Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Verði V.-Evrdpa ein viðskiptaheild getur ísland ekki staðið utan við Ræða viðskiptamálaráðherra á íunái Verzlunarráðsins í gær UNDANFARIN ár hafa átt sér stað miklar breytingar á skipulagi viðskiptamála í Vestur-Evrópu, og munu þær án efa reynzt afdrifaríkar fyrir íslendinga. Vestur-Ev- rópulöndin, eða nánar tiltek- ið aðildarríki Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu — OEEC —, hafa unnið að því síðan skömmu eftir að stríði lauk að afnema viðskiptahöft og koma á frjálsari gjaldeyr- isviðskiptum. Mikill árangur hefur náðst í þessu efni, þótt hann hafi að vísu verið all- takmarkaður að því, er snert ir viðskipti með sjávarafurð- ir. Þegar svo var komið, varð afnám tolla og algjört við- skiptafrelsi næsta markmið- ið. í marz 1957 komu sex ríki í Vestur-Evrópu á fót efna- hagsbandalagi sín í milli, Varð það tilefni þess, að til- raunir voru gerðar til að mynda fríverzlunarsvæði Vestur-Evrópu á árunum 1957 og 1958. Aðalviðskiptasvæði Islendinga Vestur-Evrópulöndin hafa ætíð verið aðalviðskiptasvæði íslend- inga. Allar breytingar á við- skiptaháttum þessara þjóða — einkum varðandi sjávarafurðir ■— hljóta því að hafa áhrif á þjóðarbúskap okkar. Það var þess vegna eðlilegt, að íslend- ingar tækju virkan þátt í til- raununum til myndunar frí- verzlunarsvæðis. Við gerðum okkur von um, að myndun þess myndi leiða til afnáms tolla og hafta á sjávarafurðum og veita okkur þannig greiðan aðgang að markaði Vestur-Evrópu. Eins og kunnugt er, fóru þessar tilráun- ir út um þúfur í árslok 1958, en upp úr þeim spratt myndun ann ars viðskiptabandalags, fríverzl- unarbandalags sjö-veldanna. Eft ir stofnun þess er ástandið í við ekiptamálum Vestur-Evrópu það, að stofnuð hafa verið tvö banda- lög, sem í eru samtals 13 ríki, og auk þess er sitt ríkið tengt hvoru bandalaginu um sig með aukaaðild, en fjögur lönd standa utan bandalaganna. Ríkin, sem á sínum tíma stofnuðu Efnahags- samvinnustofnun Evrópu, eru nú klofin i tvær viðskiptaheildir. Milli þeirra er samkeppni. Báð- ar fylkingarnar leitast við , að búa þjóðum sínum sem bezta aðstöðu. En öll sérstaða, sem er einum til góðs, skaðar annan. Þess vegna hefur vonin um það, að allar þessar þjóðir skipuðu sér saman I eina fylkingu, aldrei dáið. Undanfama mánuði hefur við skiptaleg sameining Evrópu enn é ný verið mjög á döfinni. Þeir atburðir hafa gerzt — og þá fyrst og fremst könnunarvið- ræður Breta um aðild að efna- hagsbandalaginu —, að senni- legra þykir nú en þótt hefur um langt skeið, að af viðskipta- legum samruna Vestur-Evrópu allrar muni verða innan tíðar. Þá yrði aðstaða þeirra ríkja, sem utan beggja markaðsbanda- laganna standa, eins og við ís- lendingar gerum, enn erfiðari en fyrr. Á því er þess vegna brýn nauðsyn, að við fylgjumst vel með, hugleiðum vandlega allar hugsanlegar leiðir, er við gætum farið, og komum sjónar- miðum okkar á framfæri, þegar tækifæri gefast. Þær breytingar, sem þegar eru orðnar, og þær, sem nú eru fyrirsjáanlegar, í við skiptamálum Vestur-Evrópu, munu áreiðanlega innan skamms krefjast mikilvægra ákvarðana af okkar hálfu, og á það við í enn ríkara mæli, ef af samruna bandalaganna verður. Af þessum sökum fagna ég því