Morgunblaðið - 23.07.1961, Page 5
Sunnudagur 23. júlí 1961
MORGVNBLAÐIÐ
5
DAGSm
i Finnst yður Rússarnir ekki komnir fullnærri
okkur, þegar þeir eru að flotaæfingum 125 km
austur af íslandi.
Jón Guðmundsson, bóndi á
Keykjum: — Stríðsæsingamenn
viðhafa hina undarlegustu til-
burði og hundakúnstir þegar þeir
álíta það nauðsynlegt.
;• Það er stað-
reynd, að komm
| inistar hafa þá
íkoðun (trú) að
Iþeirra stefna ein
I ;é megnug að
'eysa allan
/anda mann-
Iskepnunnar á
w þessari jörð. Því
.. tniður fyrir þá
er mikill hluti íbúa jarðar á ann-
arri skoðun. Þess vegna hafa þeir
tekið það ráð að troða stefnu
þessari upp á saklaust fólk með
igóðu eða illu. Af þessari viðleitni
þeirra hafa hlotizt deilur og jafn
vel styrjaldir með tilheyrandi
morðum og manndrápum. Dæmi:
Ungverjaland, Kórea. Árangur-
inn af þessu hefir verið sá, að
áhrifasvæði Vesturveldanna hef-
ir minnkað en Sovétveldanna
stækkað. Að þessu athuguðu er
ástæða til að ætla, að Rússar
setlist til þess að Atlantshafs-
bandalagsríkin líti á nærveru her
skipanna við ísland sem ógnun,
er gæti skapað taugaveiklun
meðal ráðandi manna og raunar
alls almennings hins frjálsa
(heims. Heimsókn dr. Stikkers til
íslands hefir vafalaust gefið hin-
um góðu viðskiptavinum fslend-
inga í austri kærkömið tækifæri
til að sýna klærnar, einkum og
sér í lagi þar sem flotinn hefir
tekið að sér yfirstjórn á vörnum
íslands.
Hannibal Valdemarsson, alþm.:
• Ég hef ekkert
j um þetta mál
] að segja. Ég held
I að Stikker hafi
fsvarað þessu um
| daginn. Ég vísa
Sbara til hug-
I hreystingarorða
ihans. Ég er
lekkert authori-
tet um þessa
hluti. Ég verð að treysta Stikker
í þessum efnum.
Kristján Albertsson, rithöfund-
ur: — Ekki veit ég hversu mörg-
um mílum frá ströndum annara
ríkja rétt þykir eða sæmilegt að
stórveldi hafi flotaæfingar. En
þessar skotæfing [
ar rússneska flot'
ans undan strönd
um íslands ættu
að nægja til
þess að landvætt
ir hafi andvara á
sér, ef þetta land
er þá ekki heill-
um hörfið vegna
þeirrar eitrunar
sem það hefur í sig drukkið frá
allskonar sovét-pöddum og öllum
þeim mörgu sem við þær gæla.
Hinn tröllaukni vígbúnaður
Rússa á hafinu undirstrikar, bet-
ur en nokkur orð fá gert, alla
flónsku hinna verstu og afskap-
legustu einfeldinga, sem fram
hafa komið í sögu lands vors síð-
an á Sturlunga-öld, þeirra sem
m. a. nýlega ráfuðu Keflavíkur-
göngu til þess að nudda um það
enn á ný, að ísland þyrfti um
fram allt að vera óvarið land ef
koma skyldi til nýrra blóðugra
átaka um yfirráðin í heiminum.
Má ég látá þess getið, að mér
þykir Rússar líka köma of ná-
lægt íslandi þegar þeir reisa hér
Rúblu-höll, eða senda fjárgjafir
til að styrkja pólitískar aðgerðir
sem að því miða að grafa undan
efnahagskerfi landsins, stofna til
vandræða fyrir stjórn þess og
koma óorði á ísland sem eina
land álfunnar sem búi við
stöðuga óvissu um verðgildi pen-
inga sinna og hag og öryggi
framleiðslu og þjóðarbús.
Um allt þetta má segja líkt og
skáldið kvað: Og glöggt er það
enn hvað þeir vilja. Fjarlægðir
milli landa og heimsálfa styttast
óðfluga ár frá ári, verða að mark
leysu fyrir vaxandi hraðfleygi
bæði manna og morðvopna.
