Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. ágúst 1961 Reykjavíkurbrét Framhald af bls. 13. einstaklings, hvort hann telur t>essa flokka of afskiptalitla um trúmál, eða ekki. En það er a. m. k. ekki stefnuyfirlýsing þeirra að þeir séu kristinni trú andvíg- ir.“ Því fer og fjarri, að Morgun- blaðið hafi haldið því fram, að „allir íslendingar sem hlynntir kunna að vera rússneskum kommúnistum, séu þar með sjálfsagðir guðleysingjar“. eins og séra Gunnar virðist túlka skoðun blaðsins. Efni málsins er það, að flestir íslendingar, sem „hlynntir kunna að vera rúss- neskum kommúnistum" hafa ekki hugmynd um eðli kommún- ismans. Ef þeir kynntu sér það og skildu, mundu þeir ekki síður en aðrir fslendingar vera komm- únisma andvígur. Það er síður en svo rétt að „bezt fari á“ að ekkert sé gert til að vekja at- 'hygli þeirra á* sannleikanum. Smekkvísi Þjóðviljans Þar með er sr. Gunnar Árna- son úr sögunni. En áður en skilizt er við þetta mál, er rétt að lesa það, sem Þjóðvilj- inn segir sl. þriðjudag: „Annars fjallar ein kunnasta dæmisaga nýjatestamentisins um þetta vandamál. Þar segir Jesús frá manni sem féll í hendur ræningjum, og skildu þeir hann eftir hálfdauðan við veginn. Síðan fór prestur um veginn og skeytti ekkert um hinn bág- stadda mann. Nokkru síðar kom annar klerkur en allt fór á sömu leið. Loks kom Samverji og gekk þegar til liðs við hel- særðan manninn, bjó um sár hans, flutti hann á gistihús og lét ala önn fyrir honum þar til hann var orðinn heill heilsu. Eftir söguna voru ályktunarorð Jesús þau að Samverjinn væri hin sanna fyrirmynd: „far þú og gjör þú slíkt hið sama.“ En á þeim tíma voru Samverj- ar raunar taldir guðleysingjar > og trúvillingar — eins konar „kommúnistar“ sinna tíma. „Gyðingar eiga ekki mök við samverska menn,“ segir Jóhann- esar guðspjallið. Maður, sem segði slíka dæmisögu í dag, og legði þannig út af henni myndi eflaust heita „nytsamur sak- leysingi“ á máli kirkjumálaráð- herrans, ef ekki annað verra.“ Minna má ekki gagn gera. Fagurlega er nú beitt fyrir hina „nytsömu sakleysingja." Þeir fá ekki aðeins rússneskar rúblur 'heldur líkir Þjóðviljinn þeim við sjálfan Jesús Krist! En skyldi jafnvel þeim ekki ofbjóða samlíkingin. Ófriðarhætta Góðvild kommúnista — „Sam- verja sinna tíma“ — í garð hinna þjáðu lýsir sér í með- ferð þeirra á Austur-Þjóðverj- um nú. Hvarvetna um heim tala menn opinskátt um hættu á nýju heimsstríði af þeim sök- um. Stjórnmálamenn segja að vísu, að þeir trúi því ekki, að ófriður brjótist út. En hótan- irnar ganga á víxl. Vígbúnaður er magnaður og herlið dregið saman. Vafalaust ætlar enginn sér að fara í nýtt heimsstríð, Krúsjeff ekki fremur en aðrir. En hver veit, hvenær of langt verður gengið? Sérfræðingar eru fyrir löngu sammála lun, að 1914 hafi ekkert stórveld- anna í raun og veru viljað stríð. Röð óhappaatburða og misreikningur á fyrirætlunum gagnaðila hafi leitt til ógæfunn- ar. Svipuðum kenningum er nú farið að halda fram í Bretlandi um upphaf ófriðarins 1939. — Flestir telja raunar enn, að Hitl er hafi annað hvort beint vilj- að stríð eða vísvitandi tekið áhættuna af því. Einn mikils- virtasti sagnfræðingur Breta hefur hins vegar nýlega skrifað bók, þar sem hann færir rök að því, að einnig þá hafi mis- reikningur ráðið meira en á- kveðin fyrirætlun. Hvað sem um það er, þá er víst að Hitler — með tilstyrk Stalins — heimt aði meira af öðrum en von væri til, að þeir gætu þolað. Þess vegna fór sem fór. Voðanum verður að afstýra Hitler hélt, að ekkert gæti