Morgunblaðið - 20.07.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.1961, Qupperneq 2
2 MORGUtyVLAÐlÐ Fimmtudagur 20. júlí 1961 Veitt í svarta þoku eystra í G Æ R var þoka á síldar- miðunum fyrir austan. Síð- ari hluta dags fann Fanney mikla síld um 48 mílur SA af Glettinganesi og hélt flot- inn þangað. Skipin eru búin radar og kasta eftir fisksjá, svo þokan hindrar ekki veið- arnar. í gærkvöldi var síld- arleitin búin að frétta af nokkrum hátum, sem höfðu fengið einhverja síld, t. d. Sæfugli, Friðbert Guðmunds syni, Guðfinni, Ólafi Tryggva syni og Jökli og Héðinn var á leið í land með 400 tunnur. Síldarflugvélin sá í gær- kvöldi nokkuð af „augum“ NA af Kolbeinsey. Á Austfjarðahöfnum er nú talsverð löndunarbið, svo mik ið af skipum fer norður fyrir til Raufarhafnar þar sem löndunarbið er nú ekki meiri en sólarhringur, eða þá alla leið til Siglufjarðar, 14—20 tíma siglingu, en þar er engin bið. Tunnur berast. Flutningaskipin norsku eru nú að koma í síldarflutningana. — Aska losaði tunnur á Seyðisfirði í fyrrinótt og í gær var verið að koma fyrir skilrúmum til síldar- flutninganna og var búizt við að skipið gæti farið að taka við síld, 3200 málum, í nótt. Hitt skipið Talis losaði tunnur á Vopnafirði í gær, fer með fleiri tunnur til Raufarhafnar og kem ur svo einnig í síldarflutninga til Eyjafjarðarhafna. Skipið tekur 5000 mál. Síldar- vísur í GÆR, áður en Morgunblaðið barst til Siglufjarðar og Siglfirð- ingar sáu vísur Raufarhafnar- búa, var þá farið að lengja eftir vísnasendingu frá þeim. Þá var siglfirzkum hagyrðingi að orði: Hvar er þeirra gamla gort, sem gerðu vísur slyngar? Geta þeir kannski ekki ort, Austur-Þingeyingar? — ★ — S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCHEFGH HVÍTT : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði 3. d2—d4 Raufarhöfn svaraði um hæl cxd4 Flest skipin sigla norðurfyrir. í gær komu til Raufarhafnar eftirtalin skip: Árni Þorkellsson með 700 mál, Húni með 800, Jón Finsson með 600, Skipaskagi með 700, Áskell með 850, Hafþór Guð jónsson með 700 og Ólafur Tryggvason og Jökull voru búnir að biðja um söltun. Er bæði brætt og saltað ofan af þar. Til Siglufjarðar komu í gær mörg skip, og voru fleiri á leið- inni inn í gærkvöldi. Eftir að bú- ið var að salta eitthvað ofan af, fóru eftirtalin mál í bræðslu: Pétur Jónsson með 700 mál, Steinunn SH 650, Jón Gunnlaugs son GK 700, Sigurður SI 1000, Hafbjörg AK 290, Helgi Helga- son VE 1500 mál, Jón Garðar GK 700, Björgvin KE 370, Hilmir KE 930, Pétur Sigurðsson 700, Sæfari AK 550, Faxaborg 800, Ófeigur II 750 mál, Hrönn II 750, Stapa- fellið fullfermi, Þorlákur 750, Reynir AK 560, Hafbjörg VE 500, Sveinn Guðmundsson AK 500, Rifsnes RE 754, Höfrungur AK 600, Böðvar AK 700 og Heiðrún með fullfermi. Saltað ofan af og síðan brætt. Hæstu söltunarstöðvarnar voru í gærkvöldi: Hafsilfur á Raufar- höfn með 12.262 tunnur, Óskars- stöð á Raufarhöfn með 10.924, Nöf á Siglufirði með 9,288. Á Ströndinni, hærri söitunarstöð- inni á Seyðisfirði, voru komnar 6600 tunnur í salt. Til Seyðisfjarðar komu í gær 4 skip. Var saltað ofan af þeim 200—300 tunnur og síðan brætt. I gær byrjaði ný söltunarstöð á Seyðisfirði á vegum Valtýs Þor steinssonar. Til Eyjafjarðarhafna komu Baldvin Þorvaldsson, sem lét í salt í Grímsey 300 tunnur og fór síðan með í bræðslu til Hjalteyr ar. Til Hjalteyrar komu auk