Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 16
MORGUNBLABIÐ Miðvikudagur 12. júlí 1961 16 Skyndibrúðkaup Renée Shann: j j — Þess þyrftir þú hreint ekki mín vegna. Ég vildi þúsund sinn um heldur búa inni í borginni, út af fyrir mig. — Það er verst, að þú skulir ekki gera alvöru úr því. Þegar Júlía fer nú aftur, þá gæti ég látið mér detta í hug að selja húsið og leigja litla íbúð fyrir okkur John. Júlía leit á móður sína og syst- ur angistaraugum. — Talaðu ekki svona, mamma. Þú veizt bezt sjálf, að þú vildir alls ekki breyta til. Þú hefur alltaf sagt, að þú vildir alls ekki þurfa að búa í fjölbýlishúsi. Og lítil íbúð mundi alls ekki rúma-húsgögnin okkar, og þú heldur ofmikið upp á þau til þess að þú færir nokk- urntíma að losa þig við þau. — Það er ekki nema satt. En það s/nist nú bara ekki koma mikið málinu við, hvað mér gott þykir. Ekki að mér megi ekki vera sama. Ég er_að verða gömul, og verð ekki hjá ykkur til eilífð- ar. Og sakna þesj heldur ekki, verð ég að segja. Mér finnst ég hafa orðið afskaplega lítið að lifa fyrir. Ekkert ykkar kærir sig um mig.... Sandra ýtti stólnum sinum snöggt til baka. — Ef nokkur hlutur er óþolandi að hlusta á, þá er það þegar fólk fer að vor- kenna sjálfu sér. — Mér finnst þú ekki eiga að segja þetta, sagði Júlía ásak- andi. Þú veizt, að pað er ekki satt. — Veit ég það? Ég man ekki betur en þú teldir dagana þangað til þú kæmist héðan burt, þó að þú hefðir ekki hugmynd um, hvort þú kæmir nokkurntíma aftur. Og þú heyrir hvernig Sandra talar við mig í kvöld. Og John er ekki lengur innanhúss hér, en hann getur minnst kom- izt af með. — Með öðrum orðum, við erum þrír ræktarlausir krakkar, og kunnum ekki að meta göfug- mennsku móður okkar, sagði Sandra. — Þú þarft nú ekki að senda mér neinar snuprur, sagði frú __ Ég flyt gleðifregnir, elskan. Hef létzt um 200 grömm! Fairburn gremjulega. — Þú ert sjálf ómöguleg. Ég held það ætti að vinda að því bráðan bug að selja húsið. Hvað mig snertir, vildi ég, að þú gerðir það sem allra fyrst. Mér er alls ekki vært hérna lengur. Ég hef ekki spönn til að fá mér eitt- hvað að gera erlendis, bara til þess að losna almennilega héðan. Ég fæ ekki séð, að neitt bindi mig hér lengur. Frú Fairburn setti upp skeifu og innan skamms var hún farin að gráta. — Guð minn góður! sagði Júlía. — Ég vildi óska, að þú hefðir aldrei sagt þetta._____ — Ég hef lengi verið að safna því í sarpinn, svaraði Sandra. Hún leit á móður sína, sem sat álút og snöktandi. — Heldurðu ekki, að þú vildir hætta þessu kjökri, mamma. Hún Júlía þolir ekki að horfa á það. Frú Fairburn stöðvaði grát sinn nægilega lengi til þess að skipa Söndru að fara út; kvaðst vera búin að fá nægilega mikið fyrir daginn. Sandra leit á Júlíu, ypti öxl- um, gekk út og skellti á eftir sér hurðinni, svo að glumdi í. Júlía gekk til móður sinnar og lagði arminn um axlir hennar. — Reyndu að taka þig saman, mamma, sagði hún. — Þér getur orðið illt annars. Móðir hennar andvarþaði skjálfandi og sagði milli grát- hviðanna að hún héldi að það gerði þá ekki mikið til. — Bull! Auðvitað gerir það til! Hlustaðu nú á mig andartak, mamma. Þið Sandra hafið nú báðar sagt sitt af hverju, sem ykkur er ekki alvara. Mig hefði mest langað til að slá hausunum á ykkur saman. En nú veit ég að Sandra hefur átt í erfiðleikum undanfarið, en þú mátt bara ekki segja henni að ég hafi sagt þér það. Frú Fairburn þurrkaði sér um augun og spurði hvaða erfiðleik- um Sandra ætti í. — Ég held, að henni sé farinn að finnast reksturinn á þessari búð þreytandi. Þetta líður nú lík- lega hjá, en eins og er, gerir