Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 6
6 MORCU1SBLAÐ1Ð Laugardagur 22. júlí 1961 í boöskap kirkjunnar er fölgin rd og friður Samtal við einn merkasta kennimann Dana, dr. theol. Niels Nöygaard sem var'náinn vinur Kaj Munks Prédikar í Dómkirkjunni á sunnudag M E Ð A L þeirra mörgu út- lendinga, sem ísland gista um þessar mundir, er einn af þekktustu og merkustu guð- fræðingum Dana, dr. theol. Niels Nþjgaard, prestur á Friðrikshergi. Kom hann hingað snemma í mánuðin- Rúmlega 21 millj. kr. jafnað niður HAFNAHFIRÐI — Niðurjöfnun útsvara er lokið og nemur út- sviarsupphæðin nú 21,118,400 kr. ®n var í fyrra 19,072,000 kr. Upp haflega nam heildarupphæðin 17,801,700 kr. en þá var bætt við hana 10% í ofanálag fyrir van- höldum og síðastliðinn þriðjudag samþykkti meirihluti bæjarstjórn ar að hækka útsvarið enn um 1.400.000 kr., sem á að renna í framkvæmdasjóð. Nú var lagt á 2123 gjaldendur, þar af 81 fyrirtæki en í fyrra 2206, þar af 76 fyrirtæki. Sjálfstæðismenn báru fram ýmsar breytingar, sem miðuðu að lækkun útsvaranna, en þeim var öllum vísað á bug. Frá og með deginum í dag (laugardag) liggur útsvarsskrá- in frammi í SkattstofunnL Málverkasýning í DAG, laugardag, klukkan 2 e.h. verður opnuð sýning á málverk- wn eftir Sigurð Kristjánsson í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar verða sýnd 61 verk. Sigurður Kristjánsson er fædd lir 1897 í Miðhúsum í Garði. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann fór til Kaupmannahafnar 1918 og lærði þar teikningu og húsgagna smíði. Starfaði hann síðan að iðn sinni í Danmörku og Svíþjóð. — Undanfarin ár hefur Sigurður unnið að listaverkaviðgerðum á eigin vinnustofu, og jafnframt hefur hann málað fjölda mynda. um ásamt eiginkonu sinni og hyggjast þau hjónin dvelja hér til mánaðamótanna. Aðdragandann að heimsókn þeirra hjóna hingað nú má í raun inni rekja 35 ár aftur í tímann, en þá störfuðu þær saman sem hjúkrunarkonur frú Npjgaard og Anna eiginkona Gunnars Bjarna- sonar, skólastjóra Vélskólans í Reykjavík. Af þessum toga eru spunnin vináttutengsl, sem síð- an hafa haldizt og breiðst út til fjölskyldna beggja, eins og geng- ur og gerist. Það var á heimili þessa vina- fólks prestshjónanna, sem tíðinda manni Mbl. gafst kostur á að ræða við séra Nþjgaard stundar- korn á dögunum. • Á „Regensen" Meðal þess, sem bar á góma snemma í samtalinu, var danski stúdentagarðurinn „Regensen“, þar sem séra Npjgaard sagðist muna eftir nokkrum íslenzkum stúdentum frá námsárum sínum, en þar bjuggu þeir þá saman Kaj Munk Og hann. Og þar sem séra Nójgaard hefur lagt mikla rækt við minningu þessa vinar síns frá stúdentsárunum, skrifað um hann stóra bók og séð um útgáfu verka hans, var eðlilegt að talið snerist að hinu stórbrotna skáldi og presti. Um kynni þeirra sagði séra Nójgaard aðspurður: — Á „Regensen" stofnaðist með okkur vinátta, sem entist þar til yfir lauk. Eftir að námi var lok- ið og hann hafði setzt að í Ved- ersp á Vestur Jótlandi, heimsótti ég hann oft, fór með honum í húsvitjanir, á héraveiðar og hvað eina. Og svo kom það í minn hlut að jarðsyngja hann í janúar 1944. • Mynd Kaj Munk « — Hvernig er sú mynd, sem eftir situr í huga