Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBL AÐIÐ Miðvik'udagur 12. júlí 1961' Humarveiðarnar B L A Ð IÐ hefur aflað sér frétta um það, hvernig hum- arveiðarnar hafa gengið að undanftírnu, en þær eru stundaðar frá nokkrum ver- stöðvum á Suður- og Vest- urlandi. Veiðarnar hófust í maílok og standa fram til 20. ágúst. Aflabrögð hafa yf- irleitt verið sæmileg, eða ríf- lega það, nema í Vestmanna- eyjum. • Vestmannaeyjar í Vestmannaeyjum fækkar sífellt þeim bátum, sem róa á humarmið, og eru nú sárafáir eftir. Flestir skipta yfir á botn- vörpu. Aflinn hefur verið léleg- ur, mun rýrari en í fyrra, og upp á síðkastið hefur veiðiskap- ur verið mjög tregur. Aflinn hef ur fengizt langt austur í Bugtum, allt að 15 tíma siglingu frá Vest- mannaeyjum. • Stokkseyri Á Stokkseyri hefur aflazt svipað og í fyrra. Þrír bátar stunda veiðarnar. Aflabrögð voru sæmileg framan af, en hafa ver- ið léleg síðari hluta júní. Á sunnu dag glæddist veiðin heldur, og var þá 70—80 körfur á bát. Alls hafa aflazt í sumar tæp 80 tonn af humar, og hefur aflahæsti bát urinn fengið 29 tonn. Humarinn veiðist út af Selvogi. • Eyrarbakki Vigfús Jónsson, Oddviti á Eyrarbakka, skýrði blaðinu frá því, að aflinn hefði verið allsæmi legur hjá Eyrarbakkabátum, en þar róa 4 bátar á humar. Útkom- an er ágæt hjá þeim, sem byrj- uðu snemma, enda var veiðin mikil framan af júní. Síðan dró heldur úr henni. Þeir, sem komu inn á sunnudag, höfðu fengið prýðisgóðan afla. Humarinn fæst djúpt út af Selvogi, vestast á bankanum. • Grindavík Úr Grindavík munu 6 bátar róa á humar. Þeim heíur gengið ágætlega í sumar. • Akranes Humarbátarnir á Akranesi hafa fengið 23 lestir alls, síðan þeir hófu veiðar fyrir tæpum þremur vikum. Veiði var mjög treg framan af, en hefur glæðzt upp á síðkastið. Þeir hafa fengið humarinn austan undan Eldey. Ásbjörn hefur fengið 7 iestir, Fiskiversbátarnir Fram og Sæ- faxi 11,5 samtals og Ásmundur ca. 4,5 lestir. Dæmdir PARÍS, 10. júlí. — Mál hershöfð- ingjanna tveggja, Salan og Jouhaud, sem höfðu forystu um hina misheppnuðu uppreisn í Alsír í vor, verður tekið til með- ferðar í morgún — að þeim fjar- stöddum. Þeir komust undan, en taiið er, að þeir séu enn í Alsír. Samverkamenn þeirra, Challe og Zeller, hafa verið dæmdir til 15 ára fangavistar. Myndin er tekin á dögunum i sumri og sól í Nauthólsvík. 3 bátar með bilaða vél SL. laugardagsmorgun var Slysa- varnafélagið beðið að halda uppi spurnum um 8 smálesta bát, „Haf örn“, sem farið hafði frá Reykja- vík um kl. 18.00 kvöldið áður áleiðis til Borgarness en var ókominn þangað enn. Var aug- lýst eftir bátnum með veðurfregn um kl. 10.10. Skömmu síðar var hringt frá Straumfirði á Mýrum Og tilkynnti bóndinn þar, að bát- urinn lægi með bilaða vél skammt norður af Þormóðsskeri, og hefði uppi veifu. Þar eð ekki var hægt að fá bát frá Akranesi eða Borgarnesi var bóndinn beð- inn að veita þeim aðstoð, en hann þurfti að bíða eftir flóði til að koma trillu sinni 3ja smálesta á flot. Um kl. 12.36 fór svo bóndinn, Guðbjörn Helgason ásamt syni sínum Magnúsi til aðstöðar „Haf- erni“ og drógu þeir hann í land í Straumfirði. Aðstaða var nokk- uð erfið því undiralda var nokk- ur og braut á skerjum. Tveir menn voru á bátnum. Á sunnudagskvöldið var enn tveimur bátum með bilaða vél hjálpað í land að tilhlutan Slysa- varnafélagsins. Voru það „Örn og „Bliki“. Var sá fyrrnefndi með bilaða vél út af Innra Hólmi og fór bóndinn á Þaravöllum, Sigur jón Sigurðsson honum til aðstoð- ar ásamt sínum heimamönnum Vélbáturinn „Heiða" kom „Blika“ til hjálpar 4 sjómílur út af Gróttu Og dró hann til hafnar. • Þorlákshöfn Frá Þorlákshöfn róa 6 hum- arveiðibátar, og hefur þeim geng ið ágætlega í sumar. Veiðin var mjög mikil fyrst í júní, en siðan dofnaði heldur yfir henni, þótt aldrei hafi verið hægt að tala um aflatregðu. Nú hefur aítur aflazt ágætlega. Humarinn, sem veiðist, er prýðisvara. Út af Sel- vogi er hann stór og góður, en heldur smærri við Eldey. Útleiðsla frá raf- magnslausu húsi I FYRRINÓTT kl. 2.55 var slökkviliðið kvatt að húsinu við Sogaveg 198, en þar var smá- vegis eldur út frá ljósatæki, og tókst fljótlega að slökkva hann. En ekki var öll saga úti, því rafmagn hélt áfram að leiða út með vatnsleiðslu í húsinu, eftir að búið var að taka rafmagnið af því, og var ekki enn búið að finna hverju þetta sætti