Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 13

Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 13
Fimmtudagur 20. júlí 1961 MORGUlS'tLAÐlÐ 13 Stöngum lagt viö stjóra og neta veiði stundum með í Ógeðfelldar veiðiaðferðir við Kaldaðarnes i ÉG ÁTTI á dögunum leið meðfram bökkum Ölfusár skammt frá Kaldaðarnesi, en þar stunda Reykvík- ingar sjóbirtingsveiði, og kaupa leyfi á bænum Kald aðarnesi fyrir ákveðið gjald. Þessa kvöldstund við ána gat að líta leiða sjón, sem helzt getur að líta öðru jöfnu í skop- myndum erlendra veiði- tímarita. Fjöldi bíla var á bakkanum, en veiðimenn sáust ekki, utan einn eða tveir. Á hinn bóginnmátti greina stengur á lofti úti í ánni, og voru þær festar á járnpípur, sem stungið var niður í árbotninn spöl- korn frá landi, en „veiði- mennirnir“ sátu inni í bíl- um sínum og létu þar fara vel um sig. Þetta minnti mann helzt á vísuna um lata Geir á lækjarbakka. Á einum stað sáum við, að „veiðimaður“ svipti sér út úr bílnum og óð út í ána. Hafði hann tekið eftir því að stöngin svignaði, enda reyndist fisk- ur á. En fiskurinn, sem reynd- ist tveggja punda sjóbirting- ur, var kominn á land, tók ég eftir því, að tveir önglar vóru á línunni, báðir vel beittir. — Svona hafið þið það hérna, varð okkur að orði. — Já, svaraði veiðimaður- inn, augsýnilega hinn stoltasti af fiskinum, sem hann hafði „fengið“. — Úr því að við höfum ekki tanga hér til að liggja á! „L.etingjar“ Meðfram öllum bakkanum gat að líta árangur framtaks- semi þessarra letiveiðimanna. Stöng við stöng á járnpípu fastri í botninum. Sumir voru greinilega með tvær stengur í ánni, enda þótt bóndi hafi trúlega ekki fengið greitt nema fyrir eina. Sumir notuð- ust við snúnar járnstengur, sem Bretar notuðu á stríðsár- unum til að halda uppi gadda- vírsgvíggirðingum sínum. Aðr ir höfðu verið framtakssamir og fengið smíðuð sérstök „statív“ úr hálftommu raf- magnsrörum, sem stálhringir til að halda stönginni, höfðu verið soðnir á. Þessi tæki skilst mér að gangi undir nafn inu „letingjar“ á meðal al- vöruveiðimanna. Netaveiði í ofanálag Kunnugur maður, sem veið- ir í landi Eyrarbakkahrepps nokkru neðar í ánni, sagði mér þá sögu, að fyrir skömmu HORNAFIEÐI 17. júlt. — Hol- lenskt skip lestar nú ál hér á Hornafirði. Eru það samtals um 6 tonn. Af þeim eru fjögur tonn úr Lóni, og var sá áll fluttur það Bn í kerum á bíl. Eitt tonn kom frá Steinsmýri. Sá áll var fluttur flugleiðis hingað í grisjupokum. Megnið af honum var dautt, er ihingað kom. — Fréttaritari. 85 ára i dag: Jón Hjartarson Skagnesi, Mýrdal hefðu komið að ánni tveir „veiðimenn“. Lögðu þeir stöng um sínum við stjóra, tóku síð- an bát, reru út í hólma í ánni og lögðu þar silunganet. Síðan settust þeir inn í bíl, og vitj- uðu um netið og stangirnar á víxl, greinilega hróðugir yfir framtaksemi sinni. Vafalaust hefur hvor lína verið tví eða þríbeitt. