Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 1
24 síður
48. árgangur
192. tbl. — Sunnudagur 27. ágúst 1961
Prentsmiðja Morr'inblaðsins
Síðasti dagur
Beykjavíkur-
kynningurinnor
t D A G er síðasti dagur
Beykjavíkurkynningarinnar.
Verður þá mjög fjölbreytt
dagskrá við skólana á Mel-
unum. Þar verður glímusýn-
ing á palli og á Melavellin-
um handknattleikur, körfu-
knattleikur og knattspyma
milli Austur- og Vesturbæ-
inga, auk þess frjálsar íþrótt-
ir. Þá mun lúðrasveit leika og
við Melaskólann verða fim-
leikar karla.
Dansað verður á tveimur
svæöum við Melaskólann en
kl. 24 á miðnætti verða hátíða
slit. —
Aðsókn að Reykjavíkur-
kynningunni hefir góð og
hafa margir farið þangað oft-
ar en einu sinni. Þangað
hafa komið 22000 manns. —
Margar sýningardeildir þykja
mjög fróðlegar til skoðunar
og listsýningin, bæði mál-
verk og höggmyndir, þykir
með eindæmum glæsileg.
Á morgun verður farin
kynnisferð að rafvirkjunun-
um við Sog komið við á ’
Elliðaárstöðinni, í Áburðar-
verksmiðjunni og á Korpúlfs-
stöðum. Lagt verður upp frá
Hagaskóla kl. 2 e. h.
Samstey pust j órn
í Kenya
Nairobi, Kenya, 26. ágúst
(Reuter)
HINIR tveir stóru þjóðernis-
flokkar í Kenya hafa ákveðið að
hefja samstarf um myndun sam-
steypustjórnar undir stjórn Mau
Mau-foringjans Jomo Kenyatta.
Stjórn þessi verður væntanlega
mynduð áður en löggjafarþingið
kemur saman í næsta mánuði Og
þess væntanlega krafizt að
Kenyatta verði gerður að þjóð-
höfðingja.
Jafnframt hafa flokkar þessir
tekið ákvörðun um að krefjast
fulls sjálfstæðis til handa Kenya
frá 1. febrúar 1962.
Bizerfadeilan hjá SÞ:
Tilíaga Asíu og Afríku-
ríkja samþykkt
Island greiddi atkvæði með tillögunni
Með tillögunni greiddu atkvæði
New Yorlc, 26. ágúst.
■—• (Reuter — NTB) —
A ALLSHER JARÞIN GI
Sameinuðu þjóðanna var í
gærkveldi samþykkt með yf-
irgnæfandi meirihluta tillaga ur
Asíu- og Afríkjuríkjanna um
Bizertamálið. Meðal þeirra
ríkja sem greiddu atkvæði
með tillögunni voru ísland
og þrjú önnur Atlantshafs-
bandalagsríki. í tillögunni er
kveðið á um, að Frakkar
skuli fara að samþykkt Ör-
yggisráðsins um að draga
herlið sitt inn fyrir landa-
mörk flotastöðvarinnar og
ennfremur viðurkenndur rétt
ur Túnisbúa til að krefjast
þess að Frakkar rými flota-
stöðina fyrir fullt og allt.
A-Þjóðverjar geía
úí umsóknareyðublöð
um leyfi til þess að faia til A-Berlínar
London, Berlín, 26. ágúst.
— (Reuter — NTB) —
I SKRIFSTOFUM austur-
þýzku ríkisjárnbrautanna í
Vestur-Berlín var í dag byrj-
að að gefa út umsóknareyðu-
blöð um leyfi til handa íbú-
um Vestur-Berlínar til þess
að heimsækja Austur-Berlín.
Tekur allt að klukkustund að
ákveða hvort leyfi skuli veitt
eða ekki.
Yfirstjórn Vesturveldanna í
Berlín ákvað þegar, að veita
borgarstjóminni heimild til þess
að gera þær ráðstafanir, sem
hún teldi nauðsynlegar vegna
þessa tiltækis austur-þýzkra yf-
irvalda. Samkvæmt því hefur
verið bannað að koma á fót
austur-þýzkum skrifstofum í
Vestur-Berlín. Ekki þykir þó
fyllilega ljóst hvort skrifstofa
járnbrautanna fellur undir þetta
bann. Nokkrir tugir íbúa Vest-
ur-Berlínar söfnuðust þar saman
í morgun og kröfðust lokunar.
„Vesturveldin geri nú sitt“
Málgagn austur-þýzka komm-
únistaflokksins, Neues Deutsch-
land, hvetur Vesturveldin í dag
til þess að gera einhverjar ráð-
stafanir til þess að flugleiðirnar
til Vestur-Berlínar séu eingöngu
notaðar í friðsamlegum tilgangi.
Segir blaðið, að nú hafi austur-
þýzk yfirvöld, með því að loka
landamærunum, gert sitt til að
útiloka „ögrunar-miðstöðina"
Vestur-Berlín og „nú verði
Vesturveldin að gera sitt“.
Framhald á bls. 23.
66 þjóðir — ekkert ríki var á
móti en 30 sátu hjá, þeirra á með-
al Bandaríkjamenn og Breta.
Fjórar bandalagsþjóðir Frakka
Atlantshafsbandalaginu
greiddu atkvæði með tillögunni:
Danmörk, Noregur, ísland og
Tyrkland. Ennfremur greiddu
Austurríki og írland atkvæði með
tillögunni.