síðdeg- is í gær. • Stórmannlegar gjafir Gjafir einstaklinga til stofn ana og félagasamtaka eru mjög ofarlega á baugi þessa dagana, vegna hinnar höfðing legu og stórmannlegu gjafar Ragnárs Jónssonar, forstjóra. Gjafir sem hans, listaverlk, bókasöfn og slíka muni er oft ekki hægt að meta til fjár og minnist Velvakandi í þessu sambandi annarrar slíkrar gjafar, þegar Benedikt kaup- maður Þórarinsson gaf háskól anum hið verðmæta bókasafn sitt. Þessar tvær umræddu gjaf ir eru þó ekki til komnar vegna mikilla auðæfa, heldur hafa gefendur safnað þeim saman af elju og þekkingu, þótt oft hafi vænn sjóður kom ið fyrir. Peningagjafir hérlendis hafa á hinn bóginn oft verið tiltölulega l(ágar upp hæðir, lítils sem einskis megn ugar, og hafa fljótlega skropp ið saman að verðgildi, vegna verðbólgu. Fræg dæmi þessa eru ýmsir styrktar- og verð- launasjóðir háskólans, sem veita árlega fjárupphæðir, sem duga fyrir svona einni til tveim máltíðum, ef vatn er drukkið með. Þessir sjóðir hafa sumir hverjir verið stofnaðir með vænum fúlg- um, en flestir þó með svo lágum upphæðum, að þeir hafa ekkert verið nema nafn ið tómt. • Skipulagsskráin ekki nóff Þetta leiðir hugann að spaugilegum hlut í fari okkar Íslendinga, þar sem er þetta æði að stofna sjóði út af öll- um mögulegum og ómöguleg- um hlutum, með stofnfé, sem er ekki nema þetta nokkrar þúsundir eða tugir þúsunda. Slíkir sjóðir eru í flestum til fellum gagnslitlir. Það er ekki nóg að láta semja skipu lagsskrá til þess að stofna sjóð. Þá verður að stofna með fjárframlagi, sem tryggir af- komu hans og starfssemi. Bláa bandinu berast stórgjafir Fyrir nokkrum dögum voru Bláa Bandinu afhentar tvær stórar peningagjafir til starfsemi félagsins. Önnur gjöfin, 100 þúsund krón ur, frá Ásbirni Ólafssyni stór- kaupmanni, en hin 25 þúsundl krónur, frá Þorvaldi Guðmunds- syni kaupmanni og veitinga- manni í Reykjavík. Fé þessu verður öllu varið til byggingaiframkvæmda þeirra sem félagið hefur nú með hönd- um á jörð sinni Víðinesi, en þar er það að reisa hjúkrunar og vistheimili Tregt hjá togurunum HAFNARFIRÐI: — Aðeins einn íslenzkur togari hefir verið að veiðum við Nýfundnaland und- anfarið. Er það Ágúst, sem land- að var úr í gær tæpum 200 tonn- um. Var tregur afli á miðunum og karfinn smár. Maí og Júní eru á Grænlandsmiðum og veiða f salt. Þaðan er sömu sögu að segja tregt fiskirí. Röðull og Surprise eru hér í „klössun“ og Apríl er einnig í höfn. Þá hafa togararnir Bjarni riddari og Keilir legið hér nokkra mánuði. Nokkrir bátar hafa lagt hér upp humar og dragnótabátar ver ið að síðan „opnað“ var. Eru afla- brögð hjá þessum bátum fremur góð. Talsverð vinna hefir verið frá því verkfalli lauk við að taka inn Og pakka skreið. Fær 40 þús. SÍÐAN blöðum og útvarpi var seinast tilkynnt um fjárstuðning frá erlendum verkalýðssambönd- um til Alþýðusambandsins, vegna verkfallanna, hafa því borizt 1000 dollarar frá Alþýðusam- bandi frjálsra verkalýðsfélaga (I.C.F.T.U.), eða um 40000 ís- lenzkar krónur. minnsta kosti fyrstu árin. Og enn vaikna spurningar i huga ofckar. Hér á landi eru engir auðkýfingar, sem af- lögufærir eru á vænar summ- ur. Sfcattalögin, stríðsgróða- skattur, stóreiginaskattar, veltuskattar og hvað þetta heitir nú allt saman sjá fyrir því að miklu íeyti. • Skattafrádráttur er leiðin Þrátt fyrir þennan skort á auðkýfingum, þá eru þó hugs anlegar ábataleiðir fyrir styrktarsjóðina. Skattafrá- dráttur á slíkum gjöfum. Vita skuld verður að setja strang ar reglur um þá starfsemi, sem gefið er til með þessum Ikjörum. Reglur sem þessair hafa lengi verið í gildi víðs vegar erlendis og gefizt vel. Sú starfsemi, sem einkum hefur notið góðs af þessum reglum um skattafrádrótt er- lendis, er æðri menntun, há skólar og rannsóknarstofnan ir. Hérlendis hafa gjafir til þessara stofnana efcfci verið eins mifclar hlutfallslega, eina og erlendis. Æðri mennt- un og rannsóknir er þó arð vænlegasta fjárfasting þjóð anna, eins og forseti Banda- ríkjanna bomst að orði ný- lega, svo ekki sé rætt um menningargildið. Hvernig væri að lögfesta, að gjj'afir til háskólans, til rannsókna, og námsstyrkir séu frádrægt á skattaframtali gefanda? Slíkt fyrirkomulag mun vafalaust verða atvinnu- vegum og menntun lands- manna mikil lyftistöng, þeg «r fram líða stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.