Morgunblaðið - 27.08.1961, Blaðsíða 3
Sunnucfagur 27. agus't 1961
MORGVNBLAÐIÐ
3
100 ÁRA er í dag, 27. ágúst
Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja
í Hnífsdal. Guðbjörg býr nú -----
hjá dóttursyni sínum Jóakim
Pálssyni skipstjóra í Hnífsdal
og Ellu konu hans. Guðbjörg
er enn vel ern og ber aldur-
inn vel. Klæðist daglega og
fellur aldrei verk úr hendi.
Hún er síprjónandi sokka og ^ \
vettlinga á barnabarna börnin
og barna barna barna börn' v>>
in. Guðbjörg fylgist vel með
öllu Og er vel minnug á gamla ‘
atburði Og einstaklega mann- ?;
glögg, en heyrnin er nokkuð
farin að bila.
Önfirðingur að ætt
Fréttamaður blaðsins brá sér
út í Hnífsdal fyrir nokkrum
dögum til að heilsa upp á
Guðbjörgu og ræddi við hana
nokkra stund.
„Hvar ertu fædd Guðbjörg?"
„Ég er nú fædd á Kirkjubóli
í Bjarnardal í Önundarfirði,
en þar bjuggu foreldrar mínir
Jón Andrésson og Helga Magn
úsdóttir. En vegna fátæktar á
heimilinu var mér komið í
fóstur til Sigurðar Jónssonar
Og Guðrúnar Sveinsdóttur í
Neðri-Húsum í önundarfirði
og þaðan var ég fermd, séra
Stefón í Holti fermdi mig“.
r
Sr. Jón Auðuns dómprófastur:
Afkristnun
Guðbjörg Jóndóttir
r
Eg aö dansa? Onei!
; Samtal v/ð Guðbjörgu Jónsdóttur i
Hnífsdal, sem I dag á 100 ára afmæli
I
„Hvernig var með lærdóm-
inn undir ferminguna?"
„Já lærdómurinn, hann var
nú ekki mikill, við lærðum nú
að lesa, en engan reikning eða
svoleiðis. En kverið urðum
við að kunna og það lásum við
í fjósinu þegar við vorum að
gefa. Nú, þegar ég fór að eld-
ast stalst ég oft til að lesa
ýmsar bækur, sem ég tók með
mér í fjósið, það var nú ekk-
ert vel séð í þá daga, þegar
allir urðu að vinna.‘
Fransarar vildu verzla
„Manstu eftir nokkru sér-
stöku frá unglingsárum þín-
um í önundarfirði?"
„Onei, það held ég ekki, það
er þá helzt í fyrsta sinn sem
ég sá Fransara. Ég var þá
unglingsstúlka á Veðrará í Ön-
undarfirði, við vorum tvær
stelpur úti við, þegar við sáum
bát með þrem mönnum í koma
í fjöruna og hundur var með
þeim líka. Nú við urðum
hræddar og tókum sprettinn
heim í bæ og fullorðna fólkið
kom út. Þá tóku þessir ókunnu
menn að pata Og sögðu
„Fransí, Fransí, votaling vota-
ling“. Þetta voru þá Frans-
arar sem vildu skifta á vett-
lingum fyrir skipkex."
„Þú sagðist hafa verið
hrædd, hvernig stóð á því?“
„Ég var nú unglingur, ann-
ars voru þetta allra dugnaðar-
legustu menn. En þær eru nú
ekki hræddar við útlendinga
ungu stúlkurnar núna“ — bæt
ir Guðbjörg við og verður
glettin á svip.
„Hvenær kynntist þú Guð-
leifi manni þínum?“
„Við kynntumst þegar við
vorum bæði í húsmennsku í
Aðalvík. Við vorum gefin sam
an í Aðalvíkurkirkju 6. sept.
1895 og fórum að búa á Sæbóli
í Aðalvík. Búskapurinn var nú
ekki mikill, en Guðleifur
stundaði sjóinn vel og fiskirí-
ið hjá honum var alltaf gott.
Við höfðum alltaf nóg fyrir
okkur.
„Hvað eignuðist þið mörg
börn?“
„Tvö, dreng sem var skírð-
ur Guðmundur, en hann lézt
á öðru ári og stúlku, Guðríð-
ur hét hún. Hún giftist Páli
Pálssyni skipstjóra Og út-
gerðarmanni í Hnífsdal. Hún
lézt 1923.
„Var ekki aðalverzlun ykk-
ar Aðalvíkinga við ísafjörð?"
„Nei, nei, við verzluðum
mest á Hesteyri, þangað var
farið á hestum og varningur-
inn reiddur heim, en við keypt
um líka ýmislegt hjá Guð-
mundi Helga, sem verzlaði í
Aðalvík."
Lærði aldrei að dansa
„Hvernig var skemmtanálíf-
ið á þessum árum í Aðalvík,
voru ekki haldin böll eða á-
líka samkomur?"
