Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. júlí 1961
MORGUlS'tLAÐlÐ
13
— Viðskiptamái'
Framh. af bls. 11.
um langt aðlögunartímabil til af
náms verndartolla. Svo var áður
um Portúgal í fríverzlunarbanda
laginu. Nú á þessu ári, þegar
auKaaðild Finnlands að fríverzl
unarbandalaginu var samþykkt,
var á það fallizt, að Finnar
mættu halda hjá sér viðskipta-
höftum í þeim mæli, sem nauð-
synlegt væri, til þess að vernda
tvíhliða viðkipti sín við Sovét-
ríkin.
Hér að framan hefi ég rætt
nauðsyn íslendinga á því að fá
stöðu sína viðurkennda í sam-
bandi við reglur eða ákvæði,
sem eru sameiginleg bandalög-
unum báðum. En eins og ég gat
um áðan, eru stofnskrár banda-
laganna að ýmsu leyti mjög ó-
líkar og miklu meiri skyldur
lagðar á þau ríki, sem gerast
aðilar að efnahagsbandalagi sex-
veldanna, en á hin, sem í frí-
verzlunarbandalag sjö-veldanna
ganga. Það skiptir sérstöku máli
fyrir íslendinga, að gera er ráð
fyrir því, að öll aðildarríki efna
hagsbandalagsins hafi jafnan
rétt til þess að koma á fót
fyrirtækjum á öllu bandalags-
svæðinu og að öllu leyti jafna
aðstöðu til atvinnureksturs. Ef
til einhvers konar aðildar okk-
ar að þessu bandalagi kæmi,
hlytum við að ætlast til, að þessi
almenna regla gilti ekki um
fiskveiðar. Hagnýtingu fiskimiða
innan íslenzkrar fiskveiðilög-
sögu getum við ekki deilt með
öðrum þjóðum, enda hafa fisk-
stofnar algera sérstöðu saman-
borið við aðrar náttúruauðlind-
ir. Hins vegar kæmumst við
ekki hjá að athuga stefnu okk-
ar varðandi réttindi útlendinga
til löndunar á fiski og reksturs
fiskiðjuvera, ef til aðildar okk-
ar agtti að koma, enda yrði sú
stefna, sem nú er fylgt, okkur
sjálfum ekki lengur nauðsynleg,
ef tryggja mætti með öðru móti,
að breyting á henni leiddi ekki
til ofveiði. Þessi mál öll hljóta
hins vegar að vera komin undir
hinni sameiginlegu stefnu á sviði
sjávarútvegsmála, sem enn hef-
ur ekki verið rædd í efnahags-
bandalaginu.
Það er þannig í aðalatriðum
Ijóst, hvaða erfiðleikar hlytust
af því fyrir íslendinga að standa
utan viðskiptabandalaganna, og
hvaða sérstöðu nauðsynlegt
væri að við fengjum, ef aðild af
okkar hálfu á að koma til greina.
Á hinn bóginn er það enn að
mestu á huldu, hvaða reglur
muni gilda á bandalagssvæðun-
um um viðskipti með aðalút-
flutningsvörur íslendinga, sjávar
afurðir. En höfuðtakmark ís-
lendinga í viðskiptamálum hlýt-
ur að vera, að viðskipti með
sjávarafurðir séu sem frjálsust.
Óvissa í þessum efnum hefur
enn aukizt nú allra síðustu mán
uði vegna viðræðna þeirra, sem
undanfarið hafa farið fram á
milli Breta og sex-veldanna.
Leiði þær til aðildar Breta að
efnahagsbandalaginu, verður að
teljast víst, að önnur ríki frí-
verzlunarbandalagsins hæfu við-
ræður um aðild í einhverri
mynd. Er þá sennilegt, að til
einhvers konar allsherjarsam-
komulags fríverzlunarbandalags
ins eða einstakra ríkja þess ann-
ar vegar og efnahagsbandalags-
ins hins vegar kæmi.
íslenzkum stjórnarvöldum er
vel Ijóst, að leysa verður marg-
þætt og mikil vandamál áður en
af slíku samkomulagi getur orð-
ið. Enn er ekki að því' komið
að ræða framtíðarskipulag á við
ekiptum með sjávarafurðir, enda
er í bandalögunum tveim ekki
nema að litlu leyti búið að taka
ákvörðun um þessi atriði. Sjáv-
arútvegur er líka sáralítill þátt-
Um daginn var í kvikmynda-
fréttum sagt frá því hér í blað-
inu iað Elísafoet Xaylor hefði mætt
í kjól, sam vakti mikla athygli,
í fyrsta skipti sem hún kom í
veizlu eftir hin miklu véikindi
hennar s. 1. ár Kjóllinn þótti
semsagt nokkuð fleginn. Hér er
ur í þjóðarbúskap flestra Ev-
rópulanda annarra en Islands.