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu, að til væru slíkir húðarletingjar Og rummungar á meðal stangaveiðimanna á Islandi. Þessir menn minna einna helzt á sjómenn, sem leggja sínar lóðir í sjó, og vitja síðan um. Munurinn er sá einn, að sjómennirnir eru að vinna fyrir sínu lifibrauði, en stangaveiði hefur til þessa verið kölluð íþrótt, og lóða- fiskirí á þar ekki heima. Sennilega er ekki hægt að koma lögum yfir þessa menn, þótt veiðiaðferðir þeirra hljóti að teljast ógeðfelldar, en ráð væri að einhver stjórnarmeð- limur í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur gerði sér ferð að Kaldaðarnesi einhverja helg- ina og kynnti sér hvort ein- hverjir af félagsmönnum þess hagi sér þannig við veiðivötn- in. Reyndist svo vera, ætti að gera þá menn útlæga úr félag- inu tafarlaust. — h.h. f dag á einn af þekktari bænd- um í Mýrdal afmæli. Jón Hjart- arson á Skagnesí er 85 ára, fædd- ur að Herjólfsstöðum í Álfta- veri 20. júlí 1876, sonur hjón- anna þar, Hjartar Bjarnasonar og Elínar Jónsdóttur. Mér þykir tilhlýða á þessum merku tímamótum í lífi hans að senda þessum vini mínum beztu afmæliskveðju með þakklæti fyr ir vináttu hans á liðnum árum, þótt ég þykist vita, að hann verði mér ekkert þakklátur fyrir að vera að vekja á sér athygli, þvi að hann er mjög hlédrægur og ekkert gefinn fyrir það, að lof sé um hann skrifáð. Ég hef þekkt Jón og heimil- ið á Skagnesi, síðan ég var ung- ur drengur og kom þangað til sumardvalar. Allt frá þeim tíma hef ég talið Jón til vina minna, (því að Ikynni mín af honum og öllu fólki hans hafa verið mér einkar hugljúf. Heimilið á Skagnesj er annál- að fyrir myndarskap og sérstaka gestrisni, enda mætti oft frem- ur halda, að það væri gistittús en heimilj sumarlangt, því að margir eiga erindi að Skagnesi, sumir langt að og allir eru boðn- ir þar velkomnir, sem að garði ber. Þau eru orðin ófá börnin, sem hafa fundið á Skagnesi annað heimili sitt og dvalizt þar lengri eða skemmri tíma. Er mér nær að halda, að bau séu ekki mörg heimilin á íslandi, sem taka Skagnes-heimilinu fram að gestrisni til, og en þó á eng- an hallað. Og þau hjónin hafa bæði verið samhent í mótun beimilisins. Þrátt fyrir háan aldur, er Jón enn vel ern, teinréttur og létt íbúð óskast Góð 4ra herb. íbúð óskast til kaups. Helst í Vestur- bænum, sem selst sér. Mikil útborgun. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951 ur á fæti, enda sívinnandi, þótt börn hans þrjú, sem heima eru, séu að mestu tekin við búsfor- ráðum. Jón er kvæntur Sigríði Heiði- mannsdóttur frá Skagnesi. Byrj- uðu þau búskap sinn að Her- jólfsstöðum og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu þaðan að föðurleifð Sigríðar, Skagnesi, og hafa búið það síðan. Alls eign- uðust þau fimm börn, fjögur erú enn á lífi, en einn sonur Hjört- ur, er dáinn. Þrjú barnanna eru enn heima í foreldrahúsum, Svavmundur, Guðríður og Þor- steinn, öll ógift, en Guðbjörg er gift og býr í Vík. Að lokum vil ég svo endur- taka þakklæti mitt til Jóns og heimilisins á Skagnesi fyrir vin- áttu á liðnum árum. Og ég óska þeim alls góðs um ókomna tíð. A. CRESCENT TOOL handverkfæri við allra hæfi. Þetta er merkið sem þér getið treyst. CRESCENT T00LS Nýkomin hin vinsæla REDEX-olía Verzlun FRIÐRIKS BERTELSEN Tryggvagötu 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.