Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 12. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 -K „KRAKKAR, nú skulum við koma niður í geitagirðingu,“ kallaði ída forstöðukotna Steinahlíðar. Börnin klöpp- uðu sarnan lófunum í hrifn- ingu; þau dreif að úr öllum áttum og haldið var í einum hóp niður að girðingunni. Léttklædd og sólbrún í girðingunni var ein geit með tvo kiðlinga. Hún lá á fjórum fótum og jórtraði en kiðlingarriir Skoppuðu og hoppuðu í kringum hana. Þar var ærsl og leikur í þeim. Það var líka leikur í börnumum, enda var veður afbragðsgott. Sólin gægðist við og við fram úr gráleitum skýjahnoðra sem flætktist um bláan himininn í suðri, hann var rigningarlegur í vestri. Og við hugsuðum til allra, sem einmitt á þessu augnabliki lágu og flatmög- uðu í sólinni, þegar henni þóknaðist að skína á sólþyrst bök og bringur, og spurðu sjálfa sig: Skyldi hann fara að rigna? En börnin i Steinahlíð voru ekkert að hugsa um veðrið. Þau voru léttklædd og hend- urnar sem klöppuðu geitinni og kiðlingunum voru sólbrún- ar. „Ég ekki hræddur við kibbu,“ sagði lítill snáði en hélt sér til öryggis í pils for- ‘ítöðukonunnar. Eltingarleikur Þegar ljósmyndarj blaðsins ætlaði að taka myndir af geit- unum, sást ekki í þær fyrir barna hópnum, „Og bakgrunn Krakkar og kiðfingar urinn er ekki upp á það bezta“ bætti hann við. Þá var tekið til bragðs að kalla á nokkra stráka, sem voru að vinna þarna í nágrenninu á vegum unglingavinnu bæjarins, og fá þá til að koma geitunum út fyrir girðinguna, þannig að birki- og rifsberjatréin í garð inum væru í baksýn. En um leið og geiturnar komust út fyrir girðinguna tóku þær á rás til skógar og gæddu sér á gómsætu laufinu. Á eftir fylgdu krakkarnir, umgling- arnir, forstöðukonan, fóstran, ljósmyndarinn og blaðamaður inn. En geitur eru snarar í snúningum og fótfimar og hrukku undan í hvert sinn sem að þeim var sótt. Erfiðust viðureignar var gamla geitin, enda þeirra reyndust og með klókindaglampa í augum. Nokkrir stórir, dropar duttu úr lofti: og um leið kom ungl- ingspiltur með geitina milli fóta sér út úr runna. Dýragælur Þegar búið var að smala og kyrrð komin á hópinn fóru börnin að gæla við dýrin. All- ir vildu gefa þeim gras og elftingu að borða, og matar- lyst þeirra var upp á það bezta. Forstöðukonunni þótti um síðir nóg um og bað börn- in hætta að troða í geiturnar. „Leyfið þeim að ráða hvað þær borða mikið“, sagði hún. „Ekki dettur mér í hug að troða og troða í ykkur, þegar þið eruð södd“. Þetta skildu börnin mætavel. Nú var kallað í kaffi. „Meg- um við drekka úti?“ spurði einn snáðinn. Stóru strákarnir fóru með geitina og kiðlingana í girðinguna aftur, en börnin héldu heim á leið. Allir voru í sólskinsskapi. Umræðuefnið snerist að sjálfsögðu um alla heima og geima, einkum þó um kiðlingana. „Þegar ég verð dáldið stór“, sagði ljóshærð hnáta, „ætla ég að eiga svona Doktor í erföafræði Sturla Friðriksson, erfðafræð- Ingur. er nýkominn heim frá Kan ada, þar sem hann varði doktors ritgerð við Sakatchewan háskóla í Kanada í maímánuði s.l. Fjall- aði doktorsritgerð hans um víxl- anir og kynblöndun alfaall'a og Bkyldra belgjurta. Sturla lauk magistersprófi frá Cornell háskóla árið 1946 og hef- ur starfað að jurtakynbótum við Atvinnudeild Háskólang í Reykja vík. Hann hefur tvívegis dvalið í Saskatoon og unnið við jurta- Móttaka h já sendi- herra Frakka TILEFNI af þjóðhátíðardegi Érakka 14. júlí hefir ambassador Frakklands móttöku á heimili SÍnu að Skálholtsstíg 6 frá kl. 17,3v—19,30 og býður velunnara Frakklands velkomna. fræðideild háskólans þar að verk efní doktorsritgerðarinnar. Var hann þar fyrst í boði Rannsóknar ráðs Kanda veturinn 1957—1958 og síðan aftur s.l. vetur. Fréttamaður Mbl. náði snöggv ast tali af dr. Sturlu í gær og spurði hann nánar um doktorsrit gerðina. Kvaðst hann hafa gert samanburð á vexti ákveðinna ein staklinga, sem notaðir voru við víxlanirnar og vexti kynblend- inga þeirra einkum með tilliti til kímsins, og komist að þerri niðurstöðu að ákveðnar víxlanir væru mögulegar en aðrar ekki. Yrði nú haldið áfram ræktun á þeim einstaklingum, sem honum tókst að fá fram, við jurtafræði deild Sakatchewanháskóla. Sá skóli er fremstur í flokki þeirra 'háskóla í Kanada, sem fást við korn — og grasrækt og stendur í einu mesta korn- og grasræktar héraðinu þar. Dr. Sturla Friðriksson Börnin gefa geitinni gras. (Ljósm. Mbl.: Markús). > lamb og lofa því að róla í rólunni minni“. Forstöðukonan sagði okkur, að geitin hefði komið fyrir nokkrum árum. Væri hún að- eins yfir sumartímann en á veturna væri hún í fóstri uppi á Kjalarnesi. Krakkarnir væru afskaplega hrifnir af henni og kiðlingunum. Gleði og sorg Fleiri barnaheimili hafa haft hug á að fá dýr, sem börn in gætu lært að umgangast. í sumar fékk Drafnarborg einnig geit og kiðling. Þennan sama dag og við heimsóttum Steinahlíð, höfðum við þær spurnir að geitinni í Drafnar- borg að hún hefði drepizt þá um morguninn. Á einu barna- heimilinu gældu og klöppuðu börnin geitinni sinni, á öðru syrgðu þau vin sinn. Hg. Ferðir farfugla FARFUGLAR ráðgera tvær helg- arferðir í Þórsmörk. Verður sú fyrri um helgina 15.—16. júlí og sú síðari 22.—23. júlí. Verður þeim sem óska gefinn kostur á að dvelja í Þórsmörk milli ferða. Um helginasþefst einnig 9 daga sumarleyfisferð í Arnarfell í Hofs jökli. Verður lagt af stað í ferð- ina kl. 2 næstkomandi laugardag og ekið í Veiðivötn þann dag. Næsta dag verður svo ekið norð- ur yfir Köldukvísl í Eyvindar- kofaver. Þriðja daginn verður svo fólk og farangur ferjað yfir Þjórsá. Næstu fjóra daga er svo ráðgert að dvelja við Arnarfell, Og þaðan verða farnar göngu- ferðir um nágrennið t. d. Arnar- fell, Hofsjökul, Nauthaga og um varpstöðvar heiðargæsarinnar. Ferðakostnaður er áætlaður kr. 1800 og er þar fæði innifalið. Einnig leggja Farfuglar til tjöld ef óskað er. Farmiðar sækist , síðasta lagi á miðvikudagskvöld í skrifstofuna að Lindargötu 50. STAKSTEINAR Berjast fyrir afnámi réttinda Verkfall Vörubílstjórafélags- ins Þróttar hefur nú staðið í nær fellt 4 vikur. Telja margir, að með þessari vinnudeilu hafi kommúnistar slegið flest fyrri met „kjarabaráttu" sinnar, þar sem segja megi, að hún sé beint háO gegn sjálfsögðum réttindum Þróttarmanna sjálfra og vinnu- veitenda. Sú krafa, sem stjórn Þróttar hefur lagt hvað mesta áher/lu á fram að þessu, er krafan um vinnuskiptingu. Við fyrstu sý* hefur mörgum virzt sem hér væri um réttlætiskröfu að ræða, en við nánari athugun kemur þó fljótt í Ijós, að uppfylling lienn- ar mundi ekki aðeins hafa i för vneð sér skerðingu á rétti vinnu- veitenda til að ráða starfsmenn sina, helclur einnig á rétti Þrótt- aimanna sjálfra, þ. e. rétti þeirra til þess að leiia sér fastrar og stöðugrar atvinnu. Er óseunilegt, aö það hafi komið fyrir nokk- urs staðar í heiminum áður, að flokkur, sem vill láta líta á sig sem verkalýðsflokk, hafí sett fram slíka kröfu, eða kallað það „íorréttindi“, þótt bílstjórar nytu stöðugvar atvinnu, eins og einn bæjarfullirúi kommúnista hér í Reykjavik gerði fyrir skömmu. Úthlutun náðarbrauðs Þessi krafa verður þó öllum skiljameg, þegar það er athugað, hvað á bak við hana býr. Það, sem raunvérulega vakir fyrir kommúmstastjórninni í Þróí-ti með þessari kröfugerð er það eitt að fá aðstöðu til að úthluta náðarbrauðinu og gera bílstjór- ana þannig háða sér. En þessi einkennilega krafa hefur einnig aðra hlið. Með því að taka upp vinnuskiptingu væri beinlínis verið að stuðla að við- haldi stéttar, sem flestir viður- kenna, að sé a. m. k. 20—30% of fjölmenn. Með því að skipta milli margra manna vinmi, er færri gætu annað, væri bundið vinnuafl, sem næg þörf er fyrir á öðrum sviðum þjóðlífsins og fjármagn bundið í dýrum tækj- um, sem vafalaust væri betur varið á annan hátt. 30—140% dýrara Önnur meginkrafa Þróttar er sú, að verktakar í ákvæðisvinnu noti Þróttarbíla til hálfs á móti eigin bílum, en sé 40% eða meira af verkinu akstnr, þá eingöngu Þróttarbíla. Á síðari árum, hefur það ’ærzt mjög í vöxt, að vinnuveitendur tækju í notkun eigin bíla, þar sem þeir telja það hagkvæmara fyrirtækjum sínum. Á fundi bæj arstjórnar í síðustu viku upplýsti Geir Hallgrímsson borgarstjóri t.d., að taxti Þróttar væri 30— 140% yfir því, sem það kostaði bæjarfélagið að reka eigin bíla. Og sömoi sögu segja flestir aðrir vinnuveitendur, og sumir kveða jafnvel svo fast að orði, að reikni þeir bíl fyrirtækja sinna skv. taxta Þróttar, þá sé rekstur þeirra sá þáttur atvinnureksturs- ins, sem bezt borgi sig/ Það er þannig greinilegt, að vinnuveitendur telja Þróttarbíla ekki samkeppnisfæra, og á með- an svo háttar til virðist ekki óeðlilegt, þótt nokkurrar tregðu gæti af þeirra hálfu til þess að skuldbinda sig til að nota bíla þeirra til jafns á móti eigin bíl- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.