Um viðskipti með sjávarafurðir
munu vafalaust gilda reglur,
sem eflaust munu taka alllang-
an tíma. Við hljótum að óska
þess eindregið ,að eiga aðild að
slíkum viðræðum. Við getum
ekki lagt á það of ríka áherzlu
við vinaþjóðir okkar í Vestur-
Evrópu, að þær ákveði ekki
frambúðarfyrirkomulag á við-
skiptum með sjávarafurðir án
samráðs við okkur.
Vel fylgzt með þróuninni
Með hliðsjón af þessu telur
ríkisstjórnin, að ekki sé tíma-
bært fyrir íslendinga að taka
ákvarðanir sínar í þessum efn-
um, fyrr en í ljós kemur, hver
niðurstaðan verður af þeim til-
raunum, sem nú er verið að
gera til sameiningar bandalag-
anna. En eitt er Ijóst. Það varð-
ar íslendinga mjög miklu, hver
þróunin verður í viðskiptamál-
um Evrópu. Sú þróun mun ráða
miklu um efnahag okkar og lífs
kjör á næstu árum og áratug-
um. Af þessum sökum hefur rík
isstjórnin lagt á það mikla á-
herzlu að fylgjast sem nákvæm-
ast með öllu því, sem gerist í
þessum efnum, og reyna að vera
sem bezt undir það búin að taka
nauðsynlegar ákvarðanir, þegar
tími er til þess kominn.
Nefnd embættimanna hefur á
vegum viðskiptamálaráðuneytis-
ins unnið að tæknilegum undir-
búningi þessara mála. Sér til
frekara ráðuneytis hefur ríkis-
stjórnin nú ennfremur kallað
fulltrúa allra helztu hagsmuna-
samtaka í landinu. Jafnframt
hefur málstaður okkar verið
nú mynd af Elisabetu í þessum
umtalaða kjól. Hún er þar að fara
út á danagólfið með Eddie Fisch-
er, eiginimanini sínum. Ef myndin
kemur vel út í blaðinu má sjá
örin eftir skurði, sem gerðir voru
til að hjálpa henni að anda í
kynntur út á við. Frá því í vet-
ur hefur ríkisstjórnin haft til
sérstakrar athugunar, hvort
okkur bæri að leita aðildar að
fríverzlunarbandalaginu í því
skyni að tryggja íslendingum
sem mest frelsi í viðskiptum
með sjávarafurðir innan þess
bandalags og til þess að styrkja
aðstöðu okkar, ef til samruna
bandalaganna tveggja kæmi.
Sjónarmið okkar voru kynnt að
ildarríkjum fríverzlunarbanda-
lagsins og framkvæmdastjóra
þess. Hins vegar hefur ekki ver-
ið leitað formlega eftir aðild að
fríverzlunarbandalaginu, enda
veldur hin hraða atburðarás síð-
astliðinna mánaða og sú óvissa,
sem ríkir, því, að álitamál er,
hver vinningur væri að slíkri
aðild að svo stöddu. Endanleg
ákvörðun verður því að bíða,
þar til þessi mál öll liggja ljós-
ar fyrir.
Vandi á höndum
Það er auðvelt að segja, hvað
æskilegast væri að gerðist í
þessum efnum á næstunni frá
sjónarmiði íslendinga. Það væri,
að bandalögin tvö yrðu að einu,
og að verzlun með sjávarafurðir
innan hins nýja bandalags yrði
sem frjálsust. Ef nægilegt til-
lit fengizt tekið til þeirra hags-
muna íslendinga ,sem ég hefi
áður lýst, gæti varla nokkrum
blandazt hugur um, að þaij væri
brýnt hagsmunamál fyrir íslend
inga að gerast aðilar að slíku
bandalagi. Frá sjónarmiði smá-
ríkis eins og íslands, sem á
mest allra Evrópulanda undir
utanríkisviðskiptum, væri það
tvímælalaust æskilegast, að al-
þjóðaviðskipti yrðu sem frjáls-
ust, án þess að það þyrfti að
taka á sig erfiðar skuldbinding-
ar og án þess að ákvörðunarrétt
ur í viðkipta- og efnahagsmál-
um þyrfti að einhverju leyti að
flytjast til sameiginlegrar yfir-
stjórnar. Hins vegar getum við
ekki, eins og nú horfir við,
búizt við því, að þróunin verði
þessi. Hitt er miklu líklegra,
að hún verði sú, að í Vestur-
Evrópu komi til víðtæks sam-
starfs í efnahagsmálum, þar sem
allríkar skyldur verði lagðar á
aðildarríkin til þess að þau fái
notið til fulls þess hagræðis,
sem af samstarfinu hlýzt. Vegna
óvissunnar um skipulag sam-
starfsins einmitt á því sviði,
sem skiptir öllu máli fyrir okk-
ur íslendinga, er enn ógem-
ingur að segja, hvers hag-
ræðis við gætum notið af aðild-
inni. Einmitt þess vegna er okk-
ur sérstakur vandi á höndum.