yðar af Kaj Munk? — Ef við tölum um andlát hans, þá má segja, að það hafi verið sorglegt, að hann skyldi deyja svo ungur. Hæfileikar hans sem skálds höfðu hvergi nærri verið nýttir til fulls, eins og m. a. lýsir sér í því, að hann lét eftir sig drög að leikritum, sem voru afbragð. Á hinn bóginn held ég, að hægt sé að segja, að endalok hans hafi verið í fullu samræmi við viðhorf hans tií lífsins, því að hann leit svo á, að það væri dáð drýgð á einu, stuttu andartaki, sem sköpum skipti. Og sjálfur hafði hann alltaf þráð, að slík stund rynni upp fyrir sér; þar sem allt væri fólgið í einu and- artaki. Af þessari ástæðu fann hann aldrei fullkomna fróun, hvorki við skáldiðju sína né prestskap, sem hvorugt fól í sér hina algjöru og persónulegu áhættu einstak- lingsins. — Fyrir hann var því 9. apríl 1940 upphaf þess, að hánn innti af höndum sinn persónu- lega, afgerandi og fullkomna skerf. Þegar litið er á dauða hans frá þessum sjónerhóli, verður hann eðlilegur endir á lífi hans, þó að hann dæi fyrir aldur fram. • Um kirkjulifið Frá Munk barst talið að kirkju lífi í Danmörku, þar sem nú eru starfandi um 1500 prestar. — Hjá okkur er, eins og ykk- ur líka, mikill munur á því að starfa í bæ eða sveit. í sveitunum þekkir presturinn hvern einstak- an mann í sinni sókn, en í bæjun- um vantar yfirleitt mikið á að svo sé. — Eruð þér annars ánægður með áhuga fólks í Danmörku á kirkjulegu starfi? — Nei, það get ég ekki verið. Allur fjöldinn vill vera í þjóð- kirkjunni, en færir sér þó sjaldn- ast í nyt, það sem hún hefur upp á að bjóða. Ákaflega mörg af yngri skáldum okkar, einkum ljóðskáld, yrkja mikið um ótt- ann. Ég held, að hjá skáldunum birtist tilfinningar fólksins, eins og þær eru í raun og veru, ann- að hvort meðvitandi eða óafvit- andi. Og það er eins með almúg- ann og skáldin, að fólk virðist ekki líta svo á, að kirkjan búi yfir því, sem það þarfnast í ótta sínum. • Um ytra útlit Fötin skapa manninn, seg- ir gamall orðskviður. Inntak hans er sennilega sá, að ytra útlit gefi fólki hugboð um hug rænt ástand viðkomanda í fljótu bragði. Hitt er svo ann- að mál, að oft er flagð undir fögru skinni, og dyggð undir dökkum hárum. Þetta flaug Velvakanda í hug, þegar hann ók út í Ör- firisey sl. sunnudag og hugð- ist njóta sveitasælunnar. Sveitasæla sú, sem þar var viðstödd, var fólgin í eftir- farandi: Tjargaðir lýsisgeym- ar, risastór fótspor eftir jarð- ýtur, ryðgaðar tunnur og járnarusl, fyrrverandi aðset- ur slysavarnafélagsins á síð- asta snúning, lítið ljóðræn olíustöð, spítur, brak, fjall- vegur á láglendi, sem sagt: eitt allsherjar svínarí. Þarna er þó eitthvert bezta útsýni yfir höfuðborgina. Fölum skrifstofumönnum er hér með útlenda gesti í heimsókn í eyjuna og Velvakandi lofar þeim því, að þeim mun hlaupa roði í kinnar, svo fram arlega sem þeir hafa með- ferðis sómatilfinningu fyrir hönd lands og þjóðar. Þarna í eynni er þegar fyr- ir hendi síldarverksmiðja og olíustöð, ásamt meðfylgjandi Og óviðkomandi rusli. Er of seint að bjarga örfirisey? notið þess munaðar að láta ferska golu leika um handar- krikana, kryddaða örlitlum gróðurilmi. 