Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 17
JÞriðjudagur 5. sept. 1961
MORGVISBLAÐIÐ
17
Jón Þorkelsson
frá Haga — Kveðja
| 'YT.eStK-l
KLUBBUR/NN f " ; SON
l OPIÐ í KVÖLD LÚDÓ-kvintett og STEFÁN JÓNS Sími 22463.
* ** 1 1 ®
Sími 22643. . |
Ruslið á Öldugötunni
LAUGARDAGINN 26. ágúst sl.
lézt Jón Þorkelsson, oft kennd-
ur viS Haga í Gnúpverjahreppi
[(vegna langrar dvalar þar). Hafði
Ihann gengið út til verka, dag
einn nokkru áður með orf og
ljá og tók til sláttar að fornum
Ihætti, svo sem íslendingar hafa
tíðum gjört um ellefu alda bil,
nærfellt. Snögglega dró mátt úr
limum hans öllum, Verkið, sem
honum féll vel á velli staðnaði.
Ljár hans hætti að kveðast á við
hin fallandi grös, og hönd hans
mátti sig eigi lengur hræra. Hann
hafði fengið slag. Eftir stundar
toið var hann fluttur til bæjar Og
þaðan í sjúkrahúsið á Selfossi,
og þar lézt hann sem fyrr segir.
Jón Þorkelsson var fæddur að
Litla-Lambhaga í Gullbringu-
sýslu en fluttist á unglingsaldri
að Ásum í Gnúpverjahreppi til
— Noregur
Framh. af bls. 15.
Isstjórnanna um stuðning í vor.
Ludvig Braaten hefur skrifað um
flugmálin og gert tillögur um
breytingar á starfsemi SAS í þá
átt að félagið reki aðeins flug-
samgöngur við önnur lönd, en
sjálfstæð innlend flugfélög ann-
ist samgöngurnar hvért í sínu
landi.
Nationalteatret í þröng.
Það bar til tíðinda um síðustu
helgi að Garl Fr. Engelstad for-
stjóri Nationalteatret, sem hef-
ur gegnt starfiu í aðeins eitt ár,
toaðst lausnar frá því. Segist
hann hafa boðizt til að fara af
sjálfsdáðum, en orð leikur á að
toæði leikhússtjórnin (formaður
hennar er Harald Grieg) og
menntamálaráðuneytið hafi ýtt
undir hann og mundi jafnvel
hafa vikið honum frá ef hann
hefði ekki farið sjálfviljugur.
Því var fagnað í fyrra að
Engelstad skyldi taka við stjórn
leikhússins eftir Knut Hergel,
því að hann er talinn mjög glögg
skygn leikhúsmaður og gerir
strangar listrænar kröfur. En
„publikum" hefur brugðizt. Það
sækir gamanleiki og „grin‘“ en
íkærir sig lítið um nýtízku leik-
list. Og því finnst líka of dýrt
að sækja leikhús þegar það fær
toíómiða fyrir ferfalt lægra verð.
■Reksturinn á þjóðleikhúsinu og
hinu leiksviðinu, sem það hefur
rekið í Centralteatret undanfarin
tvö ár hefur orðið svo dýr, að
oríkisstyrkurinn hrykki ekki til
þó hann væri tvöfaldaður. —
Nú hefur verið afráðið að hætta
rekstri Centralteatret og verða
þá margir leikarar atvinnulausir.
•— Fjármálastjóra þjóðleikhúss-
ins, Erik Kr. Johansen hefur ver
ið falin leikhússtjórnin fyrst um
sinn.
Tokke-rafstöðin.
Tokke-rafstöðin í Þelamörk
var vígð af Gerhardsen forsætis-
ráðherra á þriðjudaginn var,
þ. e. a. s. fyrsta vélasamstæðan
— 100.000 kw. Er þetta upphaf-
ið að stærsta orkuveri Noregs,
sem á verða 800.000 kw áður en
lýkur, en skiptist á 5 stöðvar.
En 310 miljón n-kr. hefur það
kostað, sem búið er að gera, en
þar í felast m. a. 25 kílómetra
jarðgöng, sem koma þremur
fyrstu stöðvunum sameiginlega
að gagni. Alls verður kostnaður-
inn við þrjár fyrstu stöðvarnar
kringum 900 miljón kr. að með-
töldum leiðslum og spennistöðv-
nm. Heimsbankinn hefur lánað
fé til fyrirtækisins en einnig
hafa fylki, bæir og iðnfyrirtæk
lagt fram fé að tiltölu við þá
®rku, sem þau hafa fest sér hjá
fyrirtækinu.
