Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORCHTSTÍL AÐIÐ Þríðjudagur 5. sept. 1961 Allir vegir færir með tyggigúm í Rússlandi réttu hlutfalli við það, sem við sáum í verzlunum: Mjög fábreyti legur, lélegur og rándýr. Það er lítið um grænmeti og ávexti þar sem við fórum, fólkið borðar mest brauð. — Þar tíðkast biðraðir líka enn. Eg stóð í 40 mín. til að fá kg af eplum. ic Ekki eftirsóknarvejt. Á einum staðnum var okkur sagt, að verkamaður í þungaiðn aði fengi sem svarar 200—250 kr. íslenzkum á dag, en kílóið af epl um kostar yfir 40 kr. og súkkulaði pakki yfir 50 kr. og var greinilegt í verzlunum, að lítið er keypt af þeirri vöru. Verðlag á annarri matvöru var eftir þessu. Fatnaður er líka geysidýr. Frakkar kosta allt að 10 þús. kr. íslenzkum. Annars fannst okkur ekkert af þessu eft irsóknarvert, því klæðnaðurinn er eins fjarri okkar smekk hér lá vesturlöndum og hugsazt get- ur. Ég veit ekki til að neinn hafi keypt neitt af slíku í förinni. ic Kvenfólk við erfiðisvinnu Annars virðist mér Eistlending ar, Lithauer og Rússar mjög Gunnar Felixson elskulegt fólk. En mér fannst það greinilegt, að alls staðar sem ég kom, að fólk hugsar yfirleitt ekki um annað en vinnu og mat — óg hefur ekki tíma til annars. Klæðaburður fólks á götum úti bendir til þess að menn kaupi sér yfirleitt flíkur til 8 eða 10 ára, eða meira. Það vinnur mikið — og það kom okkur dálítið spánskt fyrir sjónir að sjá kvenfólk á öll um aldri, allt upp í aldraðar kon ur, við sements- og steypuvinnu, malbikun og aðra erfiðisvinnu. Kvenfólkið ber þess líka glögg merki, að það verður að vinna mikið. Skemmtanalíf er mjög fábreytt en drykkjuskapur töluverður að því er okkur virtist. Á kvöldin er mikið af drukknu fólki á götum þeirra stórborga, sem við gistum. ★ ^ Lítil bílaumferð Óafvitandi gerir maður það allt af í útlöndum að bera saman það, sem hefur vanizt heima, og það nýja, sem fyrir augað ber. Þannig var það t.d. með bílaumferð í Minsk, sem er 670 þús. manna borg. Urnferðin var bara brot af því, sem er hér í Reykjavík, þó okkar höfuðstaður sé 10 sinnum minni. Á daginn voru það mest vörubílar, sem maður sá, en á kvöldin var bílaumferð sáralítil. Eg hafði á tilfinningunni, að mjög fáir einkabílar væru til þarna, enda eru almenningsvagn ar margir. ★ Vildu kaupa föt ferðamanna í umferðarþysnum á daginn er það greinilegt á götunum, að þar er ekki þessi glaðværð, sem mað ur sér alls staðar á vesturlöndum. Fólk er heldur ekki að flýta sér jafnmikið og það er þunglamaleg ur blær yfir öllu, húsin ómáluð og fólkið illa klætt. Viðburður að sjá vel klætt fólk. Við urðum líka alls staðar var ir við fólk, sem vildi kaupa af okkur fötin „Business, business“, segja þeir, og það er eina enska orðið sem þeir kunna. Svo er bent á það, sem þeir vilja kaupa — síðan hripa þeir á blað upphæð- ina, sem þeir vilja gefa fyrir klæð ið, himinháar upphæðir fannst mér. Rússarnir voru einkum hrifnir af öllu skræpóttu og skærum lit- um. „Smart Keston“-peysan vakti geysiathygli hvar sem við fórum — og með viðeigandi japli spurðu menn um tyggigúmmí. Eg held nú satt að segja, að sá sem'ætti tyggigúmmí í Rússlandi þyrfti ekki að kvíða framtíðinni. Hon- um væru allir vegir færir. Framhald á bls. 23. ÞAÐ VAR mjög vel tekið á móti okkur, yfirleitt með lúðra- blæstri og blómum á hverjum stað, sagði Gunnar Felixsson, sem fór með knattspyrnufl. Fram í Rússlandsferðina. En ferðin var erfið, sagði Gunnar. Við ferðuð- umst