Morgunblaðið - 20.07.1961, Page 5

Morgunblaðið - 20.07.1961, Page 5
Fimmfudagur 20. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 Karl 6ð yfir á, bar á baki skyrsá, nafar og nýtt skip, naustur og klaustur, hauk og héra, hest og sleða, árar og stýri, herklæði og skötubarð, hökul og smérdall, tólf börn og kerlingu sína. Hvar sástu þann karl, sem meira mátti bera? Meira bar hann Helgi, ég sá hann á alþingi. Barn bar hann Helgi og á svarta, kú kálffulla, konu þungaða, hest hringeygðan, bola hjálmóttan, fola járnaðan, þrjú naut þrevetur, þrettán geldinga. Þetta bar hann Helgi og hundrað lamba, alsvartan uxann, öskutrog og ónýtt hrip og átján barna ruggur. hökul og smjerdall, nafnar og nýtt skip, Þetta bar hann Helgl. (Gömul þula). Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Glasg. og Kaup_ mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan- legur aftur kl. 22:30 1 kvöld. Fer til 6ömu staða kl. 08:00 í fyrramálið. — Hrímfaxi fer til Lundúna kl. 10:00 1 fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (3), Egilsstaða, ísafj., Kópaskers, Vestmannaeyja (2) og í>órshafnar. — Á morgun: Til Akureyr- ar (3), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæj- arklausturs og Vestmannaeyja (2). Loftleiðir h.f.: — Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur aftur til Kvíkur kl. 24:00 og heldur éfram tU N.Y. kl. 01:30. — Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Ösló, Kaupmh. og Hamb. !kl. 10:30. — Leifur Eiríksson er vænt- anlegur frá Stafangri og Osló kl. 23:00. Fer til N.Y. kl. 00:30. Pan American flugvél kom til Kefla- víkur í morgun frá N.Y., og hélt áleið ís til Glasg. og London. Flugvélin er væntanleg aftur í kvöld og heldur þá éfram til N.Y. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Concarneau. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Frakklands. — Askja er í Riga. H.f. Jöklar: — Langjökull er á Ak- lireyri. — Vatnajökull er í Reykjavík. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til N.Y. — Dettifoss er á í GÆRMORGUN lauk hinni leið til Rvíkur. — Fjallfoss er í London — Goðafoss fór frá Stykkishólmi 1 gær til Patreksfjarðar. — Gullfoss kemur til Rvíkur í dag. — Lagarfoss fór 18. frá Rvík til ísafjarðar. — Reykjafoss fór frá Hamborg 18. til Rotterdam. — Selfoss er í Rvík. — Tröllafoss er á leið til Ventspils. — Tungufoss fór frá Rvík í gærkvöldi til Hólmavíkur. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Norðurlandaför. — Esja fer frá Rvík í kvöld austur um land í hringferð. — Herjólfur er í Rvík. — Þyrill er á Akureyri. — Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun til Akureyrar. — Herðu- breið kemur til Rvíkur í dag. — Jón Trausti fer frá Vestmannaeyjum í dag til Hornafjarðar. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Onega. — Arnarfell er í Archangelsk. — Jökulfell er á leið til Rvíkur. — Dísarfell lestar á Eyjafjarðarhöfnum. — Litlafell er á leið til Rvíkur frá Austfjarðahöfnum. — Helgafell fer frá Gdansk í dag til Rostock. — Hamra- fell kemur til Rvíkur síðd. í dag. opinberu heimsókn dr. Stikk- ers, framkvæmdastj. NAXO, hér á landi. Hélt Stikker þá flug-leiðis til Amsterdam, með ftugvél Loftleiða. Ræðismaður Hollands, Arent Claessen og fulltrúar utanrikisráðuneytis- ins fylgdu honum út á flug- völl. Mynd sú er hér birtist var tekin af Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta íslands, dr. Stikker (í miðið) og Moore, yfirmanni varnarliðsins á Keflavíkur- fhigvelli 18. þ.m., en þá snæddu forsetinn og dr. Stikk er miðdegisverð í boði Moor- es, flotaforingja. Einnig kann aði forseti íslands heiðurs- vörð úr varnarliðinu. ÁHEIT og CJAFIR Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — NN 50 kr.; JH 100; NN 100. Fjölskyldan Sauðárkróki, afh. Mbl.: — Þórdís kr. 200; BS 500; Garðar 100; MS 200; JG 500; Heba 300; Lautey Björnsd. 100; Halldór Teitsson, Hafn- arfirði 100; GOS 200; Marg. Símonard. 100; BR 150; Guðl. Bárðard. 100; Frá bömunum á TJtskálum 500; Kristjana og Þorbj. 1000; SS 100; Össi 200; SS 100; NN 100; B. Jónsson 1000; GA Mos- fellssveit 100; Guðl. Jónss. 