Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 8

Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 20. júlí 1961 wf>, Mjii.'tí'' ,<.éí«'j? S, ■ % . OSsrCsi» n „fc.. *? & \ . m Lœknisráö vikunnar Practicus ritar um: ASTHMA gefur sig til kynna með andarteppu, erfiðum and ardrætti samfara hvini. Milli kastanna eru sjúklingarnir alveg, eða næstum alveg, laus ir við óþægindi. t|T' 9ggm4 LUNGA, stækkun 50x. Tvær berkjur, A og B, sjást, og brjóstplata, E, í sameiginlegum vegg þeirra. Örin C bend- ir á hringvöðvalagið, sem liggur utan um berkjuna, und- ir slímhúðinni. 1 asthmaköstunum á sér stað samdráttur í vöðvala^inu og berkjan þrengist, svo að loftið á erfitt með að sleppa í gegn. Örin D bendir á siímhúðina. Asthma Sjúkdómurinn er algengast ur í börnum og ungu fólki. Hann kemur oftar fyrir hjá karlmönnum en ..kvenfólki. Loftslagið hefur talsvert að segja, þar sem rigningasamt er á láglendi er meira um asthnaasjúklinga en annars- staðar. í strandhéruðum Vest ur-Evrópu er talið að hér um bil 0,5% íbúanna þjáist af asthma. Sjúkdómurinn er arfgeng- ur, og náið samband er milli asthmans og heymæði og bronkítis. Ofnæmi er stór þáttur í sjúkdómnum. Efni þau, er sjúklingurinn þolir ekki eru fyrst og fremst eggjahvítu- efni, en einnig geta fjölsykr imgar og fituefni komið til greina. Oftast nær komast þau inn í líkamann (T. d. úr ryki, mjöli, hárum eða fiðri) gegnum öndunarfærin, en einnig geta Þau sloppið inn um slímhúð meltingarfær- anna. Þær fæðutegundir, sem þar koma til greina eru helzt skeldýr, krabbar, rækjur, humar, ber. Ýms lyf geta einnig orsakað asthma, t. d. penicillin og aspirin. Hjá sum um geta andleg áhrif leitt til kasfca. Ennþá hafa menn ekki fullan skilning á eðli og or- sökum ofnæmissjúkdóma. Sjálf andarteppan orsakast af samdrætt iminnstu pípn- anna í loftveginum (þær eru nefndar bronchioli á latínu, en hafa hlotið nafnið berkjur á íslenzku.). Samfara þrengsl unum þykknar og bólgnar slímhúð berkjanna og fram- leiðir meira slím. Köstin gefca komið hvenær sem er, en eru tíðari á nótt- unni en á daginn. Þau byrja venjulega með þyngslum fyr- ir brjósti, síðan verður and- ardrátturinn hvíslandi og erf iður. í minni háttar köstum er það oftastnær útöndunin, sem verður erfið, en í alvar- legri tilfellum koma líka erf- iðleikar við innöndun. í slæm um köstum situr sjúklingur- inn upp í rúminu, beygir sig áfram og styður höndunum við rúmbríkina, eða annað, sem tiltækt er, til að geta notað alla vöðva við að draga andann. Sjúklingurinn er iðu lega sveittur og órólegur. Köstin vara yfirleitt hálfa til eina klukustund. Algengustu afleiðingar asthma eru bronkitis og víkk uð lungu. Langvarandi köst geta haft lungnabólgu í för með sér. Asthmasjúklingar þjást oft af æxlum í nefi, og þarf raunar engann að undra það, því slík æxli stafa oft af ofnæmi. Veikt hjarta er frekar sjaldgæf afleiðing asthma, og kemur helzt fyrir eftir mjög langvarandi sjúk- dóm. Um það bil 20% barna með asthma batnar með aldrinum. Því eldri, sem maður er, þeg ar asthmað sýnir sig, því al- varlegri er sjúkdómurinn. Yfirleitt má vinna bug á bráðum köstum með adrena- líni, sem er úðað upp í nef- ið, og sjúklingurinn andar síð an að sér. Þetta efni má alls ekki drekka, það gæti haft dauðann í för með sér eftir stutta stund. Adrenalin er þessvegna selt í flöskum, sem erfitt er að ná lokinu af. Efedrintöflur