Morgunblaðið - 12.07.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.07.1961, Qupperneq 10
% 10 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 12. júlí 1961 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. RETTUR SPARIFJAREIGENDA í SAMBANDI við viðreisn- arráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa stjórnarand- stæðingar mjög rætt um vaxtahækkunina, sem var mikilvægur liður í alhliða að gerðum til að koma efnahaf landsins á réttan kjöl. En vaxtahækkunin varð mörg- um erfið og því var reynt að gera viðreisnina óvinsæla í heild með miklu tali um háa vexti. I þeim áróðri var því treyst, að fólk skildi ekki hve mikið var í húfi eða þá að þegnskap brysti til að laga sig að þörfum þjóðfélags ins. Um síðustu áramót hafði sá árangur náðst, að fært þótti að lækka vextina um helming þess, sem þeir höfðu verið hækkaðir um rúmum 10 mán. áður, enda sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa vaxta hæðina í samræmúvið ástand ið í efnahagsmálunum hverju sinni. En í öllu talinu um vext- ina hefur verið undarlega hljótt um þá, sem fengið hafa hina háu vexti í sinn hlut. Þó eru það tugþúsundir lands manna, sem þannig hafa eft- ir tveggja áratuga verðbólgu fengið áþreifanlega sönnun fyrir því, að viðleitni þeirra væri einhvers metin. Spariféð dreifist á svo margar hendur, af því að stór hluti launþega sparar einhvern hluta af tekjum sín um. Er um verulega sjálfs- afneitun hjá ýmsum að ræða í þessu sambandi. Fyrir þetta á fólk vissulega skilið að fá einhverja þóknun, enda er spariféð ein helzta undir- staða framkvæmda í landinu. Verðbólgan lék spariféð hins vegar svo grátt, að vextirnir nægðu hvergi nærri til að vega upp á móti verðrýrnun- inni hvað þá að um eigin- lega þóknun væri að ræða. ★ Nú þegar skipt hefur ver- ið um steftiu er sparnaðar- viðleitnin einmitt metin að verðleikum. Það er ekki þar með sagt, að vextirnir þurfi alltaf að vera háir. Sparifjár- eigendur eiga ekki mestra hagsmuna að gæta varðandi háa vexti, þeim er enn mik- ilvægara að verðlag haldist nokkurn veginn stöðugt. Nú hefur að vísu verið gerð til- raun til að spilla árangri við- reisnarinnar, en stefnan hef- ur verið ákveðin og verður ekki kvikað frá því mark- miði að feta í fótspor ná- grannaþjóðanna í efnahags- málum. Það verður því haldið á- fram að vernda hlut spari- fjáreigenda, eins og viðreisn- in gerir ráð fyrir. Atvinnu- rekendur og aðrir geta því ekki vænzt þess í framtíðinni að geta hagnazt á kostnað þeirra, sem safna sparifé, enda er hvorki réttlátt né skynsamlegt að byggja efna hagskerfið á slíkum aðförum. HÉRAÐSMÓT SJALFSTÆÐIS- FLOKKSINS CJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- ^ INN mun á þessu sumri halda 26 héraðsmót í öllum landshlutum. Þessar samkom ur eru orðnar mjög vinsælar og eru ekki aðeins sóttar af Sjálfstæðismönnum, heldur fólki úr öð<rum stjórnmála- flokkum. Þær eru í senn skemmtisamkomur og lands- málafundir, þar sem rædd eru viðfangsefni líðandi stundar í stjórnmálum þjóð- arinnar. Á héraðsmótunum mæta leiðtogar flokksins og forystumenn í hinum ein- stöku landshlutum. Að þessu sinni hefur mjög verið vandað til skemmti- atriða á