Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 12. júlí 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 19 — Slld Frh. af bls. 20. .— 800 mál höfðu Kristbjörg VE og Ólafur Magnússon EA. (E. J.) Siglufjörður Nokkur skip tilkynntu komu sina til Siglufjarðar í gær með síld, sem þau höfðu fengið við Kolbeinsey. Aflinn mun hafa verið sæmilegur, en fáir bátar á staðnum, enda heldur flotinn sig mestallur fyrir austan. Veður fer nú batnandi á miðsvæðinu. — St. Vopnafjörður Á Vöpnafirði er nú unnið dag og nótt. Frá því kl. 12 á mið- nætti og fram til gærmorguns komu á 7 þúsund mál þangað, og öðru eins magni hafði verið neit- að. í gærdag bárust 3900 mál. í gærkvöldi var talið, að sólar- hring tæki að taka við þeirn afla, sem fyrir var. Ekki er nema einn löndunarkrani Og þrjú plön. öll- um ber saman um, að veiðihorfur séu mjög góðar. — Sigurjón. Norðfjörður í fyrrinótt og gærdag komu um 10.000 mál og tunnur til Norð fjarðar af 15 bátum. Mikil síld- veiði er skammt undan, um þriggja tima siglingu. í gær- kvöldi var von á mörgum bátum með góða veiði, enda veiðihorf- ur mjög góðar og veður gott. f gær komu þessir inn: Árni Geir með 700 mál, Skjöldur VE 600, Böðvar AK 10—1100, Gull- toppur VE 700, Björgvin EA 12— 1300, Gjafar VE 900, Einar Þver- æingur ÓF 200, Hafrún NK 750, Heimir SU 200 og Ingiber Ól- afsson GK 600. Þá komu Sæ- faxi SK með 900 tunnur, Þor- grímur ÍS 600, Glófaxi NK 600 og Björg NK 500. Bræðsla átti að hefjast kl. 8 í gærkvöldi. Búizt var við, að allt þróarrými fylltist í nótt. Sölt un stöðvaðist á hádegi í gær, þeg- ar saltað hafði verið upp í samn- inga. — S.L. Eskifjörður f gær lönduðu þessir bátar á Eskifirði: Guðrún Þorkelsdóttir 1200 (mál), Víðir SU 1200 (mál), Einar SU 750 (mál). — Saltað hefur verið í 1300 tunnur á Eski- firði. — G. W. — íþróttir Framh. af bls. 18. vofandi hættu. Kom nú fyrst í ljós hið mikla öryggi Lineys xnarkvarðar. Rúnar meiddist er um 10 mín. vóru af hálfleiknum og kom Hörður Felixsson í hans stað. Bétt í sama mund bar að brott- rekstur Cox bakvarðar. Eftir það 'breyttist leikurinn í leikleysu — rnóðgun við alla áhorfendur. Skotarnir tóku það ráð að halda knettinum á kostnað fagurs leiks. Úr slíkri töf náðu þeir skyndiupp hlaupi. Ronertson óð upp. Hörð- ur miðherji reiknaði með að Heimir hefði knöttinn en Heimir reiknaði með aðstoð Harðar. Mis- skilningnum lauk með því að Heimir sótti knöttinn í net sitt. Liðin ísl. liðið gerði alvarlega skyssu eftir að Skotarnir tóku upp leik- töf. Liðið horfði á þá leika og dóla í stað þess að gæta sérhvers manns fast og örugglega og hafa einn mann frían. Vörn ísl. liðs- ins var góð en framlínan slapp- ari, þó hún ætti góða spretti. Þór- ólfur var óvenju slappur. Áber- andi var hve sendingar íslend- inga voru ónákvæmar og hægar. Oft náðu Skotarnír með hraða íinum x sendingar íslendinga sem ekki voru sendar með hlaup hraða. Hjá Skötunum vakti mesta at- hygli sem fyrr Smith og Pen- jnan Og nú sýndi Liney glæsileg- an leik. En það kom í ljós að Skotarnir grípa fyrr til allra ör- þrifaráða í leikbrotum en að sleppa manni lausum fram hjá sér. Það er galli atvinnumennsk- unnar. — A. St. y •lcopaidville VjoLuanda \l • Mxlanje \ ANGOJLA 64«U •Novalioboa IL •Luoambo RONOÓ Tabora izanribar \\TANGANY1KA Vjjarcs . ISalaam Iringa •MoSíSmcde* flisabfthville NOWW*!] Móáambík ---Saliifury > A \ ^Vfeira libury . HHÖDH5ÍA ‘ % 5UÐ- (yrootfontcin \ VíSTUR- _ 'X Wináhock pJ Serowc ,íBav Iatríka iAN£> i\ j # jrJvíourfn^o Mar^uec J V ^ Mínní,irb4rá 7? 