það hana dálítið uppstökka. — Mér finnst ekki hún þyrfti að láta það bitna á mér. Hreint út sagt, Júlía, þá er hún svo geð- ill um þessar mundir að það er orðið hreint kvalræði fyrir mig. — Það er ekki viljandi hjá henni. Og ég held, að þú gerir líka óþarflega mikið úr því. — Heyrir maður! Þú þarft allt- af að taka svari hennar móti mér. Júlía setti sér að reyna að vera þolinmóð. Hún var sjálf orðin uppstökk engu síður en hinar. Þarna var hún ekki búin að vera heima 1 þrjá daga og allt komið í háa-rifrildi! Kannske var hún nú annars eitthvað skárri í skap- inu en hinar, en það stæði bara ekki lengi, með sama áframhaldi. Hún fór að taka af borðinu þegjandi og tók þá eftir því, að Sandra hafði ekki snert við matn um og móðir hennar lítið. Skárri var það nú fjölskyldan! Hún þráði nú Robin meir en nokkru sinni áður, ást hans og blíðu og skilning og tók að géta sér til, hve lengi hún yrði að vera án alls þessa enn. Hún þvoði upp og þegar hún hafði komið öllu í lag í eldhús- inu, fór hún upp og fann Söndru, sem lá á rúminu sínu, og hún varð þess fljótt vör, að hún hafði verið að gráta. Júlía settist á sitt rúm og horfði vökulum augum á systur sína. —. Eftir stutta stund fer ég að gráta líka, sagði hún. — Þá erum við orðnar þrjár. Sandra andvarpaði. — Fyrir- gefðu Júlía, það má vera lítið gaman fyrir þig að horfa á okk- ur mömmu rífast. — Það er rilt í lagi mín vegna. En þú ættir nú samt að reyna að stilla þig. — Kann að vera, en það koma nú þær stundir, þegar mamma gengur svo langt, að mig langar mest til að öskra upp. — Sama hér. Júlía seildist eft- ir vindlingabréfi, bauð Söndru og fékk sér einn sjálf. — Ég skal alveg játa, að hún er skollans erfið viðureignar. — Já, og mér finnst hún fara versnandi. — Ég veit t ú ekki. Að minnsta kosti held ég henni sé þetta ekki sjálfrátt. — Ég er nú líka sjálf upp á það allra versta í kvöld, hélt Sandra áfram. Síðan reykti hún um stund þegjandi, en þá lagði hún fyrir Júlíu spurninguna, sem hún sjálf var í svo miklum vandræðum að svara: — Hvað á ég að gera með hann Clive? — Ég veit alveg, hvað þú ættir að gera. — Það veit ég líka. — Þú segir auðvitað, að þú getir það ekki. Sandra svaraði örvæntingar- full: — Ég get bókstaflega ekki hugsað mér að lifa án hans. Við höfum verið svo mikið saman þetta ár, að ég get ekki lengur án hans verið. Ég þarfnast hans svo óskaplega. Og ég hef verið að treysta því, að hann yrði bráðlega laus, svo að við gæ'tum gifzt. — Það gæti nú orðið enn. — Fannst þér frú Brasted þannig kona, að hún myndi skilja við manninn sinn? — Sannast að segja ekki. En þarna á skipinu virtist hún ekki vita, að til þess væri ætlazt. — Mér er nú næst að halda, að hún muni aldrei hafa haft neina hugmynd um neitt slíkt. — Ég skil ekki hvernig Clive ætlar að leyna því til engdar. að hann er svona bálskotinn í þér. — Honum verður engin skota- skuld úr því. Það er hvort sem ekki nema cðlilegt og sjálfsagt, að hann sé talsvert mikið þarna í búðinni. Og mér skilst jafn- fram, að hún fyrir sitt leyti vilji lifa sem frjálsustu lífi. Ég býst við, að hún eigi marga kunningja og taki mikinn þátt í samkvæmis lífinu. Mér hefur aldrei fundizt þau sérlega líkleg til þess að hanga alltaf hvort utan í öðru. — En mér skildist hann hafa fullyrt við þig, að þeim kæmi illa saman. — Já, það gerði hann. — Kannske hefur þeim líka komið illa saman áður en hún fór og svo hafi hún tekið það í sig í ferðinni að koma því í lag aftur. — Það gæti vel verið. Og sé svo, er ekki annað fyrir mig að Meðan gæsasteggurinn ungi I hvarflar hugur hans aftur til. skreið úr egginu við