geta fækkað köstum, og sama má segja um fjölda ofnæmislyfja, sem tekin hafa verið í notkun á undanförnum árum. Ef vitað er um efnið, sem sjúklingurinn þolir ekki, má reyna að minnka næmi hans fyrir því. Meðferð þessi tek- ur langan tíma, en árangur- inn er örruggur. En það er alls ekki alltaf mögulegt að finna þetta efni með vissu. Valdi efni á vinnustað (mjöl hjá bökurum) asthma- köstum, verður að ráðleggja sjúklingnum að skifta um at- vinnu. Mikilvægt er að forðast ryk á heimilum manna. Svefn herbergi asthmasjúklingsins ætti að vera vel ræst og loft- gott, veggir málaðir og engar ábreiður á gólfinu. í dýnunni ætti að vera gúmfroða og ullarteppi í stað yfirsængur (að sjálfsögðu þó í sængur- veri). Sjúklingum léttir oft af dvöl upp til fjalla, og stund- um batnar fólki, einkum börnum, til langframa. (AKTUEL PRESSE STUDIO — Einkaréttur Mbl.). íslendingar glímdu á kvikmynd 1909 Á FÖSTUDAGINN höfðum við það eftir dönsku blaði að verið væri að leita gamallar kvikmyndir um íslenzka glímukappann Jóhannes Jó- sefsson og og hefði íslenzki aðalræðismaðurinn í Edin- borg hafið leitina í þeim til- gangi að senda hana á kvik- myndahátíðina í Edinborg. En myndin fyndist ekki. í gær náði Mbl. tali af Jó- hannesi Jósepssyni, sem dvelur í veiðihúsi sínu á Mýrum. Sagði Jóhannes það rétt vera að þessi mynd væri til. Hún hefði verið tekin árið 1909 í Kaupmanna- höfn, en ekki hafði hann heyrt að nú væri verið að leita að henni eftir 50 ár. Jóhannes sagði að þetta hefði verið 5—6 mínútna mynd, þar sem hann og fleiri íslendingar sem með honum voru úti sýndlu sjálfsvörn og glímu. Með honum voru Jón Pálsson, Jón Helgason og Kristján Þorgilsson. Kvaðst Jóhannes hafa séð þessa kvik- mynd. En líklega ári seinna var honum skrifað til Ameríku um að myndin hefði verið sýnd í Fjalakettinum í Reykjavík og verið mikil læti í kringum það. Ekki kvaðst Jóhannes vita um þessa mynd, en danskiur maður Paul Neve, sem enn er á lífi og býr í Kaupmannahöfn ætti að vita um hana. Aðalfundur Félags matvöru- kaupmanna Aðalfundur Félags matvörukaup- manna var haldinn í Tjarnar- oafé fyrir nokkru. Guðmundur Ingimundarson var endurkjörinn formaður félagsins og meðstjórnendur þeir Einar Eyjólfsson og Reynir Eyjólfssom. Fyrir í stjórn voru Lúðvík Þor- geirsson og Sigurliði Kristjáns- son. Fulltrúi félagsins í stjórn Kaup mannasamtakia'nna var endurkjör inn Sigurliði Kristjánsson, sömu- leiðis varamaður, Guðmundur Ingimundarson. Jóhamies Jósepsson, glímukappl. Löngu eftir að þessi kvikmynd var gerð eða eftir 1920 sagði Jó- hannes að kunningi sinn hefi tek ið kvikmynd af sér í glímu, en hún mundi lika týnd. Skrifar um KVIKMYNDIR STJÖRNUBÍÓ: HÁMARK LÍFSINS Hingað komu fyrir skömmu nokkrir mætir menn frá Siðvæð- ingarhreyfingunni (Moral Re- armament), og voru þeirra á meðal James Dickson þingmað- ur frá Stokkhólmi og Eiliv Skard prófessor frá Ósló. Höfðu þeir með sér kvikmynd þá, sem hér er um að ræða og nú er sýnd í Stjörnubíói. Margir hér munu kannast við þessi merku og á- hrifamiklu samtök, bví að hingað hafa áður komið menn á þeirra vegum og kynnt markmið þeirra, en það er fyrst og fremst að leitast við að treysta heimsfrið- inn með því að vekja góðvild og skilning millj einstaklinga og þjóða. Meðal forystumanna þess- ara samtaka eru margir víðkunn ir og mikilsmetnir vísinda- og stjórnmálamenn í öllum álfum heims, enda á