Hvers vegna skyldu Rússar verða
feimnari við okkur en t. d. Eist-
lendinga, ef ísland skyldi ein-
hvern tíma liggja vel við höggi
— eftir langan, margvíslegan og
rækilegan undirbúning innlendra
svikara og bjána?
Hvers vegna má ísland ekki fá
að vera frjálst land í frjálsu
varnarbandalagi við aðrar frjáls-
ar þjóðir heimsins? Hvers vegna
liggur hirð Krúsjeffs á íslandi
og rússneskum söfnuði í Reykja-
vík svo óskpalega á, að þræla
íslandi undir djöfuldóm hins
versta Oks, sem nú þekkist á
!i::::ii:"-" ........ •>„
'N.
—- Þú ættir að sýna karí-
mennsku þína og kvarta undan
því hve skórnir þrengja að þér.
'' Moskvubúi nokkur, fvan að
nafni, sem var mjög feiminn,
kom dag nokkurn inn tii for-
stjóra verksmiðjunnar, sem var
kona og stamaði:
— Frú forstjóri, get é,g ekki
fengið frí eftir hádegið, því að
ég hef fengið miða í óperuna?
Hún hrópaði:
— Ivan, hvernig vogarðu þér
að ávarpa mig frú forstjóra, þú
átt að segja félagi forstjóri.
Hvaða ópera er það annars, sem
þú hefur fengið miða á?
— Félagi Butterfly, svaraði
Ivan.
—k—
Kona nokkur kom með björn
í aðgöngumiðasölu í kvikmynda-
húsi.
— Nei, heyrið þér nú frú mín,
þetta gengur ekki, sagði miða-
sölustúlkan, það er stranglega
bannað að fara með villidýr inn
í salinn.
— Ó, sagði frúin og stundi,
getið þér ekki gert undantekn-
ingu þetta eina sinn? Björninn
minn var nefnilega svo hrifinn
af sögunni, sem myndin er gerð
eftir.
jörðinni — oksins sem Austur-
Þjóðverjar eru nú að flýja þús-
undir hverja viku, áður en það
kann að verða um seinan — í
viðbót við þær milljónir sem
áður höfðu flúið viðurstyggð
kommúnismans?
Verri blóðeitrun hefur aldrei
þekkzt á íslandi.
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
cand. mag.: — Ég býst varla við
að það skipti miklu máli hvort
þeir eru 125 km undan landi eða
t. d. 500 km-fjarlægðirnar eru
orðnar svo lítilvægar. En þetta
ætti eigi að síður að minna okkur
á þann vanda, sem að okkur steðj
ar: Algert öryggisleysi andspæn-
is hinu volduga einræðisveldi, ef
við nytum ekki styrks frá vest-
rænum varnarsamtökum;. mikill
Og vaxandi áhugi kommúnista á
málefnum Okkar; áhrifamikill
kommúnistaflokkur innanlands;
efnahagsástand; sundurþykk lýð
ræðisöfl.
Andspænis þessu stöndum við,
og má ætla, að viturlega þurfi
að breyta, ef ekki á að hljótast
verra af. Ekki mun þjóðinni
a.m.k. hollt að láta skeika að
sköpuðu; í slíku útliti ekki held-
ur að gefa sig á vald öfgum Og
áróðri.
Ætli reyndist ekki haldbezt hér
sem endranær, að hver og einn
reyndi að brjóta málin til mergj-
ar eftir beztu getu Og breytti
svo í samræmi við það. Erfið-
leikar okkar innanlands verða
ekki leystir með öðru en þegn-
skap og sanngirni lýðræðisafl-
anna — af öðrum er slíks ekki
að vænta. Og kommúnismann
sigrum við ekki með öðru en
sannleika.
Pétur Benediktssou, banka-
stjóri: — Sumir skilja ekki fyrr
en skellur í tönnunum, Og flota-
æfingar Rússa
rétt austur af fs-
landi ættu að
geta sýnt þeim
|fram á, að Rúss-
|ar eru þess al-
#.,búnir að hefja
jk \ . ^hernaðaraðgerð
** > ,ir í námunda við
ísland ekki síður
V.WJ
en annars staðar.
Annars hélt ég ekki, að það væri
neitt leyndarmál, hvílík hætta
heiminum stafar af drottnunar-
stefnu Rússa — ef menn líta á
málin opnum augum og nenna
að hugsa. Heræfingar fimmtu her
deildar Rússanna í íslenzkum
efnahagsmálum undanfarnar vik-
ur er þó það, sem okkur stafar
mest bein hætta af í bili.