strendur blundar í hlýrri Floridasólinni, ] bjarta vordagsins þegar hann | Hudsonflóa. Seinna fóru foreldrar hans með mikilli varúð með litlu fjölskyld- una í fyrstu sundferðina. gera en hverfa af sjónarsviðinu. Það ætti ég að minnstc. kosti að gera. — Já, það lítur helzt út fyrir, að það yrði heppilegast. Sandra stóð snöggt upp af rúm inu sínu og gekk út að gluggan- um. Hún gægðist út milli glugga tjaldanna og út á veginn, sem var dimmur og skuggalegur. Og þannig fannst henni einnig líf sitt vera, eins og á stóð. Engin birta neinstaðar. Hún hallaði sér að svalri gluggarúðunni, og æðarn- ar í höfði hennar slógu ótt og títt. Hvernig átti hún að þola þetta? Og hvernig gat hún farið með köldu blóði að komast upp á milli hjóna? Ef Margot Brasteds var raunverulega að reyna að bjarga við hjónabandinu sínu, yrði hún, Sandra, að hverfa al- gjörlega út úr lífi Clives. — Hvað segir Clive sjálfur? spurði Júlía. — O, hann var bara eitthvað að þvaðra um, að hann skyldi skýra þetta allt fyrir mér, næst þegar við hittumst. Að ég skildi ekki hvernig ástatt væri. Við höfum lítið tækifæri haft til að ræða málið. Ég held að honura hafi ekki liðið sem bezt þegar hann kom stikandi inft í búð- ina og fann konuna sína þar fyrir. ailltvarpiö Miðvikudagur 12. júl£ 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna'* tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir Id. 15:00). — 16:30 Veðurfr. Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Operettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: ..Stormurinn", sin- fónísk fantasia op. 18 eftir Tchai kowsky. — (Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins leikur. Jacqu- es Rachmilovich stjórnar). 20:25 A förnum vegi í Rangárþingi; Kynnisför í grasmjölsverksmiðj- una á Hvolsvelli (Jón R. Hjálm- arsson skólastjóri). 21:05 Tónleikar: Fjórir síðustu söngv* ar (Vier letzte lieder) eftir Ric- hard Strauss. — Lisa della Casa syngur með fílharmoníuhljóm- sveitinni í Vínarborg. Karl Böhm stjórnar. 21:25 Tækni og vísindi; III: Ratsjáin (Páll Theódórsson eðlisfræðing- ur). — 21:45 Tónleikar: „Ameríkumaður 1 París“ — eftir George Gershwin, NBC-sinfóníuhljómsveitin leikur, Arturo Toscanini stjórnar. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maéjur- inn“ eftir H. G. Wells I. lestur, (Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur þýðir og les). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi“: Nor* rænir skemmtikraftar flytja göm ul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþáttur Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Tilbrigði um íslenzkt þjóðlag fyrir kammerhljómsveit eftir Hans Grisch. Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Bohdan Wodiczko stjórnar. 20:25 Erlend rödd: „Þögn ómællsgeim* ins“ eftir Reinhold Schneider, (Guðmundur Steinsson rithöf* undur). 20:45 Tónleikar: Igor Oistrakh leikuí vinsæl fiðlulög. A. Ginzburg leilc ur með á píanó. 21:05 Frásöguþáttur: Kynnisför til Kent. (Sigurður Gunnarsson kennari). 21:35 Tónleikar: Sænskir listamenn flytja lög úr óperettunum „Sum- ar í Tírol“ eftir Benatzky og „Viktoria og hermaðurinn henn« ar“ eftir Abraham. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn“ eftir H. G. Wells; II (Ind- riði G. Þorsteinsson). 22:30 Sinfóníutónleikar: Þrefaldur konsert fyrir fiðlu, selló, píanó og hljómsveit í C• dúr op. 56 eftir Beethoven. Joachim Hantzschk, Erich Neu« mann, Giinther Kootsz og sin- fóníuhljómsveit útvarpsins 1 Leipzig flytja. Odissei Dimitriadi stjórnar. 23:10 Dagskrárlok. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.