Morgunblaðið - 13.09.1961, Page 9
Miðvikudagur 13. sept. 1961
WORGVNBLAÐIÐ
9
ÍHlhQhQhQHÍhQhQHÍhQhQHQ
HINN 24. september n.k. hefst í
Torquay í S-Englandi Evrópumót
í bridge. Að venju er keppt í
tveim flokkum þ.a. annarsvegar
í opna flokknum, en þar teflir
hver þjóð fram sínu sterkasta
bridgefólki, jafnt körlum sem kon
‘um og hins vegar í kvennaflokki.
Að þessu sinni taka sveitir frá
íslandi þátt í báðum flokkunum.
Kvennasveit er nú send í annað
sinn, fyrst var sent á Evrópumót
ið sem fram fór í Osló árið 1958.
ísland sendir nú sveit til keppni
Einar Þorfinnsson hefur keppt í 7
Evrópumótum og þar að auki
fyrir Evrópu á lieimsmeistara-
keppninni 1950.
Lárus Karlsson keppir nú í 8.
sinn á Evrópumóti.
Hið fyrsta opinbera Evrópu-
meistaramót var síðan haldið ár
ið eftir, 1933, í London. Sjö þjóð
ir tóku þótt í mótinu og sigraði
Austurríki, Holland varð nr. 2 og
Noregur nr. 3 1934 var keppnin
háð í Vín og sendu nú 10 þjóðir
lið til keppninnar. Ungverjaland
sigraði, Holland varð nr. 2 og
Austurríki nr. 3.
Briissel varð fyrir valinu, sem
keppnisstaður 1935 og bættust nú
tvær þjóðir í hópinn og voru því
þátttakendur tólf. Frakkland sigr
aði og Ungverjaland og Júgóslav
ía skiptu með sér öðru og þriðja
sæti.
Þrettán þjóðir sendu lið til
Stokkhólms 1936. Austurríki sigr
aði. Ungverjaland varð í öðru
sæti og Holland í 3.
1937 bættust í hópinn tvö lið
frá Bandaríkjunum og var því
um að ræða nokkurs konar heims
meistarakeppni. Austurríki sigr-
aði en sveit Cullbertson frá
Bandaríkjunum varð nr. 2. -
Síðasta Evrópumeistaramótið
fyrir stríð var haldið í Haag. Þar
var Svíþjóð í fyrsta sæti, Júgó-
Yfirlit um Evrópu-
mótið frá byrjun
í opna flokknum i níunda sinn,
fyrst var send sveit árið 1948.
Keppendur fslands eru að þessu
sinni: í opna flokknum:
Stefán J. Guðjohnsen, Jó-
hanri Jónsson, Sveinn Invarsson,
Eggert Benonýsson, Guðlaugur
Guðmundsson og Lárus Karlsson.
Þeir Jóhann, Sveinn og Guðlaug
ur keppa nú í fyrsta sinn á
Evrópumóti. Eggert og Stefán
voru báðir í sveitinni, sem keppti
1958 í Osló og var það í fyrsta
sinn, sem þeir kepptu á Evrópu
móti. Lárus Karlsson hefur aftur
é móti keppt á 7 Evrópumótum,
harin hefur með öðrum orðum
verið í íslenzku sveitunum frá
byrjun að undanskilinni sveitinni
sem keppti í Vín árið 1957.
Kvennasveitin er þannig skip-
uð: Laufey Þorgeirsdóttir, Magn
ea Kjartansdóttir, Vigdís Guð-
jónsdóttir, Hugborg Hjartardótt-
ir, Margrét Jensdóttir og Ósk
Kristjánsdóttir. Þær Laufey,
Magnea, Vigdís og Hugborg voru
allar á mótinu í Osló árið 1958.
Fararstjóri ísl. flokksins verður
Ólafur Þorsteinsson.
