Morgunblaðið - 13.08.1961, Síða 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunmídagur 13. ágúst 1961
msfrliifrifr
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: A.ðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ERLENT FJARMAGN OG STORIÐJA
¥ einu þýðingarmiklu stór-
máli hafa allir íslenzkir
lýðræðisflokkar lýst yfir
svipaðri stefnu, þ. e. a. s.
að því er varðar hagnýtingu
erlends fjármagns til upp-
byggingar stóriðju. Samstaða
lýðræðisaflanna í þessu stór-
máli hefur geysiþýðingu og
hana ber að styrkja, þrátt
fyrir ólíkar skoðanir í all-
flestum málum öðrum.
Á það hefur margsinnis
verið bent, að innan skamms
geti svo farið, að auðæfi
þau, sem fólgin eru í fall-
vötnum og jarðhita landsins,
verði lítils eða einskis virði
vegna hinnar öru þróunar
kjarnorkuvísinda. Þess vegna
ríður á að bráður bugur
verði undinn að því að hag-
nýta þau tækifæri, sem okk-
ur bjóð<ast til stórvirkjana
og byggingar iðjuvera.
Þróunin í efnahagssam-
vinnu Evrópuríkja er líka
svo ör, að við hljótum óhjá-
kvæmilega í nánustu fram-
tíð að taka þátt í þeirri sam-
vinnu, ef við ekki eigum að
einangrast efnahagslega og
dragast aftur úr öllum ná-
grannaþjóðunum í lífskjörum
og efnahagslegu tilliti yfir-
leitt.
Rétt er að menn geri sér
strax grein fyrir því, að enda
þótt við yrðum þátttakendur
í Efnahagsbandalaginu, þá
höfum við full ráð yfir orku-
lindum okkar. Ákvæði Róm-
arsamningsins svonefnda
gera hvergi ráð fyrir, að er-
lendir borgarar geti haft
frekari rétt en innlendir. —
Þótt við fengjum engin sér-
ákvæði samþykkt að því er
okkur varðar sem smáþjóð
— sem þó er engin ástæða til
að óttast — þá er í þessu
efni engum réttindum fórn-
að. —
íslenzka ríkið hefur bein
yfirráð yfir öllum orkulind-
tun landsins. Þannig gæti
enginn íslenzkur borgari,
þótt hann hefði fjármagn til
þess, ráðizt í virkjun Þjórs-
ár eða annarra fallvatna án
samþykkis og ákvörðunar
ríkisvaldsins. Auðvitað tekur
þetta því fremur til er-
lendra manna. — Sjálfsagt
reyna afturhaldsmenn og
kommúnistar að gera tor-
tryggilegar tilraunir okkar
til að tryggja stórstígustu
framfarir, sem þekkzt hafa í
Islandssögunni, og þeir munu
segja að við ætlum að af-
sala okkur réttindum yfir
orkulindunum.
Þess vegna er rétt að
j menn geri sér frá upphafi
grein fyrir því, að engu
slíku er til að dreifa. Við
styrkjum aðeins aðstöðu
okkar til að afla fjármagns
til að virkja sjálfir, þá og
þegar okkur sýnist og fá er-
lent fjármagn til að kaupa
orkuna til þeirra stóriðju-
vera, sem við samþykkjum
að hér rísi, því að sjálfir
ráðum við auðvitað hvert og
hverjum við seljum orku.
EINANGRUNAR-
STEFNA OG
KOMMÚNISMI
l|/|eðal stórþjóðanna, t. d.
Bandaríkjamanna og
Breta, eru til einangrunar-
sinnar, menn sem lifa í þeirri
gömlu trú að einstök ríki geti
einangrað sig frá umheimin-
um og þurfi ekki að láta sig
neinu skipta, hvað , annars
staðar hendir. Þessum mönn-
um fer fækkandi og áhrif
þeirra eru lítil sem engin orð-
in. Þannig er þetta einnig
meðal smáríkjanna. En at-
hyglisvert er, að kommúnist-
ar hafa hvarvetna samstöðu
með einangrunarsinnum í lýð
ræðisríkjum. Afturhaldsmenn
eru þar auðvitað bandamenn
kommúnista, alveg eins og
þeir hlutleysingjar, sem ekki
þora að horfast í augu við
raunveruleikann.
