Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. júlí 1961
MORGUNBLAÐiÐ
9
Skógrækt og
náttiíruvernd
Greinagerb frá Skógræktarfél. IslanJs
VEGNA þeirra blaðaskrifa og um
ræðna um skógræktarmál og nátt
úruvernd, sem fram hafa farið
undanfarna daga, telur stjórn
Skógræktarfélags íslapds á-
stæðu til eftirfarandi athuga-
semda:
Dagblaðið Tíminn birti hinn
29. júní sl. viðtal við Banda-
ríkjamanninn Richard H. Pough,
sem var hér á ferð um það leyti.
1 viðtali þessu sem að hálfu leyti
snerist um skógrækt á íslandi
eru settar fram ýmsar fullyrðing
ar, sem ekki fá staðizt Og hljóta
annað hvort að stafa af sérstakri
fljótfærni samfara þekkingar-
leysi á íslenzkum staðháttum eða
þá að þær byggjast á röngum og
villandi frásögnum þeirra, sem
Mr. Pough hefur haft samband
við, nema hvoru tveggja sé til
að dreifa.
Þar sem Mr. Pough er í nefndu
samtali kynntur sem forseti
amerískra náttúruverndarsam-
taka má ætla að orðum hans sé
meiri gaumur gefin en ella mundi
og er því ríkari ástæða til þess
að leiðrétta nokkur ummæli hans
og missagnir, enda þótt ráða
megi af orðum samlanda hans,
próf. Holsöe, í Tímanum 4. þ. m.,
að Mr. Pough mundi lítið skyn-
bragð bera á gróðurskilyrði hér
á landi.
Til þess að ljóst sé, hvaða um-
mæli átt er við, skulu þau tekin
hér upp orðrétt:
„— það verður aldrei hægt að
framleiða hér nytjaskóg. —
— Reynslan hefur sýnt, að
nytjaskógur vex ekki í löndum,
þar sem loftslag og jarðvegur er
svipað og á íslandi. Það er barna-
leg hégilja að sóa tugmilljónum
króna til skógræktar í þeirri von,
að eftir hálfa eða neila öld verði
landið þakið nytjaskógi. —
— íslendingar geta aldrei gert
sér vonir um að hagnast á skóg-
rækt, þeir geta í mesta lagi von-
azt eftir að fá efni í nokkra girð-
ingarstaura eftir hálfa öld. —
— Skógur hentar ekki íslenzk-
um staðháttum að öðrum kosti
væri hann hér sjálfkrafa. —
Hér eru engin skilyrði jafn-
vel þótt fluttar séu inn plöntur
frá svipuðum breiddargráðum . ..
—Það þarf að fá hæfustu sér-
fræðinga til þess að ganga úr
skugga um, hvort mögulegt sé að
rækta skóg —
— Ég hefi séð þess alltof mörg
dæmi í ýmsum löndum, að skóg-
ræktarfélögin sjálf bjóði til sín
skógræktarfólki úr öðrum lönd-
um, haldi þeim dýrlegar veizlur
og bjóði þeim í skemmtileg ferða
lög, fái þá síðan til að setja sam-
an skýrslur, sem eru lagðar fyr-
ir fjárveitingavaldið.
— Hingað ætti að fá kanadiska
eða rússneska vísindamenn og
heyra álit þeirra —
— en umfram allt er nauðsyn-
legt að fá álit hlutlausra sér-
fræðinga á skógræktarmálum ís-
lendinga“.