Skúli Skúlason.
Gísla bónda Einarssonar og Mar-
grétar Guðmundsdóttur, konu
hans. Frá því heimili var hann
fermdur Og í þeirri byggð dvald-
ist hann síðan, festi tryggðir þar
við fólk, fjöll Og fénað, unz hann
féll fyrir hinum „slinga sláttu-
manni“. Fé og fjárleitir voru kær
asta umhugsunar Og umræðuefni
hans. Slíkt var unun hans og
yndi. Þegar fjallablærinn frjáls
Og hreinn lék honum um vanga,
var Jón glaður, þá var friður í
huga Og sæla í sál. Þannig var
um 60 ára bil. Hygg ég, að hann
hafi með fögnuði leitt huga til
komandi fjallaferðar og hljóms
af hvellum jarmi lambfjár, sem
rekið verður af fjalli, prútt með
„lagði síðum“. Fjöll og fénaður
kveðja nú þennan unnanda sinn.
Auðvitað er margt að geta úr
ævisögu sjötugs manns. En sá er
ljóður á, að mér eru ekki til-
tækar »einar heimildir, svo að
ég geti örugglega farið með rétt
mál. Eg kýs því heldur að færa
fátt þess konar í letur.
En þess vil ég geta, sem ég
veit án skráðra heimilda:
Kvæntur var Jón Guðrúnu
Jóhönnu Jónsdóttur. Er hún lát-
in fyrir einum áratug, eða svo.
Varð þeim hjónum auðið fimm
barna, er komust til aldurs, einn-
ar dóttur og fjögurra sona. Þau
settu saman bú fyrst í Skálda-
búðum í Hrepp, síðan fluttu þau
að Vola í Hraungerðingahreppi.
Voru þau síðustu ábúendur þar
áður en sú jörð fór í eyði. Bú-
skaparhamingja þeirra reyndist
hvikul, enda býlin mögur og ekki
örlát á gæði. Römm var fátæktin
í fangbrögðum og önnur óhöpp
þung í skauti. Þau hjón brugðu
því búi og fluttu upp í Hrepp að
nýju. En góð reyndust handtök
þeirra og iðja farsæl. Þau undu
ævidegi á Hreppum, og senn bíða
þau efsta dags saman hvílandi í
kirkjugarði Stóra-Núps.
Eg sendi kveðju mína nú á
útfarardegi Jóns austur í byggð-
ir Árnessþings og óska þess, að
hlíðar og fjöll hlægi við Jóni í
dag og ómar tals og tóna þeirra,
er fluttir verða í Stóra-Núps-
kirkju í dag, signi eigi aðeins
moldir þess, sem hvaddur er þar
heldur og feril þeirra allra, sem
koma þangað í kveðjuskyni.
Friður sé þar, nú og ávalt.
Gunnar Jóhannesson
„Mning
hæðar og
fegrun
vaxtar-
lags
Er nýtt æfingakerfi, sem er
ráð til að hækka vöxtinn,,
einkum beirra, sem eru bogn-
ir > baki og herðalotnir. Þeir
sem æfa þetta kerfi verða
beinvaxnir og fyrirmannieg-
ir í fasi. Kerfið er til sölu í
bókaverziunum í Rvík og
kostar kr. 25.00. Ef þér óskið
getum við sent yður kcrfið
hvert á land sem er ef þér
sendið okkur gjaldið í ábyrgð
arbréfi eða pástávisun.
Utanáskrift okkar er:
HEILBRIGÐI OG HREYSTI
PóstHÖLF 1115, REYKJA-
VÍK.
VEGNA fréttar í Morgunblað-
inu, laugardaginn 2. september,
um sorpstríðið á öldugötu, vil
ég, undirritaður taka fram eftir-
farandi:
í lok fréttarinnar segir, að á
skrifstofu Borgarverkfræðings og
skrifstofu Borgarstjóra hafi mál-
ið ekki verið borið upp.
