Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 6
6 M ORClllS BL 4 ÐiÐ Sunnudagur 27. ágúst 1961 Þá er hann kominn heim í íjórða sinn, blessaður, síðan 1898, þessi bjarti, glaði og syngj andi sonur skáldjöfursins, Gunn ar vinur okkar Matthiasson frá Los Angeles. Það hljóta allir að veita honum eftirtelct hvar sem hann fer og þekkja hann hér um slóðir þó ekki sé nema af sjálfu rismiklu Matthíasarnef- inu aðsópsmikinn og glæsilegan. Með þeim mæta manni misstum við milljón kalóríur úr fsa- köldu-landi af meðfæddum Matthíasaryl og þela, varma og sjarma, vestur á sólbakaða Kyrrahafsströnd þar sem geisl- ar af honum góðmennskan, græskulaus glettnin og gaman- semin. Sízt af öllu vorum við aflögufærir á slíkt góðgæti vegna skorts á jafn fágætum eiginleikum í þjóðarsálinni, þar sem lokinu er sjaldan lyft af moðkassa sálarinnar og súpunni ausið í hvern sem er. Við misstum Gunnar Matthías son vestur um haf fyrir 63 ár- um. Það er jafnan mannskaði þegar góður maður og gegn hverfur úr landi. Hinn sanni Gunnar Matthíasson skemmtilega kafla og smáþætti og endurnýjað lífsmáttinn og lífsólguna í hvert skipti. í stað- inn fyrir að lognast útaf í einu og sama leiðigjarna og lamandi lífsstarfinu og geispað golunni langt fyrir aldur fram, að und- angenginni gigtveiki og gyllin- æð, magasári og mígreni, þarma bólgu og þvagteppu, doða og deleríum, kölkun og kransæða stíflu eins og svo margir, sem hjakka alltaf óánægðir í sama farinu. Hann hefir aldrei orðið þræll neins starfs né sjúklegrar ágirndar í fé og völd, því hefir hann alltaf haft nægan tíma af- lögu til að sinna yndælli eigin- konu, fjórum börnum Og barnabarnabörnum og hugsað sitt ráð og hlustað á rödd og um- brot náttúrunnar i sjálfum sér og varðveitt í sér ástina og eðl- ið, hrifnæmina og blessaða lífs- kveikjuhvötina, sem ef til vill er mesti og bezti langlífisgjaf- inn. Eftir að hafa setið einn vetur í Möðruvallaskóla fór Gunnar beint út í athafnalífið og gerð- ist útskutlari á „Hótel Önnu“ á Akureyri. Fyrsti og yngsti út- skutlari landsins. En Lúðvík Sig- urjónsson frá Laxamýri, bróðir Jóhanns skálds, rak öldurhúsið „söng og fagnaði gdöum gesti“.. þjóðarauður dugandi smáþjóðar er og verður fólkið sjálft. Straumurinn hefir verið of mik ill vestur. Við skuldum vinum vorum Ameríkönum ekkert, þótt þeir séu allra góðra gjalda verðir fyrir að hafa bjargað vestrænni menning í tvígang og fyrir Golfstrauminn, sem vermdi okkur og fyrir gull- strauminn, sem við höfum þeg- ar greitt með of stórri blóðtöku af kjarnmiklu fólki vestur um haf og síðar alltof glæsilegu kvenfólki. Þó að Gunnar sé góðmenni er arfgengt víkingseðli, hákarla- blóð og uppreisnarandi svo rík- ur, að ég veit, að hann mua stræka á að verða áttræður á næsta ári. Kéttara er að segja, að það verkfall hafi hafizt fyr- ir 20 árum og muni standa óbreytt næstu 20 árin. Þó að þúsund Gvendar jakar og hundr að þúsund verkfallsplógar legðu á eitt í slíkri baráttu gegn sví- virðilegri aldurshækkun - og æskuráni örlaganna myndu þeir aldrei ná með tærnar þar sem Gunnar er einn með hælana gegn kúgaranum mikla, kelli gömlu Elli og leggja þá ljótu og leiðu skessu af velli með jafn léttu og lipru klofbragði og glímukappinn frækni Gunnar