Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. ágúst 1961 M O R C V TS B l A Ð I b 13 að eáð er maðkur í mysunni. Röddin reynist ekki jafnfögur, þegar betur er eftir hlustað. Þjóð'arfangelsun Austur-Þjóð verja sýnir vanmátt kommúnismans gagnvart lýðræðinu. „Frjálsar samgöngur í allar áttir46 Þjóðviljanum finnst svo mikið til um ræðu Krúsjeffs, að for- ystugrein hans gl. fimmtudag er úrdráttur úr henni og nefnist: „Átökin í Berlín.“ Þar segir rn. a.: „Sósíalistisku ríkin hafa sér- staklega lagt til að vandamál Berlínar-------verði þannig leyst að Vestur-Berlín verði frjálst og óháð borgríki með af- mörkuðum landamærum og íbú- ar þar hi.fi fullan sjálfsákvörð- unarrétt og frjálsar samgöngur í allar áttir.“ Segja má, að þetta sé kjarn- inn í ræðu Krúsjeffs. Þess vegna er ekki um að villast, að Þjóð- viljinn fylgir hér línunni eins og ella. En hvernig kemur þessi boð- skapur heim við veruleikann? Framkvæmdin er sú, að Austur- Berlín er innikróuð í gaddavírs- girðingum og helztu samgöngu- leiðum er lokað með múrveggj- um. Orðin eru fögur. En athafn- irnar eru þveröfugar við þau. Þegar kommúnistar boða frið, meina þeir árás á aðra, þegar þeir tala um frelsi er það kúgun, sem þeir hafa í huga, þegar þeir lofa frjálsum samgöngum, þá setja þeir upp gaddavírsgirðingar og ókleifa múra. „Mumim ekki tala mjög mikið“ Óneitanlega er erfitt að eiga orðaskipti við þá, sem leggja þveröfuga merkingu í mælt mál við það, er venjulegir mennskir menn gera. Almenningur í Sovéf ríkjunum er og var um sig. Hann veit, að öruggara er fyrir hina varnarlausu að segja sem minnst. Þeir vita aldrei, hvenær er ætlazt arlaust hvort kommúnismi og kristindómur sé samrímanlegir." Ekki er til mikils mælst, að af þessari hálfu sé ekki sýnd minni hreinskilni en af hinum komm- únisku framámönnum. „Það fer bezt á því“ Af þessu tilefni skrifar séra Gunnar nær sex dálka grein í Morgunblaðið sl. , fimmtudag. Andinn í grein séra Gunnars skilst bezt af því, að Tíminn i morgun, laugardag, prentar hana upp samkvæmt „góðfúslegu leyfi“ höfundar. í greininni kemur ýmislegt fram, sem gam- an gæti verið að ræða nánar um, en þær umræður mundu einung- is draga athyglina frá því, sem meginmáli skiptir. Aðalatriðin koma fram, þegar sr. Gunnar seg ir: Með líkri rökleiðslu og þeirri, sem ég hefi hér nefnt, væri hægt — ef meira hitnaði í umræðun- um — að búast við því, að Morg- unblaðið slægi því fram að allir núverandi stjórnarandstæðingar rækju erindi kommúnista, einn- ig á þessum vettvangi — þeir væru hreinir og beinir guðleys- ingjar. Eitt af því, sem kirkjusagan hefur skýrast sýnt um aldimar, er það, að ekkert er óeðlilegra og óæskilegra fyrir kristna kirkju- en að ganga ákveðnum stjórn- málaflokkum á hönd. Og ég vildi vara við því víti. Ég vildi engu frekar að íslenzkir prestar fylltu allir Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðisflokkinn, hvað þá hitt, að allir kristnir menn á fslandi skipuðu sér t.d. £ Alþýðuflokkinn. Það fer bezt á því, að kirkjunn- ar menn séu — eins og þeir ómótmælanlega eru — í öllum stjórnmálaflokkunum.