Þjóðviljinn ræðst í gær að
viðskiptamálaráðherra fyrir
það, að hann hafi nokkrum
sinnum farið utan til að gæta
hagsmuna íslendinga í sam-
bandi við hina hröðu þróun
efnahagsmála nágrannaríkj-
anna. Framsýnir menn
mundu miklu fremur áfell-
ast ríkisstjórnina fyrir að
hafa ekki nóg að gert til að
tryggja hagsmuni íslands með
því að fleiri menn störfuðu
að þessum málefnum og við
værum í nánari tengslum við
nágrannaþjóðirnar.
Full ástæða er til að þakka
viðskiptamálaráðherra fyrir
það að leitast við að fylgjast
með þessari þróun, og Morg-
unblaðið mundi sannarlega
fagna því að meira væri gert
í þeim efnum en ekki rninna.
Auðvitað er kostnaður þessu
samfara en í hann ber ekki
að horfa.
VEIZLUHÖLD
lVIálgagn kommúnista ræðst
auk þess að viðskipta-
málaráðherra fyrir óhófleg
veizluhöld. Ekki veit Morg-
unblaðið, hvort sá ráðherra
heldur meiri veizlur en aðr-
ir, og sjálfsagt eru þær ekki
ríkmannlegri en hjá komm-
(ITAN UR HEIMI
J.
Alsír mun rísa úr rdstum
— en stríðinu er ekki lokið
Gr/p/'ð niður i viðtal i erlendu blaði
við Belkacem Krim, sem var aðalfull-
trúi Serkja i Evian-viðræðunum
við Frakka
VIÐRÆÐUR fulltrúaalsírsku
útlagastjórnarinnar í Túnis og
frönsku stjórnarinnar um
sjálfstæði og framtíð Alsír
fóru út um þúfur fyrir
skömmu — a. m. k. um sinn
— svo sem kunnugt er af frétt
um. Skömmu áður en ráð-
stefnuna rak upp á sker átti
blaðamaður frá danska blað-
inu „Information“ viðtal við
formann alsírsku viðræðu-
nefndarinnar, Belkacem
Krim, utanríkisráðherra út-
lagastjórnarinnar. í þessu við-
tali lýsti Krim þeirri skoðun
sinni, að Alsírstyrjöldin •—
sem nú hefir staðið um sjö
ár — muni engan veginn á
enda. Hann gaf blaðamannin-
um þá þegar í skyn, að við-
ræðurnar við Frakka mundu
stranda á Sahara, svo sem
raun varð á — Sahara „sem
Frakkar vilja nú ekki telja
til Alsír lengur“. Og blaða-
maðurinn bætir við frá eigin
brjósti: — Krim og nefndar-
menn hans eru ekki fólk, sem
er líklegt til að slá af kröfum
sínum. Þeir munu halda stríð-
inu áfram. Þeir geta beðið.
♦
Hann kveðst hafa komizt að
þeirri niðurstöðu við að heim-
sækja Krim og meðnefndanmenn
hans, „að alsírsku þjóðernissinn-
arnir hafi reynt næstum allt, og
að þeir hafi til að bera þann
styrk, sem ekkert megnar að
buga“.
4 „Eg hefi verið heppinn"
Belklem Krim er 39 ára gam
all. Hann var lengi einn af helztu
foringjum neðanj arðarhreyfingar
þjóðernissinna í Alsír, hefir setið
í útlagastjórn Serkja frá upphafi,
1957 — og er nú utanríkisráð-
herra hennar og annar áhrifa-
únistaleiðtogunum í vinstri
stjórninni.
Hinsvegar vill blaðið taka
undir það, sem það raunar
hefur gert áður, að veizlur
hins opinbera þyrftu ekki að
vera jafnveglegar og raun
ber vitni. Sérstaklega er það
ósvinna að veita margar teg-
undir áfengis í hádegisverð-
arboðum, svo að menn séu
hálf- eða alóvinnufærir síð-
ari hluta dagsins, ef þeir
þurfa að taka þátt í slíkum
boðum.
Slíkar venjur, sem hér
hafa komizt á, að erlendri
fyrirmynd, á að afnema,
bæði hjá bæ og ríki, og vissu
lega er engum betur til þess
treystandi en núverandi ríkis
stjórn og bæjaryfirvöldum
Reykjavíkur.
mesti leiðtogi Serkja, við hlið
Ferhat Abbas, forsætisráðherra.
