Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. júlí 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 5 \ MENN 06 = AMLÍFN/= UM þessar mundir dvelur hér á landi Bandaríkjamaðurinn John G. Allee, prófessor í forn- og miðalda-ensku við George Washington háskólann í Washington. Prófessor Allee dvelur hér á landi 4 og % mánuð á Fullbright styrk og virniur að rannsóknum ör- nefna á Snæfellsnesi. Við hittum hann að máli fyrir nokkru upp í Þjóðminja- safni, þar sem hann hefur til umráða herbergi til að vinrta í við rannsóknir sínar. Sýndi hann okkur herbergið, sem hann er mjög ánægður með. Það er uppi í turni, búið skemmtilegum forirum hús- gögnum og er útsýni þaðan hið fegursta. Við spyrjum prófessorinn hvers vegna hann hafi kosið að eyða styrk sínum á íslandi. — Þetta er gamall draum- ur, sem nú hefur rætzt, sagði hann. Fyrir heimsstyrjöldina síðari og á stríðsá.runum var ég við nám í forníslenzku hjá Stefáni Einarssyni, prófessor í Baltimore. 1942 sótti ég um að vera sendur til Islands sem sjálfboðaliði. Mörgum þótti þetta einkenrrilegt uppátæki, en ég dvaldi hér um tíma og sé ekki eftir því. Síðan hefur mig alltaf langað til að koma til íslands aftur. Ég hef mikinn áhuga á frá- sagnarlist og hafa íslendinga- sögurnar þar af leiðandi hrif- ið mig mjög. Fyrir fjórum ár- um þýddi ég Eyrbyggju á ensku, en hún hefur verið þýdd áður og gefin út. Þess vegna sneri ég mér að þýð- ingu fjögurra annarra sagna, sem gerast á Snæfellsiresi, en þær eru: Bárðar saga Snæ- fellsáss, Bjarnar saga Hitdæla kappa, Víglundarsaga o.g 111- ugasaga. Þessar sögur vonast ég til að geta gefið út. Ég veit að Illugasaga þykir heldur léleg, en ég tók hana með svona til samanburðar, því að hún er rituð á þeim tíma er þjóðveldi íslerrdinga er löngu liðið undir lok og nýtt upp- gangstímabil verður enn ekki eygt. — Eru rannsóknir yðar á örnefnum á Snæfellsnesi í sambandi við þessar sögur? — Já, ég geri ráð fyrir að nota þær við staðsetningar á sögustöðum og örnefnum í kringum þá. Örnefni á íslandi þykja mér mjög athyglisverð að því Ieyti, að þau hafa breytzt svo lítið í framburði gegnum aldirnar. Næsta vetur mun ég auk eirskukennslunnar taka að mér kennslu í forníslenzku og mun ég ef til vill nota þessar rannsóknir mínar eitthvað við kennsluira. Annars er aldrei hægt að vita til hvers rann- sóknir, sem þessar, kunna að leiða. Það, sem ég geri hér á landi er aðeins upphafið, en mesta vinnan er eftir. — Verða margir nemendur hjá yður í forníslenzku næsta vetur? — Ég geri ráð fyrir að þeir verði frá 7—10. Við háskólann eru nú 7 nemendur á styrk, sem eru að búa sig uirdir dokt orspróf í germönskum fræð- um, en ein grein þeirra er forníslenzka. Verða þeir allir í tímum hjá mér, svo eru þrír aðrir, sem hafa áhuga á forn- íslenzku. Þeir, sem leggja stuird á fornensku snúa sér yfirleitt anmaðhvort að hinum rómanska eða germanska bak grunni en eins og ég sagði áð- an, er forníslenzka eða forn- norræira einn þáttur hans. — Notið þér sögurnar, sem þér hafið þýtt við kennsluna? — Það getur verið, að ég notj eina þeirra. Annars mun ég nota Hrafirkelssögu Freys- goða, eins og gert hefur verið fram að þessu og hef ég mik- inn huga á að heimsækja sögustaði hennar á Austur- landi. — Hafið þér ferðazt eitt- hvað um landið? — Já, ég hef dvalið þrjá daga á Snæfellsnesi og þang- að ætla ég aftur og verð þá í viku. Einnig hef ég ferðazt um nágrenni Reykjavíkur með fjölskyldu mína. — Svo fjölskylda yðar er hér líka? — Já, konan mín og synir okkar tveir komu fyrir rúm- um hálfum mánuði, þegar dreirgirnir höfðu fengið sum- arfrí úr skólanum og dveljast þau hér á meðan það stendur yfir, en ég mun verða fram í september. — Hvernig kunna þau við sig? — Konunni miniri finnst allt hér svo nýstárlegt og ólíkt því, er hún á að venjast, en hún kann vel við það. Eldri sonur okkar, sem er 17 ára hef ur hrifizt svo af hiiru tæra lofti og sérkennilegu litum, að hann langar til að fara að mála. Sú löngun hefur ekki gert vart við sig hjá honum áður. Yngri drengurinn, sem er 10 ára hefur eigirazt marga vini hér, sem hann leikur sér við og skemmta þeir sér á- gætlega, þó að þeir skilji ekki hvorir aðra. — Þekktuð þér einhverja