héraðsmótunum. Þar eru fluttar tvær óperettur af ýmsum beztu söngvurum og hljómlistarmönnum þjóðar- innar. Er óhætt að fullyrð>a, að fólkið út um allt land muni kunna að meta þessi skemmtiatriði og hið ágæta listafólk, sem flytur þau. Til þess ber vissulega brýna nauðsyn að Sjálfstæð- isfólk um land allt treysti samtök sín og auki með sér félagslegt samstarf. Sjálfstæð isflokkurinn gegnir nú eins og oft áður þýð«ingarmiklu forystuhlutverki í íslenzkum stjórnmálum. Enginn Sjálf- stæðismaður má liggja á liði sínu til að túlka stefnu flokks síns og vinna að framgangi hugsjónamála hans. — Með hinni nýju kjördæmaskipun skapast einnig sérstök þörf á því að auka kynni flokks- manna innan hinna nýju og stóru kjördæma. Héraðsmót- in hafa á liðnum árum átt sinn þátt í því að auka per- sónuleg kynni Sjálfstæðis- fólks í landinu. Því kynning- arstarfi verður að halda á- fram. Sjálfstæðisflokkurinn verður að vera einhuga og sterkur. Til þess ber ekki aðeins flokksnauðsyn held- ur þjóðarnauðsyn. Hann er MARGA af fylgismönnum dr. H. F. Verwoerd for- sætisráðherra Suður-Af- ríku dreymir um það að koma á bandalagi nokk- urra ríkja syðst í Afríku þar sem tryggð væri yfir- drottnun hvíta mannsins. Þetta bandalag yrði síð- asta vígi hvítra yfirráða í Verwoerd og E> H. Louu utanríkisráðherra Hvít yfirráð i. Afríku. Aðildarríkin yrðu Suður Afríka, Suður Rhodesía og portúgölsku nýlendurnar Angola og Mozambique. hið mikla og jákvæða afl í ís lenzkum stjórnmálum. Það mun koma í hans hlut fram- vegis sem hingað til að vera í fararbroddi í sókn þjóðar- innar til betra og fullkomn- ara þjóðfélags. TENGSLIN VIÐ GRÆNLÁND TVT Ý tengsl eru að skapast ' milli íslands og Græn- lands. Flugfélag íslands hef- ur undanfarin ár haldið uppi flugsamgöngum til hins norð læga lands og átt ríkan þátt í að bæta samgöngur við það að miklum mun. Grænlands- flug Flugfélagsins er stöðugt að aukast og góð samvinna ríkir milli þess og græn- lenzkra og danskra stjórnar- valda' og fyrirtækja í Græn- landi. Fyllsta ástæða er til þess að fagna þessu. Vegna ná- lægðar íslands við Græn- land og þekkingar íslenzkra flugmanna á flugskilyrðum á norðurslóðum er fullvíst að þeir hafa betri aðstöðu til þess en nokkrir aðrir að stunda Grænlandsflug. En margt hefur breytzt síðan Eiríkur rauði sigldi smáskip- um sínum í vesturátt og nam land á Grænlandi. Nú fara íslenzkar flugvélar á örfáum klukkustundum fram og til baka yfir Grænlandshaf. — Hraðinn og tækmn hafa fært þessi tvö norðlægu eylönd saman, sigrað fjarlægðirnar, jafnvel storma og frosthörk- ur Norðurheimskautsins. Telja fylgjendur dr. Ver ambique, og fyrr en síðar woerds að nú sé ekki verðl Suður Afríka vettvang- , , , .* ur svipaðra ataka og nu eru í lengur um nema tvær leið Angóla ir að velja, annað hvort T „ . . , , . . Sera S. J. Hennoo, borgar- ve*. ji hviti maðurmn að stjóri í Messina í Transvaal, styrkja aðstöðu sína fljót- er einn hinna n.