Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. ágúst 1961
Miðstöðvarkatlar
Höfum jafnan fyrirliggj-
andi okkar velþekktu mið-
stö*varkatla, og þrvsti-
kúta. Vélsm. Sig. Einarss.
Mjölnisholti 14. Simi 17962.
Rauðamöl
Seljum mjög góða rauða-
möl. Ennfremur vikurgjall,
gróft og fínt. Sími 50447.
og 50519.
Taða til sölu
10—15 tonn, 70 aura kg.
Þórustaðir, ölfusi.
Handrið — Handrið
JárnhandriS á svalir og
stiga úti, inni, ódýr og
falleg.
Jám hf. — Sími 3-55-55.
Ford Prefect,
4ra manna, í góðu standi
til sölu.
! Rauðagerði 25.
Ung barnlaus hjón
óska eftir að leigja litla
íbúð strax eða frá 1. okt.
Tilboð sendist blaðinu,
merkt. „Reglusöm 5119“.
Barnlaus hjón
óska eftir 2ja—3ja herb.
íbúð 1. okt. Uppl. í síma
36310.
Mótatimbur
til sölu. Uppl. 1 síma 50848.
Keflavík
Tapazt hefur karlmannsúr.
Vinsamlegast skilist á
Hringbraut 97, Keflavík.
Milliliðalaust
óskast til kaups stór 3ja
eða 4ra herb. íbúð á 1. hæð
eða kjalJara á hitaveitu-
S'. íði. Tilb. merkt: „5301"
sendist Mbl.
Nýr Volkswagen-bíll
ta sölu. Tilboð, -nerkt: —
„5302“, sendist MbL
Herbergi og eldunarpláss
óskast fyrir einhleypan
skrifstofumann, helzt í
Austurb. Reglusemi. Tilb.
sendist Mbl., merkt: „Göð
leiga — 5337“.
Húsgögn
Seljum sófasett frá kr.
6.650,-. 5 ara ábyrgð. Klæð
um og gerum við húsgögn.
Húsgagnav. og vinnustofa
Þórsg. 15. Sími 12131.
A T H U G I Ð
að borið saman 5 útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðiu u, en öðrum
blöðum. —
-K
í dag er sunnudagurinn 27. ágúst.
239. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 6:57
Síðdegisflæði kl. 19:18
Söfnin
I.istasafn Islands er opið daglega frá
kl. 13,30—16.
Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er
opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2. opið dag:ega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Þjóðminjasafnið er opið daglega frá
kl. 1:30—4 e.h.
Árbæjarsafn er opið daglega kl.
2—6 e.h. nema mánudaga.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
daglega kl. 1:30 til 3:30.
Tæknibókasafn IMSl (Iðnskólahús-
inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu-
daga til föstudags kl. 1—7 e.h.
Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13,
er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug-
ardaga og sunnudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal
safnið, Þingholtsstræi 29A: Útlán: 2—10
alla virka daga, nema laugardaga 1:4.
Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10
alla virka daga, nema laugardaga 10
—4. Lokað á sunnudögum. — Utibú
Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga,
nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla-
götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga,
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir
vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8.
Sími 15030.
Næturvörður vikuna 26. ág.-2. sept.
er í Lyfjabúðinni Iðunni.
Holtsapótek og Garðsapótek eru
opin alla virka daga kl. 9—7, laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kl. 1—4.
Kópavogsapótek er opið alla vlrka
daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl.
9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100.
Næturlæknir I Hafnarfirði 26. ág.-
2. sept. er Ólafur Einarsson, simi :
50952
Meyjar tvær mér ungar unna,
elska ég sjálfur líka þær.
Hvorri sleppa, hvora hreppa?
Eða halda í báðar tvær?
Önnur er dökk á hár og hörund
hún er bæði rjóð og feit;
hennar vil á vetrum njóta,
þá veður er kalt og snjór í sveit.
Hin er björt með hárið Ijósa,
hún er bæði fín og grönn,
mín því sé hún sumarkona,
er sól á tindi bræðir fönn.
Stúlkur mínar, stundið friðinn,
stríðið eigi um sama mann,
en komið ykkur um það saman
að eiga jafnt til skiptis hann.
Tvær unnustur: Grímur
Thomsen þýddi úr nýgrísku.
Sællífi hæfir ekki heimskum manni,
hvað þá þræli að drottna yfir höfð-
ingjum.
Hver getur sagt: Ég hef haldið hjarta
mínu hreinu, ég er hreinn af synd?
Að kúga fátækna eykur efni hans; a?
gefa ríkum manni verður til þess eins
að gjöra hann snauðan.
Vizkan er afglapanum of há; í borg-
arhliðinu lýkur hann ekki upp munni
sínum. Orðskviðirnir.
MENN 06
= mŒFN!=
Fyrir skönunu kom hingað
til landsins Hr. C.T.H. Burt-
on, skólastjóri við Epson skól
ann, nálægt London. Mun
hann dvelja hér fram í sept-
ember ásamt fjölskyldu sinni.
