Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. ágúst 1961
Þess vegna geröist
ég kristniboðslæknir
Effir Albert Schweitzer
HAUSTMOP.GUN einn 1904
rakst ég á eintak af mánaðar-
riti kristniboðssambandsins í
París á skrifborði mínu í skól
' anum. Fjallaði það um starf-
senii sambandsins. Sama
kvöldið, þegar ég hóf vinnu,
ætlaði ég að leggja tímaritið
til hliðar, en opnaði það ósjálf
rátt.
Ég kom þar auga á grein
eftir Alfred Boegner, forseta
kristniboðssambandsins í Par
»ís. Nefndist hún „Þarfir
kristniboðsins í Kongó“ 1
•henni kvartaði Boegner um,
; að kristniboðið vantaði starfs
• menn í héraðinu Garboon í
norðurhluta Kongó. Lét hann
í ljós von um, að greinin
myndi verða til þess, að ein-
1 hverjir þeirra, „sem guð hefði
þegar beint augliti sínu til“,
byðu sig fram til þessa að-
kallandi starfs. Greinin end-
( aði á orðunum: „Kirkjan
i þarfnast manna og kvenna,
sem geta svarað kalli guðs
þannig: „Guð ég kem““.
Ég hætti að lesa og hóf
vinnu mína. Leit minni var
» lokið.
Ég ætlaði að verða læknir,
þá gat ég starfað án þess að
tala. Um árabil hafoi ég tjáð
• mig í orðum og fylgt með
' gleði köllun minni sem guð-
fræðikennari og prédikari. í
hinu nýja starfi gat ég ekki
talað um trúna á kærleikann,
heldur breytt samkvæmt
' henni. Þekking á læknisfræði
gerði mér kleift að fylgja á-
formi mínu eftir eins vel og
hugsazt gat hvert sem starfið
leiddi mig.
Ég gerði ráð fyrir að fara
til Gabun, einnar af nýlend-
um Frakka á Atlantshafs-
strönd Mið-Afríku, en þar var
að sögn tímarits kristniboðs-
sambandsins, mjög brýn þörf
fyrir lækni. 1 tímaritinu var
mikið kvartað um, að óger-
legt væri að veita hinum inn-
fæddu, sem kæmu til kristni-
boðsstöðvanna, þá læknis-
hjálp er þeir þörfnuðust.
Ég ákvað að leggja stund á
læknisfræði. Þegar mér kom í
hug að tíminn, sem ég þyrfti
að fórna væri of langur, hugs
aði ég um Hamilcar og Hanni
bal, sem þurftu að eyða tíma
og kröftum í að sigra Spán,
áður en þeir gátu haldið gegn
Rómverjum. Ég myndi upp-
skera laun erfiðis míns, er
ég yrði með tímanum læknir-
inn, sem þetta sárþjáða fólk
þarfnaðist.
Ég lét af störfum sem pró-
fessor við háskólann í Strass-
burg, hætti ritstörfum og org
anleik, með það fyrir augum
að gerast læknir í Mið-Afríku.
Hvers vegna gerði ég þetta?
Ég hafði lesið um þjáning-
ar hinna innfæddu í frum-
skógunum og heyrt kristni-
boða segja frá þeim. Eftir því
sem ég hugsaði meii-a um
þetta jókst undrun mín yfir
því, hvað við Evrópubúar
sýndum mannúðarstarfinu, er
beið okkar í fjarlægum lönd-
um, mikið fálæti. Méi þótti
sem dæmisagan um ríka
manninn og Lazarus talaði til
okkar. Við erum ríki maður-
inn, því að læknavísindin
veita okkur mikla þekkingu
á sjúkdómum, og við höfum
ótal ráð til að berjast gegn
þeim. En við tökum hinum
miklu möguleikum, sem þessi
nýju auðæfi veita okkur eins
og sjálfsögðum hlut. Úti í ný-
lendunum situr vesæll Lazar-
us, sem þjáist af sjúkdómum
og kvölum eins og við, en
þekkir engin ráð til að berj-
ast gegn þeim.