örgu sem sí- lega eða bíða algeran ósig bafa verið að brýna fyrir ur að öðrum kosti. Eitt fyrsta sporið í þessa átt gæti verið samningur An- gola og Suður-Afríku um sam ríkisstjórninni að búa sig und ir skæruliðahernað í frumskóg unum. Og Claude Wheatley, borgarstjóri í Tazaneen, segir: „Hérna erum við svo til á eiginlegar varnir á landamær landamærum Mozambique um Angola og Suðvestur Af- ríku, sem eru rúmlega 2.000 kílómetra löng. Suðvestur Af- ríka var þýzk nýlenda fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Eft ir styrjöldina fól Þjóðabanda lagið Suður-Afríku að fara með umboðsstjórn í landinu og seinna samþykktu Samein- uðu Þjóðirnar þá skipan mála. Hefur Suður-Afríka undanfar ir eflt mjög herlið sitt í Suð- vestur Afríku. Við ekki aðeins höldum að bylting verði gerð. Við vitum að svo verður.“ Á yfirborðinu virðist sam- vinna Suður Afríku, portú gölsku nýlendanna og Suður Rhodesíu fara vaxandi. Og sannleikurinn er sá að völd Portúgala í Angóla og Moz- ambique eru vafasöm. Portú galar hafa ekki möguleika til að reka hugsanlega nýlendu- styrjöld, sem yrði mjög fjár- Nýlega var portúgalskur frek. hershöfðingi á ferð í Suður Afríku og hvíldi mikil leynd yfir ferðum hans þar. Varnar málaráðuneytið í Höfðaborg neitar þó að tilgangurinn með förinni hafi verið að biðja um Suður Rhodesía hefur ætíð verið andvíg nánari stjórn- málatengslum við Suður Af- ríku. Ástæðan er sú að menn óttast að ef 'of mikið beri á hernaðaraðstoð í Angóla. En írfrf stjórnarinnar þar við vitað er að Suður Afríka selur apartheid, eða aðskilnaðar- mikið af matvælum til portú stefuu dr. Verwoerds, muni galskra hermanna í Angola. Á meðan hvítir íbúar Suð- vestur Afríku sem eru um 72.000 bíða þess með eftir- sambúð kynþáttanna í Suður Rhodesíu fara mjög versnandi En ef hinsvegar stjórnin í Suð ur Rhodesíu heldur áfram að neita blökkumönnum um auk væntingu að sjá hvort Portú- in réttindi getur vel svo farið gölum tekst að bæla niður upp reisn íbúanna í Angóla — og hvort dr. Verwoerd þorir að hætta á alþjóða mótaðgerðir með því að senda herlið til Angóla — berast fregnir um óeirðir í Mosambique, portú- gölsku nýlendunni syðst á austurströnd Afríku. Rúmlega 3.000 hermenn Suð ur Afríku hafa verið við her- æfingar í norð-austurhluta Transvaal, nálægt landamær- um Suður Afríku og Mosam- bique. Þarna voru hermennirn ir æfðir í því að mæta inn- , rás „skæruliða" og að berjast hvitir menn og 4 5 milljónir í frumskógum við svipuð skil blökkumanna. I Mozambique yrði og ríkja í herferð Portú- *"æP*eSa 150.000 hvítir og gala gegn uppreisnarmönnum nærri sex milljónir blökku- í Angóla. manna. í Suður Rhodesíu eru um 250.000 hvítra manna og Fréttamaður sem ferðaðist um 2y2 milljón blökkumanna. um norðurhluta Transvaal, í Suður Afríku eru um 3 millj segir að þar ríki víða ótti við ónir hVítra en 11 milljónir uppreisn blökkumanna í Moz blökkumanna. að hún verði að leita nánari , samvinnu við dr. \Terwoerds. Hinn 27. júlí n.k. fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Suð- ur Rhodesíu um nýja stjórnar skrá. Ef Dominion flokkurinn sem er fylgjandi aðskilnaði kynþáttanna, vinnur á í þess um kosningum, má búast við að í landinu verði tekin upp stefna í anda apartheid stefnu dr. Verwoerds. Ekki eru til áreiðanlegar töl ur um íbúafjölda í löndum þeim, sem hér um ræðir. En í Angóla eru tæplega 200.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.