þess Akraborg með 1050 tunnur, Árni Geir KE með 1000 og til Kross- ness Snæfell með 1200 og Sigurð ur Bjarnason með 1200 tunnur. Veiðin að "læð- ast í Laxá HÚSAVÍK: — Laxveiðin í Laxá í Aðaldal er nú heldur að glæðast. Einn dag í síðustu viku fékk Sigurður Samúels- son, prófessor, 10 laxa í Laxa- mýrarlandi neðra. Seinnipart- inn á laugardaginn fékk Jó- hannes Kristjánsson, bifvéla- virki á Akureyri 3 laxa í Hólmavaðslandi, og fyrripart- inn á sunnudaginn fékk hann 10 laxa í Laxamýrarlandi neðra. Var sá stærsti 16 pund, en hinir flestir um 10 pund. — Silli. Ingvar hreppstjóri Jónsson sextugur SKAGASTRÖND. — Ingvar Jónsson hreppstjóri frá Brúar- landi á Skagaströnd er sextugur í dag. Ingvar hefur verið einn aðalforvígismaður Sjálfstæðis- flokksins hér um árabil og er nú formaður Sjálfstæðisfélagsins Þróttar. Einnig hefur hann starf- að mikið fyrir ungmennafélags- hreyfinguna og er nú formaður Ungmennasambands Austur-Hún vetninga. Vinir hans hér senda honum beztu heillaóskir. — FréttaritarL /" NA /5 hnúfar S V 50 hnútar ¥: Snjókomo t 06 i X7 Sltúrír K Þrumur W&S, KuUaskit Hitaski) H Hm» L* Letai MILLT veður er um allt land og á hafinu suður og austur undan. Hlýnað hefur í veðri og var víða 14 til 17 stig í innsveitum um hádegið. Um nónbilið var 19 stiga hiti á Kirkjubæjarklaustri og 18 stig á Nautabúi í Skagafirði. Þokuslæðingur er á miðunum fyrir austan land, en bjart fyrir norðan. SV-land til Vestfjarða og , miðin: Sunnan gola, skýjað og ] víða smáskúrir. Norðurland til SA-lands og| miðin: Hæg breytileg átt, úr- komulaust og víða léttskýjað.1 Þjóðverjar fá takmörkuð veibi- réttindi gegn viðurkenningu Morgunblaðinu barst í gær svo' hljóðandi fréttatilkynning frá ut anríkisráðuneytinu: „f dag hefur með erinda- skiptum milli utanríkisráð- herra og sendiherra Þýzka- lands í Reykjavík verið geng- ið frá samkomulagi við ríkis- stjórn Sambandslýðveldisins Þýzkalands um viðurkenn- ingu Sambandslýðveldisins á 12 mílna fiskveiðilögsögu við fsland, um aðstöðu þýzkra skipa til veiða við fsland og fleira. Samkomulagið, sem gildir til 10. marz 1964, er efnislega eins og samkomulag það, sem gert var í Reykjavík hinn 11. marz 1961 um lausn fiskveiði- deilunnar við Breta. U tanrí kisráðuney tið. Reykjavík, 19. júl. 1961.“ Eins og skýrt var frá hér í blað Eitruð aldin Varið börn við að borða Jbau FYRIR skömmu birtist í Dag- bók blaðsins þáttur um dýr og fjróður, var í honum talað um gullregnið í görðum bæjarins. Nokkru síðar kom frú ein í ritstjórnarskrifstofu blaðsins og sagðist hafa lesið í dönsk- um blöðum um börn, sem veikzt hefðu hastarlega af því að borða aldin gullregns. Blaðið sneri sér til Ingólfs Davíðssonar, grasafræðings ogr spurðist fyrir um, hvort sama tegund gullregns væri ræktuð hér og í Danmörku. Kvað hann svo vera, en sagði að aldinin yrði ekki eitruð, nema þau þroskuðust svo að belg- irnir yrðu brúnir. Þetta kvað hann ebki mjög algengt hér á landi, því yfirleitt yrði það ekki nema á gömlum trjám. Að lokum sagði Ingólfur, að víða um heim væri farið að rækta gullregn annarrar teg- undar, bæri hún ekki aldin og væri þar af leíðandi hættu- / laus. Tilraunir til ræktunar ' þessarar tegundar hefðu ekki verið gerðar hér á landi, en sennilega myndi hún þrífast hér, þar sem hún þrifist norð- arlega í Noregi. inu sl. þriðjudag hafði utanríkis- málanefnd Alþingis samþykkt það á fundi sínum laugardaginn 16. júlí, að veita Þjóðverjum tak mörkuð veiðiréttindi hér við land til þriggja ára gegn því, að þeir viðurkenndu 12 mílna mörk in og síðustu útfærslur á grunn línum. Hafði nefndin samþykkt þessi málalok með 3 atkvæðum gegn 2, atkvæðum þeirra Eysteins Jónssonar og Finnboga R. Valdi- marssonar. 