Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 20
Viðskiptamál Sjá bls. 11. IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. 153. tbl. — Miðvikudagur 12. júlí 1961 Sildin veður fyrir austan: Gífurlegur síldarafli Stöðugur straumur skipa til Raufarhafnar og Austur- landshafna GEYSILEG síld er nú fyrir Austurlandi á svæð- inu frá Digranesgrunni Off suður á Glettinganes- flak. Svo að segja allur flotinn er ýmist á veiðum þar eystra, á leið með afla í land eða bíður löndunar á Raufarhöfn og öllum höfnum á Austurlandi, þar sem nokkur aðstaða er til síldarmóttöku. Sólarhringurinn frá þvíkl. 7 á mánudagsmorgun til jafnlengdar í gær mun hafa verið einn sá bezti í sögu síldveiðanna, að því er sum- ir fréttaritarar blaðsins töldu. 80 stúlkur sultu úr einu skipi MIKILL síldarafli berst nú á Austfjarðarhafnir eins og ann arsstaðar er skýrt frá. Mikið magn kemur af hverju skipi, og má til marks um það geta þess, að 80 stúlkur salta nú á Seyðisfirði af einu skipi. Auð- imn var fyrsta skipið, sem kom með síld til hinnar nýju söltunarstöðvar, Haföldunnar, á Seyðisfirði (frkvstj. Sveinn Benediktsson). Kom hann inn í fyrradag með 913 uppmaeld- ar tunnur og aftur í gær með 1500 tunnur eftir 20 tíma úti vist. Og, eins og fyrr segir 80 stúlkur vinna nú að því að salta síldina hjá Haföldunni úr þessu eina skipi. Þar er fluggangur á söltuninni og af- köstin 125 uppsaltaðar tunnur á klukkustund. Þá veiddust milli 60 og 70 þúsund mál og tunnur. Síðan í fyrrakvöld, og fram til þess að blaðið fór í prentun í nótt, var sleitulaus veiði og stöðugur straumur síldveiði- skipa til Raufarhafnar og annarra hafna, og frá því kl. 7 í gærmorgun til kl. 10 í gærkvöldi munu 16 þúsund mál og tunnur hafa borizt að landi. Mest var aðsóknin til Raufar- hafnar, enda er kominn síldar- svipur á bæinn. Kl. 9 í gær- kvöldi biðu þar 16 skip við bryggju með um 10 þús. mál. Fjögur löndunartæki eru þar, og anna þau samtals um 1000 málum á klst. Annars staðar mun víða sólarhrings bið eftir löndun, því að síldin flæðir bók staflega alls staðar á land. Góðar horfur Veiðiútlit var mjög gott í gær kvöldi, og allar horfur á áfram- haldandi veiðiskap. Geta má þess, að á mánudag landaði Víðir II. alls 2000 mál- um og tunnum. Þykir það vel að verki verið á einum og sama sólarhringnum. 1 gærkvöldi höfðu þessi skip komið með yfir 1000 mál og tunnur: Höfrungur II. 1800 (mál), Bjarnarey NS 1700 (tunn ur), Héðinn 1600 (tunnur), Har- aldur, Akranesi 1500 (mál), Guð mundur Þórðarson 1500 (mál), Katrín 1300 (mál — til Vopna- fjarðar), Jón Gunnlaugsson 1200 (tunnur), Hvanney 1100, Ólaf- ur bekkur 1100 (mál) og Björg- vin KE og Heiðrún með yfir 1000 (mál). 900 mál og tunnur höfðu: Anna, Álftanes, Fjarðarklettur, Hannes lóðs, Hávarður, Jón Garðar, Mummi og Sigurfari. Framh. á bls. 19 Gagarin í London London, 11. júlí. — (Reuter) RtJSSNESKI geimfarinn Yuri Gagarín kom í dag í fjögurra daga heimsókn til London og var ákaft fagnað. Hefur hann þegið boð Elísa- Gott skemmtana- líf á Sig!ufirði Mikil áfengissala Siglufirði, 11. júlí. SKEMMTANALÍF hefur ver ið mjög rólegt og friðsam- legt í Siglufirði á þessu sumri, samkv. upplýsingum lögreglunnar. Ekkert sögu- legt bar t. d. við í landleg- unni um síðustu helgi. Að sjálfsögðu har talsvert á ölv- HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Vopnafirði 16. júlí HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður haldið á Vopna- firði sunnudaginn 16. júlí kl. 20.30. Á móti þessu munu þeir Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra og Jónas Pét- ursson, alþm., flytja ræður. Flutt verður óperan Rita eftir Donnizetti. Með hlut- verk fara óperusöngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Guðm. Guðjónsson og Guðmundur Jónsson og Borgar Garðars- son, leikari. Undirleik annast F. Weisshappel, píanóleikari. Dansleikur verður um kvöldið. Bjarni Jónas un, en allt fór skikkanlega fram. Leikritið „Horfðu reiður um öxl“ var sýnt í Sjómannaheim- ilinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi og við sérlega góðar undir- tektir. Það verður sýnt aftur í kvöld. Hafa margir hug á því að sjá leikinn aftur og segj-| ast vilja „horfa aftur reiðir um öxl.