Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Hitalaus kosninga barátta í IMoregi - £n Norðurlandaskætiiigur útaf sameiginlega markaðnum Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni Osló 26. ágúst. Ekki verður annað sagt en að áróðurinn undir kosningarnar 11. september hafi verið friðsamleg- ur til þessa. Ef ekki væru fyrir- sagnir með stóru letri í blöðun- um og stjórnmálaumræður í út- varpinu mundi maður varla verða þess var að kosningar væru í aðsigi, því að fólk talar lítið um þær og þykir ekki ástæða til að rífast. Það talar um allt annað — fyrst og fremst um viðsjárnar í Berlín og um EFTA og EEC. Afstaðan til sameigin- lega markaðsins er algengasta umtalsefnið hjá karlmönnunum, en kvenfólkið er stríðsskelkað óg ta’ar um Berlín. í kosningabaráttunni er ékki neitt sérstakt mál haft á oddin- um, sem kalla mætti stórmál. Ut- anríkismálin og hermálin geta ekki talizt deilumál, því að í þeim er stjórnarandstaðan aðeins skipuð einum manni, þingmanni kommúnista. Umræðurnar snú- ast aðallega um ýms félagsmál, ellistyrk, sjúkmhús, skólamál, og vegamálin eru að vanda of- arlega á bógi. Stjórnarandstæð- ingar áfellast líka stjórnina fyr- ir afskipti hennar af stóriðjunni og telja að hún hlynni um of að fyrirtækjum þeim, sem hún hef- ur sjálf stofnað svo sem alumini- um- og stáliðnaði og skapi mis- rétti og villi almenningi sjówir um raunverulega afkomu þessa stórfyrirtækja. Hægriflokkurinn hefur for- ustuna í andstöðunni gegn stjórn inni. Hinir borgaralegu flokk- arnir hafa í ýmsum málum óljós ari og bugðóttari stefnulínur. en sameiginlegt með þeim öllum er þetta: Stjórnin er of afskiptasöm. Þjóðinni er ofmikið stjórnað. tStjórnarandstæðingarnir kvarta ekki undan óstjórn heldur und- an ofstjórn. Eitt þeirra mála, sem hægri- flokkurinn hefur ofarlega á baugi er hækkun ellistyrks. Með þeirri rýrnun sem nú er orðin á kaupmætti norskrar krónu telja hægrimenn að hjónum nægi ekki minni ellistyrkur nr n-kr. 6.000 á ári, en nú er hann nær helm- ingi lægri og var þó hækkaður dálítið 1. apríl s.l. Vitanlega eru skattamálin ekki látin afskiptalaus í kosningabar- áttunni. f Noregi eru hærri skatt ar en annarsstaðar á Norðurlönd «m og stjórnarandstöðuflokk- arnir benda á, að hægt sé að hafa þá miklu lægri, því að nú eé hluti af sköttunum notaður til fjárfestingar f ýmsum fyrirtækj- «m en ekki til beinna þarfa rik- isins. Til dæmis séu skattar þeir. sem hvíla á bifreiðum og eldsneyti þeirra stórum hærri en érleg gjöld ríkisins til vegalagn- inga og brúargerða. Þá er 10% skattur sá, sem fyrir fáum árum var lagður á húsabyggingar mjög óvinsæll enda hefur hann vald- ið hækkandi húsaleigu. Lestar- gjaldið af skipastólnum hefur sætt miklum andmælum, en •þrátt fyrir það auka Norðmenn skipastólinn miklu meira en nokkurnttíma áður. Útvarpsumræðurnar hafa eink tim snúizt um félagsmálin, en þau kvöldin, sem einn flokkur é að svara fyrirspurnum allra hinna, hefur kennt svo margra grasa að ótækt er að ætla sér eð rekja það. Nýjung er það í þessari kosningahríð, að nú birt- ast ræðumennirnir í sjónvarpi í fyrsta skipti, þar sem það nær til. En til þess þarf sérstakan undirbúning, sem ræðumennirn- ir kunna ekki sem bezt við: Þeir eru nefnilega „sminkaðir" áður en þeir stíga í