♦ Evrópumeistaramótið
frá upphafi
Þetta er 21 Evrópumótið, sem
fram fer. Árið 1932 var Internat-
ional Bridge League stofnað í
Scheveningen í Hollandi og í sam
Ibandi við þann stofnfund var
haldið alþjóðlegt bridgemót, sem
Bridgesamband Hollands stóð fyr
ir. Þetta mót var upphafið að
hinu árlega Evrópumeistaramóti.
Á þessu móti varð Austurríki í
fyrsta sæti Hollpnd nr. 2 og Nor
egur nr. 3.
slavía nr. 2 og Þýzkaland í þriðja
sæti.
♦ Þátttaka íslands
Nú liðu 9 ár, án þess að keppt
væri og var ekki fyrr en 1948 að
ákveðið var, að keppnin skyldi
tekin upp að nýju, og varð Kaup
mannahöfn valin sem keppnis-
staður. Tíu lönd sendu lið til
keppninnar og þar á meðal fs-
land, sem sendi nú lið í fyrsta
sinn. Þeir, sem kepptu fyrir ís-
land, voru: Árni M. Jónsson, Ein
ar Þorfinnsson, Lárus Karlsson,
Gunnar Pálsson, Torfi Jóhanns-
son, Sigurhjörtur Pétursson,
Gunngeir Pétursson' og Hörður
Þórðarson. England varð í fyrsta
sæti og því næst komu Svíar og
Norðmenn. fslendingar höfnuðu
í níunda sæti. Með þessu móti má
segja að brotið hafi verið blað í
sögu keppnisbridge hér á landi,
því mót þetta varð til þess að á
hugi á keppni í bridge erlendis
vaknaði hjá íslenzkum bridge-
spilurum. Þetta sýndi sig líka á
mótinu, sem haldið var áxið eftir,
1949, í París. Þangað sendu ellefu
lönd lið til keppni. England varð
nr. 1., Svíþjóð nr. 2 og Danmörk
nr. 3, en ísland varð í 6. sæti. Fyr
ir ísland kepptu þeir Árni M.
Jónsson, Jón Guðm.undsson, Ein-
ar Þorfinnsson, Lárus Karlsson,
Kristinn Bergþórsson og Gunnar
Guðmundsson.
Á mótinu 1950, sem haldið var
í Brighton, náðu f slendingar þeim
bezta árangri, sem þeir fram til
þessa dags hafa náð. Þeir urðu
þriðju í röðinni af ellefu löndum,
með England í fyrsta sæti og
Svíþjóð nr. 2. Fyrir ísland kepptu
þeir Hörður Þórðarson, Stefán
Stefánsson, Lárus Karlsson, Krist
inn Bergþórsson, Einar Þorfinns
son og Gunnar Guðmundsson. —
Vegna þessa góða árangurs voru
tveir íslendingar, þeir Einar og
Gunnar, ásamt fjórum Svíum,
valdir til að keppa fyrir Evrópu
í heimsmeistarakeppninni, sem
haldin var í Bermuda. Stóðu þeir
sig mjög vel og hlutu mikið hrós
f yrir. ,
Til mótsins í Feneyjum, árið
1951, kom.u lið frá fjórtán lönd
um. Þar varð Ítalía í fyrsta sæti,
Austurríki nr. 2 og England í 3.
sæti. ísland varð nr. 6, og kepptu
þessir fyrir ísland: Árni M. Jóns
son, Lárus Karlsson, Einar Þor-
finnsson, Gunnar Guðmundsson,
Kristirm Bergþórsson og Gunnar
Pálsson.
Á mótinu árið 1952, sem haldið
var á írlandi, varð minni þátttaka
en árið áður eða 10 lönd.
íslendingum gekk ekki eins vel
og oft áður og höfnuðu í 9. sæti.
Svíþjóð hreppti fyrsta sætið að
þessu sinni, en Frakkland annað
Og Holland þriðja. Þátttakendur
fslands voru: Gunngeir Péturs-
son, Einar Ágústsson, Sigurhjört
ur Pétursson, Örn Guðmundsson,
Einar Þorfinnsson og Lárus Karls
son.
