Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 12. júlí 1961 Fyrirliði Skota rekinn af velli - leikurinn eyðilagður Dundee vann S-Vesturland 3:1 réttmæt 2 mörk gegn 1. SKOZKA liðið Dundee kvaddi áhorfendur í Laugardal í gær með leik við Suð-Vesturlandslið. Leiks þeirra mun verða minnzt sem eins þess leiðinlegasta er hér hefur verið leikinn af erlendu liði. Framan af var leikurinn jafn og góður. í síðari hálfleik var Cox bakverði, fyrir- liða leiksins, vikið af velli fyrir ítrekuð brot og ljótt orð- bragð og tóku Skotarnir þá upp þá leikaðferð að tefja leikinn, allt á kostnað fagurs leiks og sýndu óvenjulegan skort á íþróttaanda. Tveggja marka sigur, 3 mörk gegn 1, var þeim meira virði en að eiga heiður og hrós þúsunda áhorfenda, sem komu í þeirri von að sjá tvö lið leika knattspyrnu — en ekki til þess að sjá lið ná sigri með hvaða ráðum sem vera skyldi. Góður leikur. Leikurinn var framan af vel leikinn af báðum liðum og náðu Skotarnir þó allmiklu sterkari Ljótt orð- bragð reið bagga- muninn ÞORL.ÁKUR Þórðarson ðæmdi leikinn milii S-Vesturlands og Dundee í gærkvöldi. Að- spurður um aðdraganda að brottrekstri Cox bakvarðar sagði hann. Leikmaðurinn lék mjög gróf lega allan leikinn og ég hafði veitt því eftirtekt. Við dóma gegn þeim brotum fór hann að hafa mótmæli í frammi. Og þegar maðurinn viðhafði Ijótt orðbragð svo úr hófi keyrði tók ég ákvörðunina um brottreksturinn. tökum á honum í byrjun en fs- lendingarnir. Samleikur þeirra var þá fallegri og nákvæmari en í fyrri leikjunum og einbeitnin meiri enda var mótstaðan meiri. Var oft unun að sjá nákvæmni þeirra, hraða og uppbyggingu alla — þó verulega skorti á hæfn ina er að marki SVesturlands dró En smám saman náði ísl. liðið sér á strik og átti ágæta kafla í hálfleiknum. Þetta var leikur tveggja góðra liða. Jafn leikur og á köflum mjög skemmtilegur. Mörkin. Fyrsta markið kom á 17. mín. Robertson útherji gaf vel fyrir frá endamörkum og Gilzean inn herji var á réttum stað. Hann hljóp að sendin'«, nni um tvo metra frá marki og skallaði snöggt í netið — óverjandi fyrir Heimi. Á 26. mín. jafna íslendingar. Markið kom upp úr hornspyrnu frá hægri. Knötturinn fór út á völlinn, Ellert gaf til Þórðar Jóns sonar útherja sem lék nær mark- inu og sendi síðan þrumuskot i netið. Ure miðv. hugðist skalla frá en breytti aðeins stefnu hins fasta skots. Fjórum mínútum síðar taka Skotar aftur frumkvæðið. Gous- in miðherji skaut af stuttu færi en Heimir varði, en knötturinn hrökk aftur til Cousin. Hann sendi hann fyrir markið og Ro- bertson og Hreiðar áttu í ná- vígi en því lauk með því að knötturinn rann yfir markalín- una. Góð færi í síðari hluta hálfleiksins sóttu fsl. allfast á köflum. Guðjón átti t.d. hörkuskot vel miðað á mark- ið, en Liney varði