Fréttaritarar segja, að úrslit at-
kvæðagreiðslunnar séu talin veru
legt áfall fyrir Frakka. Einkum
mun hafa komið á óvart, að
Brazzavilleríkjaflokkurinn —
Hom í efra gangi Melaskól-
ans þar sem listsýning Reykja ,
víkurkynningarinnar fer fram.
Til hægri er málverk Kjar-
vals, „Morgunn lífsins“ og
við hliðina á því tvær teikn-
ingar eftir hann. Næst er
„Gustur“ eftir Jóhannes Jó-
hannesson, þá „Komposition“
eftir Guðmundu Andrésdótt-
ir, og loks hið stóra verk
Gunnlaugs Schevings, „Menn
lað draga línu.“ (Sjá nánar
I um sýninguna á bls. 2).
Matvælaskort-
ur skýrður
Havana, 26. ágúst
(Reuter-NTB)
FIDEL Castro, einræðisherra
á Kúbu mun í dag hefja fjöru-
tíu og átta klst. sjónvarpsdag-
skrá, þar sem skýrðar verða
fyrir kúbönsku þjóðinni ástæð
ur til matarskorts þess sem nú
er í landinu.
Fyrir utan Castro og ráð-
herra hans koma fram í dag-
skránni um 3000 fulltrúar
ýmissa greina matvælafram-
leiðslunnar í landinu.
fyrri nýlendur Frakka í Afríku —
greiddi atkvæði með tillögunni.
Ríki þessi hafa yfirleitt verið
mjög hliðholl Frökkum, jafnvel
í Alsír-deilunni.
Úrslitum atkvæðagreiðslunnar
var mjög fagnað er þau voru til-
kynnt og aðalfulltrúi Túnis,
Mongi Slim reis á fætur og lýsti
þakklæti sínu og ánægju yfir
málalokum á þessu
Sameinuðu þjóðanna.
Vara/ið
boð/ð úf
Washington, 26. ágúst
(Reuter-NTB)
VARNARMÁLARÁÐHERRA
Bandaríkjanna Robert McNam-
ara tilkynnti í gær, að 76.500
menn úr varaliði Bandaríkjanna
yrðu kallaðir til herþjónustu L
október n.k.
69 tilfelli
Hong Kong, 26. ágúst
(NTB-Reuter)
SKRÁÐ hafa verið 69 tilfelli af
kóleru í Hong Kong og átta hafa
látizt af veikinni. — Yfirvöld heil
brigðismála hafa skírskotað tii
allra, sem ekki hafa farið til bólu
setningar að gera það þegar í
stað. Talið er að tvær milljónir
aukaþingi | manna hafi þegar verið bólusett-
ar, en ein milljón sé enn eftir.
Varaforseti Bras-
ilíu tekur v/ð
Er lift vinsæll hjá hernum
RIO DE JANEIRO, 26. ágúst.
(Reuter) — Varaforseti Brasilíu,
Scnhor Joao Goular hraðaði
mjög för sinni heimleiðis frá
Singapore í dag, en þangað var
hann nýkominn úr ferðalagi
með viðskiptanefnd um Kina.
1 Singapore lét varaforsetinn
svo um mælt, að afsögn Quadros,
forseta, kæmi mjög óvænt og
væru slæm tíðindi.
Samkvæmt síðustu fregnum
mun Senhor Goulart taka fonm-
lega við embætti forseta, er
hann kemur heim til Brasilíu —
en í gærkvöldi var tilkynnt að
forseti þingsins, Mazilli, ætti að
taka við embættinu.
„Einsfijótt og unnt er“
Kaupmannahöfn, 26. ágúst
(Reuter)
BANDARÍSKUR blaðamaður,
Drew Pearson sagði í Kaup-
mannahöfn í dag, að Nikita
Krúsjeff hefði tjáð sér í við-
tali, að hann væri fús til þess
að eiga fund með leiðtogum
Vesturveldanna „eins fljótt og
unnt er“ um Berlínardeiluna.
Ennfremur, að hann teldi lík-
legt, að Walter Ulbricht yrði
sanngjam í viðræðum þegar
friðarsamningur hefði verið
undirritaður við A-Þýzkaland.
Pearson var á heimleið til
Bandaríkjanna eftir tveggja
daga viðræður við Krúsjeff
við Svartahafið. Hann kvaðst
ekki hafa orðið var neins
stríðsótta með rússneskum
borgurum.
Goulart er vinstrisinnaður,
'hann ©r formaður verkamanna-
flokks Brasilíu og sagður mjög
andvigur kommúnistum. Litlum
vinsældum á hann að fagna í her
Brasilíu. En háft er eftir áreið-
anlegum heimildum að yfir-
stjórn hersins hafi ákveðið að
stuðla að því að hann geti haldið
embættinu.
★ ★ ★
Þúsundir háskólastúdenta
héldu mótmælafund í gærkvöldi
og kröfðust þess að Quadros
tæki aftur við embættl sínu.
Samskonai mótmælafundir voru
haldnir í Recife og Sao Paulo.
Nokkrir menn voru handteknix
í sambandi við fundina.
Senhor Quadros er nú kominn
til heimaborgar sinnar Sao Paulo
og kveðst þar ætla að stunda
lögfræðistörf og kennslu.
★ ★ ★
í lausnarbeiðni sinni til þings-
ins í gærkvöl-di, sagði Quadros
meðal annars: —
Andstaðan hefur lagt mig að
velli og því læt ég af embætti.
Á þessum sjö mánuðum hef ég
gert skyldu mína, dag og nótt,
unnið sleitulaust og án hleypi-
dóma eða haturs. En viðleitni
mín til þess að leiða þjóðina inn
á veg stjórnmálalegs og efnahags
legs sjálfstæðis hefur verið ofur-
liði borin.