“ Svavar Gests og félagar hans efndu til dansleiks í Hótel Höfn í gærkvöldi. Miðar seldust upp á svipstundu, og húsið troðfylltist af dansandi^ fólki. í kvöld hafa þeir kabarettsýningu. Fleiri skemmtikraftar munu væntanlegir hingað til að öðlast hludeild í síldarkrónum sumars- Hæsta dagsaía á áfengl Samkv. upplýsingum út- sölustjóra áfengisverzlunar- innar var selt áfengi í gær fyrir 100 þúsund krónur út í hönd, auk þess sem sent var í póstkröfu út úr bænum. Þetta er hæsta dagsala á þessu sumri. Þrátt fyrir þessa miklu sölu, bar ekki mjög á ölvun í bænum, og ekkert sérstakt bar tii tíðinda. Hef- ur ástandið að þessu leyti farið stórkostlega batnandi hin síðari ár, og menn farnir að neyta áfengis á siðaðri hátt en áður, þótt ekki muni neyzlan hafa minnkað til- tölulega. — Stefán. \ betar drottningar að snæða með henni hádegisverð á föstu dag, síðasta dag heimsóknar- innar. Skömmu eftir komuna sat Gagarín fund með um 600 fréttamönnum og var sjón- varpað frá fundinum. Þetta er fyrsta heimsókn Gaga ríns vestur fyrir „járntjaldið“ eft ir hina sögulegu geimferð hans umhverfis jörðu 12. apríl s.l., ef undan er skilin stutt heimsókn til Finnlands. Gagarín var klæddur einkenni-s búningi höfuðsmanns 1 rússneska flughernum prýddar heiðurs- merkjum er hann mætti á fundi fréttamanna í Earls Court, þar sem rússnesk vörusýning er hald in um þes-sar mundir. „YG 1“ Meðal þeirra sem fögnuðu Gagarín á leið hans til Earls Court var Margrét prinsessa. Hafði hún beðið hálftíma til að sjá hann aka framhjá konungs- hallargarðinum í sérstakri bif- reið, sem bar númerið „YG 1“. Af fundinum loknum ætlaði Gagarín að ganga um meðal sýn- ingargesta í Earls Court. En gest irnir ruddust Þá gegnum raðir lögreglumanna, sem áttu að gæta hans, og þyrptust utan um Gaga- rín. Við lá að Spútniklíkan, sem þarna er til sýnis, brotnaði í lát- Framh. á bls. 19 GEIT og tveir kiðlingar eru' húsdýrin á barnaheimilinu I Steinahlíð inni við Elliðavog. | Ljósm. Mbl. tók þessa mynd i af kiðlingunum í gær, þar sem þeir voru á beit, innan I um sólbrún, f jörug og falleg | börn. Nánar er sagt frá heim- | sókninni í Steinahlíð á bls. 3. Aflabrögð á Akranesi AKRANESI, 11. júlí — Fimm dragnótatrillubátar voru á sjó héðan í dag. Aflahæstur vair Happasæll og fiskaði hátt á 4ða tonn. Humarbáturinn Ásbjöm landaði í morgun tveimur tunn. um af humar og einu tonni af öðrum fiski. —• Oddur. Efnisflufn- ingar sföðvaðir VERKFALLSVERÐIR Vöru- Ú bílstjórafélagsins Þ r ó 11 a r stöðvuðu í gær efnisflutninga að tveim stöðum hér í bæ. Var það við Sundlaug Vest- urbæjar og í Kringlumýri, en f á báðum stöðum var verið að aka sandi í grunna. Munu við komandi fyrirtæki, Ægisand ur og Sandver, telja, að flutn- ingar þessir hafi verið ólög- lega stöðvaðir og hafa í hyggju að höfða lögbannsmál gegn Þrótti. Saltsíldarsala óviss Allir Scilla á eigin ábyrgð I GÆR var enn ósamið um verjar höfðu gert tilboð, en sölu á meiri saltsíld en þeim bundið skilyrðum, sem ekki ... , hafði verið gengið að. 230 þus. tunnum, sem nu er „ ., * . .... ’ . Saltað er a ollum hofnum u.þ.b. saltað í. Samningar enn £ ábyrgð saltenda, og bú- standa enn yfir við Rússa. izt við, að svo verði, meðan Samningar um sölu á Norður- tunnur og salt endast. Tunn- landssíld til Vestur-Þýzka- ur eru víða á þrotum og einn lands stóðu einnig fastir. Þjóð ig víða bagi að saltleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.