boðskapur sam- takanna vissulega brýnt erindi til allra þjóða og þá ekki sízt þeirra stórþjóða, seni mestu ráða um það hver verða munu örlög mannkynsins. Mynd þessi hefur verið sýnd víða um heim og hvarvetna hlotið mikla viðurkenningu hinna dómbærustu manna. Er það öðru fremur hið áhrifa- mikla efni myndarinnar og hinn fagri söngur, ásamt prýðilegum leik í aðalhlutverk- unum, sem heillar áhorfendur. Hins vegar gætir í myndinni fullmikillar tilfinningasemi, og er það til nokkurra lýta. Myndin er byggð á ævistarfi blökkukonunnar Mary McLeod Bethuns, er með baráttu sinni fyrir fegurra mannlífi og betri heimi, vann sér slíkt traust og álit, að þeir Bandaríkjaforsetarn- ir Hoover og F. D. Roosevelt kölluðu hana sér til ráðuneytis í ýmsum vandamálum varðandi blökkumennina þar í landi. For- eldrar Mary voru þrælar en öðluðust frelsi skömmu fyrir fæðingu hennar árið 1875. Var hún alin upp í sárustu fátækt, en fyrir frábæran áhuga og at- orku fékk hún lokið kennara- prófi. Hún setti sér það markmið af miðla öðrum blökkumönnum af þekkingu sinni og því stofn- aði hún barnaskóla, — undir berum himni. Varð sá skóli fyrsti vísirinn að mikilli og frægri menntastofnun, sem hún veitti forstöðu um langt skeið og var við hana kennd. Um þennan þátt í lífi Mary fjallar kvikmynd in og er inn í myndina fléttað boðskap og lífsskoðun Siðvæð- ingarhreyfingarinnar og þar deilt þunglega á þær einræðis- Fjórar vélar í stað eiimar AKRANESI, 18. júlí. — Haraldur Böðvarsson og Co eru nú að selja stóru, þykku flökunarvél- ina, sem kostaði á sínum tíma eina milljón og 200 þús. kr. Er ætlunin að fá 4 síldarflökunarvél ar í stað hennar, þar sem vélin reyndist svo þung í notkun, að henni hætti til að kremja fiskinn, einkum trillubátafisk, og sömu- leiðis að skilja eftir við hrygg- inn. — Til þess að ná vélinni út, varð að rjúfa stærðar gat á vegg. — Oddur. Viðræður um Alsír Túnis og París 17. júlí (NTB-Reuter) TILKYNNT var í dag samtímis ! TÚNIS og PARÍS að viðræður frönsku stjórnarinnar og útlaga- stjórnar Serkja í Alsír hæfust að nýju á fimmtudag. Viðræðurnar fara fram 1 Chateau de Lugrin skammt frá Evian, þar sem fyrri viðræður fóru fram. Fyrri viðræður um Alsír hófust í Evian hinn 20. mai sl., en var slitið 13. júlí að ósk Frakka. Formenn viðræðunefndanna verða hinir sömu og áður, þ. e. Louis Joxe, Alsírmálaráðherra Frakka og Belkacem Krmi að- stoðar forsætisráðherra útlaga- stjórnarinnar. stefnur, sem að undanförnu hafa eitrað samlíf þjóðanna og gera svo enn 1 dag. Með aðalhlutverk myndarinn* ar fara ágætir söngvarar og leik arar svo sem Mauriel Smith, er leikur og syngur hlutverk Emmu Tremaine, en svo nefnist Mary í myndinni. Er Mauriel Smith fræg söngkona, lék t. d. Carmen Jones við frumflutning söng- leiksins á Broadway, Ann Buckl- es, þekkt amerísk leikkona og Louis Byles er leikur Charlia tengdason Emmu. Áður en sýningin hófst fluttl prófessor Skard formálsorð, þar sem hann gerði grein fyrir Sið- væðingarhreyfingunni og nakti helstu æviatriði Mary McLod’s. Að endingu vil ég tilfæra hér eftirfarandi erlend ummæli um rnyndina: „Það eru kvikmyndir af þessu tagi sem við, vegna æskunnar og tímans í dag, verðum að fá. Þær víkka sjóndeildarhringinn og hreinsa andrúmsloftið, ekkl aðeins í kvikmyndahúsinu, held- ur einnig í heimi æskunnar og lífi fólksins“. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.