fslendinga, áður en þér kom- uð hingað? — Já, ég hef kynnzt mörg- um íslendingum í Bairdaríkj- unum og þeir, sem nú eru staddir hér á landi hafa verið mér mjög hjálplegir. Einnig hafa margir, sem ég þekkti ekki áður orðið mér til ómet- anlegrar aðstoðar, t. d. Ár- mann Snævarr, Háskólarekt- or, Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður og fleiri fræði- menn. Kann ég þeim hinar beztu þakkir. Vil kaupa tvíbreiðan legubekk. Uppl. í síma 33446 eftir kl. 7. íbúð óskast Einhleypur maður óskar eftir 2ja herbergja íbúð til leigu nú þegar. Tilboð sendist blaðinu merkt: — „5021“. D.ragnótabátar Dragnót (minni gerðin) og tó til sölu. Uppl. á Lauga- teigi 60 (neðri hæð). Stækkunarvél fyrir 6x6 óskast til kaups. Uppl. í síma 13819 á kvöld- in. 2ja—3ja hexb. íbúð óskast í 6—7 mán. Mætti vera í risi. Fyrirframgr. — Tilb. sendist Mbl. fyrir nk. fimmtudagskvöld, merkt: „íbúð — 5024“. Smíðum eldhús- og svefnherbergisinnrétt- ingar. Tökum einnig að okkur breytingar og við- gerðir á húsum. Sími 10256. Sumarvinna 16 ára stúlka óskar eftir einhverskonar atvinnu í sumar (Ekki vist). Uppl. 1 síma 32092. Vil kaupa notaða þilofna. Uppl. í síma 50984 milli kl. 7—8 í kvöld og næstukvöld. Vinnuskúr óskast til kaups. Uppl. í síma 11314 og 12075. Keflavík — Til sölu Volkswagen ’80 sem nýr. Ford sendibifr ’55. Skipti á Volvo Station æskileg. Jakob Sigurðsson. Sími 1326, 1826. Pylsupottur óskast keyptur. Einnig lít- ill stálvaskur. Uppl. í síma 15865. Reglusöm einhleyp kona óskar eftir 1 eða 2 herb. og eldhúsi stra.c eða 1. okt. — Sími 18861. Snyrtivöruverzlun nálægt Miðbænum til sölu. L.ysthafendur leggi nöfn á- samt símanúmeri á afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugar- dag, merkt: „5025“. Herbergi til leigu Stórt herbergi til leigu við Tjörnina. — Aðgangur að baði. Uppl. í dag í síma 24753. Hárgreiðsludama Góð og ábyggileg hár- greiðsludama óskast. Uppl. í síma 19857 milli kl. 8—10 í kvöld og næstu kvöld. íbúð Eldri kona óskar eftir 2ja herb. íbúð. Uppl. í síma 24290 og 15887. Tilboð óskast Samkvæmt ákvörðun skiptafundar í dánarbúi Árna Jónssonar frá Svínaskála þ. 19. maí 1961 auglýsist hérmeð eftir tilboðum í jörðina Svínaskála í Helgu- staðahreppi og eignarhluta dánarbúsins í landi jarð- arinnar í Eskif jarðarhreppi. Gera má tilboð í jarðeignina alla eða einstaka til- tekna hluta hennar. Tilboðum sé skilað á skrifstofu mína fyrir 15. ágúst 1961. Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðum. • Gengið • Sölugengi: 1 Sterlingspund .... Kr. 106,24 1 Bandaríkjadollar — 38,10 1 Kanadadollar ......... —- 36,95 100 Danskar krónur „..... — 549,80 100 Norskar krónur ....... — 531,50 100 Sænskar krónur ............ — 737,25 100 Finnsk mörk ............ . 11^88 100 Franskir frankar ....... — 776,44 100 Belgískir frankar ..... — 76,25 100 Svissnekir frankar ....... — 882,90 100 Gyllinl .................. — 1060.35 100 Austurrískir sch...... — 146,97 100 Pesetar .............. —- 63,50 100 Tékkneskar krónur _...„ — 528.45 100 V-þýzk mörk ........... — 959,70 1000 Lírur ................ — 61,39 Söfniri Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Útlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, noma laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Ameríska bóka.safnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2. opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Skiptaráðandinn í Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 6. júlí 1961 Axel V. Tulinius. STJÓRNUNARFÉLAG ISIANDS TILKYNNING Stjórnunarfélag íslands hefur ájtveðið að halda ráð- stefnu um stjórnunarmál fyrirtækja (top manage- ment problems). Ráðstefnan, sem er fyrst og fremst ætluð stjórnendum fyrirtækja, stofnana og félaga, verður haldin að Bifröst dagana 31. ágúst til 2. september með brottför frá Reykjavík 30. ágúst. Þátttöku í ráðstefnunni verður að takmarka við ákveðinn fjölda og er bundin við félagsmenn S.F.Í. og þá, er gerast félagar. — Nánari upplýsingar veitt- ar hjá formanni félagsins, Jakobi Gíslasyni, raf- orkumálastjóra. — Skriflegar umsóknir svo og inn- tökubeiðnir nýrra félaga, sendist hið allra fyrsta. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.