Morgunblaðið - 13.08.1961, Side 10

Morgunblaðið - 13.08.1961, Side 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnu'dagur 13. ágúst 196 * ÞEGAR Pálsson sögðum við kvöddum Björn á Ytri-Löngumýri, við honum, að við ætluðum að bregða okkur yfir í Skagafjörð og heimsækja séra Gunnar Gíslason, alþing- ismann í Glaumbæ. — „Það er góður maður, mikill bú- maður. Mér Iikar vel við hann. Berið homirn kveðju mína“, sagði Björn. Séra Gunnar stóð í hlaðinu, þegar við komum að Glaum- bæ. Hann var í vinnufötum, því þerrir var góður og mikið að gera við heyskapinn. „Nú hittuð þið illa á“, sagði presturinn. „Konan m,ín fór í ferðalag með kvenfélaginu í morgun. Bg veit, að henni leiðist mjög að hafa ekki ver- ið heima til þess að taka á móti ykkur. En við hljótum samt að finna eitthvað með kaffinu“, sagði hann og brosti. — ♦- Við gengum til stofu og fór- um að ræða búskapinn. Séra Gunnar Gíslason með yngstu b örnum sínum í túninu að Glaumbæ. Þingmaðurinn, sem skírir bðrnin í Skerjafirði „Það hefur ekki viðrað allt of vel í sumar“, sagði séra Gunnar, „en mér hefur samt gengið ágætlega. Það hefur aldrei hrakizt hj'á mér hey, öll þessi ár, sem ég hef búið hér. Við erum vel í sveit sett, hér í Glaumbæ". Séra Gunnar lauk guðfræði prófi 1943 og sama ár vígðist hann til Glaumbæj ar. Jörðin er mikil og hæfir miklum búmanni og Gunnar kann líf- inu vel í Skagafirði. „Eg hef alla tið verið í sveit, aldrei nálægt sjónum komið. Konan mín er hins vegar úr Reykjavík, en hún hefur alla tíð kunnað sveitalífinu vel. — Þið getið sagt Framsóknar- mönnunum það, að hún sé kaupmannsdóttir úr Reykja- vík, en samt sem áður hinn mesti búforkur", segir hann og hlær. — ♦- „Er safnaðarlífið öflugt hér? spyrjum við. „Kirkjur eru hvergi vel sótt ar á.íslandi, en hér er það samt betra en víðast hvar ann- ars staðar", segir séra Gunnar. „Við eigum mikið af góðu söngfólki hés,í sveitinni, tenór arnir í Skagafirði eru lands- frægir. Fólk syngur mikið, hef ur mikla ánægju af því — og við eigum góðan kirkjukór. Það hefur verið mér mikill stuðningur". „Eg méssa í þremur kirkj- um, yfirleitt sinn sunnudag- inn í hverri — nama á stór- hátíðum. Þá messa ég í þeim öllum“. „Og eru preststörfin mikil þar fyrir utan? „Já, allmikið um giftingar og skírnir. Fólk kemur gjarn- an með börn sín í kirkju til skírnar, það vil ég líka helzt. Annars fer ég líka oft á heim- ilin til þess að skíra“. — ♦- „Er það enn siður í sveit- inni að bjóða kirkjugestum heim í kaffi að messu aflok- inni? „Já, já, — það er í rauninni liður í messunM, ef sva neetU segja. Göm.ul venja og góð, sem ég vona að haldist sem lengst. Það er gott og gagn- legt að ræða við sveitunga sína um landsins gagn og nauð synjar, það heldur söfnuðinum betur saman“. Við göngum út í góða veðr- ið. Förum í kirkjuna með presti. Hún er lítil, rúmar um 60 manns þéttsetin. En þarna er hlýlegt og friðsælt og gott að koma. Við göngum síðan í byggða- safnið, torfbæinn í Glaumbæ, sem geymir gamlar minjar Skagfirðinga. Við erum kornn- ir aftur í gráa forneskju, þrömmum eftir moldargólfum> skoðum gamlar skyrámur, strokka og ýmis búsáhöld. Síð- an komum við í baðstofuna. „Eg skal nú segja ykkur það, að hér bjó ég fyrsta vet- urinn minn í Glaumbæ", seg- ir Gunnar, „Það er ekki lengra síðan að búið var í þessum bæ“. Hann bendir okkur á lok- rekkjuna, sem hann svaf í 1943. Það hefur vissulega ver- ið mikil breyting að flytja í nýja steinhúsið, sem prestur- inn býr nú í. Úti á túni er vinnumaður að bjástra með elzta syni séra Gunnars. Þeir eru eitthvað að eiga við jeppann. Næst elzti sonurinn er að slá á vél, sem dregin er af hestum. „Þeim fækkar óðum hest- unum hér í Skagafirði. — Stærstu hestabænd/urnir eiga ekki nema 40—60 nú orðið — og það var bragðdauft hesta- mótið, sem haldið var hér á dögunum. Lélegir árangrar. Eg var þar dómari, er yfir- leitt á öllum hestamótum. — En þeir seldu hins vegar pyls- ur fyrir þúsundir króna, heyri ég“, segir Gunnar og brosir. „Það bætir fjárhag hesta- mannafélagsins". Áður en við kvöddum hellti séra Gunnar upp á könnuna og bar fram góðar kökur svo að við höfðum ekki yfir neinu að kvarta, þó prestfrúin væri í skemmtiferð með kvenfélag>- inu. —★— Hann er með hauskúpurnar tvær uppi á lofti, er búinn að setja andarnefju-kúpuna í stór an þvottabala — „og þarna liggur hún í mjólk, eða hvað?