Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 16

Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sept. 1961 Stúlka með enskukunnáttu óskar eftir atvinnu. Sími 17592. AfgreiHslustulka óskast í raftækjaverzlun. Eiginhandar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merktar: „Afgreiðsla — 5325“. Konur - athugíð Sú breyting verður á að skoðun barnshafandi kvenna verður framvegis hvern fimmtudag kl. 1—3. Fæðingarheimilið Kópavogi Hlíðarvegi 6 TIL SÖLU ER vokvíitroSSspil-’2,2lonji Upplýsingar gefa Lárus Ársælsson, Vestmannaeyj- um og Sigurður Sveinbjörnsson, Skúlatúni 6, Rvík. Ársæll Sveinsson, Vestmannaeyjum Skrifstofustarf Stúlka með kvennaskólapróf og vön almennum skrifstofustörfum óskar eftir atvinnu. — Tílboð send- ist á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „I.B. — 5321“. Duglegf afgreiðslu- fólk óskast Viljum ráða pilt og 2 stúlkur til afgreiðslustarfa i einni kjötverzlun okkar. Umsækjendur þurfa helzt að hafa einhverja reynslu við afgreiðslu. SLÁTURFÉLAG SUÐURLAND5 Skúlagötu 20 Atvinna Tvær stúlkur vantar að Gunnarsholti, sem fyrst. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „5922“. Barngóð stulka íslenzk eða erlend, óskast til húsverka, strax eða um næstu mánaðamót. — Umsóknir, ásamt kaup- kröfu og meðmælum, sendist afgr. Mbl. merkt: „Barngóð — 5921“, fyrir 9. þ.m. Ung stúika sem hefi ráhuga á að læra meðferð á tækjum til notkunar við sjónskóla (Sehschule) getux fengið slíka kennslu í Þýzkalandi og nokkurn námsstyrk. Námið tekur um tvö ár og kunnátta í þýzku er nauðsynleg. Æskilegt væri, að umsækjandi hafi hjúkrunarmenntun, eða/og stúdentsmenntun. Þær, sem hefðu áhuga á þessu eru beðnar að snúa sér til Gísia Sigurbjörnssonar forstjóra, sem gefur allar nánari upplýsingar. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund eiFREIÐASALAIU Frakkastíg 6 Símar 19092, 18966 og 19168 Salan er örugg hjá okkur. Ávallt stærsta úrvalið á boð- stólnum. Gjörið svo veí o-g skoðið bílana. Sími 12500 Bílasalinn við Vitatorg. An útborgunar seljum við nokkrar bifreiðir í dag: Citroen ’47. Ágætur bíll. Nash ’47. Allgóður bílL Plymouth ’42. Allgóður bíll og fleiri tegundir. Auk þess mikið úrval alls konar bifreiða. Sími 12500 BÍLASALINN VIÐ VITATORG Bíiamióstöðin VAGIU Amtmannsstíg 2C. Simar 1628P og 23757. Volkswagen ’61. Fiat Station ’57. Volkswagen rúgbrauð ’56. Höfum mikið úrval af 4ra, 5 og 6 og Stationbifreiðum til sölu sýnis daglega. Margs konar skipti mögu- leg. Bílamiðstöiin VAGM Amtmannsstíg 2C Simar 16289 og 23757. Girkassar flesta bíla. Millikassar í jeppa. Startarar, dynamóar, 6 volta. Stýrismaskínur, margar geðir Öxlar, Ford, Chevrolet, — Oldsmobile, Veapon, Hillmann Dekk 900x16 og fleira. Notaðir, nýir fágætir bíla- hlutir á 21 SÖLUNNl 21 SALAN er bílahluta umboðssala. Skipholti 21. — Sími 12915. Sjötugur: Sigurður Sigbjörns- son frá Ekkjufelli ÞÓTT nokkuð sé nú um liðið síð-! an Sigurður Sigbjörnsson fulltrúi hjá Vegagerðinni á Austurlandi varð 70 ára, vil ég minnast þess- ara merku tímamóta í lífi þessa heiðursmanns með nokkrum línum. Sigurður Sigbjörnss. frá Ekkju felli í Fellum varð sjötugur 13. ágúst s.l. Hann er fæddur á Breiðavaði í Eiðaþinghá sonur Sigbjörns Björnssonar og Mar- grétar Sigurðardóttur. Um alda- mótin fluttu þau hjón að Ekkju- felli og bjuggu þar rausnarbúi síðan. Þau hjón og börn þeirra eru því jafnan kennd við þann stað. Sigbjörn var orðlagður höfðingi í béraði og heimili þeirra hjóna naut fádæma vin- sælda. Þeir sem þar ólust upp og lifðu bera því allir merki rausnar þeirrar, góðmennsku og höfð- ingskapar, sem þar ríkti öðrum eiginleikum fremur. Sigurður Sigbjörnsson fór ekki varhluta af þeim arfi er hann fékk í þessum eiginleikum frá: föðurhúsum. Árið 