Hið rétta í málina er:
Tunnurnar höfðu ekki verið
hreinsaðar í tæpar 3 vikur. —
Fimmtudaginn 31. ágúst sl.
hringdi ég á skrifstofu sorphreins
unarinnar og átti tal við afar
kurteisan mann, sem ég veit ekki
hvað heitir og sagði honum frá
ástandinu eins og það væri, þ. e.
að alJar tunnur væru fullar, og
auk þess stór hrúga af drasli og
köstum, fullum áf sorpi. Sagði
ég honum, að annaðhvort hefði
ekki verið hreinsað á öldugöt-
unni, eða þessu húsi sleppt í tvö
skipti. Maðurinn tjáði mér, að
sér þætti þetta leitt og kvaðst
mundu biðja verkstjórann að
kippa þessu í lag.
Nú vildi svo til að þennan dag
varð ég var við, að verið var að
hreinsa sorp á Bárugötu, sem
er næsta gata við Öldugötu. Sendi
ég þá aðstoðarstúlkuna til að tala
við verkstjórann og biðja hann
að hreinsa hjá mér, þar sem ekki
hefði verið hreinsað svo lengi.
Svörin, sem hún fékk, voru þau,
að þetta væru ósannindi, því það
hefði verið hreinsað sl. mánudag.
(Það skal tekið fram, að ég hef
a. m. k. 6 vitni, sem annaðhvort
vinna í húsinu eða koma þar dag-
lega, sem geta borið um, að ekki
hafi verið hreinsað).
Næsta, sem gerðist í málinu, er
það, að kl. 10 f.h. föstudaginn 1.
september hringdi ég aftur til
sorphreinsunarinnar. Sami mað-
ur og daginn áður kom í símann
Og var hinn kurteisasti. Sagði
hann, að verkstjórinn væri við
hendina og bauð mér að tala við
hann.
Verkstjórinn sagði mig ljúga
því, að ekki hefði verið hreinsað.
Kvaðst hann hafa spurt sína
menn um það og taka þá trúan-
lega.
Tjáði ég þá verkstjóranum að
ef ekki yrði búið að hreinsa kl.
5 þennan sama dag, mundi ég
sjálfur bera ruslið út á öldugöt-
una, og væri það á hans átoyrgð.
Sagði hann þá, að það mundi ekki
hjálpa mér neitt í þessu máli
að vera að rífa kjaft við sig
og skellti síðan á mig símanum.
Næsta sem skeður er það, að ég
sagði Erni, bróður mínum, sem
er lögfræðingur, málavöxtu, og
jafnframt um áform mitt að
fleygja ruslinu á götuna, ef ekki
yrði búið að hreinsa kl. 5 þenn-
an sama dag.
Bauðst hann þá til að reyna að
fá þessu máli kippt í lag fyrir
þann tíma. Hann hringdi síðan á
bæjarskrifstofurnar og fékk að
tala við Ólaf Halldórsson. Ólafur
kvaðst ekkert hafa með þetta
mál að gera og benti Erni á að
snúa sér til Borgarlæknis. Skrif-
stofustjórinn hjá Borgarlækni,
Haukur Benediktsson, kvað Borg
arlæknisembættið ekki hafa haft
með þessi mál að gera sl. 2 ár.
Kvaðst hann hinsvegar sjálfur
skyldi reyna að tala við sorp-
hreinsunina. Vísaði hann að öðru
leyti til Borgarverkfræðings.
Hringdi ég síðan til Borgarverk-
fræðings. Símastúlkan sagði hann
ekki vera við Og vissi ekkert,
hvenær hann kæmi, enginn mað-
ur, sem gæti tekið neina ákvörð-
un. Sagði ég stúlkunni í fljótu
bragði frá málavöxtum og spurði
hana ráða. Stúlkan vísaði mér
þá á heiðursmennina í sorphreins
uninni á Veghúsastíg. Eg þakk-
aði henni fyrir og bað hana skila
kveðju til borgarverkfræðings og
tilkynna, að ruslið yrði borið út
kl. 5.
Næsta, sem gerðist, er það, að
Örn, bróðir minn, hringir á bæj-
arskrifstofurnar og spyr um borg-
arritara eða Pál Líndal. Síma-
stúlkan sagði, að, báðir væru við,
en hvorugur gæti, eins og á stóð,
kömið í símann. Bað hann þá
stúlkuna fyrir skilaboð til borg-
arritara um að hringja til sín.
Hann hringdi aldrei.
Sá ég þá í hendi mér, að ég
mundi ekki fá úrlausn hjá sorp-
hreinsuninni. Hringdi ég þá í
blaðamenn og bað þá vera við-
stadda er ég bæri ruslið út á
götuna.