alltaf í lest, heila og hálfa sólarhringa — og við áttum erfitt með að venjast mataræðinu, feng um útbrot og slæmsku í magann, vorum ekki alltaf vel fyrirkallað ir. Fram lék þrjá leiki I ferðinni og tapaði öllum, enda var við sterkustu 1. deildarlið að etja. ic Erfiðar samgöngur. Við fórum flugleiðis til Helsing fors, en þaðan með járnbraut til Leningrad og síðan til Tallin í Eistlandi. Járnbrautarferðin tók 26 klst., en annars er ekki nema 4 stunda bátsferð frá Helsingfors til Tallin. Þá leið var samt ekki hægt að fara, urðum að fara gegn um Leningrad. Næst fórum við svo til Vilna, þá urðum við enn að fara um Leningrad. Ferðin tók 27 klst. í Tallin lékum við móti Kalev, töpuðum með 0 gegn 3. í Vilna gegn Spartak, töpuðum við með 0 gagn 5 og síðast fórum við til Minsk í Hvíta-Rússlandi, lékum við Bela Rouse og töpuðum, 0 gegn 4. ÍC Notuðu útherjana. Mér fannst áberandi hvað þeir notuðu útherjana mikið. Annars voru liðin öll heilsteypt, leikmenn irnir fljótir og markvissir, sagði Gunnar. Knattspyrnuáhugi er greinilega mikill á öllum stöðun um og mest aðsókn að okkar leikjum var í Minsk, um 15 þús. áhorfendur. Og þeir tóku okkur vel, virtust ekki halda neitt sér- staklega með heimamönnum, a.m. k. kom það ekki fram. ÍC Atvinnumenn. Við kepptum alls staðar á helztu völlum borganna. Þeir eru ekki jafngóðir og grasvellirnir, sem við eigum hér. Þar vantaði mikið á. — Annað, sem vakti at hygli mína var, að liðin, sem við lékum gegn, eru á pappírnum sögð skipuð áhugamönnum. En þetta eru atvinnumenn — og t.d. í Minsk — þar á það svo að heita, að leikmenn Bela Rouse vinni í dráttarvélaverksmiðju. Það gera þeir ekki nema þá stöku sinnum, 1—2 stundir á dag. ÍC Eignuðust ekki kunningja Við kynntumst fáum í ferð- inni. Eftir slíkar utanfarir á mað ur yfirleitt fjölda kunningja ytra, en í Rússlandi höfðum við lítil sem engin tækifæri til þess að hitta knattspyrnumenn, jafnvel ekki þá, sem við lékum gegn. — Þetta kom e.t.v. ekki mikið að sök, því fæstir tala þar annað en ☆i rússnesku og því þýðingarlaust fyrir okkur að reyna að tala við þá án þess að hafa túlk, sagði Gunnar. Með okkur ferðuðust tveir Rúss ar, allan tímann. Annar var túlk ur, talaði þýzku. Undir lok ferð arinnar athugaði hann það fyrir okkur hvort ekki væri hægt að komast í flugvél síðustu áfang- ana, við vorum orðnir mjög þreyttir. En það reyndist ekki um neitt slíkt að ræða. Rússnesku ferðafélagarnir voru hinir lipr ustu og hjálpfúsustu — og ferðin var mjög lærdómsrík. ic Matur rándýr Margt kom okkur einkennilega fyrir sjónir, enda viðbúið, að við rækjumst á eitthvað nýtt. Við vorum alls staðar á beztu og fín- ustu hótelunum og borðuðum mat, sem þar í landi er hátíða- matur. Hann átti samt ekki við okkur, var mjög einhæfur og þungur. Máltíðir vOru fáar. Flest ir fengu mikil útbrot og sumir líka í magann. Við höfðum upp á lækni og fengum pillur og sprautur. Einhverjum skánaði víst eftir það. Annars er matur á hótelum í * Ástaróður kisu Þegar ég kom heim til mín eitt kvöldið í fyrri viku, sá ég hvar kunningi minn, mynd- arlegi grái fresskötturinn, sem venjulega er að snuðra í garð- inum, sat á syllunni utan við gluggarúðuna í svefnherberg- inu mínu og glápti inn. Ég þóttist vita að hverju hann væri að leita. Áður en ég flutti í þessa íbúð, hafði búið þarna fínleg læða með rauðan borða um hálsinn, regluleg dekruð hefðarlæða. Nú er hún flutt upp á loftið, en „aðal-kærast- inn“ virðist ekki enn