ræðustólinn. Ann- ars yrði ásjónan á þeim of grá. Norðmenn og EEC. Hvar standa Norðmenn með til liti til Sameginlega markaðsins og hver er afstaða flokkanna til hans? spyrja menn. Því verður ekki svarað til hlítar. Hægri- menn munu yfirleitt vera fylgj- andi þátttöku í EEC og hinir flokkarnir líka, allir nema kom- múnistar sem eru eindregið á móti. En um flokkana alla má segja, að þeir telja sig ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu. Stjórnin neitar að taka beina afstöðu til málsins vegna þess að ekkert sé vitað hverjir skilmálarnir eru. Enginn flokk- ur mun vilja játast undir Rómar' samþykkt sex-ríkjanna nema með sérstökum skilyrðum, en enginn veit hve fús sex-veldin verða á undanþágur og ívilnanir. Bændur og sjávarútvegsmenn vilja fá að vita hvaða kjör af- urðir þeirra fái á nýja markað- inum og þjóðin öll vill vita hvort t. d. rétturinn yfir landhelginni verði óskertur ef Norðmenn ganga í EEC. Yfirleitt er ekki hægt að taka afstöðu til málsins að svo stöddu, því að enn eru ekki við neinar upplýsingar um vænt anlega skilmála að finna. Til þess að fá að vita um skilmál- ana þarf viðkomandi land fyrst að sækja um inntöku, en að skil málunum fengnum er fyrst tíma bært að taka ákvörðun um að- ildina. Og þetta gerist ekki á skammri stund. Stjórnin hefur tjáð, að hún muni leggja málið fyrir þingið er það kemur sam- an 2. október. Sumar raddir, einkum innan vinstriflokksins, vilja láta þjóðaratkvæði fara fram um málið, en það fær dauf ar undirtektir. Málið er svo um- fangsmikið og flókið, að yfir- ieitt munu kjósendur eiga erfitt með að mynda sér sjálfstæða skoðun á því. En þetta mál hefur orðið til þess, að óvenjuleg orðaskipti haia orðið milli foringja bræðra lags verkamannaflokkanna í Skandinavíu. Eftir ráðherrafund inn sem haldin var á Voksen- kollen nýlega hafa kaldar kveðjur orðið milli Tage Erlan- ders annars vegar og norska við- skiptamálaráðherrans Arne Skaug og danska utanrikisráð- herrans Jens Otto Krag hinsveg- ar. Á fundinum, — sem samkv. tilkynningunni er um hann var gefin eftirá, hafði farið mjög friðsamlega fram — kvað Arne Skaug hafa sagt: „Hvernig get- ur Svíum dottið í hug, að þeir geti orðið njótandi allra hlunn- inda sameiginlega markaðsins og sloppið við öll óþægindin, ef þeir „assosierast" honum en verða ekki fullgildir meðlimir". Sænsku blöðin mörg, einkum „Dagens Nyheter“ og „Stock- holmstidningen" hafa ráðizt harkalega á Jens Otto Krag og Arne Skaug og telja þá hafa spillt norrænni samvinnu, og Erlander sneiddi að Skaug ræðu sem hann hélt í Stokk- hólmi skömmu eftir fundinn. Þykir þetta tíðindum sæta, því £ ð áður hefur hnífur ekki kom- izt milli þessara samherja. Hafði verið búizt við því, að iundur- inn á Voksenásen mundi taka ákvarðanir um aukna norræna samvinnu, en nú er svo að sjá, að samvinnan fari rénandi, því að miðlöndin þrjú fara hvert sína leið: Danir sækja um aðild að EEC, Svíar afneita Rómar- samningnum vegna sérstöðu sinnar í utanríkismálum, og Norðmenn eru óráðnir, þó að sennilegast þyki að þeir leiti hófanna um inntöku í EEC. SAS í úlfakreppu. Á mánudaginn kallaði nýi for- stjórinn í SAS — Nicolin — blaðamenn aðildarlandanna á i nú fund til Bromma og setti flug- vél undir þá dönsku og norsku. Erindið var