tækifæri, sem ég fæ hér, til þess að ræða þessi mikilvægu mál. Ég sé ekki ástæðu til þess að lýsa í einstökum atriðum banda- lögum þeim, sem nú starfa í Ev- rópu, efnahagsbandalagi sexveld anna og fríverzlunarbandalagi sjö-veldanna. Um þau hefur áð- ur verið rætt og ritað svo mik- ið opinberlega, að mönnum eru eflaust ljós megineinkenni þeirra. Það nægir að minna á nokkur atriði. Tollalækkanir Bæði bandalögin hafa ákveðið, að niður skuli falla tollar og höft á viðskiptum þeirra inn- byrðis, og hafa þau fram að þessu fylgzt nokkurn veginn að í tollalækkunum sínum, sem eiga að fullu að hafa komið til fram- kvæmda á árunum 1970—1973. Eins og nú horfir við, má þó búast við, að þessum tollalækk- unum verði lokið þegar á þess- um áratug. Tollalækkanimar nema nú 30% og munu, a.m.k. hjá sex-veldunum, nema 40—50% um næstu áramót. Samkeppnis- aðstaða þeirra landa, sem eru innan bandalaganna, er því þeg- ar tekin að breytast til veru- legra muna gagnvart þeim, sem utan standa. Þó að þetta atriði sé bandalögunum sameiginlegt, eru þau mjög ólík að öðru leyti. í efnahagsbandalagi sex- veldanna er ekki aðeins verið að afnema tolla og höft á við- skiptum milli landanna inn- byrðis, heldur einnig verið að koma upp sameiginlegum tolli gagnvart öllum löndum utan efnahagsbandalagsins. Auk þess er á nær öllum sviðum gert ráð fyrir miklu nánara samstarfi milli ríkjanna í efnahagsbanda- lagi sex-veldanna en í fríverzl- unarbandalagi sjö-veldanna. Efnahagsbandalagið er í raun réttri nuklu meira en viðskipta- samtök. Takmarkið er að gera aðildarríkin að einum markaði, einu ríki í efnahagslegu tilliti. Yfirstjórn sex-velda-bandalags- ins er falið mikilvægt ákvörð- unar- og úrskurðarvald, þar sem meiri hluti atkvæða sker úr r mörgum málum. í fríverzlun- arbandalagi sjö-veldanna er hins vegar ekki um að ræða afhend- ingu ákvörðunarvalds til yfir- stjórnar bandalagsins. Þar við bætist, að þótt stofnskrá efna- hagsbandalagsins nái aðeins til viðskipta- og efnahagsmála, hggja einnig stjórnmálasjónar- mið til grundvallar samstarfi sex-veldanna, viðleitni til þess að styrkja Vestur-Evrópu á stjórn málasviðinu. Það voru hins veg- ar eingöngu viðskiptasjónarmið, sem réðu stofnun fríverzlunar- bandalagsins, og einkum það, að auðvelda á þann hátt viðskipta- lega sameiningu Evrópu. Slík sameining kann nú að vera skammt undan, og eins og nú horfir, virðist svo sem hún verði fyrst og fremst byggð á þeim sjónarmiðum, sem liggja til grundvallar stofnskrá efna- hagsbandalagsins, Rómarsamn- ingnum. Þess vegna hlýtur at- hugun okkar á þessum málum í fysrta lagi að beinast að áhrif- um bandalaganna, eins og þau eru nú, á viðskiptamál okkar, og í öðru lagi að þeim sjónar- miðum, sem líklegast má telja, verða í einstökum atriðum á út- flutning og efnahag okkar. Það er hins vegar alveg augljóst, að stofnun viðskiptabandalaganna tveggja hefur nú þegar óhag- stæð áhrif á utanríkisverzlun ís- lendinga, og mun hafa það í enn ríkara mæli, þegar fram í sækir. Erlent fjármagn Eigi ísland að verða aðili að öðru hvoru bandalaganna eða arftaka þeirra, er það augljóst, hvílík höfuðnauðsyn okkur er á því, að viðskipti með sjávaraf- urðir verði sem allra frjálsust og sérstakur stuðningur við sjávarútveginn