staðizt ofurefli sitt. Lýðræðis- þjóðirnar voru þá sundraðar og vanmáttugar. Öflug samtök þeirra og viðbúnaður hefði knúð ofbeldismennina til að fara varlegar. Af þessu hafa menn nú lært. Helzta vonin til þess að yfirgangi linni og friður hald- ist er fólgin í Atlantshafsbanda- laginu. Hver sá, sem veikir það. t.d. með því að slíta jafnvel veikasta hlekkinn í varnarkeðju þess, gerir sitt til þess að ný styrjöld brjótist út. Þetta er svo augljóst, að engin afsökun, „nyt- samt sakleysi" eða ókunnugleiki á alþjóðamálum dugir. Þeir, sem þessara érinda ganga, eru flugu menn sem fremja hermdarverk, jafn gegn sinni eigin þjóð sem öllum öðrum. OHTGGI - ENDING Notið aðeins Ford varahluti FO RD- umboðið JKR. KRISTJÁMSSOJV H.F. Suðurlandsbraut 2 - Sími; 35-340 Scsmkomur Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins, — sunnudag að Austurg. 6, Hafn. •kl. 10 f. h. Að Hörgshlíð 12, Reykjavík, kl. 8 e. h. Bræðrabor„ rstíg 34 Samkoma í kvöld kl. 8.30. — G. K. Lowther of Grimsby talar. Allir velkomnir. Fíladelfía Brotning brauðsins kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 8.30. — Frú Charlene Jhonson og Ás- mundur Eiríksson tala. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Brigader Nilsen og frú stjórna eftirfarandi samkomum: Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 4: Útisamkoma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Allir velkomnir. LOKAÐ mánudag og þriðjudag vegna ráðstefnu um raunvísinda- rannsóknir. Rannsóknaráð ríkisins Atvinnudeild Háskólans Hjartkær sonur okkar og bróðir AXEL JÓSEFSSON frá Ormskoti Vestur-Eyjafjöllum andaðist 25. þ.m. í St. Jósefsspítala Reykjavík. Jarðarförm ákveðin síðar. Foreldrar og systkini Móðir okkar og tengdamóðir KRISTlN JÓHANNESDÓTTIR andaðist sunnudaginn 20. ágúst. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 1,30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á kristniboðið í Konsó. „ Anna Sigurðardóttir, Þorkell Sigurðsson, Jóhannes Sigurðsson, Steinunn Þorvarðardóttir. Páll Sigurðsson, Margrét Þorkelsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Svandís Sigurðardóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, SVEINBJARNAR SVEINSSONAR klæðskera, Öldugötu 4, Hafnarfírði Halldóra Jónsdóttir Jón Ingi Sigursteinsson, Erla Sveinbjörnsdóttir Pétur Bertelsen Þökkum vinarhug og samúð við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður, fósturmóður og tengda- móður STEFANÍU JÓNSDÓTTUR Holtsgötu 37, Reykjavík Ingvar Árnason Ingibjörg Ingvarsdóttir, Þórður Guðmundsson Unnur G. Guðjónsdóttir, Guðm. J. Kristjánsson Trillubátur til sölu 5% tonn með dýptarmæli og Mercedes Benz díselvél. Báturinn er á Húsavík.. — Nánari upplýs- ingar í síma 17425, 15395 Reykjavík eða 2481 Akureyri. Skrifstofustúlka Heildsölufyrirtæki sem verzlar mestmegnis með snyrtivörur, óskar að ráða skrifstofustúlku. Ensku- kunn,á,tta nauðsynleg. — Tilboð ásamt upplýsing- um, sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt; „Snyrtivörur — 5591“. Skrifstofustarf Ungur maður vanur skrifstofustörfum óskast að traustu fyrirtæki. Góð vinnuskilyrði. Mötuneyti á staðnum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudags- kvöld merkt: „Framtíðar^starf — 5303“. CSEPEL DE LUXE 250 motoihjól eru fyrirliggjandi Vinsamlegast sendið pantanir sem fyrst Landssmiðjan Sími 11-680 Höfum til sölu þessi mótorhjól á gamla verðinu Everest Trading Comparty Garðastræti 2 — Sími 10090 Skjalaskáps- hurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.