það, að tilkynna þeim að hagur SAS væri stór- um verri en látið var uppi í vor og að rekstrartapið á yfirstand- andi ári mundi verða ferfalt meira en í fyrra, eða kringum 150 miljón n-krónur. í greinar- gerðinni sem formaður félags- stjórnarinnar gaf þegar Áke Rusck var rekinn frá, var talið að tapið í ár yrði miklu minna En i sumar hefur reynslan orð- ið sú af Atlantshafsfluginu, að vélar félagsins hafa haft mikln minni flutninga en áætlað var, svo að ný’tingin hefur orðið slæm. Nýju þoturnar hafa reynzt of stórar fyrir flutningsmagnið. Á fundinum skýrði Nicolin forstjóri frá byrjunaráætlun sem hann hefði gert um sparnað, sem lækkaði útgjöldin um 63 milljónir n-kr. á næsta ári. SAS hefur 12.500 manna starfslið en að fækka því um 10%. Meiri hlutinn af því fólki sem fer, eða 750 manns, fer samkv. éigin ósk, en 350 verður sagt upp vistinni. Þetta snertir Noreg þó litið í samanburði við hin lönd- in, því að ekki verður sagt upp nema 10—20 manns í Noregi. en alls fækkar þar um 100 manns. í Svíþjóð fækkar um 550 og í Danmörku um 450. Nicolin kvaðst vongóður um að hægt væri að koma félaginu á réttan kjöl aftur, en mikið væri þó und ir því komið hvernig tækist að selja hinar eldri vélar félagsins, sem það er hætt að nota vegna tilkomu þotuvélanna. Ef sú sala gengi illa yrði þess skammt að bíða, að fé það sem lagt var í félagið í sumar, gengi til þurrð- ar. Hér í Noregi láta menn sér fátt um finnast, en ýmsar raddir hafa heyrzt um, að félagsstjórn- in hafi ekki lagt öll spilin á borð- ið þegar hún var að leita til rík Frh. á bls. 17. Lœknisráö vikunnar Practicus ritar um: tannlæknis, að minnsta kosti á sex mánaða fresti, jafnvel þótt þeir þjáist ekki af tann- pínu. Oft stendur þannig á, að þótt lítið gat sé á glerungu- um, getur verið stærðar hell- ir í tannbeininu. Þegar holan nær inn í taugina, kemur hinn ákafi sársauki, er nefn- ist tannpína. Þegar svo er komið, verður að „drepa rót- ina“, en þá verður að fjar- lægja taugina og fylla tann- holdið. Bólgan getur einnig breiðst út í sjálft kjálkabein- ið. T annskemmdir MENNINGIN hefur átt þátt í að bæta heilsufar manna á ýmsum sviðum, en um tenn- urnar gildir öðru máli. Breytt mataræði, einkum hin stór- aukna sykurnotkun, hefur haft í för með sér, að tann- skemmdir eru orðnar afar út- breiddar. Þrátt fyrir harða baráttu tannlæknanna fara tannskemmdirnar stöðugt í vöxt. í um fimmtíu af hundr- aði þeirra tilfella, þegar menn missa tennur, má rekja orsak- irnar til tannskemmdanna. Almennt er nú álitið, að orsök þess, að holur myndast í tennurnar, sé sú, að kolhyd- röt breytist í lífrænar sýrur fyrir áhrif gerla í munninum. Sýrunar ráðast síðan að gler- ungnum. Kolhydröt er að finna í sykri, mjöli, kartöflum og ótal fleiri fæðutegundum. Þessar þrjár ofannefndu fæðu- tegundir, eru meðal þeirra, sem mest er neytt, og þarf því engan að undra, að um 99% manna hafa skemmdar tennur. ★ Holurnar myndast einkum þar, sem matarleifar geta sezt fastar, það er að segja í tann- bilin og hinar djúpu skorur á tyggingarfleti tannanna. Nú mun yfirleitt álitið, að gerl- arnir þreng' sér inn um ,,smíðagaUa“ í gleirunginum og ráðist svo á tannbeinið og glerunginn innanverðan, en þeim megin er hann ekki eins sterkbyggður og að utan. Minnstu holurnar ná oft ekki gegnum tannbeinið. Menn verða ekki varir við neinn sársauka af þeirra völd- um, en þær eru formæður hinna stærri, sem ná inn í rótina. Er því auðséð, að miklu máli skiptir, að verða var við þær og stöðva .