'iU/ F ERDIM AMH ☆ 9 Athvarfið er kirkjan ’ — Teljið þér, að kirkjan getl aðhafst eitthvað, til að styrkja sambandið við fólkið? — Það er skylda kirkjunnar, að reyna að tala mál tímans við fólk tímans. Sumir vildu tala um ör- lögin eða forlögin, þar sem krist- ið fólk á hinn bóginn vill tala um försjónina og handleiðslu Guðs. Ég held, að það tímabil, sem við nú lifum á, sé eins konar biðtími, sem einkennist af mik- illi ringulreið og öryggisleysi. Ég veit ekki, hver yðar skoðun er, en sjálfur trúi ég, að hina farsælu lausn á þessu ástandi sé að finna hjá kirkjunni — í þeim boðskap, sem hún flytur. • íslenzk náttúra Séra Nþjgaard lét vel af dvöl sinni hér á íslandi, sem hann kvaðst ekki áður hafa heimsótt —. og fjarlægðin mundi að líkindum koma í veg fyrir að hann sæi oftar. Þau hjónin hafa þegar ferð- ast norður í land og hafa fleiri ferðalög á prjónunum, áður en þau halda heimleiðis aftur. Um íslenzka nátturu, eins og hún hefur komið þeim fyrir sjón- ir, sagði hinn sextugi danski prestur m.a.: ■— Þar sem ef til vill má segja, að dönsk náttúra sé umfram allt friðsæl, er stórfengleiki einkenn- andi fyrir náttúru íslands. Slíkt þekkja Danir máske aðeins frá Norður^jónum, þegar hann rís i ofsa sínum. íslenzk náttúra er því bæði framandi og áhrifarík fyrir okkur. Og séra Nþjgaard bætti við: ■— Mér hefur líka fundizt, að fyrir íslendinga sem þjóð sé visa stórfengleiki einkennandi. Eða ef við brygðum fyrir okkur frönsk- unni, þá væri „grand seigneurs** orðið yfir þá. Þetta höfum við m. a. áþreifanlega fundið í þeirri miklu gestrisni, sem við höfum hvarvetna mætt og ekki mun líða okkur úr minni meðan nokkuð situr þar eftir. • Fredikunin á sunnudag Að síðustu var drepið á guðs- þjónustu þá í Dómkirkjunni á morgun, sem séra Nþjgaard mun predika við. Sagðist hann mundu leggja út af orðunum: „Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá“, Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup mun þjóna fyrir altarinu í sinni gömlu kirkju. — Ól. Eg. • Náttúruvernd tmMUtnmmmmmmmmmmmmmmmm Þetta leiðir huga Velvak- anda að einhverri merkustu stofnun þessa lands, sem nú er undir skeleggri forystu hé- skólarektors og fleiri jafn nýtra manna. Kjörorð þeirrar nefndar ætti að vera: Ekki er ráð nema í tima sé tekið. Við landarnir sitjum ekki þröngt á Isafoldu, en þeir staðir sem friða þarf og friða skal eru alltaf í hættu fyrir menning- unni og tækninni. Við verðum að helga náttúrunni sína reiti strax, annars verður það aldrei gert, og nauðsynlegast er það í nánd við þéttbýlið. Hver vill gera börn sin að vélmennum, sem aldrei hafa • Blóðbankinn Góður járnsmiður tók Vel- vakanda tali í gær. Hann bað hann að vekja athygli á aug- lýstum móttökutíma blóð- bankans á þeim eðla vökva, sem hann sýslar um. Opið frá 9—5. Þeir sem stunda atvinnu eru yfirleitt við þá þjóðnýtu vinnu á þeim tíma. Hvernig væri að gefa blóð- ríkum og blóðheitum starfs- mönnum fyrirtækja færi á þvf að gefa blóð, án þess að þurfa að skrópa í vinnunni? Velvakandi vill bæði hvetjá fólk til þess að gefa blóð og benda bankastjóra Blóðbank- ans á það, að rétt væri senni- lega að veita fólki betri tæki- færi á því að veita blóði sínu í æðar þurfandL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.