8A5ut3>) /P ^ \ éUfcUR- •Durban A\^ r « ATOKA-l Hbfiaborg 0^^^^==^ A88 ^ Cdb ^ 800 Jiilómetrar I NEFND Sameinuðu þjóðanna i er nú á ferð í suðiurhluta Afríku til að kynna sér ástand ið í Suðvestur Afríku, sem er verndarsvæði SÞ undir stjórn Suður Afríku. I gær tilkynnti nefndin að hún færi í dag flugleiðis til Dar-es-Salaam í Tanganyika. Suður Afrika hefur neitað að afhenda SÞ yfirstjórn Suð- vestair Afríku og neitað nefnd inni um leyfi til að ferðast til Suður Afríku eða Suðvestur Afríku. Þá hefur brezki sendiherr- _____________ ann í Salisbury í Suður Rho- desíu tilkynnt að nefndin fái ekki að svo stöddu að ferðast til Betsjúanalands, sem er brezkt verndarsvæði. Leyfið verði ekki veitt fyrr en trygg- ing er fengin fyrir því að nefndin reyni ekki að fara þaðan til Suðvesbur Afriku. Talsmaður nefndarinnar sagði í gær að nefndarmenn væru enn ákveðnir í að kom- ast til Suðvestur Afríku eins og fyrir þá var lagt í alls- herjarþingi SÞ. Ekki tók hann fram hvernig ætlunin væri að komast þangað. Utsvör lækka í Keflavík KEFLAVÍK, 11. júlí. — Niður- jöfnun útsvara í Keflavík er lok ið. Alls var jafnað niður 13,393,300,00 krónum á 1349 ein- Jónma H, Krist- jánsdóttir sjötug AÐEINS með fáum línum vildi ég þakka minni tryggu vinkonu fyrir löng og góð kynni um leið og hún fer yfir sjötíu ára af- mælið. Jónína er komin af traust um vestfirzkum stofni, enda hlot ið arf þann í ríkum mæli. Hún ólst upp á Sellátrum í Tálknafirði í glaðværð og guðs- trú með stórum systkinahópi. Hún er dóttir merkishjónanna Kristjáns Arngrímssonar, útvegs bónda og Þóreyjar Eiríksdóttur, ljósmóður. Hún giftist 1914 Gísla Guðbjartssyni. Tvö börn eiga þau hjón á lífi, Kristján nú verð- lagsstjóra og Þóreyju, bæði gift Og búsett hér í Reykjavík. Það er vonlaust fyrir mig, sem að þessar línur rita að koma að í einni lítilli blaðagrein því, sem ég vildi sagt hafa. Því verð ég að þakka þér Jóna mín í fáum orðum fyrir allt sem að bæði þið hjón hafið miðlað mér í gegnum ævikynni af ykkar góða hjarta. Að endingu ofanritaðs óska ég þér allrar blessunar á sjötíu ára tímamótunum, og vona að enn eigi lengi eftir að berast frá þér hinn sanni kærleikur. — Vinur. staklinga og 63 fyrirtæki. Hæst útsvör bera Keflavík h.f. 354,900,00 krónur, Kaupfélag Suðurnesja 201,100,00 kr., Raf- magnsverktakar kr. 132,300,00, Hraðfrystihús Keflavíkur kr. 116,100,00 00 Fiskiðjan kr. 114,600,00. — I ár er jafnað niður rúmlega 200 þús. krónum meira en í fyrra, en gjaldendum hefur fjölgað um 72 síðan í fyrra — og er meðalútsvar því talsvert lægra en áður. Notaður var við niður- jöfnunina útsvarsstigi kaupstaða, en síðan lækkaður um 32,6%. — HSJ. — Gagarin Framh. af bls. 20 unum. Lögreglunni tókst eftir nokkurt þóf að