Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 16

Morgunblaðið - 20.07.1961, Side 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. júli 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 30 — Það veit ég ekki, góða min. Ég er stöðugt að spyrja sjálfa mig þess sama. Þú getur ekki leyst minn vanda og ég ekki þinn. Annars fer minn hríðversn andi. Og í kvöld er ég alveg kom in að því að örvænta .... ef það getur leitt huga þinn frá þínum eigin vandræðum. .— Æ, hvað það var leiðinlegt, Sandra. Voruð þið Clive að rif- ast — Ekki beinlínis það, heldur var þétta eitt af þessum kvelj- andi kvöldum hjá okkur. Mér finnst beinlínis, að ég verði að fara frá Brasted, og hætta að hitta hann daglega, að minnsta kosti þangað til hann er orðinn laus og liðugur. — Það finnst mér það skynsam legasta, sem þú getur gert. — En það finnst honum bard ekki, enda gerir hann enga til- raun til að fá aðra í minn stað, enda þótt ég hafi sagt honum, að ég vilji hætta. — En hvernig er þetta sam- komulag hjá honum og konunni Fjölskyldan var horfin og gæsa Steggurinn ungi lá einn í fel- um við flugvöllinn alla nóttina. raunverulega? — Það er nú einmitt það, sem ég hef enga hugmynd um, og vildj ég þó framar öllu vita það. — Heldurðu, að 'hann hafi sagt henni af þér? — Það get ég alls ekki vitað. Það eina, sem ég veit, er það, að þau búa saman í íbúðinni sinni. Og líklega hefði ég aldrei vitað einusinni það, ef ekki hún hefði rekizt inn í búðina þarna um daginn. Júlía seildist eftir sloppnum sinum. Nú vissi hún að minnsta kosti, hvað það var, sem var systur hennar svo mikið áhyggju efni. Það var þessi vaxandi sann íæring hennar um það, að Clive hefði alls ekki í hyggju að skilja við konuna. — Ég vildi bara óska, að þú gætir hert þig upp í það að láta hann algjörlega lönd og leið, sagði hún. — Það vildi ég líka, svaraði Sandra í örvæntingargremju. . . . Við sólarupprás kallaði hann í von um svar. En eina svarið var bergmálið af hrópum hans. Stundum segi ég sjálfri mér, að það sé það eina, sem komi til mála að gera. Að ég sé vitlaus bjáni að viðurkenna ekki þá stað reynd að allt, sem Clive hefur verið að telja mér trú um, er ósatt, og að raunverulega dettur honum ekki í hug að fara að losa sig við konuna sína. Júlía sagði hóglega: — Það er leiðinlegt, að þurfa að segja það, en einmitt þetta er mín skoðun. .— Vitanlega er það ekki nema rétt. Þetta er ég líka alltaf að segja sjálfri mér og það með, að ég skuli hætta við allt saman. En þá .... Sandra varð skjálf- rödduð, og síðan setti að henni hroll. Hún vissi ekki hversvegna, og hún varð næstum hrædd þeg- ar Júlía tók svona í málið. — Jæja, flýttu þér nú og við skulum koma okkur í rúmið. Ég vil láta þessum degi vera lokið. Mér hefur fundizt hann svo lang ur, af því að ég hef verið svo áhyggjufull. En þegar Ijósið hafði verið slökkt og þær lágu báðar þegj- andi í rúmum sínum, vissi hún ósköp vel, að Sandra var líka vakandi. Júlía gat heyrt hana byltast í rúmi sínu í myrkrinu. Hún bylti sér líka sjálf og lá með galopin augu, og óskaði sér þess heitast, að hún gæti sofn- að, og að þessir draugar væru ekki sí og æ að ásækja hana. Robin .... Robin .... Robin .... Hvers vegna lét hann hana bíða svona hræðilega lengi eftir frétt- um af sér? Var það af því að hann elskaði hana ekki lengur? f myrkrinu fannst henni hvað sem var vera hugsanlegt. Hún bylti sér enn og dró sæng urfötin þétt að sér. Svo lokaði hún augunum og þá fannst henni eins og Robin kallaði til hennar. Hann var alvarlega særður og þurfti hennar með. Hún var að reyna að komast til hans, en einhvefjir sterkir armar héldu aftur af henni. Og svo breyttist sviðið .... nú var komið skeyti: „Oss er það hryggðarefni að til- .kynna ....