Matthíasson hefir gert, sá tappri og tápmikli lukkuriddari frá Los Angeles. Hann á brátt 80 ár að baki, teinréttur og tígu- legur, breiður og beinamikill, hár og höfðinglegur, stæltur og stæðilegur, knár og karlmannleg ur, og baðandi meðbræður sina í gleðiregni bjartsýninnar og glóandi geislahafi góðmennsk- unnar eins og gróðrarskúrin og sólin i Kaliforníu eins og þeim einum er lagið og eiginlegt, sem bægja jafnan frá sér döprum og dimmum hugsunum. Hann er fæddur í Odda á Rangárvöllum og fluttist fimm ára gamall með fjölskyldunni landleiðis til Akureyrar. Þá sagði Gunnar við föður sinn: „Af hverju drepti ekki Guð tröllin þegar hann skapti fjöll- in?“ Það er víst í eina skiptið á lífsleiðinni, sem gamla mannin- um var orðfall og ofraun að svara. Gunnar hefir lagt gjörva hönd á margt ólíkt um dagana eins og yrkisefni föður hans voru marg- breytileg og ólík og skipt þann- ig lífinu niður í marga stutta og og gaf því nafn eftir unnustu sinni, sem sveik hann í tryggð- um, þar sem allir gátu fengið gisting fyrir lítinn pening. Þar flugu út um lokun bæði ölóðir landar og Norsarar, sem Gunn- ar þeytti upp í Stratóferuna með svokallaðri pokasveiflu yfir öxl- ina, rétt eins og Rússar væru í • Á að segja sjúklingi að hann sé dauðvona? Á þingi sálfræðinga í Chica- go kom fyrir skömmu fram sú skoðun, sem tveir læknar héldu einkum fram, að læknir ætti að segja sjúklingi sín- um, að hann sé að deyja úr ólæknandi sjúkdómi, en ekki leyna hann því. Um þetta urðu miklar umræður. Margir lækn ar virtust sammála þessu, aðr ir voru á öndverðri skoðun. Nú hefur Velvakandi beðið íslenzkan lækni, með langa reynzlu að baki, Guðmund Thoroddsen, um að segja sitt álit á málinu. Hann skrifar: • Álit Guðmundar Thoroddsens Velvakandi hefúr orðið þess áskynja á kvöldvökum sínum, að vestanhafs, eða nánar til- tekið í Bandaríkjunum, hafi mönnum orðið tíðrætt um það að undanförnu, í blöðum og tímaritum, hvort læknar ættu að segja sjúklingum sínum frá því ef þeir gengju með ban vænan sjúkdóm. Svo er að sjá, að margir og þar á meðal lækn ar séu þeirrar skoðunar, að þetta beri læknum að gera og er skemmst að minnast þess, þegar básúnað var út um all- an heim, að Dulles sálugi gengi með krabbamein. Ég er ekki kunnugur í Bandaríkjunum en grunur minn er sá að menn muni vera þar svipaðir að gerð frænd- um sínum hér austanmegin hafsins. Og hér mun það vera svo Og í nágrannalöndum okk- ar, að flestum mun reynast það andlegur áverki og áfall að heyra kveðinn upp yfir sér dauðadóm, jafnvel þótt látið sé í það skína að takast megi að nema meinsemdina burtu. Flestallir munu svo gerðir, að þeir vilja lifa sem lengst, jafnvel við þröngan kost Og erfitt heilsufar og meira að segja þeir, sem trúa fastlega á annað líf eftir þetta, vilja þó þrauka hér í lengstu lög; veit hönd hvað hefur. Og vegna þessarar lífslöng- unar og vonar þá er það nú svo, að fæstir trúa því, með sjálfum sér, að þeir geti tek- ið banvænan sjúkdóm, þó að þeir sjái þetta gerast í kring- um sig hjá öðrum. Jafnvel læknar reynast mjög oft und- arlega blindir í sjálfs sín sök. Einkenni, sem strax myndu benda þeim á illkynjað mein hjá öðrum, hvarfla varla að þeim að setja í slíkt samband, þegar þeir eiga sjálfir