koma Gagarín undan. Fyrirspurnir. Á fréttamannafundinum svar- aði Gagarín ýmsum fyrirspurn- um. Hann sagði meðal annars að eftir geimförina hafi hann farið í nákvæma læknisrannsókn hjá rú&sneskum sérfræðingum, og hafi þeir ekkert fundið að hon- um, hvorki líkamlega né sálar- legt. Hann sagði að geimfari gæti ekki verið farþegi eingöngu, held ur yrði hann að stjórna förinni. Þá kvaðst Gagarín hafa komið til jarðar í geimfarinu, en það hafi verið búið tækjum til að skjóta honum út og-hefði hann þá getað lent í fallhlíf. Gagarín sagði að konur, sem hefðu notið réttrar þjálfunar, ættu að geta farið út í geiminn. Innilegt þakklæti til allra, nær og fjær, fyrir hlýhug í skeytum og blómagjöfum á 70 ára afmæli mínu 4. júlí sl. Júlíus Ólafsson Ég þakka hjartanlega gömlum sveitungum mínum og öðrum vinum og vandamönnum stórgjafir og alla vin- semd og vinarhug á 80 ára afmæli mínu. Guðrún Snorradóttir Hjartanlega þakka ég öllum, sem heiðruðu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 70 ára afmæli mínu 20. júní. — Guð blessi ykkur öll. Guðjón Jóhannsson — Skógrækt Framh. af bls. 9. skógræktarmálanna í fjölmörg- um atriðum stuðst við álit þeirra og ráðleggingar í skógræktar- framkvæmdum hér samfara þeirri reynslu, sem fengizt hefur á undanförnum árum. Ætlar nú Mr. Pough og sálufélagar hans, að bregða þessum erlendu fræði- mönnum og sérfræðingum um það, að þeir hafi vélazt svo af dýr legum veizlum og skemmtiferð- um hérlendis, að þeir hafi, er á reyndi, selt starfsheiður sinn og samvizkusemi fyrir súpudisk eða bílferð upp í Borgarf jörð, svo vísað sé til þeirra ummæla Mr. Pough um heimboð skógræktar- fólks, sem tekin eru upp hér að framan. Þá er óhjákvæmilegt að víkja nökkrum orðum að öðrum megin þætti nefnds viðtals við Mr. Pough, en hann laut að náttúru- vernd, að því leyti, sem vikið er að íslenzkum skógræktarmönn um, og skal þá jafnframt gerð grein fyrir viðhorfum Skógrækt- ar félags íslands til náttúruvernd ar. En um þessar mundir hafa hérlendir menn einnig rætt og ritað um það mál. Hefur í því sambandi komið fram hörð gagn rýni á því, að gróðursettir hafi verið barrviðir á stöðum eins og Ásbyrgi, Þingvöllum og Dimmu- borgum í Mývatnssveit. Verður eigi annað séð, en ýmsir þeir, sem um þetta hafa látið til sín heyra, telji skógræktarmenn varga í véum og óþurftarmenn full- komna í öllu sem að náttúru- vernd lýtur. Og sumum, eins og t. d. Mr. Pough vex svo mjög í augum að sjá fáeinar furuplönt- ur í Dimmuborgum, að hann segir: „Sérkenni Mývatns munu hverfa í skuggann fyrir trján- um“ — þ. e. Dimmuborgartjánna, en spyrja mætti að því, hvernig Mývatn geti horfið í skugga þeirra trjáa, sem að hans dómi geta ekki vaxið hér á landi. En líti maður spauglaust á málið, er hér fleira að athuga en barrvið- ina. Þannig munu, svo dæmi sé nefnt, sérkenni Dimmuborga eigi síður í hættu vegna þess ís- lenzka birkis, sem þar vex upp sjálfkrafa vegna friðunar lands- ins Og án nokkurrar gróðursetn- ingar. Ber einnig að hafa þetta í huga, þegar rætt er um náttúru- vernd og munu þeir þó fáir, sem amast við birkinu, eða mundu náttúruverndarmenn landnáms- aldar, ef