“ Ó, guð, ef þetta yrði nú alvara: Hún las nú blöðin og hlustaði á útvarpið af enn þá meiri kost- gæfni en nokkurntíma áður. Ástandið fór frekar versnandi en batnandi, eða það fannst henni að minnsta kosti, eins og hugarástand hennar var. Fjöl- skylda hennar, kunningjar og“ vinnufélagar reyndu að telja í hana kjark. — Nei, ekkj hefur það nú versnað, Júlía. Þetta eru bara einstök tilfelli. Þú máttt ekki hafa svona miklar áhyggj- ur. En hvernig gat hún að því gert? Hvemig var hægt að ætlas til að eiginkona væri rpleg, þeg ar svona var ástatt? — Ef ég bara gæti séð hann, sagði hún við sjálfa sig einusinni á leiðinni í vinnuna. Hún var á ferð í strætisvagni yfir Trafalgartorgið. Þetta var dimmur morgun með Og með hækkandi sól jókst ferða þráin. Hann hóf sig til flugs og hnitaði nokkra hringi hátt yfir suddarigningu. Það var mesti annatíminn og fólk var að flykkj ast í skrifstofurnar sínar. Henni hafðj tekizt að ná í sæti inni .... fremst í vagninum. Kona með rennblauta regnhlíf stóð við hliðina á henni og blaut regn- kápa straukst við kinnina á Júlíu, þegar vagninn hallaðist á beygja. Júlía sneri sér frá kon- unni og leit út um gluggann um leið. En þá hrökk hún við, og hjartað í henni tók viðbragð. Þarna sá hún Robin ganga yfir götuna: Hún rak upp ofurlítið hljóð og þaut upp úr sætinu. Hún ruddist eins og æðisgengin út eftir vagninum, en hann virtist herða á sér á hverju auga- bragði. — Afsakið þér en ég þarf að komast út. — Við stönzum *kki fyrr en við Strand, ungfrú, svaraði vörð urinn. — Já, en þér verðið að stanza. — Því miður, ungfrú .... Hún var að því komin að sleppa sér. Robin 'hafði verið að ganga yfir götuna .... gat mað urinn ekki skilið það .... og henni var áríðandi að sleppa út úr vagninum tafarlaust. En það gat hann náttúrlega ekki vitað. í hans augum var hún ekki ann- að en ein stúlka af átján, sem hafði gleymt að fara út á rétt- um stað. Hann var með gremju svip er hún ruddist fram hjá honum og stóð andartak á þrep- inu og horfði út í ólgandi umferð arþvöguna. En það var sama, hún varð hvað sem það kostaði 1 að komast úr vagninum. Hún hall aði sér.fram. Maður sem tók eft ir fyrirætlun hennar, reyndi að halda aftu- af henni, en hún reif sig lausa. — Það er allt í lagi; kallaði hún til hans. Þarna lá við slysi. Vörubíll, sem kom aðvífandi, var næst- um farinn yfir hana. Bílstjór- inn bölvaði hástöfum. Hún náði upp á gangstéttina, með tilfinn- ingu eins og hún hefði orðið fyr- ir taugaáfalli, en það fannst henni ekkert vera móti löngun- inni eftir að ná í Robin. Því að hún hafði séð hann: Hún var ekki í nokkrum vafa um, að hún hafði séð hann. Hún fór nú að hlaupa í sömu átt og hún hafði gengið, en það bar ekki annað árangur en þann, að hún stóð eftir skamma stund í vandræðum og horfði allt kring um sig, til hægri og vinstri, en sá ekkj annað *n bláókunnugt fólkið, sem ýtti við henni um leið og það flýtti sér framhjá. Svo sneri hún brátt við og lét berast með straumnum. Hún tók ekki sjálf eftir því, í hvaða átt hún fór. í huga hennar komst ekki fyrir nema ein hugsun: Robin er í London! En þetta hafði ekki verið nema rétt sem snöggvast; hann hafði bara flýtt sér yfir götuna á hraðri ferð. En ef hann var í borginni, hversvegna hafði hann þá ekki náð sambandi við hana? Svarið