“ „Maður verður annaðhvort að velja“ Þrír af tuttugu og sjö Alþýðublaðið sagði nýlega frá grein eftir Einar Olgeirsson í erlendu kommúnistariti, þar sem fram kom, að tilgangur komm- únista með þátttöku í V-stjórn- inni hér á landi var fremur sá að tengja fsland sem nánast lönd unum austan við járntjald en að hafa áhrif á gang innanlands- mála. Yfirlýsing Einars er góðra gjalda verð, en að efni til engin nýjung fyrir þá, sem gert hafa 6ér grein fyrir atferli og stefnu kommúnista. f frjálsum löndum Ibeinist áhugi þeirra hvarvetna að því að lama þjóðfélagið, „rífa tiiður og byggja á ný“ með það fyrir augum að skapa eitt alls- herjar Sovétsamband. Sovétrík- in eru kjarninn, sem öll önnur iþjóðfélög eiga að tengjast við. Óskir um þetta eru ekki innan- tóm orð. Þeim hefur þegar verið hi'int í framkvæmd, t. d. með innlimun baltnesku ríkjanna í Sovétrikin. Glöggt dæmi um af- leiðingar þess höfðu Reykvíking- ar fyrir augunum síðustu daga. Þá lá hér „rússneskur“ togari. Heimahöfn hans er þó ekki í hinu eiginlega Rússlandi heldur Tallin, höfuðborg Eistlands. Á ekipinu voru 27 menn og þar af einungis þrír Eistlendingar. Þeg- ar 2. stýrimaður var spurður, hverju þetta sætti og hvort marg ir Rússar væru búsettir í Eist- landi, var svarið: „Já, já. Rússland er Sovétlýð- veldi, Eistland er Sovétlýðveldi og íbúum Sovétríkjanna er frjáíst að búa í hverju lýðveldinu, sem þeir kjósa.“ REYKJAVÍKURBRÉF ——————————Laugard. 26. águst —————————— Efnahags- bandalagið Þegar þetta er haft í huga, sézt af hverjum heilindum kommún- istar býsnast nú yfir þeim hætt- um, sem íslendingum séu búnar af aðild að Efnahagsbandalaginu. Þau tengsl okkar við erlendar þjóðir, sem af slíkri aðild mundu skapast, yrðu ekki nema svipur hjá sjón af því, er verða mundi ef kommúnistar kæmu í fram- kvæmd hugmyndum sínum um samband íslands við löndin aust- an við járntjald. Með þessu er ekki sagt, að við eigum að gerast aðilar að Efnahagsbandalaginu. Ákvörðun um það verður að taka einungis með íslenzka hagsmuni í huga. Ógnarmyndir og blekk- ingar kommúnista mega þar engin áhrif hafa. Mál þetta er enn í byrjunar- athugun. Ljósj; er, að margvís- legir annmarkar eru þ/í sam- fara, ekki sízt fyrir litla þjóð £ lítt numdu landi að gerast aðili Efnahagsbandalagsins. En ann- markarnir á því að standa utan við bandalagið fyrir litla þjóð, sem svo mjög er háð utanlands- viðskiptum sem við, eru einnig miklir. Þegar öll kurl eru komin til grafar, verður að meta, hvort meira vegur. Hagsmunir okkar af þátttöku eru bersýnilega marg- víslegir. Tímabærar viðræður við aðildarríkin geta eytt annmörk- unum. Öðrum þarf að koma í skilning um sérstöðu okkar, hvort sem við að lokum lendum innan bandalagsins eða ekki. Sú rödd var svo fögur „Þeir. sem sannfærðir eru um það, að þeirra þjóðfélagskerfi muni sigra á hinum efnahagslega vettvangi, þurfa ekki að neyða skipulagi sínu upp á aðrar þjóðir með vopnavaldi — — —. Lát- um þjóðirnar sjálfar og söguna skera úr um það, hvort skipu- lagið, auðvalds eða sósíalisma. muni lífvænlegra eða framsækn- ara. Þjóðirnar munu velja af frjálsum vilja og það kerfið mun sigra, sem fullnægir betur efna- legum og andlegum þörfum manna.