Læknar fjarveiandi
Árni Björnsson til 2. ágúst (Stefán
Bogason).
Bergsveinn Ólafsson óákv. tíma. —
Staðg.: Augnl. Pétur Traustason, heim
ilisl. Þórður Þórðarson.
Bjarni Bjarnason óákv. Staðg.: Al-
freð Gíslason.
Bjarni Jónsson frá 24. júlí í mánuð.
Staðg.: Björn Þórðarson.
Bjarn Konráðsson til 1. ágúst. Stað-
gengill: Arinbjörn Kolbeinsson).
Björn Gunnlaugsson til 8. ágúst. —
Staðg.: Jón Hannesson, Austurbæjar-
apóteki.
Björn L. Jónsson, læknir, verður
fjarverandi til júlíloka. Staðg.: er Páll
V. G. Kolka.
Björgvin Finnsson 17. júlí til 14. ágúst.
Staðg.: Arni Guðmundsson.
Brynjólfur Dagsson, héraðslæknir í
Kópavogi til 1. okt. (Staðg. Ragnar
Arinbjarnar, viðtalstími kl. 2—4, laug
ardaga kl. 1—2 í Kópavogsapóteki,
sími 10327).
Friðrik Björnsson, 18. til 30. júlí.
Staðg.: Eyþór Gunnarsson.
Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán
Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30.
sími 19690).
Guðjón Klemensson í Njarðvíkum
trá 17. júlí til 7. ágúst. (Kjartan Olafs
son).
Guðmundur Björnsson 3. júlí — ó-
ákveðið. Staðg.: Augnl Pétur Trausta
son, heiml.: Björn Guðbrandsson.
Guðmundur Eyjólfsson til 1. ágúst.
Staðgengill: Erlingur Þorsteinsson.
Gunnar Guðmundsson um óákv.
tíma (Magnús Þorsteinsson).
Gunnar Benjamínsson 17. júlí til
ágústloka. Staðg.: Jónas Sveinsson.
Gunnlaugur Snædal 2—3 vikur frá
10. júlí. Staðg.: Jón Hannesson.
Hannes Þórarinsson óákv. tíma. —
Staðg.: Olafur Jónsson.
Haraldur Guðjónsson óákv. tima Karl
Jónasson).
Hjalti Þórarinsson til 10. ágúst. —
Staðg.: Olafur Jónsson.
Grímur Magnússon 13.—18. júlí. —
Staðgengill: Jóhannes Ðjörnsson).
T ívoli
Opnað í dag kl. 2.
Fjölbreytt skemmtitæki
Fjölbreyttar veitingiy.
TIVG~_
TIVOLI
I. DEILD
AKRANES í dag kl. 5
Hatnarfjörður—Akranes
AKUREYRI í dag kl. 5
KR—Akureyri
Laugardalsvöllur
Á morgun ( mánudag) kl. 8,30
Valur—Fram
II. DEILD
Úrslitaleikur — Laugadalsvöllur
í kvöld ( sunnudag) kl. 8,30.
ísafjörður—Keflavík
Dómari: Baldur Þórðarson.
Línuverðir: Jón Þórarinsson, Haraldur Baldvinsson.
Hvort þessara liða verður í I. deild næsta suniar?
Alþýðusamband íslands tilkynnir:
Fundur
verður haldinn með verkfallsmönnum hjá Vegagerð
rikisins í kjallara Alþýðuhússins við riverfisgötu,
mánudaginn 24. júlí kl. 8,30.
Rætt verður um verkfallsmálin.
Alþýðusambandið
Lokað
vegna sumarleyfa
frá 24. júlí til 8. ágúst n.k.
G. Ólafsson & Sandholt
Laugavegi 36
Sakaskrá — Sakavottorð
Sakaskrá ríkisins hefir verið flutt af Fríkirkjuvegi
11 í skrifstofu saksóknara ríkisins á Hverfisgötu 6,
3. hæð, sími 16620. — Afgreiðslutími sakavottorða
verður fyrst um sinn á virkum dögum kl. 10—12
árdegis og 2—4 síðdegis nema á laugardögum kl.
10—12 árdegis.
Saksóknari ríkisins