„Dansað, nei ég dansaði
aldrei, ég lærði nú aldrei að
dansa, ég að dansa ónei, en
yngra fólkið dansaði oft í
stofunni hjá Guðmundi Snorra
í Görðum, en við spiluðum
oft vist og svoleiðis, alltaf á
hátíðum.“
Er hér var komið samtalinu
leit Guðbjörg snöggt til mín
og sagði.
„Hvað vill maðurinn með að
skrifa allt þetta niður.“
„Nú, veiztu það ekki,“ segi
ég, „þetta á allt að koma í
Morgunblaðinu ásamt mynd af
þér á afmælisdaginn."
LÁTA þau ekki í eyrum eins og
rödd frá liðinni tíð, sem aldrei
kemur aftur, þessf orð Páls post-
ula í einum af textum þessa
helgidags: „Ég gjöri allt vegna
fagnaðarerindisins"? Þurfa nú
timamenn að ganga þessar
igömlu götur? Er ekki sú af-
kristnun,, sem öllum er auðsæ,
eðlileg og sjálfsögð?
Öllum auðsæ, já. En af hverju
stafar hún?
Það er ekki hættulegt, þótt
andstæðingar kirkjunnar hafi á
hraðbergi ávirðingar hennar,
sem að sjálfsögðu eni margar á
vegi 19 alda gamallar stofnunar.
Frá vanrækslu vorri í dag frem-
ur en syndum feðranna stafar
hættan.
Vér ásökum kommúnismann
fyrir guðleysi hans. Vér hugsum
tiil þess með sjálfsöigðum hryll-
ingi, hve mikilli afkristnun hann
hefir valdið og mun valda, eins
og auðsætt er af yfirlýsingum
menntamálaráðherra Rússlands
og annarra úr þeirri átt. Sú til-
hugsun er geigvænlegri en með
orðum verði lýst, að stjórnar-
stefna og lífsskoðun, sem stefn-
ir að heimsyfirráðum og mikinn
hluta heims hefir nú þegar á
valdi sínu, skuli hafa það eitt af
sinum meginmálum, að samhliðá
henni geti menn ekki trúað á
„Ég er nú aldeilis hissa“,
segir Guðbjörg og slær sér á
lær „að spandera svona miklu
á gamlar kellingar."
„Það verður nú gaman hjá
þér að sjá þetta, þú sérð von
andi vel til að lesa ennþá?“
Les stærsta letriff gleraugna
laust
„Það held ég, ég get lesið
allt stærsta letrið í Morgun
blaðinu gleraugnalaust, en við
smærra letrið nota ég þessi
gleraugu hérna, keypti þau
í Apótekinu fyrir mörgum ár-
um. Á ég kannski að leSa fyrir
þig“ og Guðbjörg vindur sér
að skáp sem stendur . í her-
berginu og tekur Hugvekjur
Dr. Péturs og les fyrir frétta-
manninn.
„Hvenær fluttist þú frá Að-
alvík?“
„Við Guðleifur fluttumst
hingað í Hnífsdal 1918 og hér
hef ég búið síðan. Þegar við
fluttum komum við með alla
búslóðina með okkur, þessi
kommóða þarna var þar méð,
Guðleifur keypti hana eitt
sinn á ísafirði og færði mér,
hún kostaði tuttugu krónur, já
Tror flllf VMllrlll Lillnrmn ‘í
það var allt miklu billegra í
þa daga.“
Nú kveðjum við þessa heið-
urskonu, sem á hundrað starf-
söm ár að baki í svipmikilli
Vestfj arðabyggð. Við óskum
henni til hamingju á þessum
merkisdegi, þar sem hún sit-
ur umkringd vinum, barna
börnum og barnabarna börn-
um. — AKS
MWMMMm
Guð né annað líf. Um þetta ea*
ástæða til að hugsa. En hvernig
er ástatt hjá oss, sem við vest-
rænt lýðræði og vestræna menn-
ingu viljum búa?
í óhugnanlegum mæli hnígur
aldan á Vesturlöndum frá kristn
um lífsviðhorfum til heiðinnar
lífsskoðunar og hyggju. Tengslin
við kristna trú eru hvert af öðru
rofin. Hvað veldur?
Ein orsökin er sjálfsagt sú, að
í túlkun vorri er kristindómur-
inn orðinn viðskila daglegu lífi
fólksins. Kristur ætlaði ekki
kenningu sinni þau örlög, að
'hún yrði fjötruð í dogmur og
lífsfjarlægar kennisetningar og
lokuð inni í vígðum helgidóm-
um. Allur heimur átti að verða
vettvangur fyrir kenningu hans,
stjórnmálin, viðskiptalífið, at-
vinnumálin, öll samskipti ein-
staklinga og þjóða, — lífið allt
en ekki einhver afmarkaður
skiki mannlífsins sem kallaður
væri trúmál og kirkja.