Ef það er vilji yfirvalda bæjar-
ins, að hér verði tekið upp sama
skipulag um sorphreinsunarmál
og tíðkast í fátækrahverfum
Serkja í Alsír, þ. e. að henda
ruslinu út á götun*, þá ráðlegg
ég fleiri mönnum að fara að mínu
dæmi og sjá til, hvort hlutirnir
lagast ekki.
Virðingarfyllst,
Haukur Clauseh
— Heiðagróbur
Frh. af bls. 10.
vík við hallarbyggingu, sem ef-
laust hefur verið nokkuð aðkall-
andi og vonandi verður landbún-
aðinum til styrktar í framtíðinnL
En margir bændur Og land-
græðslunemendur hefðu líka
fagnað því, ef Búnaðarfélag fs-
lands í samráði við okkar ágæta
Og áhugasama landbúnaðarráð-
herra sem manna bezt þekkir þýð
ingu Og árangur landgræðslu, -
hefðu undirbúið sauðfjáraukn-
ingar og landgræðsluáætlun, þar
sem stefnt væfi að því að árið
2000 væri búið tífalda þol heiða-
landanna og fimmfalda sauðfjár-
eign landsmanna. Ég ætla að
bændur og landsmenn yfirleitt
myndu fagna slíkri áætlun og
styðja hana. Því hún sýndi að
menn trúa á framtíð landbúnaðar
ins, Og hyggja ekki á kyrrstöðu í
sauðfjárbúskap þegar beitarþol
heiðalandanna þolir ekki meira
álag, heldur sýna trú sína &
landið og framtiðina með auk-
inni ræktun bæði í byggð og heið
um uppi með hjálp, tækni og stór
iðju.
Og framtíðarósk mín til þjóð-
ar minnar er sú, að eftirfarandi
megi rætast hvert einasta sumar,
meðan byggð og búskapur helzt
á íslandi:
„Það drýpur af heiðalöndunum
og hæðirnar girðast fögnuðL
Hagarnir klæðast hjörðum
og dalirnir hyljast kornif
allt fagnar og syngur“.
— Ofnasmiðjan
Frh. af bls. 1,1.
Mikilvægast er að halda góðum
samhug og samstarfi. Geta strax
komið því á framfæri, ef manni
þykir eitthvað miður fara og
fengið vitneskju um það, sem
starfsmennirnir telja ábótavant,
svo að hægt sé að gera umbætur
svo fljótt sem verða má. Og ég
hef orðið var við, að starfsmenn-
irnir meta þessa fundi mikils.
Auk þessa má kannski nefna, að
einu sinni á ári undanfarin 3 ár
höfum við gefið út hér á vinnu-
staðnum blað, „Smiðjuna“, Sem
starfsmennirnir skrifa að mestu
leyti sjálfir."
Á Góð affstaða til
félagsstarfsemi.
Einn af elztu starfsmönnum
Ofnasmiðjunnar er Jón Sigurðs-
son, og biðjum við hann nú að
segja okkur eitthvað um félags-
líf starfsmannanna og önnur
sameiginleg mál þeirra.
„Aðstaða okkar öll til félags-
starfsemi", segir Jón, „batnaði
mjög við tilkomu borðsalarins
sem tekinn var í notkun, þegar
mötuneytið var stofnað. Þar höf-
um við haft fpilakvöld nokkrum
sinnum og komið saman við ým-
is tækifæri. Auk þess sem við
höfum sérstakt mötuneyti má
nefna, að við höfum okkar eigið
pöntunarfélag, sem gefið hefur
góða raun. Við metum það mik-
ils, hve mikinn skilning stjórn-
endur fyrirtækisins hafa sýnt
viðleitni okkar til félagsstarf-
semi. Ma t. d. nefna, að þegar
fyrirtækið átti 25 ára afmæli í
vor sem leið, þá bauð það öllum
starfsmönnum sínum og fjöl-
skyldum þeirra, alls 200 manns,
til leiksýningar í Þjóðleikhús-
inu. Auk þessa hefur fyrirtækið
svo oftar en einu sinni haft
kvöldboð fyrir okkur og fjöl-
skyldur okkar. Á afmælinu gáf-
um við starfsmennirnir fyrirtæk
inu bók með spjöldum, sem Rík-
harður Jónsso'n skar út og allir
starfsmenn fyrirtækisins 1 nú-
tíð og framtíð eiga að rita nöfn
sín í. Vildum við með þessu
sýna, hvern hug við berum til
þessa fyrirtækis" sagði Jón Sig-
urðsson að lokum.