Það er eigi vitað, að Mr. Pough,
sem er efnaverkfræðingur að
menntun, hafi þegar hann kvað
upp dóm sinn um skilyrði til
skógræktar hér, kynnt sér að
neinu þá reynslu, sem fyrir
hendi var, því hann mun þá
hvorki hafa haft samband við þá
aðilja, er gerst máttu vita um
iþau atriði, né heldur kom hann
é þá staði, sem gefa ljósasta hug-
mynd um möguleika skógræktar-
innar hér á landi. Hefði hann
gert það og gætt þeirrar hlut-
lægni í ályktunum sínum, sem
krefjast verður af manni með
hans menntun og í því starfi sem
hann gegnir, fer ekki hjá því, að
dómur hans hefði orðið annar og
settur fram með öðrum hætti. Þá
hefði hann ekki komist hjá því,
að sjá þær augljósu sannanir,
sem blasa við augum hvers sjá-
andi manns á Hallormsstað, í
Haukadal, við Jafnaskarð, í
Skorradal og Þjórsárdal, og sýna
betur en orð fá lýst, að vænta má
góðs árangurs af skóggræðslu á
þessum stöðum. Er þegar fengin
60 ára reynsla á Hallormsstað, og
á öllum þeim stöðum, sem nefnd-
ir voru, er vöxturinn sambæri-
legur við þá staði erlendis, svo
sem í Noregi og víðar, sem jafna
má til íslands og þar sem engum
dettur í hug að tala um hégiljur
í sambandi við skógrækt.
En auk þessa sýnilega árang-
urs hefði Mr. Pough einnig getað
ftngið margvíslega fræðslu úr
skýrslum um athuganir á trjá-
vexti hér á landi Og þá einnig
upplýsingar um það, sem miður
hefur tekist í skógræktinni, en
það getur engu síður verið lær-
dómsríkt en hitt, sem vel hefur
heppnast.
Hann hefði að öllu þessu at-
huguðu ekki komizt hjá því að
skilja, að fengin reynsla af skóg-
rækt hér á landi sýnir ágætan
árangur, sem afsannar þá full-
yrðingu að skógar geti ekki vax-
ið við það loftslag og í þeim
jarðvegi sem er á íslandi, þótt
bíða verði uppskerunnar hér sem
annars staðar.
Það gefur Og nokkra hugmynd
um þekkingu Mr. Pough á íslenzk
um staðháttum, að í öðru orðinu
talar hann um það í hæðnistón,
en miða verður við það, að blaða-
maðurinn hafi ekki brenglað
hugsun hans, — að í hæsta lagi
me'gi vonast eftir nokkrum girð-
ingarstaurum eftir hálfa öld, en
í hinu orðinu segir hann, að verið
sé að gróðursetja í þeirri von,
að landið verði þakið nytjaskógi
eftir hálfa eða heila öld. Slík
glamuryrði eru naumast svara-
verð. Það veit hvert barnið, að
hálf öld er ekki langur tími í
sögu skógarins og er lágmark
þess tíma, sem þarf til þess að
koma upp viði til fullra nytja,
jafnvel þótt miðað sé við hag-
stæðari skilyrði en hér, svo sem
í Bandaríkjunum, en staðhætti
þar ætti Mr. Pough að þekkja.
Og það er ekki til svo fáfróður
íslendingur að honum detti í hug,
að hægt sé að þekja ísland barr-
viðaskógi á nokkrum áratugum
— til þess mundi þurfa aldir,
meðan hægt er að aka hundruð
kílómetra um byggðir og óbyggð-
ir án þess að sjá eitt einasta barr-
tré. Þessa mættu þeir líka minn-
ast, sém ekki geta notið svefns
vegna þess, að verið sé að eyði-
leggja sérkenni íslands með barr-
viðarskógi.
Þá er úr lausu lofti gripin sú
staðhæfing Mr. Pough, að skógar
mundu hafa vaxið hér sjálfkrafa,
ef þeir hentuðu íslenzkum stað-
háttum. Vitað er, að greni- og
furufræ geta hvorki borist með
fuglum né hafstraumum og má
benda á það, að norska rauð-
grenið þurfti t. d. að fara land-
veginn norður fyrir Kyrjálabotn
til þess að komast til Noregs, en
um inannaferðir hingað var ekki
að ræða fyrr en forfeður vorir
reistu hér bú. Því miður gleymdu
þeir að taka barrskóginn með sér.
Ekki hækkar hlutur Mr. Pough
þegar hann fer að ræða um það,
að nauðsynlegt sé að fá hingað til
álits erlenda sérfræðinga í skóg-
Lerki- og blágrenistofnar í Mörkinni á Hallormsstað.
