Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. júlí 1961 *p Mótorhjól lögregluþjónsins og olíubíllinn í baksýn á horninu þar sem slysið varð. Lögreglumaður á bif- hjóli stórsiasast Kaslao'isf 8 metra og skall i götuna i hörðum árekstri á laugardaginn Hesti mysþyrmt í Hafnarfirði LAUST fyrir klukkan fimm á laugardaginn stórslasaðist Ásmundur Sigurðsson, lög- reglumaður, er bifhjól, sem hann ók, lenti í árekstri á mótum Nóatúns og Lauga- vegar. Slasaðist hann illa og var enn rænulítill í gær- kvöldi. Mun hann vera höfuð kúpubrotinn og mikið slasað ur á læri. Á þessum gatnamótum voru sett upp umferðarljós í vor. — Olíubíll frá BP var á leið inn Laugaveginn og ætlaði síðan að beygja upp Nóatúnið. Þegar græna Ijósið kviknaði varð olíubíllinn því að fara yfir ak- reinarnar. Kastaðist 8 metra í þessum svifum bar Ásmund að á bifhjólinu og stefndi hann x átt að miðbænum. Rakst bif- hjólið, eitt af hinum öflugu Harley-Davidson-hjólum lögregl unnar, á vinstra afturhjól olíu- bílsins af miklu afli. Tókst Ás- mundur á loft, og kastaðist fulla átta metra og skall síðan í göt- una. Til marks um höggið má geta þess, að ytri felgan á tvö- földu afturhjóli olíubílsins, bognaði talsvert. Ásmundur hlaut mjög slæmt höfuðhögg, enda blæddi úr eyr- um hans. Hafði hann ekki haft hlífðarhjálm á höfði. Þá stór- slasaðist hann á lærL Ásmundur var fluttur í Landsspítalann, en ekki hefur verið hægt að kanna meiðsli hans til hlítar sökum meðvit- undarleysis hans. Seinnihlutann í gær komst hann þó til með- vitundar. Ökumaður olíubílsins hefur skýrt rannsóknarlögreglunni svo frá, að hann hafi ekki séð til ferða lögreglumannsins fyrr en um leið og áreksturinn varð. * Dómkirkjan er opin í bréfi frá skrifstofustúlku, hér í dálkunum fyrir helgi, var fundið að því að Dómkirkjan væri ekki opin og kvaðst stúlk- an hafa séð erlenda ferðamenn snúa þar frá. í því tilefni hef- ur séra Jón Auðuns sent mér eftirfarandi leiðréttingu: Heiðraði Velvakandi, í um- mælum í dálkum yðar um Dómkirkjuna 21. þ.m. gætir misskilnings, sem ég vil leið- rétta. Dómkirkjan er opin þvínær alla daga ársins frá kl. 10 ár- degis til 5 síðd. Svo hefir verið lengi og kirkjuvörðurinn er daglega í kirkjunni við um- sjón og störf. Mikill fjöldi Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson. Y trifelgan á afturhjóli olíu- bílsins bognaði þar sem mótor hjólið lenti á henni. ferðamanna einkum erl., kem- ur og skoðar kirkjuna, gengur þar út og inn og fær uppl. um aldur hennar o. fl. Hinar stóru vængjahurðir á suðurhlið kirkjunnar eru daglega opnar og gefa hverjum sem að þeim kemur, til kynna, að kirkjan sé öllum opin. Þetta nota sér margir ferðamenn. En á hitt má benda Reykvíkingum, að kirkjan er öllum opin bæði yður heiðraði Velvakandi og öðrum, sem vilja eiga hljóða stund í hinu helga húsi. Engra manna hugleiðingar ætti það að trufla, að tíðum situr dóm- organistinn eða aðstoðarmaður hans við orgelið og fyllir kirkj una fögrum tónum. Því miður er sá siður víða í löndum mótmælenda, að hafa AÐFARANÓTT sunnudagsins var. unnið ógeðslegt illvirki á hesti i Hafnarfirði. Hafði hestur- inn verið króaður uppi við hænsnahús, og skorið með hnif undir taglinu á honum, svo af varð svöðusár. Fannst hann das- aður af blóðmissi inni í fjárhúsi, þar sem hann hafði verið lokaður inni. Hesturinn, sem er reiðhestur Ólafs Runólfssonar, var í girð- ingu við Linnetsstíginn. Sveinn Björnsson, lögregluþjónn, sem kom á staðinn um morguninn, tjáði blaðinu, að hann Hefði sýni- lega verið króaður inni upp við hús, illvirkið unnið og síðan komið inn í fjárhúsið, til að fela verknaðinn. Fann Ólafur hest sinn þar um morguninn. Hafði hann þá misst mikið blóð. Var kallað á dýralækni, sem deyfði hestinn, saumaði sárið og gaf hön pensilín og blóð. Var lögreglan síðan kvödd á staðinn. Ekki hafa 160 hvalir komnir á land 160 hvalir eru nú á land komnir í hval&töðinni í Hvalfirði. 