Renni Vestur-Evrópa saman í
eina viðskiptaheild, getum við
ekki staðið utan þeirrar heild-
ar, þótt við verðum jafnframt
að kappkosta að halda þeim
mörkuðum, sem við höfum nú
annars staðar og eru okkur hag-
stæðir. Ef viðskiptatengsl okkar
rofna við þau ríki, sem ætíð
hafa verið aðalviðskiptalönd okk
ar og þar sem eru miklir fram-
tíðarmarkaðir fyrir afurðir-okk-
ar, hlyti það að hafa örlagarík-
ar afleiðingar fyrir efnahag okk
ar og lífskjör. í kjölfar við-
skiptaeinangrunar myndi sigla
einangrun á öðrum sviðum. En
sú einangrun yrði einmitt sér-
staklega varhugaverð vegna
þess, að í hlut eiga þær þjóðir,
em eru okkur skyldastar að
menningu og stjórnarháttum.
Til slíks má ekki koma. Við
hljótum að ætlast til þess af
þjóðum Vestur-Evrópu, að þær
skilji sérstök vandamál okkar
og annarra smáríkja og auð-
veldi okkur aðild að viðskipta-
samstarfi sínu. Jafnframt hljót-
um við að gera þá kröfu til
sjálfra okkar, að við skiljum
mikilvægi þess að slitna ekki
úr tengslum við þá þróun, sem
nú á sér stað í Vestur-Evrópu,
og höfum djörfung og þrek til
þess að stjórna málum okkar
þannig, að aðild okkar að við-
skiptasamstarfi Vestur-Evrópu
verði möguleg.
Bíiamibstöðin VACN
Amtmannsstíg 2C
Sími 16289 og 23757.
Volkswagen
'54 og '57
rúgbrauð nýkomnir til land-s-
ins eru til sýnis g sölu í dag.
Bilamiðstöðin VAGHI
Þekktur danskur
Ijósmyndari hér
HÉR á landi er nú staddur Jo
hannes Jensen ljósmyndari og
kona hans — frá Silkiborg í Dan
mörku. Munu þau hjór.in dvelja
hér í 12—14 daga.
Johannes Jensen er þekktur
Ijósmyndari. bæði í heimalandi
sínu og erlendis. Hanrt er formað
ur Sambands danskra atvinnu-
ljósmyndara.
Ljósmyndarafélag íslands hélt
þeim hjónunum samsæti í Þjóð-
leikhússkjallaranum s.l. þriðju-
dagskvöld. Þar flutti Johannes
Jensen fyrirlestur og sýndi fjölda
Ijósmynda sinna frá ýmsum al-
þjóðlegum ljósmyndasýningum,
og myndir, sem víðkunnar eru í
heimalandi hans.
í hófinu flutti Jensen íslenzk-
um atvinnuljósmyndurum kveðj
ur frá stjórn Sambands norrænna
atvinnuljósmyndara —en íslenzk
ir atvinnuljósmyndarar eru aðil-
ar að því sambandi. Einnig færði
hann boð frá sambandinu til
handa einum atvinnuljósmynd-
ara héðan á námskeið, sem sam
bandið heldur í Gautaborg n. k.
september. Á námskeiðinu verð-
ur kennd litljósmyndun og aðrar
greinar ljósmyndunar. Uppihald
nemandans, kennslugjöld og efni
greiðir sambandið. Flutti formað
ur Ljósmyndarafélags íslands,
Sig. Guðmundsson, Johannes
Jensen þakkir fyrir þetta rausn-
arlega boð.
(Frétt frá Ljósmyndarafélaginu)
Lowestoft, Englandi, 7. júlí
Góðkunnur borgari hér fékk í
dag hægt andlát, eftir langa og
farsæla ævidaga. Það var öndin
George, sem borgarbúar vilja
halda fram að hafi verið elzta
önd í heimi. George var 32 ára,
er „hún“ lézt.
Pottaplöntur
í þúsunda ali, ódýrar.
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Símar 22-8-22 og 19775.
TRÚLOFUNAR
UIRICH FALKNER
AMTMANNSSTÍG 2
Amtmannsstíg 2C
Sími 16289 og 23757.
Stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Upplýsingar
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl.
fyrir 15. þ.m. merkt: „Skóverzlun — 5018.“
Múrarameistarar
Tilboð óskast í að múrhúða að utan 135 ferm. hús,
2 hæðir og kjallara, æskilegt að verktaki leggi til
vinnupalla, — Upplýsingar í símum 36187 og 35835.
veikindiunuim.
\
SÍ-SLÉTT POPLIN
| í NO-IRON)
MINERVAc/^/W««
STRAUNING
ÓÞÖRF