meistaralega vel. Oftar komst Liney í hann krappann t.d. þegar hann hljóp móti Ellert en Ellert fékk sent laust undir hann og knötturinn stefndi í mark — en HamiltOn bjargaði á línu. í heild voru úrslit hálfleiksins I kvöld 1 KVÖLD hefst í Osló lands- keppni í frjálsum íþróttum milli sex landsliða frá fjórum löndum. Löndin eru ísland, Danmörk, Austurríki og Nor- egur. Hvert land sendir eitt lið nema Noreguv sem sendir 3 lið A, B og C Iið. Keppnin stendur í tvo daga og er keppt í öllum lands- keppnisgreinum. Samskonar keppni fór fram í fyrra nema með þátttöku Belgíu í stað Austurríkis. Þá varð ísland í 4. sæti næst á undan Dan- mörku og C-liði Noregs. Fast sótt ísl. sóttu fast í upphafi síð. hálf leiks. Liney bjargaði tvívegis með úthlaupum gerðum á síðustu stundu þegar markið var í yfir- Framh. á bls. 19 -<í> Rannveig Laxdal ÍR sigrar Guðlaugu Steingrímsdóttur i 200 m hlaupi. Guölaug vann 100 m með álíka yfirburðum. Afrek kvenna og MEISXAR AMÓT kvenna og drengja í frjálsum íþróttum fór fram um helgina eins og skýrt var frá í gær. Hér látum við töl- ur tala um gang mótsins en ár- angur er athyglisverður í ýmsum greinum. Þórhallur Sigtryggson, KR Fyrri dagur: DRENGIR 100 m hlaup Þórhallur Sigtryggsson, KR 11,5 Hrólfur Jóhannesson HSH 11,7 Már Gunnarsson ÍR 11,8 200 m grindahlaup. Þórhallur Sigtryggsson KR 28,9 Magnús Jóhannsson ÍR 29,5 Þorvaldur Björnsson KR 29,7 800 m hlaup Valur Guðmundsson ÍR 2:08,9 Gunnar Karlsson HSK 2:09,0 Friðrik Friðriksson ÍR 2:11,2 Langstökk Jón Ö. Þormöðsson IR 6,07 Gunnar Karlsson HSK 5,98 Þorvaldur Olafsson ÍR 5,80 Hástökk Sigurður Ingólfsson A 1,64 Sigurður Sveinsson HSK 1,64 Jón Ö. Þormóðsson ÍR 1,64 Kúluvarp Kjartan Guðjónsson KR 14,04 Eyjólfur Engilbertsson UMSB 13,37 Elfar Sigmundsson HSK 12,53 Spjótkast Kjartan Guðjónsson KR 53,50 Þorvaldur Olafsson IR 50,66 Sigurður Jónsson HSH 48,21 KONUR 100 m hlaup Guðlaug Steingrmísdóttir USAH 13,2 Rannveig Laxdal IR 13,5 Helga Ivarsdóttir HSK 13,7 Hástökk Sigrún Jóhannesdóttir IA ísl.met 1,46 Kristín Guðmundsdóttir, HSK 1,39 Helga Ivarsdóttir, HSK 1,30 Kúluvarp Oddrún Guðmundsdóttir UMSS Kristín Tómasdóttir lA Hlín Daníelsdóttir IA Spjótkast Mjöll Hólm ÍR Ingibjörg Sveinsdóttir HSK 10,48 8,47 8,20 26,07 19,15 drengja 4x100 m hoðhlaup 1. USAH .......... 56,2 s*ek 2. HSK ........... 56,3 — 3. IR ............ 58,2 — Síðari dagur: DRENGIR 110 m grindahlaup Jón Ö. Þormóðsson ÍR 16,9 Þórhallur Sigtryggsson, KR 17,1 Kjartan Guðjónsson KR 18,1 300 m hlaup Þórhallur Sigtryggsson KR 37,8 Hrólfur Jóhannesson HSH 38,5 Már Gunnarsson ÍR 39,2 1500 m hlaup Valur Guðmundsson ÍR 4:33,4 Þórarinn Ragnarsson FH 4:34,0 Gunnar Karlsson HSK 4:44,8 Kringlukast Ingvar Jónsson HSK 38,07 Eyjólfur Engilbertsson UMSB 37,68 Elfar Sigmundsson HSK 37,56 Þrístökk Sigurður Dagsson A 13,31 Þorvaldur Olafsson ÍR 12,51 Sigurður Sveinsson HSK 12,39 Stangarstökk Magnús Jóhannsson ÍR 3,15 Sigurður Kristjánsson HSH 2,90 Halldór Guðmundsson KR 2,80 4x100 m boðhlaup 1. Armann ......... 