1920 gekk Sigurður að eiga frændkonu sína, Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Ekkjufells- seli í Fellum. Áður hafði Sigurð- ur numið í Verzlunarskólanum hér í Reykjavik. Þau hjón stunduðu búskap um nokkur ár bæði í Ekkjufellsseli og á Þrándarstöðum en fluttust kring um 1925 til Reyðarfjarðar og bjuggu þar síðan. Þau hjón eign- uðust 10 böm og eru 4 á lífi. Einnig ólu þau upp 2 fósturbörn. Sigurður missti konu sína fyrir um áratug síðan og hélt eftir það heimili með ráðskonu, en býr nú hjá dóttur sinni og tengdasyni á Reyðarfirði. Eftir að Sigurður fluttist til Reyðarfjarðar gerðist hann starfsmaður Vegagerðarinnar, lengst af á skrifstofu hennar. Hann vann einnig skrifstofu- störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Sigurður er hæggerður maður og rólyndur, en undir niðri gleðimaður og sérstakur höfðingi heim að sækja. Við hann er sér staklega þægilegt og skemmti- legt að ræða. Hann er fordóma- laus og óáreitinn í tali, umtals- góður um náungann og skemmti- legur að segja frá. Hann hefir sérstaka ánægju af að sitja og skeggræða við menn í góðum fé- lagsskap eða gripa í spil. Ná- kunnugir segja um Sigurð að hann sé fyrst og fremst góður drengur og eru það meðmæli, sem hverjum mega duga á lífs- leiðinni. Sigurður er því eink- ar vinsæll og hef ég engan heyrt mæla um hann hnjóðsyrði. Þá er hann barngóður og þýðlynd- ur í umgengni við þau. Sementsryk á Akranesi UM 11 leytið á laugardagskvöld fóru að berast kyartanir til lög- reglunnar á Akranesi um að óvenjumikið sementsryk legði úr skorsteini sementsverksmiðjunn- ar. Var það svo mikið að spor markaði á götu. Kvörtuðu bíleig- endur einkum undan þessu. Munu kvartanir einnig hafa bor izt til verksmiðjunnar. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON h æstar é ttarlögm en Þórshamri. — Sími 11171. Því miður átti ég þess ekki kost að sitja hina glæstu afmæl- isveiziu hans nú nýverið, en þótt seint sé vil ég senda hon- um hlýjar afmæliskveðjur og árna honum og öllum hans heillá og blessunar á þessum tímamót- um. ridge SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var spilað á Evrópumóti fyrir nokkr- um árum í leik milli Noregs og Svíþjóðar. Á öðru borðinu sátu Norðmennirnir Schonborg og Froseth í Norður og Suður, en góðkunningjar okkar Wohlin og Lilliehök sátu í Austur og Vest- ur. Þar gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 spaði 1 lauf pass 1 grand 2 lauf dobl pass pass 2 tiglar dobl pass pass pass Spilin voru þessi: A D-8-7-2 V Á-5-4-3 + 9-5-2 4t'4-3 10-6-3--------* Á-G-4 * K-G-10 N y 9-8-7-e * Á-K-10 V A 2 3 s ♦ D-7 * D-10-8 -------♦ 6-5-2 ♦ K-9-5 V D ♦ G-8-6-4 ♦ Á-K-G-9-7 Opnun Suðurs á einu laufi er eðlileg, en ekki er hægt að segja sama um sögn Wohlins (Vestur), einn spaði, og er hann einmitt frægur fyrir sagnir sem þessar. Lilliehök (Austur) átti einnig til ýmsar kúnstir, og sagði grand. Froseth (Suður) sagði 2 lauf, sem Wohlin tvöfaldaði, því hann áleit að Austur, félagi hans, ætti sæmileg spil eftir grana-sögnina. Suður varð nú hræddur og sagði 2 tigla og fór þar með úr öskunni í eldinn. Wohlin tvöfaldaði og átti nú að láta út. Útspilið hjá Wohlin var mjög snjallt eða tígull 3 sem Lilliehölc drap með drottningu og lé«. aftur út tígul. A-V tóku þannig fjóra slagi á tromp og voru þannig allir orðnir tromplausir. Enn kom gott útspil hjá Wohlin þvi nú lét hann út hjarta kóng og drottningin féll í hjá Suður. Suður fékk því aðeins 4 slagi (2 á lauf, 1 á hjarta og 1 á spaða) og varð 4 niður. A-V fengu því 700 fyrir spilið og virðist það ótrúlegt þegar litið er á spil þeirra. Þess skal getið, að á hinu borð inu spiluðu Norðmennirnir 4 A-V 2 hjörtu og unnu þau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.