Krim hefir fimm sinnium verið
dæmdur til dauða af frönskum
dómstólum — og um árabil lýstu
frönsk blöð honurn sem hinum
versta og hættulegasta afbrota-
manni. Um þrigigja ára skeið
lifði Krim „undir jörðinni", þeg-
ar Frakkar gengu harðast fram
næstum því ofstækisfullri aðdá-
un“ um hina alsírsku þjóð. „Það
(fólkið) hefir orðið að þola margt
Og mikið“, segir hann. „Það hef-
ir liðið líkamlegar þjáningar —
og það hefir þjáðst á sálinni“.
— Hann heldur því fram, að
Alsírmenn hafi ekki hug á að
hefna sín á Evrópumönnum í
landinu. „Alsírmenn hafa þjáðst
meira en svo undir frönskuim yf-
irráðum, að þá fýsi nú að drottna
yfir öðrum - og auk þess munum
við fá þjóðinni nó.g að gera við
uppbyggingu landsins, en ekki
láta hana sóa kröftum sínum í
innbyrðis-átök. Við þurfum á lið-
sinni Evrópumannanna að halda,
því að margt og mikið þarf að
byggja upp að nýju eftir sjö ára
styrjöld". ,,
Blaðamaðurinn spyr, hvort
Alsír muni taka ákveðna af-
stöðu í alþjóðamálum eða skipa
BELKACEM KRIM: — Enginn hefndarhugur
í því að hafa hendur í hári for-
ingja þjóðernissinna. En alltaf
slapp Krim, þegar franska lög-
reglan framkvæmdi hinar harð-
vítugu skyndirannsóknir sínar —
aldrei særðist hann í bardögum
og skærum — og alltaf tókst hon
um að sleppa gegnum allar hindr
anir. Þegar um fimm ára skeið
áður en styrjöldin við Frakika
brauzt út hafði hann verið á sí-
felldum þveitingi milli Kabylíu
(þar sem hann er upp runninn)
og annarra hluta Alsír og stund-
aði pólitíska útbreiðslu- og und-
irróðursstarfsemi. Einnig þá virt-
ust engar hömlur geta hindrað
ferðir hans. Belkacem Krim er
nú sá eini hinna sex leiðtoga, er
hófu Alsírstyrjöldina 1. nóvem-
ber 1954, sem ekki hefir verið
fangelsaður — eða líflátinn. Og
þrátt fyrir allt, sem á undan var
gengið, varð hann foringi Serkja
í viðræðunum við Frakka um
framtíð Alsír. — Engin furða þótt
hann segði við danska blaðamann
inn: „Já, víst hefi ég verið hepp-
inn“.
4 Hyggja ekki á hefndir
„Alsír ntun rísa aftur upp úr
rústunum", sagði hann í viðtal-
inu — og blaðamaðurinn lýsir
því, hvernig hann talar „með
sér í sérstakan flokk þar, aö
fengnu sjálfstæði.
„Nei“, anzar Krim, „ekki að
svo stöddu“.
„En ef til vill síðar?“
„Við munum hafa samvinnu
við hvert það ríki, sem vill
hjálpa okkur til að byggja upp
land okkar“, segir harm — og
bætir við til frekari áherzlu, eft-
ir stundarþögn: „Já, við viljum
vera vinir allra, sem eru fúsir
að leggja okkur lið“.
4 Fáorður um de Gaulle
Við lok samtalsins spyr blaða
maðurinn um álit Krims á da
Gaulle Frakklandsforseta. En
hinn alsírski þjóðernisleiðtogi
vill ekkert segja um forsetann.
„En hann hefir þó fengið
Frakka til að viðurkenna rétt
Alsír til sjálfstæðis“, segir blaða-
maðurinn til þess að reyna að
koma Krim af stað. Hann svarar
því aðeins stutt og þurrlega: „Það
hefir hann aðeins gert til þess
að tryggja franska hagsmuni".
„Já, en hann hefir nú gert það
samrt . . . .?“
Beikacem Krim brosir aðeins
— segir ekkert. Hann er örugigur
um sjálfan sig og hefir einung.
is áhuga -á tvennu: Alsír — og
sigri yfir „þessum nýlendusinn-
um“, sem hann minnist á í hverri
einiustu setningu ... ---