Sagðist, Burton, er fréttamað-
ur blaðsins hafði tal af hon-
um fyrir skönunu, ætla að
nota tækifærið og heimsækja
skóla hér á landi og kynna
sér starfsemi þeirra.
— Ég hef komið til íslands
áður, sagði Burton, það var í
fyrra sumar. Þá fór ég með
skátum á hestum um landið.
Ég hreifst mjög af fegurð
þess og langaði til að koma
aftur og taka þá fjölskyldu
mina með. Við höfum nú dval
ið viku í Reykjavík, en för-
um síðan norður til Hóla og
verðum þar nokkra daga,
einnig hef ég hug á að heim-
sækja skóla í Borgarfirði og
þegar heim kemur mun ég
skrifa greinar í blöðin um
skólamál á íslandi
— Hafið þér skoðað skól-
ana í Reykjavík?
— Já, mér hefur gefizt
kostur á að skoða nokkra
þeirra og finnst mikið tiX
þeirra koma. Margar borgir í
Englandi, sem hafa helmingi
fleiri ibúa en Reykjavík hafa
ekki nálægt því eins fullkom-
ið skólakerfi. Það hefur haft
mikil áhrif á mig að sjá, að
á íslandi er mezt áherzla
lögð á menntunina. Ungling-
ar á íslandi hafa miklu meiri
tækifæri til að menntast, en
t.d. í Englandi. Þar ljúka þau
skyldunáminu aðeins 11 ára
gömul. En ég er undrandi yf-
.
m
C.T.H. Burton
ir því hvað börnin eru gömul
þegar þau eru sett í skóla, í
Eaglandi hefja þau skóla-
göngu 5 árá.
— Þér hafið bæði séð nýja
og gamla skóla í Reykjavík?
— Já í fyrra bjuggum við
í Austurbæjarbamaskólanum
Mér finnst munurinn á nýju
og gömlu skólunum mjög mik-
iil, en hann ber vitni um þá
öru þróun, sem á sér stað í
Reykjavík. Hér vantar held-
ur ekki landrými, eins og í
Englandi. Mér finnst athyglis
vert hve börnin ganga vel um
skólana sína og eyðileggja lít-
ið. Einnig em ýmis smáatriði
til öryggis, t.d. í einum skól-
anna er útbúnaður hurðanna
þannig að börnin geta ekki
klemmt fingur sína, þetta er
mjög mikilsvert. Einnig finnst
mér til um hve vel er hugs-
að um heilsu barnanna í skól
unum.
líú bíð ég þess með eftir-
væntingu að fá að kynnast
skólum dreifbýlisins, það
hlýtur að vera miklu örðugra
að gera þá vel úr garði.
— Hvemig skóli er það,
sem þér veitið forstöðu?
— Það er heimavistarskóli
fyrir drengi á aldrinum 13'/2-
18 ára. Þar undirbúa þeir sig
undir háskólanám.
— Hafið þér séð Reykja-
víkurkynninguna?
— Já, mér þótti hún mjög
athyglisverð, þar gat ég t.d.
fræðst jafn mikið á tveimur
tímum um fræðslumái og
ella hefði tekið mig tvær vik-
ur.
Að lokum sagði Burton, að
hann gerði ráð fyrir að koma
til íslands aftur næsta sumar
og þá með hóp skáta. Myndu
þeir ferðast á hestum kring-
um Snæfeilsnes.
Spor þjófanna voru næstum alveg
máð út, en litli leiðsögumaðurinn
hafði ekki ýkt hið minnsta um rat-
vísi sína — honum varð engin skota-
skuld úr því að finna leiðina til vinj-
arinnar. Brátt mátti greina hana all-
langt fram undan.
X- Xr *
— Úlfur lögreglufulltrúi, ég hefi
tillögu fram að færa, sagð'i Júmbó.
— Við skulum athuga vinina gaum-
gæfilega og gá þar að sporum —
hver veit nema þjófurinn hafi haft
einhverja hjálparmenn, sem hann
hefir hitt þar.
GEISLI GEIMFARI
Lögreglufulltrúinn féllst á sjónar-
mið Júmbós. Jeppinn snuðraði allt í
kringum vinina, eins og sporhund-
ur .... og brátt fundu þeir það, sem
þeir leituðu að. Þjófurinn virtist
hafa leitað hælis fyrir sandrokinu
einmitt hér. En hvar var hann nú?
X- X- X*
Geisli höfuðsmaður hefur upp-
götvað, sem verndari fegurðarsam-
keppni sólkerfisins að ungfrú Jörð
er í rauninni ....
unnar!
Rrrr! Geisli höfuðsmaður! Stúlk-
urnar úr fegurðarsamkeppni sólkerf-
isins eru horfnar!
eigið þér við?
Aðeins þetta herra! Fleming of-
ursti biður yður að hafa strax sam-
band við ungfrú Prillwitz!
— Ardala, mesta glæpakvendi sög- — Horfnar? Það er útilokað! Hvað