(Ljósm.: Gunnar Rúnar 1957)
rækt. „Hingað ætti að fá kana-
diska eða rússneska vísinda-
menn“, segir hann. Hafi menn
ekki áður sannfærst um óná-
kvæmni Mr. Pough og ókunnug-
leik á starfsháttum íslenzkrar
skógræktar, þá getur hann eigi
nú dulist lengur. Hér hefur ein-
mitt verið leitað álits og ráð-
legginga, eigi aðeins hjá kana-
diskum Og rússneskum sérfræð-
ingum, heldur einnig bandarísk-
um, þýzkum, dönskum Og norsk
um. Má úr þessum hópi fyrstan
telja dr. R. Taylor forstöðumann
skógræktartilrauna í Alaska, sem
SjÖtugur i dag:
Sigurður Þórðarson
bóndi, Laugabóli
SIGURÐUR á Laugabóli er
sjötugur í dag.
Sigurð og Ástu á Laugabóli
þarf ekki að kynna í löngu máli
svo þekkt eru nöfn þeirra og
óðals þeirra.
Að Sigurði standa merkar ætt
ir á báðar hendur, bændur,
embættismenn og listamenn.
Hann ber glögg einkenni mik-
illa erfða í mannkostum og fjöl-
þættum hæfileikum, sem sam-
fara góðri og traustri menntun
mynda merkilegan persónuleik,
manngerð minnisstæða þeim, er
glöggt þekkja.
Ungur tók hann gagnfræða-
próf í Flensborgarskóla. Lauk
síðan prófi við Páhlmans Hand-
elsakademi í Kaupmannahöfn.
Stundaði skrifstofustörf og verzl
unarstörf í Kaupmannahöfn.
1913 og 1914. Gerðist síðan kaup
félagsstjóri á Arngerðareyri
1915—1935. Bóndi á Laugabóli
síðan 1935. Hann hefur gegnt
ýmsum störfum fyrir sveit sína
og hérað, en þó reynt mjög að
koma sér hjá slíku. Hann hefur
setið í hreppsnefnd, skattanefnd
og er nú hreppstjóri sveitar sinn-
ar. Hann hefur verið í Skóla-
nefnd Reýkjanesskólans, endur-
skoðandi hans og prófdómari.
Skólanum og stjómendum hans
hefur hann re.ynst hinn mesti
hollvinur í hvívetna. Fjölhæfar
gáfur og hæfileikar Sigurðar
hefðu dugað honum til margvxs-
legra starfa í þjóðfélaginu. Af
honum mátti gera marga menn
eins og Gissuri biskupi ísleifs-
syni. Hann hefði sómt sér mjög
vel sem forsfjóri stórra fyrir-
tækja. Hann hefði orðið fyrir-
myndar embættismaður í fleiri
en einni grein, ef hann hefði
gengið þann veg. Hann hefði get-
að orðið aðsópsmikill stjómmála
maður, en þó líklega rekizt illa í
sporaslóð flokkaskipulagsins. En
hann valdi sér hið góða hlut-
skiptið, að rækja tryggðir við
ættaróðal, vera bóndi í þess orðs
virðulegustu merkingu. Hann
ber í brjósti rnikinn metnað' og
stolt fyrir hönd stéttar sinnar.
Það skeður of sjaldan, að
menn af gerð Sigurðar Þórðar-
sonr, með menntun hans og fjöl-
þættum hæfileikum, hafi þann
metnað að helga ættaróðali sínu,
líf sitt og starfskrafta. Það varð
ar miklu, héraðið, landið allt og
þjóðina, að tignarheitið bóndi
sé borið uppi af sem mestum
mannkostum, góðri og traustri
menntun, heilbrigðum metnaði
og stórhug.
Sigurður og Ásta kona hans hafa
setið óðal sitt af mi'killi sæmd,
sem sjá má af stórhuga fram-
kvæmdum, myndarlegum og arð
sömum / búrekstri og mikilli
rausn í hvívetna.
Þau hafa byggt upp að nýju
öll gripahús jarðarinnar, endur
byggt hið foma en stórmyndar
lega íbúðarhús, raflýst öll hús
og allur búvéla'kostur er við
hæfi.