900 tonn af lýsisframleiðslu þessa árs er þegar farið á markaðinn. .— Vinnslan gengur ágætlega 1 stöð inni, eins og jafnan áður. Seinni nýkeypti hvalbáturinn, Hvalur VII., kemur hingað til lands um miðjan ágúst. Hvalveiðin hefur gengið heldur verr í ár en í fyrra, enda hefur verið óvenju langt að sækja hvalinn, eða aldrei styttra en 200 mílur á haf út. Einnig kemur það til að óvenjulega mik ið dimmviðri hefur verið á mið- unum. Með minna móti veiðist af reyðarhval á þessari vertíð, en því kenna sjómenn um, að áta hefur ekki gengið á hvalamið bátanna. — Oddur kirkjur sjaldan opnar, nema við messugerðir. Síðustu vik- ur komum við hjónin þrásinnis að læstum kirkjum í Noregi og Þýzkalandi og sögðum þá okk- ar í milli: Hversvegna er þessi kirkja ekki opin eins og Dóm- kirkjan okkar heima? Við því, að Dómkirkjan sé illa máluð að utan er þetta að segja: Bæði getur það verið álitamál hvort aldagamalt hús á stöðugt að ilma af nýrri málningu, og svo er hitt, að örfá ár eru liðin síðan Dóm- kirkjan var vandlega máluð, en hinir öldnu veggir hennar úr hlöðnum, kalklímdum steini halda málningu mjög illa. Samt er viðhald Dómkirkj unnar, að utan sem innan, sóknarnefndinni til sóma eins þeir sem þennan ógeðslega verkn að unnu, fundizt, en frétzt hefur af mönnum, sem þarna höfðu verið um kvöldið að maðkatínslu. Hafði Sveinn Björnsson það eftir eigandanum, að hestur þessi gæti verið styggur og erfiður við ókunnuga. Biður Jón Guðmundsson yfir- lögregluþjónn þó, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um manna ferðir við eða í girðingu Ólafs Runólfssonar aðfaranótt sunnu- dagsins, góðfúslega að láta lög- regluna vita. Fyrri slægjan hirt í Reykholti AKRANESI, 24. júlí. — Ég hitti greinagóðan mann að máli, sem fór upp í Reykhóltsdal í gær. Sagði hann Reykholt vera einu jörðina, þar sem búið er að hirða fyrri slægjuna að mestu og eru öll súgþurrkunartæki í gangi. Á öðrum bæjum sæist aðeins hey í smásætum og drýlum og óhemju mikið flatt hey, sem aldrei hefði verið hreyft við. Er það hey, sem bændur rifu niður um daginn, þegar þeir héldu að þurrkur væri að koma fyrir alvöru. — Oddur. Leita aðstoðar kommúnista ELISABETHVILLE, 24. júlí — Það var tilkynnt hér í dag, að stjórn Katanga muni á næstunni senda nefnd manna til A-Evrópu landanna til þess að ræða um hugsanlega efnahags- og menn- ingaraðstoð frá kommúnistaríkj- unum, eins Og komizt er að orði í tilkynningunni. Er þar fyrst og fremst átt við Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu. og raunar ber hinu virðulega, gamla húsi, sem er ein af fá um perlum meðal gamalla bygginga í Reykjavík. Ég þakka yður fyrir að birta þessar athugasemdir. Jón Auðuns. * Síxd á innanlands- markað Daglega flytja blöðin gleði- legar fréttir um síldarafla bát- anna fyrir norðan og söltun, sem er orðin svo mikil að nú er að verða komin í tunnur öll sú síld, er við höfum sam- ið um að selja úr landinu. Er það nú að verða áhyggjuefni hvort meiri saltsíld seljist, sé haldið áfram að salta. En hvernig er með innan- landsmarkað. Mér er sagt að lítið seljist af saltsíld til neyzlu á heimilum í landinu. En það er ekki gott við að eiga. Heil tunna er of stór vetrarskammtur fyrir flesta. Ef hægt væri að fá saltsíld 1 áttungum og jafnvel minni skömmtum væri fyrst von til þess að fólk geti notfært sér saltsíldina til matar. Því ætti einhver góður síldarsaltandi að taka sér fyrir hendur að láta salta í minni ílát en tunn- ur fyrir innanlandsmarkað eða skipta úr tunnunum i minni ílát seinna. Við íslendingar borðum mjög litla síld og er það okkur til skammar. í búð- unum fást að visu alltaf síld- arflök en þegar þarf að kaupa stykkið af síldinni þar á 6 kr. er hún ekki sú ódýra og holla fæðya sem hægt er að hafa dag lega á borðum. Væri ’þá mi'kil búbót að eiga ódýra síld í átt- ung í kjallaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.