í markaðslöndun um verði felldur niður að sem mestu leyti. Önnur atriði sízt þýðingarminni koma og til greina. Augljóst er, að tvö mik- ilvæg vandamál yrðu á vegi Is- bandalagsins aukið, að því er snertir ísfisk og saltfisk, svo að dæmi séu nefnd, verður mál- ið enn alvarlegra. Á síðastliðnu ári fluttum við til sex-veldanna um 14% af heildarútflutningi sjávarafurða. Þessi tala gefur þó óraunhæfa hugmynd um framtíðarþýðingu þessara landa fyrir fiskútflutn- ing okkar. Á komandi árum má búast við stóraukinni eftirspurn j lendinga í sambandi við aðild Gylfi Þ. Gíslason flytur ræðu sína á fundi Verzlunarráðsins i gær. að stærri viðskiptaheild muni grundvallast á. Óhagstæð áhrif á útflutning okkar Til landa fríverzlunarbanda- lags sjö-veldanna fluttum við á s.l. ári um 39% af heildarút- flutningi sjávarafurða, en það ár var þessi útflutningur óvenju mikill fyrir ýmissa hluta sakir. Hin almennu ákvæði fríverzlun- arbandalagsins um afnám tolla og viðskiptahafta ná aðeins til þeirra sjávarafurða ,sem nánast má skilgreina sem iðnaðarvörur, þ. e. niðursuðuvörur, mjöl og lýsi, fryst flök og rækjur. Þó er viðskiptafrelsið takmarkað að því er snertir fryst flök í Bret- landi, en í því landi er lang- stærsti markaðurinn fyrir þá vöru í Vestur-Evrópu. í fyrsta lagi hafa Bretar ákveðið há- mark á þeim innflutningi freð- fisks, sem tollívilnunar nýtur, og nemur það 24.000 smálest- um árlega. 1 öðru lagi hafa þeir í raun áskilið sér rétt til þess að ákveða, að viðskiptafrelsið taki ekki lengur til innflutnings á frystum flökum, ef samkeppn- isaðstaða milli aðildarríkjanna breytist stórlega, og er þar ekki sízt átt við breytingar á fisk- veiðilögsögu, sem hindri brezk fiskiskip í að sækja mið, sem þau hafa stundað áður. Þó verð- ur að álíta, að þetta taki ekki til stækkunar á fiskveiðilög- sögu, sem gerð er í samkomu- lagi við Breta. Loks er þess að geta, að hin almennu ákvæði bandalagsins um afnám fram- leiðslustyrkja taka ekki til freð- fisks. Um aðrar sjávarafurðir en þær, sem ég nefndi áðan, þ.e. nýjan, ísaðan fisk, saltaðan, reyktan og hertan fisk gilda sérstakar reglur, sem aðildar- ríkin eiga að reyna aðí koma sér saman um, og hefur verið gert ráð fyrir því, að undir- búningi þess samkomulags verði lokið fyrir lok þessa árs. Enn er hins vegar ekkert um það vitað, hvernig slíkt samkomulag muni verða. Nú þegar hefur frí- verzlunarbandalagið óhagstæð áhrif á útflutning okkar til að- ildarríkja þess, en þó einkum til Bretlands, sem er aðalmark- aður okkar í Vestur-Evrópu. Verði viðskiptafrelsi innan eftir freðfiski, aðalútflutnings- vöru okkar, á meginlandinu. Sá sameiginlegi tollur, sem nú verð ur settur á freðfisk, mun hins vegar torvelda mjög sölu freð- fisks frá ríkjum utan banda- lagsins. Væntanlegar tollahækk- anir á ísfiski í Þýzkalandi og saltfiski og skreið á Ítalíu skipta einnig miklu máli. Úr hinum ó- hagstæðu áhrifum þessara tolla- hækkana verður að vísu dregið með því að heimila innflutn- ing á vissu magni með lægri eða jafnvel engum tolli, og eru það nefndir „tollkvótar“. Eng- in trygging er þó fyrir því, að þessir „kvótar“ verði nægilega stórir, eða að þeim verði hald- ið til lengdar. Þótt efnahags- bandalagið hafi þegar ákveðið sameiginléga