“ „Nei, þetta er einhver plast- upplausn, sem fyllir beinið. Þegar þetta er orðið svona gamalt, er hætt við að beinið morkni, eða fúni — og molni í sundur. Eg hringdi í þá á Þjóðminjasafninu og þeir sögðu mér, að á British Múse- um væri notuð ákveðin plast- upplausn til þess að herða hauskúpur í — og það vildi svo vel til, að Harpa átti þessa formúlu". — ♦ - „En hvernig var ferðin? Sástu nokkra erni? „Jú, ég sá sex erni í ferð- inni“. „Hvar?“ „Það segi ég ekki“, og Birg- ir brosir í kampinn. „Við, sem fylgjumst með örnunum, höld- um þessu leyndu, erum eins og frímúrarar, þegar erni ber á góma. — Það eru nefnilega svo mörg dæmi þess, að for- vitnir menn, sem ekki þekkja háttarlag arnarins vel, hafa drepið ungann, hann hrökkl- ast út úr hreiðrinu — og fell- ur fyrir björg. Annars eru 40—50 ernir á fslandi og ég held, að stofninn sé að vaxa frekar en hitt“. - ♦ - „Annars fór ég á Snæfel’s- nes, í Dalina og norður í Skagafjörð. Á Fagranesi á Reykjanesströnd hitti ég Jón Eiríksson, Drangeyjarsigmann. Hann er annar maðurinn, sem kleif Kerlingu við Drangey. Sá, sem fyrstur vann það af- rek, er Hjálmar frá Kambi, nú níræður, vistmaður á elli- heimilinu á Sauðárkróki. — Hann er eini núlifandi sögu- maður Jóns Árnasonar. Eg heimsótti Hjálmar.“ „En það, sem ég ætlaði að segja þér, var, að faðir Jóns á Fagranesi á mikið og fallegt eggjasafn. Hann byrjaði að safna ungur Og sýndi mér snjó tittlingsegg, sem hann blés úr Birgir Kjaran á siglingu undir Hornbjargi. Meö skel jar og steina úr sumarfrfinu BIRGIR KJARAN, alþingis- madur, á sennilega eitt stærsta steinasafn á fslandi. f sumar bættust honum enn fallegir steinar. Hann kom með full- an poka heim úr sumarfríinu, fór norður og vestur, skoðaði fugla, tíndi steina og skeljar. — ♦ — „Já, ég nota hvert tækifæri til þess að komast út á land, hitta skemmtilega og fróða menn um náttúru landsins og sjá eitthvað nýtt. Til útlanda fer ég ekkr nema þurfa nauð- synlega, en nýt lífsins í rík- um mæli, þegar ég ferðast um ísland“, segir Birgir — „og það gerði ég í sumar, eins og oft áður“. Birgir er köminn aftur í bæinn, farinn að hyggja að verzlun föður síns og bókaút- gáfunni, en á kvöldin vinnur hann í rólegheitum úr því, sem hann dró að sér í sumar- leyfinu. Hanri þarf-að koma steinunum fyrir í safninu, hann er líka með fallegar skeljar, nokkur smáfuglahreið ur — og svo kom hann með hauskúpu rostungs og andar- nefju. „Það versta er, að ég er að fylla íbúðina af þessu. Það er farið að þrengjast um fjölskylduna". — ♦ — fyrir 50 árum. — Þar nyrðra hitti ég margt fleira skemmti- legt fólk og í Glerhallavík tíndi ég sæg af steinum". „Nú, þaðan fór ég á Barða. strönd, sem mér finnst ein- hver fegursta sveit á fslandi. Eg heimsótti Svein bónda Guð mundsson í Miðhúsum í Reyk- hólasveit. Hann á 30—40 eyj. ar á Breiðafirði, er mikill náttúruskoðandi og hefur greint samkvæmt Flóru um 100 jurtategundir í einni eyj- unni. Mjög merkilegur maður. — Þarna tíndi ég steina, því fallegustu og fágætustu stein- ana finnur maður á Vestfjörð um og á Austfjörðum, elztu hlutum íslands". — ♦ — „Á Barðaströndinni er mik- ið af stjörnusteinum og jaspis, einkum í Djúpafirði' og á Hjallahálsi. — Nú, og á Brjánslæk finnast fallegustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.