gat legið beint við: Hann hefði ekki haft tíma til þess. Hann væri alveg nýkominn. Hún ætti að flýta sér að komast í skrif- stofuna; hann gæti hringt þangað á hverri stundu. Hann hafði vit- að, að á þessum tíma dags mundi hún vera komin þangað. Hún hljóp upp í leiguþíl og skipaði honum að aka þangað. vellinum í von um að sjá hópinn sinn, en lagði síðan af stað í suð- urátt að nýju. |— Vilduð þér flýta yður eins og þér getið? Mér liggur á! Þegar að húsinu kom, þaut hún inn og spurði hvort nokkur skilaboð hefði komið til hennar. — Nei, það -hefur enginn. hringt, sagði Ann, sem var kom in á undan henni. — Varstu a3 búast við hringingu? — Já. Hugsaðu þér, Ann. Ég er búin að sjá Robin! Andlitið á Ann ljómaði af gleði og undrun. — Það var 4ásamlegt! Svo hann er þá loksins kominn. Ó, Júlía, þetta hlýtur að vera létt- ir fyrir þig. — Já, en ég á ekki við, að ég hafi' talað við hann .... — En þú varst að segja rétt áðan .... — Ég veit það. Ég .... æ, ég er svo utan við mig, að ég get Íekki hugsað. Ég var í strætis- vagninum .... Síðan sagði hún Ann, hvað gerzt hafði. — En ég | held, að hann hljóti að hringja á hverri stundu. — Já, það hlýtur hann að gera sagði Ann. Næsta hálftímann var hringt þrisvar, en það var allt til skrif stofunnar. Júlía leit á Ann með örvæntingarsvip. — Þetta er næstum ennþá verra en það var. Hvað hefur getað komið fyrir? SHUtvarpiö Fimmtudagur 0. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Vnðurfregnir). 18:30 Tlnleikar: Lög úr óperum. 18:55 Ttfkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Mansöngur fyrir tenór, horn og strengjasveit op. 31 eftir Benjamin Britten. — Peter Pears, Dennis Brain og hljóðfæraleikarar úr Nýju sin- fóníuhljómsveitinni leika. Eug- ene Goossens stjórnar. 20:25 Erlend rödd: Viðtal við Jean Paul Sartre um Fidel Castro — (Halldór Þorsteinsson bókavörð- ur). 21:05 Tónleikar: Einsöngvarar, kór og hljómsveit San Carlo óperunnar 1 Napoli flytja kór-atriði úr óperum. 21:25 Erindi: Kirkjan og æskan, síð- ara erindi (Séra Arelíus Níels- son). 21:45 Tónleikar: Fiðlusónata 1 g-moll eftir Tartini. (,,Djöflatrillusónat- an“) — Campoli og Gorge Mal- colm leika. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Osýnilegi maður- inn“ eftir H. G. Wells. V. lestur. (Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur þýðir og les). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 1 í D-dúr — (,,Titan“) — eftir Mahler. — Sinfóníuhljómsveit ungverska útvarpsins leikur. — Miklós Lukacs stjórnar. 23:20 Dagskrárlok. Föstudagur 21. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. \ 13:25 „Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Tvð stutt verk eftir Rolf Liebermann: a) Furioso fyrir hljómsveit. b) Svíta yfir svissnesk þjóðlög. RIAS-sinfóníuhljómsveitin í Berl ín leikur. Ferenc Fricsay stjórn- ar. — 20:15 Efst á baugi (Björgvin. Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 Einsöngur: Marcel Wittrich syng ur óperettulög eftir Stolz. 21:00 Upplestur: Svala Hannesdóttir les ljóð eftir tvö Nóbelsverðlauna skáld, Salvatore Quasimodo og Saint John Perse í þýðingu Jóns Öskars. 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; XVII: Gísli Magnússon leikur sónötu í B-dúr K570. 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XXI (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður* inn“ eftir H. G. Wells VI. — (Indriði G. Þorsteinsson riUi.). 22:30 Islenzk dans og dægurlög. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.