öxt þeirra í tíma. Þetta er ein af orsökunum til þess, að nauð- synlegt er hverjum manni að láta athuga tennur sínar reglu lega. Allir skyldu fara til Eins og áður er nefnt, á sykur afar mikinn þátt í mynd um tannskemmda. í þessu tilliti hvílir mikil ábyrgð á öllum ömmum, öfum, frænd- um og frænkum. Þau vilja gjarna gleðja börnin, og börn in venjast því snemma á að borða súkkulaði, brjóstsykur Myndin sýnir augntönn í og annað sælgæti Þeim væri tan„holu sinni j neðri kjálk. betra að fá gulrótaknippi, anum. Tönnin hefur verið ávexti og fleira þessháttar. klofin að endUöngu. x Gler. Mæðurnar eru ekki heldur ungur 2 Xannbein. 3 Xann. holið með slagæðum, bláæð- um og taug (taugin er svört á myndinni). 4. Gómur tanir- hold) 5. Örin bendir á sam- , , . . , . , , skeyti glerungsins og tann- i i limsins. A þessum stað er ser- eru allar saklausar. Hvað á að gera? Fyrst og fremst að láta vera að venja börnin á sælgæti. Það er erfið barátta. oft alveg vonlaus, að láta þau skola munmnn með vatni eftir hverja máltíð, það er ekki tímafrekt. Aldrei lega hætt við holumyndun. Tönnin er þarna veikari fyrir en amrarsstaðar. Neðan viíð á að gefa börnunum ,,gott“ í samske tin er tannholdið vax. rumið. A næturnar hafa mat- arleifarnar miklu betra tæki- færi til að setjast að í tönn- unum. Síðast, en ekki sízt: Að bursta tennurnar. Allir ættu að bursta í sér tennurnar að minnsta kosti tvisvar á dag, sé ekki mögulegt að koma því ið fast við tannlímið, ofan við þau er glerungurinn. Þegar gómarnir bólgna, ná þeir upp á glerunginn, en e r u e k k i vaxnir fast við hann. Gerlar komast því niður á milli góma og glerungs, allt niður að samskeytunum. Þar við og mörgum finnst það of «, und.r þessum knngumstæð í fyrirhafnarsamt. ættu menn f'fær‘ skIo1 ***** Serla’ að bursta tennur sínar undir Þv. að tannburstmn kemst þar svefninn. Við tannburstun er ekkl að' skei"md.rnar bre.ð- ast síðan út frá samskeytum nauösynlegt aö nafa 1 nuga, _ , , hver tilgangurinn með athöfn- 5*““^ undlr S^nngnnm, , inni er: Að fjarlægja matar- bæðl hann °S tannbeinið leifar frá tyggingaflötunum og Skemmast' Að end.ngu etur tannbilunum. Þrýstið því skemmdin sig igegn. 6. burstanum fast á tygginga- ,al aÞe,»ið. fletina og hreyfið hann þannig eftir tanngarðinum, fram og helzt ekki á öðrum tímum aftur. Síðan kemur röðin að dags. Burstið tennurnar ræki- innra borði tanngarðsins, þá lega, minnst tvisvar á dag. á að hreyfa burstann upp og Skolið munninn eftir hverja niður, svo að hárin nái inn í máltíð og munið að láta tann- tannbilin, og loks á að fara lækninn skoða tennumar, yfir framhlið tannanna á sama ekki sjaldnar en á sex mán- hátt. Litlu máli skiptir, aða fresti. Munið eftir tann- hvaða tegund tannkrems er kremsauglýsingunum um vesa notuð, en rétt er að nota það. linginn, sem enginn vill um- Ef til vill er bezt að velja sér gangcist! tannkrem eftir bragði. (AKTUEL PRESSE Fyrst og fremst á að muna: STUDIO Ekkert sælgæti í rúmið, og — Einkaréttur Mbl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.