67 farast Buenos Ares, 19. júlí. — í DAG fórst argentínsk far- þegaflugvél með 67 manns 'nnanborðs. Enginn mun hafa komizt lífs af. Slysið varð um 150 mílur suð- vestur af Buenos Aires. Fregnir eru mjög óljósar af atburði þessum, en flugvélin mun hafa ætlað að nauðlenda þarna. — Sprenging varð í vélinni áður en hún nam við jörðu og féll brakið yfir stórt svæði. Þarna er mikið mýrlendi og tafði það björgunarstarf og athuganir á slysinu. Heimdall arferð NÆSTA ferð Heimdallar, F.U.S. verður um næstu helgi í Kerling arfjöll. Lagt verður af stað frá Valhöll við Suðurgötu ki. 2 e.h. á laugardag, þá verður ekið í Kerlingarfjöll. Á sunnudagsmorg un verður gengið á Snækoll, en þaðan mun vera einna víðsýnast af öllu landinu. Komið verður til Reykjavíkur á sunnudags- kvöld. Þátttakendur hafi með sér nesti og tjöld, ef mögulegt er, en heitt kaffi verður veitt á tjaldstað. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, sími 17102, og til þess ætlazt að menn hafi skráð sig til þátttöku og tekið farmiða fyr- ir kl. 7 á föstudagskvöld. Mikill afli til Eyja Frystihúsin tak- marka veiðar bátanna IVESTMANNAEYJUM, 19/7. -] Óhemju mikið er að gera hér' í frystihúsunum, sums staðari unnið fram yfir miðnætti á hverju kvöldi og hafa frysti- húsin síðustu dagana orðið að fara inn á það að takmarka veiðar bátanna, einkum á sól-] kola. { í sumar stunda hér veiðari 60—70 bátar og hafa aldreij verið svo margir. Eru þeir ýmist að dragnótaveiðúm eða| botnvörpu og hafa fengið miki inn og góðan afla. i Hefur því borizt mikill aflil á land og hann er að auki sein {unninn, þurft að flaka mikið af honum. Þetta hefur orðið |til þess að frystihúsin hafa1 ivarla undan, þó óvenjumikið sé af aðkomufólki hér í sum- ar. — Bj. Guðm. 1 j Landanir togara í Reykjavík I GÆR landaði togarinn Askur 200 lestum af fiski í Reykjavík og Ingólfur Amarson 80 lesturrx af saltfiski og 40 af nýjumfiski. Báðir voru á veiðum á heima- miðum. Hallveig Fróðadóttir var svo væntanleg í morgun í höfn, í fyrradag kom Hvalfellið með 132 lestir og Gylfi með 74 lestir af heimamiðum. ValdimarV. Swævarr látinn í FYRRAKV ÖLD andaðist I fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Valdimar V. Snævar, hinn þjóðkunni skólamaður og sálma- skáld. Var hann 77 ára 'að aldri. Valdimar fæddist 22. ágúst 1883 á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyj asýslu, missti ung- ur föður sinn en brauzt áfram til mennta og tók gagnfræðapróf frá Möðruvallaskóla. Stundaði hann síðan kennslustörf og varð skóla stjóri á Húsavík tvítugur að aldri Árin 1914—1943 var hann svo skólastjóri barnaskólans í Nes- kaupstað og jafnframt lengi img- lingaskólans þar. Ýmsum trúnað- arstörfum gegndi hann meðfram skólastjórn. — Valdimar Snævarr má tvímælalaust telja eitt helzta sálmaskáld sinnar samtíðar, en auk þess ritaði hann bæði bækur og fjölda greina, lét hann sig þar einkum skipta andieg efni og uppeldismál. Kvæntur var Valdimar Stefan- íu Erlendsdóttur og lifir hún mann sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.