hesturinn okkar, timarit lands sambands hestamannafélaga er komið út, og er það 1. tbl. 2. árg. I heftinu er m.a. greinin Jökulsá á Fjöllum sundriðin eftir Víking Guðmundsson, frásagnir af hest* unum Kolbak eftir Björn Sigfús- son og Kerru-Jarp eftir Þórð Kristleifsson, Klaufa eftir Einar Þorsteinsson, Hestavísnaþáttur. frásagnir frá Olympíuleikunum f Róm og frá spánska reiðskólan- um í Vín o.fl. Ritið er að venju prýtt fjölda hestamynda og vandað að öllum frágangi. Það er 24 síður að stærð Ritstjóri Vignir Guðmundsson. — Óeirðir 200 þúsund kr. á heilmiða í GÆR var dregið í 7. flokki Happdrættis Háskóla íslands. — Dregnir voru 1100 vinningar að fjárhæð 2.010.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200 þús. kr., kom á heilmiða númer 49576. Var hann seldur í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, í Rvík. 100 þús. kr. kom á fjórðungs- miða númer 17191. Voru þrír fjórðungar seldir í umboðinu í Vík í Mýrdal og einn fjórðungur á Akranesi. 10 þús. kr. komu á-eftirtalin númer: 6220 — 10404 — 12486 — 13406 — 14304 — 16156 — 19340 — 21353 — 21465 — 22488 — 22848 — 24586 — 25494 27248 — 38054 — 39221 — 41208 — 42276 — 43225 — 52306 — 52397 _ 53707 — 54517 — 57574 — 58164 — 59950. (-Birt án ábyrgðar). VEGNA þess að birting vinninga skrár Háskólahappdrættisins í gær olli nokkrum ruglingi skal það tekið fram að skráin /ar yfir vinninga í 6. flokki sem útdregn- ir voru 10. júní. Skrá yfir 7. flokk birtist á næstunni. Framlhald af bls. 1. manna um héruðin Alto Adige og Trento, sem ítalir hlutu í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, eftir ósigur austurrísk-ungverska keia araveldisins. Meirihiuti íbúa Alto Adige, sem Austurríkismenn nefna Suður Tíról eru þýzkumæl andi, eða um 250,000 manns. í upphafi síðari heimsstyrjaldar- innar sömdu þeir Hitler og Musso lini um það að þessum þýzku- mælandi mönnum skyldi gefinn kostur á því að gerast þýzkir borgarar. Um 200.000 íbúar Alto Adige tóku þes.su boði og fluttust til Þýzkalands. En eftir að ítalir höfðu samið frið við Bandamenn og úrslita- stund Þýzkalands tók að nálgast, sóttu flestir fyrri íbúanna um að fá að flytjast aftur til Alto Adige. Var það fúslega leyft. Að stríð- inu loknu sömdu Ítalir við Aust- urríki um það að íbúum hérað- anna tveggja skyldi veitt nokkur jsjálfstjórn í innanríkismálum. í framkvæmd varð samningurinn þannig að ítalir sameinuðu hér- uðin undir eina stjórn og veittn jþeim sameiginlega sjálfstjórn innanríkismála. En í Trento er meirihluti íbúanna ítalir og undn þýzkumælandi íbúar Alto Adiga þessum málalokum illa. Síðan hafa verið uppi stöðugar deilur í þessum héruðum og mörg skemmdarverk unnin í nyrztu héruðunum. Það var stöðvarstjórinn í þorp inu Peri, sem forðaði því að stór slys yrði er hraðlestin Munchen- Róm fór þarna um í nótt. Hann heyrði sprengingu rétt áður en hraðlestin kom, stöðvaði lestina og bað lestarstjórann að fara var lega. Lestinni var því ekið mjög hægt, en þegar hún var komin um tvo kílómetra frá Peri, varð önnur sprenging og rafleiðslu- mastur féll á brautina. Ekki gat lestarstjórinn forðað árekstri og skemmdist lestin talsvert, en ekki varð tjón á farþegum. Leiðrétting f FRÁSÖGN af nýju veiðivatnl á Suðurnesjum í gær var svo frá skýrt að eigandi Seltjarnar væri Jón Jónsson framkv.stj. hrað- frystihússins í Innri-Njarðvík. Blaðið hefur verið beðið að leið- rétta misskilning í þessu efni. Seltjörn er í óskiptu landi Innri- Njarðvíkur og aðaleigendur þess lands eru erfingjar Eggerts heit- ins Jónssonar frá Nautabúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.