tollinn á sjávaraf- urðum — og hann verður yfir- leitt mjög hár —, þá hefur það ekki enn ákveðið þær reglur, sem gilda eiga um viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir. Þess vegna er ekki enn hægt að vita ,að hve miklu leyti við- skipti með sjávarafurðir innan efnahagsbandalagsins muni verða frjáls, en það skiptir auð- vitað höfuðmáli fyrir Islend- inga. Komi til aðildar Breta og flestra eða allra annarra ríkja fríverzlunarbandalagsins að efna hagsbandalaginu, eins og nú er mjög rætt um, myndi ytri toll- ur hinna fyrrnefndu væntanlega samræmdur tolli sex-veldanna, og hann þar með stórhækka. Innan hins nýja viðskiptasvæðis mundu þá verða bæði aðalmark aðssvæði okkar og aðalkeppi- nautar. Öll aðstaða okkar til fisksölu í Vestur-Evrópu yrði þá svo stórum lakari en nú er, að nánast yrði um að ræða útilokun okkar frá þessum mark aði, ef við erum ekki aðilar að þessu samstarfi eða ytri tollar bandalagsins á sjávarafurðum eru stórlega lækkaðir. Eins og stendur, eru þessi mál hins veg- ar öll í deiglunni, og óvissa er um það, hvers konar viðskipta- reglur muni gilda um aðalút- flutningsvörur Islendinga innan bandalaganna hvors um sig, eða hugsanlegs arftaka beggja. Þetta gerir það vitaskuld ómögulegt fyrir okkur að mynda okkur skoðun um það, hver áhrifin þeirra að hvoru bandalaginu sem væri. I báðum bandalögun- um er gert ráð fyrir því, að aðildarríkin afnemi verndar- tolla á þessum áratug, sem sum- ar greinar íslenzks iðnaðar nú njóta, nema því aðeins, að hægt sé að afla erlends fjármagns og gera aðrar ráðstafanir til þess að flýta aðlögun iðnaðarins að hinum nýju aðstæðum. Að vísu hafa athuganir, sem nýlega hafa verið birtar, leitt í ljós, að is- lenzkur iðnaður er samkeppnis- færari en ýmsir virðast hafa talið og hin mikla vernd ein- stakra greina kann að gefa til kynna. Allur starfsmannafjöldi í iðngreinum, sem eiga tilveru sína að þakka verndartollum, var árið 1957 talinn 4.200 í Reykjavík, Hafnarfirði og Ak- ureyri. Hér er aðeins um tiltölu- lega lítinn hluta vinnandi fólks á íslandi að ræða, og þar við bætist, að aðeins um einn þriðji hluti þessa fjölda, eða 1200 manns, voru karlar á aldrinum 18-^50 ára. Þó mundi afnám tollvemdarinnar á aðeins 10 ár- um valda miklum erfiðleikum. Hvort við værum færir um að mæta þeim, færi eftir þvi, hvaða vaxtarskilyrði aðild að slíku viðskiptasamstarfi skapaði sjáv- arútveginum vegna frjálsari við skiptahátta og öðrum atvinnu- greinum vegna greiðari aðgangs að erlendu fjármagni. Sérstaða íslands Þó er og augljóst, að íslend- ingar hljóta að leggja mikla áherzlu á að hafa aðstöðu til þess að halda áfram hinum tví- hliða viðskiptum sínum við lönd in í Austur-Evrópu. Markaðir þessara landa eru íslendingum mikilvægir, og þá er um leið nauðsynlegt að geta haldið því skipulagi, sem þessi viðskipti grundvallast á. íslendingar yrðu því að geta haldið beinum við- skiptahöftum að svo miklu leyti,' sem það væri nauðsynlegt til þess að vernda innflutning frá löndum Austur-Evrópu í þágu útflutnings þangað. Sérákvæði varðandi þessi at- riði hafa þegar verið viður- kennd í bandalögunum. Með aukaaðild Grikkja að efnahags- bandalaginu var skapað fordæmi Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.