Afurðamikill bústofn á Lauga
bóli er landskunnur, einkum
varð Laugabóls féð það við hin
miklu fjárskipti fyrir nokkrum
árum. Það var því ekki lítið á-
fal'l, þegar Laugabólafénu var
fargað vegna gruns um mæði-
veiki á næsta bæ. Skal ekki hér
frekar vikið að því viðkvæma
máli. Öll bústörf Sigurðar bera
vitni um hugkvæmni hans, verk
lagni og stórhug.
í heimilislífi sínu hefur Sig-
urður verið hamingjumaður.
Hans ágæta eiginkona Ásta Jóns
hingað kom á vegum Matvæla Og
landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Þá koma þeir
John Walker frá Kanada, alkunn-
ur maður á sviði skjólbeltarækt-
unar og rússnesku prófessorarnir
Nésterov og Boris Tikhomirov frá
bötanisku stofnuninni í Lenin-
grad, en Tikhomirov er talinn
einhver bezti sérfræðingur heims
í öllu, sem lýtur að skógum í
heimskautslöndum Siberíu og
Rússlands. Enn má nefna þekkt-
an vísindamann próf. Herbert
Hesmer frá Þýzkalandi, sérfræð-
ing á sviði greniskóga og
forstöðumann Heiðafélagsins
Danska, Birger Steenstrup, sem
báðir hafa haft náin kynni af
skógrækt hér á landi, og um
þessar mundir hefur próf. T. Hol-
söe, bandarískur þegn, verið hér
á ferð, en hann kom hingað gagn
gert frá Chile á vegum ríkis-
stjórnarinnar þar, til þess að
kynna sér reynslu íslendinga í
skógrækt.
Síðast en ekki síst má geta
þess, að hér hafa einnig komið
til skjalanna ýmsir norskir skóg-
fræðingar og fræðimenn í skóg-
rækt svo sem Eivind Bauger frá
tilraunastöð skógræktarinnar í
Vestur-Noregi og Chs. D. Koh-
mann, sem hefur mesta reynslu
núlifandi manna í skógrækt í
Norður-Noregi. Má ætla að hin
höfðinglega gjöf norsku þjóðar-
innar til skógræktarmála á ís-
landi hafi eigi verið ráðin án þess
að hinir færustu menn þar á sviði
skógræktarinnar, hefðu talið
slíka gjöf koma að notum.
Allir þeir menn, sem nú voru
nefndir hafa í skýrslum sínum
hvatt til áframhaldandi skógrækt
ar hér, sem þeir hafa verið sam-
mála um að horfði til aukinna
landgæða og nytja. Hefur stjórn
Framh. á bls. 19.
dóttir hefur staðið jafnfætis
bónda sínum. Henni ber heiður
og hrós fyrir húsfreyjustörfin á
Laugabóli, stórhug og rausn ekki
síður en bónda hennar.
Fyrstu kynni mín af Sigurði
Þórðarsyni voru þau, að nafn
hans var tengt fyrstu sönglögum
tónskáldsins, mannvinarins og
læknisins Sigvalda Kaldalóns,
en Sigurður var útgefandi þeirra.
Ljóðin undir þeim ljúfu lögum
voru eftir móður Sigurðar, Höllu
skáldkonu. Þessi afskipti Sigurð-
ar af sönglögum Kaldalóns eru
táknræn. Þau vitna um lista-
mannseðli hams, sem er marg-
þætt og hugþekkt. Hann er hag-
yrðingur góður, söngelskur, rit-
fær í bezta lagi og frásagnar-
hæfileikar frábærir.
Vinum sínum verður hann
minnisstæðastur fyrir hjarta-
hlýju og glaðan hug, hnyttni og
græzkulausa s'kemmtan. Dreng-
lund hans við menn og málstað,
sem hann hefur bundið tryggð-
ir við bregst ekiki. Það er bjart
um Laugaból í hásumardýrð.
Það er ekki síður bjart yfir hin-
um sjötuga óðalsbónda þar og
húsfreyju hans, þótt aldur færist
yfir. Það er ósik mín til þeirra
á þessum afmælisdegi Sigurðar
vinar mins, að um Laugaból megi
um alla framtíð leika birta hins
góða, glaða hugar, að þar verði
jafnan gengið um garða af at
orku og drengskap.
áðalsteinn Eiríksson,