Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIh Miðvikudagur 12. júlí 1961 Marg eftir spurðu tvíofnu bleyjurnar komnar r Edvard Hinnksson fimmtugur í dag Austurstræti Tilboð óskast í Samkomuhús að Vatnsleysu, Biskupstungum. — Áskilið að kaupandi fjarlægi húsið, sem fyrst. — Tilboð sendist Eiríki Sæland, Espiflöt, fyrir sunnu- dag. Skrifstofuhúsnæði 130—150 ferm. óskast fyrir endurskoðunarskrifstofu Aðeins í steinhúsi kemur til greina. — Tilboð merkt: „Endurskoðun — 5441“, sendst -afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. Keflavik Stúlku vantar Afgreiðslustúlku vantar í afleysingu. — Til greina kæmi föst vinna. — Upplýsingar frá kl. 7 og 9 í kvöld. Matstofan Vik EINN af þeim erlendu mönnum, sem hingað hafa komið og fest ráð sitt — og gerzt góður borg- ari, er Eðvard Hinriksson, íþrótta þjálfari. — Hann er fimmtugur í dag. Hingað kom _ hann til Reykjavíkur frá Eistlandi, um Svíþjóð, árið 1946, sem flótta- maður. En á árunum eftir heims- styrjöldina síðari, var mikið um flóttafól'k frá Norðurálfu. Eðv- ard var á leið til Vesturheims, — land frelsisins — eins og hann sagði, er hann kom hingað. En til Vesturheims fór hann aldrei. Hér ílengdist hann og festi ráð sitt; au'k þess að veita íþrótta- mönnum vorum mikilsverða að stoð, leiðbeiningar og hjálp, með því að þjálfa þá í knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og enn fleiri íþróttagreinum. Eðvard hóf íþróttakenslu sína og þjálfun norður á Akureyri 1947 og var þar nokkra mánuði. Þangað kom hann aftur 1949 og hjálpaði m. a. lömuðu fólki þar á itiargvís- legan hátt. En fór síðan til Vest mannaeyja og var þar í tæp tvö ár við íþróttakenslu og þjálfun. Frá Vestmannaeyjum kom hann hingað til höfuðstaðarins og veitti þá þegar mörgum tilsögn í ýmiskonar íþróttum og þjálf- un, meðal annars íþróttabanda- lagi drengja, sem stofnað var 1950 og starfaði hér í nær ára- tug. — Eðvard var mjög vel til þessara kenslustarfa fallinn, vegna hinna löngu reynslu, sem hann hafðj að baki. En hann var T œkifœriskaup Til sölu eru góðar notaðar innihurðir, stálvaskar og tilheyrandi borð, Rafha-eldavélar, miðstöðvarofnar o. fl. — Upplýsingar að Mímisvegi 4, milli kl. 2—6 í dag og á morgun. TIL SÖLII 5 herb. efri hæð 140 ferm. á Högunum, tilbúin undir tréverk og málningu. — Ibúðin er mjög sólrík með útsýn á sjóinn, tvennum svölum, sérhita og sérinn- gangi. — Lysthafendur leggi nafn og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir sunnudag 16. þ.m. merkt: „Hagar — 5017“. DUNLOP SLÖNCUK OC BAKKAR Viðurkennd gæðavara Allar tegundir og stærðir vorum beint frá verksmiðjunum í Bretlandi. Verð hagstætt — Fljót afgreiðsla Leitið upplýsinga Einkaumboðsmenn: F BERIELSEN S CO. H.F. Laugavegi 178 — Sími 36620 einn mesti íþróttagarpur í heima landi sínu, og var t. d. um ára- tug í landsliði knattspyrnu- manna þar. Ég minnist þess, er ég eitt sinn var að blaða í Ár- bók FIFA (Alþjóða-knattspyrnu sambandsins), að ég sá þar ljós- mynd af landsliði Eistlands og var Eðvard einn af keppendun- um. En Eistlendingar hafa oft keppt í knattspymu á Norður- löndum og við góðan orðstír. Eðvard tók þátt í 19 milliríkja- kappleikjum fyrir þjóð sína — og sýnir það Ijóslega fræikni hans í knattspyrnu. — — — Fyrir utan að kenna og þjálfa íþróttamenn voru hér í höfuð- staðnum, síðasta áratuginn, hefir hann einnig rekið hér nuddstófu og ljóslækningar, vestur á Mela- velli. Og láta menn mjög vel af nudd-aðgerðum hans og þjálfun. Hafa margir fengið þar góða bót meina sinna, enda er hann frá- bær nuddari og samviskusamur. Eðvard er hár og herðabreiður; kjarkmaður, rólegur og réttsýnn — og mun „eigi fyrir einum renna“. Geta má þess að hann var kjörinn í lífvarðarsveit hins ástsæla forseta Eistlenzka lýð- veldisins, enda er hann mikill föðurlandsvinur. — Árið 1949 kvæntist Eðvard Hinriksson norður á Akureyri, Sigríði Bjarnadóttur fná Vest- mannaeyjum, sem er velþekkt íþróttakona. Eiga þau þrjú myndarleg böm: Jóhannes 10 ára, Atla 4 ára og Önnu 2 ára. Er heimilí þeirra hið vistlegasta — og íslenzkt á allan hátt. Eðv- ard varð íslenzkur ríkisborgari 1955. Þeir íþróttamenn, sem kynnst hafa Eðvard Hinrikssyni, þakka honum í dag hans mikla og góða starf í þágu íslenzkra íþrótta, og óska að fá að njóta sem lengst hans góðu hæfileika. Hann er einn, af þeim mönnum, sem vill að íþróttirnar verði almennings- eign, og hefir í áhugastarfi sínu sýnt það. Fyrir það leyfi ég mér að þakka honum, um leið og ég óska honum hjartanlega til ham- ingu með fimmtugs-afmælið. Konu hans og -fjölskyldu ósika ég bjartra og farsællar framtíð- ar. BENNÓ. Illlit ur - Uuklcu^ StcLluöVuf Sigufþói* Jór\ssor\ tk co / /a frvA*V; kvaz b i h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.