Á sama hátt cvg ríki mað-
urinn syndgaði gegn fátæka
manninum við hlið sitt, hafði
ekki hugsun á því að setja
sig í spor hans og lét hvorki
samvizku sína né hjarta ráða,
þannig syndgum við gegn fá-
tæka manninum við hlið okk-
ar.
Ég tók ákvörðun, þegar ég
var 21 árs og enn við nám.
Ég ákvað að helga líf mitt
fram að þrítugu prédikunum,
tónlist og vísindum. Ef mér
tækist á þeim tíma að fram-
kvæma eins mikið og ég von-
aði á sviði vísinda og tónlist-
ar, ætlaði ég að ganga í þjón-
ustu meðbræðra minna. Ég
gerði ráð fyrir að tíminn
myndi leiða í ljós hvert þjón-
ustustarfið yrði.
Læknisstarf i nýlendunum
var ekki það fyrsta, sem mér
kom í hug. Á undan fóru hug-
myndir um ýmis önnur störf, v
en úr framkvæmdum hafði
aldrei orðið. Að lokum bentu
atvikin mér á leiðina, sem
fara skyldi og hún lá til
þeirra, sem þjáðust af holds-
veiki og svefnsýki í Afríku.
Ég sá mann liggjandi á jörð
inni með höfuðið grafið í
sandinn og yfir hann skreið
fjöldi maura. Hann hafði orð-
ið svefnsýkinni að bráð og
félagar hans skilið hann
þarna eftir fyrir nokkrum
dögum, þegar þeir kom.. hon-
um ekki lengra. Hann var
enn með lífsmarki, en gat þó
engrar hjálpar vænzt. Á með-
an ég annaðist hann var mér
litið út um dyr kofr.ns. Við
mér blasti blátær hafflötur
umgirtur grænum skógi.
Geislar hnígandi sólar juku
á fegurð umhverfisins. Því-
líkar andstæður, annars veg-
ar slík paradísarfegurð, en
hins vegar annað eins hjálp-
arleysi og vonlaus eymd, voru
lamandi, et. táknrænar fyrir
ástandið í Afríku.
„HinÍF frumstæðu, sem lifa
í skauti náttúrunnar verða
aldrei eins veikir og við, þeir
kenna ekkj eins mikils sárs-
auka“. Þetta sögðu vinir mín-
%%%%%%%%%%%%
Hvítt: M. M. Botvinnik
Svart: M. M. Tat
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bg7
4. e4 d6
5. f3 0-0
6. Be3 c6
Tal hafnar hinni algengu leið
6. — e5, vegna þess að þá getur
Botvinnik náð drotnningarkaup-
um með 7. dxe5, dxe5. 8. Dxd8.
Þegar tekið er tillit til vinninga-
hlutfalla, þá er þessi afstaða Tal
vel skiljanleg. Botvinnik hafði
hlotið 9 en Tal 5.
Lendingin fyrir framan sjúkrastöð Schweitzers í Lambarene
Albert Schweitzer með blökkubarn á handleggnum
ir, er þeir reyndu að tala um
fyrir mér og fá mig til að
hætta við áform mitt. En með
al hinna frumstæðu þjóða
geisa flestir þeir sjúkdómar,
sem við Evrópumenn þekkj-
um. Hinir hræðilegustu
þeirra, þeir sem bárust með
hvíta manninum, valda meiri
eymd þar en hjá okkur, ef
slíkt er mögulegt. Náttúru-
barnið þjáist jafnt og við,
mannskepnan er stöðugt und-
irorpin valdi hins mikla
drottnara, sársaukans.
Þarna er alls staðar mikil
eymd. Er réttlætanlegt, að
við lokum augum okkar, þó
að Evrópublöðin þegi um á-
standið?
Við, börn menningarþjóða,
erum spillt af dálæti. Ef ein-
h\ er okkar veikist kemur
læknir samstundis, og sé nauð
synlegt að skera okkur upp,
gerir læknir einhvers sjúkra-
hússins það þegar í stað. Okk
ur ber að hafa það hugfast að
í Afríku eru margar milljónir
manna, sem lifa án hjálpar
og vonar. Þúsundir líða dag-
lega hræðilegar þjáningar, þó
að læknavísindin gætu hæg-
lega afstýrt þeim. í mörgum
afskekktum kofa ríkir ör-
vænting, sem við gætum út-
hýst.