49,5 sek 2. IR ............. 50,2 — 3. B-sveit KR ..... 51,3 — KONUR 80 m grindahlaup Rannveig Laxdal ÍR 14,6 Ingibjörn Sveinsdóttir HSK 15,4 200 m hlaup Rannveig Laxdal ÍR 28,3 Guðlaug Steingrímsdóttir USAH 28,5 Helga Ivarsdóttir HSK 29,4 Langstökk Helga Ivarsdóttir HSK 4,50 Ingibjörg Sveinsdóttir HSK 4,50 Oddrún Guðmundsdóttir UMSS 4,44 Kringlukast Ragnheiður Pálsdóttir HSK 32,28 Oddrún Guðmundsdóttir UMSS 27,47 Hrafnhildur Valgeirsdóttir USAH 25,24 i Skotar hafa augastaö á Garðari Leynd yfir þvi hvorf Þórolfur fer utan EKKERT var hægt að fá ákveðið sagt um það í gær hvort Þórólfur Beck færi til Englands eða ekki. — Mbl. átti langt samtal við Jimmy Brown markvörð og fyrirliða St. Mirren liðs ins en hann kom hingað til viðræðna við Þórólf. Hann sagði að framkv.stj. félagsins, sem hér væri og litist mjög vel á Þórólf og „Mr. Redd (en svo heitir framkv.stj.) dæmir menn oftast rétt við fyrstu sýn“, sagði Brown. í loftinu ligg ur að Þórólfur fari utan eftir landsleikinn í septem ber en skrifi ekki undir neinn samning. Einn af forráðamönnum KR sagði í gærkvöldi að enn væri allt óákveðið með þetta mál. Við spurðum Brown að því, hvort St. Mirren hefði auga- stað á fleiri ísl. knattspyrnu- mönnum. ísl. knatspyrnumenn eru mjög góðir og miklu betri en ætla mætti eftir þeim stutta keppnistíma sem þeir hafa. Okkar lið mundi vilja gera mikið fyrir suma þeirra. Þeim stendur opið að koma til okk- ar til stuttrar dvalar, æfa og jafnvel keppa. Þeir geta hald- ið sínum áhugamannaréttind- um fyrir það — og þeir geta líka gerzt atvinnumenn. — Okkur hefur borizt til eyrna að þið vilduð fá Garðar Árnason framvörð í KR? Hann kemur til greina, en það hefur ekkert verið við hann rætt beinlínis. Og síðan hélt Brown áfram. Ég tel það heiður fyrir ísl. knattspyrnu að vera það á veg kominn að erlent lið vilji fá leikmenn héðan. Þeir þurfa elaki eins og ég sagði fyrr að veroa atvinnumenn — en þeir geta orðið það og t. d. Þórólfi stendur það opið. En ég tel að sumir þessara pilta sem bein- línis lifa fyrir knattspyrnu fái lítið uppfyllt af sinum óskum með þeim skilyrðum sem hér eru og á ég þar við hið stutta sumar. Brown kvaðst hlakka til ef að því yrði að Þórólfur kæmi út í haust. Hann sagði að hann yrði á sínu heimili svo lengi sem hann vildi. Þar gæti hann kynnst jafnöldrum sínum sem hefðu eins mikinn áhuga á knattspyrnu og hann sjálfur og hjá St. Mirren gæti hann fengið alla þá beztu aðstöðu og þjónustu sem skozkt lið gæti látið í té.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.