til hefðu verið, hafa tal- ið það náttúruvernd að eyða því, Og hvort mundu það þá vera spellvirki að skila landinu því aftur. En svo vikið sé að afstöðu skóg ræktarmanna almennt til náttúru verndar, þá má vera, að gróður- settar hafi verið trjátegundir á stöðum, þar sem þær eiga ekki heima, og að nánari athugun leiði í ljós, að réttara sé að fjar- lægja þær. Er þá rétt að taka slíkt til greina og framkvæma þá flutninga, sem þörf verður talin á. Þar getur þó aldrei Orðið um slíka mergð að ræða, að það gefi tilefni til stóryrða um sóun og fjárbruðl í því sambandi. En þetta úrlausnarefni er nú aðeins arfur liðins tíma. í fram- tíðinni á ekki að vera nein hætta á ágreiningi milli skógræktar og náttúruverndar. Hefur Skógrækt arfélag íslands þegar tekið þessi mál til gaumgæfilegrar athugun- ar. Þannig var náttúruvernd og skógrækt til umræðu á aðal- fundi félagsins að Hólum í Hjalta dal árið 1959 og var þá gerð sú ályktun, að því er Þingvöll varð- aði, að þess yrði t.d. vandlega gætt, að hinum innlenda gróðri yrði ekki spillt og framkvæmd- um hagað þannig innan Þjóð- garðsgirðingarinnar, að þær væru í samræmi við náttúru stað arins. í framhaldi af þessu var svo hinn 6. febrúar sl., að tilhlut- an skógræktarstjóra, haldinn sam eiginlegur fundur stjórnar Skóg- ræktarfélags íslands og Náttúru verndarráðs. Kom eigi fram á þeim fundi, að uppi væri með þessum aðiljum nokkur sá ágrein ingur um náttúruvernd, sem eigi væri auðvelt að jafna. Bar stjóm Skógræktarfélagsins á fundi þess um fram ósk um það, að Nátt- úruverndarráð léti samkvæmt 27. gr. náttúruverndarlaganna gera skrá yfir þá staði þar sem það teldi gróðursetningu óæskilega, og mun það mál nú á undirbún- ingsstigi. Af því, sem nú hefur verið rakið, má það ljóst vera, að það er fullkomlega ástæðulaust fyrir menn, að ala í brjósti ótta um það, að skógræktarmenn muni með starfi sínu spilla sérkenni- legum stöðum með gróðri, sem á ekki heima þar og er rakalausum stóryrðum í þá átt algerlega vís- að á bug. Er leitt til þess að vita, að sumir þeir, sem telja sig þess umkomna, að rita um þessi mál, skuli eigi geta gætt hófs í skrif- um sínum. Hins vegar haggar það hvorki starfi né stefnu skóg- ræktarmanna, þótt að þeim sé veitzt með slíkum hætti. í skógræktarstarfinu verður það þekking og reynsla sem úr- slitum ræður, og í blaðaskrifum undanfarinna daga hafa engin gild rök verið á borð borin gegn nytsemi skógræktar á íslandi og framtíðargildi hennar fyrir land og lýð. f stjórn Skógræktarfélags íslands Hákon Guðmundsson Hermann Jónasson Einar G. E. Sæmundsen Haukur Jörundarson Jóhann Hafstein. GRASFRÆ TÍJIMÞtilKllR VELSKORNAR s Móðir mín MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum þriðjudaginn 11. júlí. Fyrir mína hönd, systkina, fóstursystur og tengda- barna. Guðrún Guðmunsdóttir. Móðir mín HALLDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Helluvaði, Rangárvallasýslu lézt að Vífilsstöðum mánudaginn 10. júlí. Hrefna Sigurðardóttir Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns HELGA R. MAGNÚSSONAR Sigríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.