100; VK og SK 200. FYRIR skömmu sagði Ragn- heiður Jónasdóttir (Christina Sveinsson), sem nú er stödd í Danmörku, danska frétta- manninum Bro Brille, sem skrifar í Extrabladet og hún hitti í veizlu, sögu af atviki er henti móður hennar, frú Ragn heiði Hafstein Sveinsson, á ferðalagi. Birtist frásögnin í Extrabladet og er á þessa leið: Það væri hægt að skrifa skemmtilega gamankvikmynd eftir sögu af raunverulegum atburði er ég heyði I gær. Aðalhlutverkin í þessari til- völdu kvikmyndasögu eru leikin af danska kvikmynda- kónginum hr. Henning Kar- mak og frú Sveinsson, móður hinnar íslenzku kvikmynda- leikkonu Christinu. ★ Frú Sveinsson hafði dvalið nokkurn tíma með dóttur sinni í Löndon, þegar maður hennar Jónas Sveinsson, lækn ir sendi henni símskeyti og bað hana um að koma strax til Kaupmannahafnar. Það var í sambandi við læknaráð- stefnu, er þar var haldin. Frú Sveinsson reyndi að fá miða á ferðamannafarrými í flugvél flugfélagsins BEA, en þar var uppselt og ekki hægt að komast nema á fyrsta far- rýmL En fyrst að maðurinn Cristina segir söguna um töskuskiptin. vildi endilega fá hana til sín strax var ekki um annað að gera, en ganga eftir hinum rauða dregli inn á fyrsta far- rými Comet-flugvélarinnar. — Þar voru aðeins fáir farþegar, en meðal þeirra danski kvik- myndakonungurinn Henning Karmak, en hann og trú Sveinsson þekktust ekki. Á Kastrup-flugvelli var Jónas Sveinsson, læknir til- búinn til að taka á móti konu sinni og strax þegar farangur- inn hafði verið afgreiddur, keyrðu þau beint til hótels- ins. Farangurinn samanstóð af þremur töskum, mismunandi stórum, sem allar voru keypt- ar í stórverzlun einni í Kaup- mannahöfn. Á hótelinu byrjaði frú Sveinsson strax að skipta um föt, því hjónin ætluðu út að borða. Hún sagði manni sínum að hún hefði haft það mjög gott í London og skemmt sér prýðilega. — Það myndi ég halda, sagði yfirlæknirinn, þegar han hafði opnað stærstu tösku konu sinnar. í henni var smoking, dökk föt og nokkrar hvítar skyrtur. í næstu tösku var karlmannssloppur og inní- skór. Og þegar frúin leitaði að púðri sínu og kremi í minnstu töskunni kom í Ijós hárkrem og rakvél . . . ★ Það er hægt að setja sig inn í andrúmsloftið, sem varð á heimili Karmaks, þegar kona hans fann við heimkomu manns síns í einni tösku hans nokkra kjóla og herðaslá úr minkaskinni, snkináttkjól og kven undirföt í annarri og í þeirri þriðju varaliti, púður og önnur kvenleg hergögn. Frú Sveinsson og hr. Kar- mak hringdu bæði til BEA og mistökin voru strax leiðrétt. Ferðafélagarnir, sem höfðu aldrei hvort annað augum lit- ið fyrr höfðu bæði keypt ná- kvæmlega eins töskur í sömu verzluninni. Eldavél Óska eftir kaupum á not- aðri eldavél helst Rafha. — Tilb. leggist inn á afgr. blaðsins merkt „5470“. Húseigendur Lítil notaleg íbúð óskast til leigu um miðjan sept. — Uppl. í síma 1-96-87 í dag og næstu daga. Ungur maður óskar eftir atvinnu, hefir sveinsbréf í rennismíði. Tilb. sedist afgr. Mbl. merkt „5462“. Atvinna Meiraprófsbílstjóri vanur akstri í bænum óskar eftir atvinnu. — Uppl. í síma 33333. ÖKUKENNSLA Góð kennslubifreið. Uppl. í síma 11389. Dönsk stúlka 17 ára, óskar eftir vizt frá 1. sept., á góðu heimili, — helzt í nágrenni Klep,ps- holts. Uppl. í síma 35433. Til leigu 4ra ’-°rb. íbúð með húsgögn um frá 1. sept. Tilb. sendist Mbl. fyrir sunnud. merkt „Útsýni — 5465“. Góð 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu helzt í Hlíð unum. Fyrirframgr. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt ,,Reglusemi — 5463“. Austin A 30, model 1954 til sölu eða í skiptum. Til sýnis hjá Yélaverkstæðinu Kistufelli í dag og næstu daga. Bíll til sölu Hillmann ’50 í góðu lagi til sölu. Uppl. í síma 22781. Bókavörður óskast til upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Um- sækjendur snúi sér til sendiráðs Bandaríkjanna Laufásvegi 2L Útsala — Útsala hefst í dag. Hatta- ocj Skermabuðin Tvœr stúlkur vanar kápusaum óskast nú þegar. BEZT Klapparstíg 44. Aðalfundur Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi verður hald- inn í Tjarnarcafé, Reykjavík, íöstudaginn 21. júlí n.k. kl. 3 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. T I L S Ö L U Ford Fairlane model 1955, 6 cyl einkabíll, mjög vel með farinn og glæsilegur. Keyrður aðeins 67 þús. km. — Tilboð sendist í Pósthólf 1154 fyrir 22. þ.m. merkt: „Einkabíll — 5475“. INNFLYTJENDUR: — Umboðsmaður óskast fyrir heimsþekkta sænska voru Við óskum að komast í samband við traust fyrirtæki, sem er fært um að kynna nýtt sænskt raflækninga- tæki. Tækið hefir mikla sölumöguleika og er hent- ugast að selja það beint á heimilin. Vnsamlegast skrifið til: AB Svensk Ljudteknig, Östra Promenaden 7 A, Malmö C, Sweden.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.