Að afkristnnun nútímans sam-
verkar einnig skipting kristinna
manna í ótal trúflokka, sértfúar-
söfnuði og kirkjur. Ekki svo, að
um kenninguna skipti engu máli.
Ég lít svo á, að kristindómstúlk-
un Hallesbys sé ískyggileg og úit
skúfunarkenning og helvítispre-
dikanir stórskaðlegt fyrirbæri.
Ég lít svo á, að skuggalegur trú-
arskilningur, sem skapar skugga
lega menn eins og trúvillinga-
dómstjórann spánska, Torquen*-
ada, og aðra slíka, sé ógæfa en
trúarskilningur, sem skapar
menn eins og heil. Frans, sé gæf-
an mesta, sem manni getur hlotn
azt. Þessvegna eru átök um trú-
arskilning og kenningar nauð-
synleg. En frá einangrun sér-
trúarflokkanna og þröngsýnni
kreddufestu og til víðsýnnar og
vitrænnar afstöðu verður að
leiða kristindóminn eigi ebki
ekki verr að fara en orðið er.
ítrekuð samstaJa
með Bandaríkjunum
Japanska stjórnin gefur út „bláa bók'
Tokíó, 25. ágúst (Reuter)
f DAG var gefin út á vegum
japönsku stjórnarinnar „Blá bók“
þar sem staðfest er samstaffa Jap-
ana meff Bandaríkjunum og öffr-
um frjálsum lýffræðisþjóðum. Er
bók þessi gefin út í tilefni af
heimsókn Mikoyans, viðskipta-
málaráðherra Sovétríkjanna á
dögunum — en hann hvatti Jap-
ani óspart til þess að slíta varn-
arsamningnum við Bandaríkin og
losa sig við bandariskar herbæki
stöðvar í Japan.
í hinni „Bláu bók“, sem er 340
bls. að stærð er lögð áherzla á,
að varnarsamningur Japans og
Bandaríkjanna hafi verið undir-
ritaður til þess að vinna að friði.
Japanir telji sig vel setta að eiga
samvinnu við Bandaríkjamenn,
sem byggi þjóðfélag sitt á sömu
grundvallarsjónarmiðum og Jap-
í bókinni er vikið að alþjóð-
legum atburðum og Rússar víttir
fyrir fjandsamlega stefnu þeirra
í garð lýðræðisríkjanna, jafn-
framt því sem þeir hafi, reynt
að vinna að framgangi kommún-
ismans undir slagorðinu „frið-
samleg sambúð.“
Ennfremur segir, að Japanir
muni kappkosta að halda vinsam
legum samskiptum við Asíuþjóð-
ir og jafnframt viðhalda friðsam-
legum samskiptum við kommún-
istaríkin á grundvelli gagn-
kvæmrar virðingar og afskipta-
leysis um innanríkismál annarra
landa.
Þó er annað miklu skaðsam-
legra. Það er hið góðlátlega af
skiptaleysi þeirra, sem í orði
'kveðnu harma afkristnunina.
Trúin er einkamál mannsins.
Já. En í þeim skilningi aðeins, að
persónulegur kristindómur er
fólginn í samfélagi einstaklings-
ins við Guð sinn og skapara. Á
þessa leyndu guðsumgengni ein-
staklingsins, sem einkamál hans,
lagði Kristur hina mestu áherzlu.
í henni liggja rætur trúarlífsins.
En hafi tréð rætur, hlýtur
það að bera greinar og blöð.
Trúin má ekkí vera einkamái
þannig, að menn hvísli nafn
Guðs í einrúmi aðeins, loki hann
inni í afkimum trúarlegra iðk-
ana en neiti samfylgd hans út
í lifið, út í samfélagið við aðra
menn. samfélag um trú og starf.
Ábyrgur maður finnur, að slíkt
einkamál getur trú hans ekki
verið.
Ábyrgir menn, ábyrgir gagn-
vart samtíð sinni og kynslóðinni,
sem landið á að erfa, standa nú
andspænis mikilli alvöru. Að ut-
an ógngr kristninni voldugasti
andstæðingurinn, sem hún hefir
átt. Að innan ógnar henni tóm-
læti og afskiptaleysi manna, em
ættu að veita henni virkan
stuðning vegna þess að þeir sjá,
hvert stefnir. Viðreisnarstrfið,
sem hefja þarf, er ekkert sérmái
prestanna. Það er málefni allra,
sem hættuna sjá og vi'-ja vera á-
byrgir menn.
Skeytingarleysið um þetta er
kristindóminum miklu háskasam
legra en öll opinber andstaða.
Þorum vér að horfast í augu
við framtið án Krists? Hvar
stæðum vér í dag með vora vest-
rænu menningu, ef vér nytum
ekki í ótal myndum þess arfs,
sem trúarlíf fyrri kynslóða hefir
látið oss eftir? Eigum vér þá
engan slíkan arf að láta eftir
þeim, sem á eftir oss koma?