í hlut. Og þegar svo er um hið græna tré, hvað mun þá um allan almenning? Það er að mörgu leyti náðargjöf að geta verið svona bjartsýnn. Læknar verða þess oft varir, að sjúk- lingar fara í kringum spurn- inguna um illkynja mein eins og köttur um heitan graut. Þeir hafa grun en þeir þora ekki að spyrja beint, vilja held ur mega lifa í vafasamri von en fá ákveðinn áfellisdóm. En er þá ekki erfitt að fá sjúklinga til þesss að gangast óða önn að skjóta upp geimför- um, Gaggarínum og Títöffum, og magalentu margir mjúklega úti í snjóskafli eða úti á miðjum AkureyrarpK>lli, fallhlífarlausir. Þannig var Gunnar snemma um hyggjusamur, notalegur og nær- gætinn í meðhöndlun á með- bræðrunum jafnvel í eina skít- verkinu, sem hann tók sér fyr- ir hendur um dagana, og svo góður drengur er Gunnar, óspillt- ur, alþýðlegur, sundurgerðarlaus og ósnobbaður, að þó að hon- um byðist einhverju sinni sú vegtylla að vera útkastaranum mikla, Sankti Pétri, til aðstoðar í ösinni og kösinni við andyri Hótel Himnaríkis veit ég, að hann myndi hafna þeirri veg- semd og kjósa sér heldur að bjóða gönguþreytta og niður- brotna gesti velkomna í Hótel Helvíti með Myrkvaldi vert og taka undir dýrkveðnar og dýrlegar Ijóðlínur Davíðs og syngja við raust: „Þar bíða vin- ir í varpa, sem von er á gesti“. Og samvizka Gunnars hefir ekki dofnað, þó að hann aki nú í loft- kældum Kádilják um brunheit- ar bílbrautir Kaliforníu. Gunn- ar gat aldrei Orðið af aurum api. Þá var hann innanbúðar hjá Etatsráði Havsteen á Oddeyri um skeið, föður Júlíusar yfir- valds Þingeyinga,’ og bjó þá hjá Ólafi vert, föður Ragnars og Péturs og þeirra bræðra, sem gaf Gunnari, sem var vel morg- unsvæfur smá dýfu í vaskaskál- til að vekja hann fyrir allar ald ir til vinnunnar. Brátt kom að því að Ólafi leiddist leikurinn og kaus að skipta um ræsaðferð og taka upp sálrænni aðferðir og hét Gunnari að hlífa honum við kaffæringunni, ef hann færi með eftirfarandi póesíu í þaula, án þess að anda að sér og mátti ekki skeika um kommu í fram- setning: Framhald á bls. 11. undir nauðsynlegar rannsókn- ir og aðgerðir? Nei, yfirleitt reynist þetta ekki erfitt, til þess þarf að jafnaði engar hót- anir. Auk þess er rétt að taka það fram, að jafnvel beztu læknum getur skjátlast í sjúk- dómsgreiningu. En þarf þá ekki að aðvara sjúklinga svo þeir geti ráð- stafan sínu húsi? Sú spurning getur orðið erfið en oftast mun þó hægt að komast kringum hana með samráði við þá, sem nánast standa. • Engin þörf á því Að öllu þessu athuguðu te'i ég litla secn enga þörf á að segja sjúklingum, að þeir gangi með banvænan sjúkdóm en slíkt getur haft í för með sér óbætanlegt tjón. Þetta held ég að sé almenn skoðun íslenzkra lækna og svipað mun það vera í nágrannalönd- um okkar. En hvernig stendur þá á Ameríkumönnum? Ég veit það ekki en geta má þess, að hjá þeim fer læ*knishjálp og greiðsla fyrir hana að miklu leyti fram eftir efnum og á- stæðum og þá getur orðið meira í munni og þyngra í pyngju að lækna menn af ban- vænum sjúkdómi en ómerki- legum kvilla, sem lítt þarf að óttast. Og hver veit nema það séu helzt business-læknarnir, sem mest hafa sig í frammi í umræðum um þessi mál?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.