Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 ; ' • '••'í Hans heilagleiki — Páfinn í Róm — Jóhannes 23'. hefur átt annríkt síðastliðið áf og veitti því ekki af sumarleyfi, er hann lagði af stað til hinn ar páfalegu sumarhallar. Oastel Gandolfo, fyrir nokkr um vikum. I>ar hefur hann (raunar margvíslegum störf- um að sinna, en getur þó einn ig notið hvíldar og útiveru í hinum stóra og fagra garði hallarinnar. Castel Gandolfo liggur á harmi gamals eldgígs í ná- lægt fimm hundruð metra hæð yfir sjó. Höllina reisti Carlo nokkur Maderna árið 1624 að skipan Urbans VIII. páfa og eftirmenn hans hafa stöðugt unnið að breytingum og lagfæringum á höllinni og garðinum. Höllin hefur verið notuð sem sumardvalarstaður páfa, nema á árunum 1870— 1929. ísumarleyfi Við rústir rómverskrar byggingar Jóhannes páfi hefur átt sí- vaxandi vinsældum að fagna síðan hann settist á páfastól árið 1958. Margir forystu- menn heims og tignir gestir hafa sótt hann heim og á þessu ári voru meðal gesta í Páfagarði, Dr. Fiseher, fyrr- verandi erkibiskup af Kant araborg. Þótti fundur þeirra marka tímamót í samskipt- um kaþólsku kirkjunnar og mótmælenda. Er páfi sagður því mjög fylgjandi að kristn- ar trúarbragðahreyfingar um heim allan verði endurskipu- lagðar og starfsemi þeirra samrýmd meir en verið hef- ur. ncawi — Skák Framh. af bls. 8. 27. Bh4 Re6! 28. Hfl Hd7 29. g5 h5! Slæmur leikur. Sjálfsagt virð- tst að fylgja upphaflegri áætlun og leika 29. — Red4 ásamt b5 með gagnsóknarmöguleikum á b- línunni. 30. gxh6 f.h. Bxh6 31. Rg4 Bg7 32. Rf6t Bxf6 33. Bxf6 Rg7 Það er augljóst, að Tal hafa orðið á herfileg mistök í mati á þessari stöðu, þegar hann lék 29. — h5. Eins og við sjáum hefur Botvinnik stórlega bætt stöðu Bh4 og þar að auki rutt Bg7 úr vegi, auk þess sem Re6 er ekki lengur ógnandi framvörður á d4. Þó er erfiðast að skilja, hvers vegna Tal reynir ekki 33. — Red4. 34. Hd2 Rh5 35. Bc3 Hed8 36. Bc2 Kf8 37. Bdl Nú fær Tal að kenna á veldi biskupaparsins. 37. Ke7 38. Bg4 Hc7 39. f5! Ke8 40. f6! b5 Þessi gagnsók* hefur ekki lengur neitt gildi fyrir svart. Lok skákarinnar þarfnast ekki írekari útskýringa. 41,Hd5, bxc4. 42. bxc4, Hb7. 43. Kf3, Hb4. 44. Bxb4, Rxb4. 45. Bxh5, Rxd5, exd5, gxh5. 46. exd5, gxh5. 47. Hbl, Kf8. 48. Hb6, Kg8. 49. Kf4, Kh7. 60. Kgð, Hg8. 51. Kxh5, Hg3. 62. h4, He3. 53. Hxd6, He5f. 64. Kg4, Kg6. 55. Kf4, Hf5t 66. Ke3, Hh5. 57. Hxa6, Hxh4. 6«. Kd3, Kf5. 59. Hc6, Hh2. 60. Hxc5, Hxa2. 61. Hc7, Kxf6. 62. Hd7, Ke5. 63. He7t gefið. ÚTSALA ó allskonu latnaði fyrir börn og fullorðna Apaskinnsjakkar telpna og kvenna frá kr. 200.— Vinnubuxur nankin stærðir 54—56 kr. 98— Samfestingar, lítil númer kr. 150— Vinnusloppar, lítil númer kr. 130.— Manch. skyrtur frá kr. 50.— Ytrabyrði kr. 395.— Drengjabuxur (skóla) frá kr. 90.— Sportjakkar drengja frá kr- 190.— Kvenléreftssloppar, hvítir kr. 90.— Telpnaúlpur frá kr. 180.— Barnaskyrtur kr. 50— Orlonpeysur kr. 150.— Flauelispils telpna kr. 98.— Flauelisvesti telpna kr. 50.— Og margt tleira á ótrúlega lágu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.