úrkula vOnar um að henni kunni að bregða fyrir innan við glugga, sem hann kemst til að kíkja inn um. Kötturinn fylgdi hverri hreyf ingu í herberginu með stórum gulum kattaraglyrnum, svó ég flýtti mér að draga glugga- tjöldin fyrir. Eg var rétt að byrja að hátta mig, þegar fyrsta vælið kvað við, rétt eins og verið væri að kreista líf- tóruna úr einhverjum í trénu fyrir utan gluggann. Og úr því færðust vælin með stutt- FERDI um þögnum á milli um garð- inn, en langmest af ástarsón- ötum sínum söng kisi þó þétt við gluggann minn, auðheyri- lega sannfærður um að það- an bærust þær bezt til eyrna hans heittelskuðu. í fyrstu var ég að hugsa um hve fallegt þetta væri nú af kisa og lýsa óslökkvandi ást hans, að hann skyldi sitja þarna úti í rigningunni og kyrja sinn frumsamda ástar- óð með þvílíkri tilfinningu tím IM AND unum saman, án þess að sjá elskunni sinni svo mikið sem bregða fyrir. En þegar ég lagði frá mér bókina til að fara að sofa, fannst mér að hann mætti nú fara að draga sig í hlé, eins Og riddara sæmir. Kisi var alls ekki á sama máli. Hann „hélt ekki aðeins vöku sinni“ þessa nótt og fram á morguninn (ég heyrði síðast til hans er ég fór í vinnuna) heldur einnig þá næstu. Hann hefur áreiðanlega sett heims- met í langri ástarjátningu. Og stöku sinnum tóku keppinaut- ar hans, sem leið áttu um, undir við hann. • Með vatnskönnu eða skó? Mér varð tíðhugsað til Marks sáluga Twains, sem hafði lýst því í smásögu er hann átti nótt eina í hetju- legri baráttu við háværan kött. Eg sá mig í anda fara að dæmi hans og elta köttinn með skóinn í hendinni yfir næstu garða. En þar sem mig minnti að Mark vesalingurinn hefði ☆ ekki haft erindi sem erfiði, gott ef hann tapaði ekki skón- um sínum í viðureigninni, þá hætti ég við það. Það er ekk- ert grín að tapa innfluttum skó á íslandi. Hafið þið nokkurn tíma sof- ið 1 nánd við kirkjuklukku, sem slær með jöfnu millibilx á 15 mín. fresti? í hvert skipti sem hún hefur lokið sér af, er maður alveg ákveðinn 1 að nota tímann nú vel til að sofna áður en hún byrjar næst. Mað- ur bíður spenntur eftir að vita hvort það tekst, hálfhlustar og er hálfóánægður við sjálfan sig fyrir það, þangað til vænt- anlegur sláttur kveður við. Nákvæmlega þannig er að bíða eftir væli í breima ketti. Maður veit aðeins ekki ná- kvæmlega hve löng biðin verð ur, en hún ber alltaf árangur áður en langt um líður. Seinni nóttina bjó ég mig út með vatnskönnu við rúm- stokkinn. Og þegar ég heyrði að kisi var búinn að koma sér fyrir á syllunni, dró ég glugga tjaldið frá, steig berfættur upp í gluggakistuna, teygði mig út og vóg salt á öðrum fæti meðan ég skvetti innihald inu úr könnunni. En kisi hefur sennilega haft á mér illar bif- ur, því þegar ég var búinn að ná aftur jafnvæginu og leit út, sat hann úti á grasfletin- um með fyrirlitningarsvip og hristi sig ekki einu sinni. Kött- ur er nefnilega stórum snar- ari að stökkva ofan af einni syllu en maður að klöngrast upp í gluggakistu. ♦ Lokasigur Loks sigraði ég. Eg tók sæng mína, læddist með hana und- ir hendinni fram í stofu, lok- aði vandlega hurðinni á eftir mér og kom mér fyrir á legu- bekknum með púða á því eyr- anum er upp sneri. Þegar ég fór út um morg- uninn, sá ég hvar tildursleg kisa með rauðan borða um hálsinn sat hátt uppi í glugga og leit þaðan niður á „aðal- kærastann" og annan gul- bröndóttan og lyngdi aftur stóru fallegu augunum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.