“ Þetta er vel mælt. Að vísu er þarnæ talað blekkjandi um and- stöðu „skipulags auðvalds eða sósíalisma", þar sem réttara er að gera mun á lýðræði og komm únisma. En látum það vera. Að öðru leyti er hér orðuð hugsun, sem allir góðviljaðir menn ættu að geta verið sammála um. Eftir- tektarvert er, að hún skuli sett fram af sjálfum Krúsjeff í út- varps- og sjónvarpsræðu 7. ágúst 1961, sem sendiráð Sovétríkjanna hér hefur nýlega látið þýða á ís- lenzku og sent frá sér í frétta- tilkynningu. En þegar betur er til þess, að þeir tali þvert um hug sinn, og hvenær þeim er óhætt að segja sannfæringu sína. Nógar eru hætturnar fyrir því. Þetta er skýring á varúð skip- verja á „rússneska" togaranum, sem áður var minnzt á. Þeir þorðu ekki með nokkru móti að eiga viðtal við blaðamenn Morg- unblaðsins. Einn þeirra sagði ber- um orðum: „Ég held að við munum ekki tala mjög mikið.“ Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Þó að rússneskur almenningur sé orðvar og orðaflaum valdamann- anna verði oft að taka með var- úð, eru þeir stundum hreinskiln- ir. Sumt finnst þeim liggja svo í augum uppi, sé svo sjálfsagt, að ekki þurfi að draga dul á það. Hér í blaðinu hefur að undan- förnu verið vakin athygli á af- dráttarlausum yfirlýsingum nokk urra framámanna kommúnista, sem hér hafa verið á ferð, um ósamrýmanleik kommúnisma og kristinnar trúar. Hvaða skoðun, sem menn hafa á trúmálum og stjórnmálum, voru bessar yfirlýs ingar þess virði, að þeim væri haldið til haga. Og að gefnu til- efni frá honum sjálfum var hinn mikilsvirti ritstjóri Kirkjurits- ins, séra Gunnar Árnason knú- inn frekari sagna um skoðun sína á þeim. f síðasta Reykjavík- urbréfi var spurt: „Og er ekki tími kominn til þess, að málgagn islenzku kirkj- unnar, Kirkjuritið, segi afdrátt- Furtseva sagði: „Maður verður annað hvort að velja trúna, og þá kristna trú í þessu tilfelli eða hugsjónir komm únismans.“ Gagarín sagði: „Sannur kommúnisti biður ekki til guðs.“ Sovézki rithöfundurinn Fisj sagði: „Trúað fólk getur ekki verið í flokknum------.“ Þrátt fyrir þessar skýlausu yfirlýsingar segir sr. Gunnar Árnason: „Það fer bezt á því, að kirkj. unnar menn séu — eins og þeir ójpótmælanlega eru — í öllum stjórnmálaflokkunum.“ Um þessa yfirlýsingu hans skal það eitt sagt hér, að ærlegt er af honum að gefa hana. Hsuin verður ekki lengur sakaður um tvískinnungshátt. Þrátt fyrir ótvíræð orð þeirra, sem tala um kommúnismann af fullkomnum myndugleika og þekkingu, viður kennir séra Gunnar ekki, að kommúnistaflokkurinn hafi einn þeirra flokka, sem starfa á fs- landi, sérstöðu í þessum efnum. Hann ruglar þessu saman við það, sem Morgunblaðið hefur sízt af öllu haldið fram, hvort æskilegt sé, að kirkjan gangi ákveðnum stjórnmálaflokkum á hönd. Hann er m. a. s. svo ruglaður í ríminu að gefa í skyn að Morgunblaðið sé víst til að segja um „alla nú- verandi stjórnarandstæðinga“ að „þeir væru hreinir og beinir guð- leysingjar". Morgunblaðið sagði þvert á móti í Reykjavikurbréfi 29. júli: „Hvorki Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur né Sjálfstæðis. flokkur telur það ósamrýmanlegt stefnu sinni að menn biðji til Guðs. Það fer eftir mati hvers Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.