Ég vil biðja hvern þann,
er þetta les að hugleiða hver
saga fjölskyldu hans hefði
orðið síðustu tíu árin, ef hún
hefði ekki notið læknishjálp-
ar og lyfja.
Þær hugsjónir, sem ég held
hér á lofti eru ekki loftbólur
einar. Þær hafa verið sann-
aðar í verki. Ég er þess full-
viss, að menn, sem höfða til
örlætis þjóðar sinnar og biðja
um framlag til sjúkrastöðvar
í þeim nýlendum, sem
skemmst eru á veg komnar,
mundu fá áheyrn og áform
þeirra komast til framkvæmd
ar, ef þeir eru einbeittir, en
ekki hikandi eins og oft hef-
ur viljað brenna við.
í lífi mínu hafa stundum
fallið í minn hlut svo miklar
áhyggjur, erfiðleikar og sorg-
ir, að ég hefði bugazt undan
þunganum, væru taugar mín-
ar ekki eins sterkar og raun
ber vitni. Þungar byrðar
þreytu og ábyrgðar, hafa ver-
ið lagðar á mig óaflátanlega
árum saman. Ég hef ekki haft
mikinn tíma í lífinu fyrir
sjálfan mig.
En mér hefur einnig veitzt
blessun. Ég starfa í þágu kær
leikans, erfiði mitt hefur bor-
ið ávöxt og menn hafa sýnt
mér mikla ástúð og góðvild.
Ég hef trygga samstarfsmenn,
ég hef ennþá starfsþrek, jafn-
aðargeð og sálarstyrk. Loks
er sú blessun, að ég hef
kynnzt hamingjunni, hún hef
ur fallið mér í skaut og mér
er skylt að sýna þakklæti.
(Einkal. Mbl. Singer).
7. Bd3
Báðir aðilar halda áætlunum
sínum leyndum. Hér er algengast
að leika 7. Dd2 ásamt o-o-o og g4.
7. e5
8. Rge2 exd4
Tilraun til þess að skapa sem
mestar flækjur. . „Næst bezti“
leikurinn. Bezta leið svarts er hér
8. — Rbd7 ásamt a6 og b5.
9. Bxd4 c5!
Tvímælalaust það bezta á
þessu stigi málsins. Eftir 9. — d5.
10. cxd5, cxd5. 11. exd5, Rxd5.
12. Bxg7, Kxg7. 13. Rxd5, Dxd5.
14. Be4!
10. Bf2 Rc6
11. 0-0 a6
12. Dd2 Be6
13. Hadl Da5
14. b3 Hab8
15. Bbl Hfd8
16. f4!
Báðir aðilar hafa fylkt
sínu, og aðal hótun svarts var
b5, sem Botvinnik mætir með
sókn á f-línu.
16. Bg4
Ekki 16. — b5 vegna 17. f5,
Bc8. 18. fxg6, fxg6. 19. Bg5.
17. h3 Bxe2
18. Rxe2 Dxd2
19. Hxd2 He8
20. Rg3
Það væri sama og að skipta á
kú og kálfi, eftir 20. Hxd6, Hxe4,
21. Bxe4, Hxe4. 22. Rg3, Hxf4.
20. Bf8
21. Hfel He6
Nú hefst skemmtilegur og harS
vítugur kafli í skákinni, þar sem
Tal reynir að vega upp á móti
veikleikanum á d6 með sókn
gegn e4 reit Botvinniks.
22. Rfl Hbe8
23. Hde2 Bg7
24. g4 Rd7
25. Kg2 He6—e7!
Tal teflir mjög vel, og undir-
býr nú Rd—f8—e6d4. Það er
athyglisvert hversu erfitt er að
færa sér í nyt veikleikann á d6.
26. Rh2
Hér hefði mér fallið betur í geð
að leika 26. Re3 og d5.
26. Rf8
Framh. á bls. 15