ísland sendi ekki lið á mótið í
Helsingfors árið 1953. Ellefu lönd
sendu lið og sigraði lið Frakk-
lands. England varð nr. 2 og ítal
ía nr. 3.
Sviss var keppnislandið 1954.
Fimmtán lönd sendu lið, en ekki
var sent lið frá fslandi. Röð efstu
landa varð: England, Frakkland
og Austurríki.
1955 var keppnin háð í Amster
dam og voru þátttökuríkin 13, en
fsland sendi ekki lið. Frakkland
sigraði, Ítalía nr. 2 og Holland nr.
3.
fslendingar tóku þátt í mótinu
árið 1956, sem haldið var í Stokk
hólmi og urðu sjöttu í röðinni af
16 þátttakendum. Ítalía sigraði,
Frakkland nr. 2, Austurríki nr. 3.
Þessir kepptu fyrir fsland: Hörð
ur Þórðarson, Stefán Stefánsson,
Lárus Karlsson, Kristinn Berg-
þórsson, Einar Þorfinnsson og
Gunnar Guðmundsson. Árið 1957
var mótið haldið í Vínarborg og
voru þátttakendur 17. Þar sigr-
aði Ítalía, Austurríki varð nr. 2
og England nr. 3. ísland hafnaði
í fimmtánda sæti. Þá kepptu fyrir
ísland: Árni M. Jónsson, Vilhjálm.
ur Sigurðsson, Guðjón Tómasson,
Sigurhjörtur Pétursson, Gunnar
Pálsson og Þorsteinn Þorsteins-
son.
♦ Kvennalið í fyrsta sinn
Árið 1958 fór Evrópumeistara
mótið fram í Osló. Keppni þessi
var að því leyti athyglisverð fyr
ir okkur, að nú var send kvenna
sveit til keppni í fyrsta sinn. í
opna flokknum kepptu 15 lönd
og sígruðu ftalir, hlutu 30 stig,
Frakkland varð í öðru sæti, en
England varð í þriðja sæti. ís-
lenzku sveitinni gekk illa og
hafði neðsta sætið. Keppendur fs
land í opna flokknum voru: Ste-
fán Guðjohnsen, Jóhann Jóhanns
son, Stefán Stefánsson, Eggert
Benónýsson, Einar Þorfinnsson og
Lárus Karlsson. Keppendur í
kvennaflokknum voru 11 og vann
íslenzka sveitin tvo leiki, gerði
jafntefli í þrem og hafnaði í 9.
sæti. Verður að telja þetta góðan
árangur hjá sveitinni, þegar tekið
er tillit til þess að þetta var
fyrsta Evrópumótið, sem ísl.
kvennasveit keppir á. í kvennafl.
sigraði Danmörk.
Kvennasveitin var þannig
sikpuð: Laufey Þorgeirsdóttir,
Kristjana Steingrímsdóttir, Egg-
rún Arnórsdóttir, Magnea Kjart-
ansdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir
og Hugborg Hjartardóttir.
Árið 1959 fór keppnin fram í
Palermo á Sikiley. 16 lönd sendu
lið til keppninnar, en að þessu
sinn voru ekki sendar sveitir frá
fslandi. Ítalía sigraði, hlaut 28 st.
Frakkland varð í öðru sæti með
25 stig, en England, sem hlaut
23 stig, varð í þriðja sæti. Á móti
þessu sigraði England í kvenna-
flokki.
Árið 1960 fór Evrópumót ekki
fram, en í þess stað fór fram á
Ítalíu hið svonefnda Olympíu-
Nokkur sýnishorn af framleiðsluvörum Leðuriðjunnar.
Leður-
iðjan
25 ára
UIVI þessar mundir eru 25 ár
Iiðin síðan verksmiðjan Leður-
iðjan var stofnsett af núverandi
forstjóra hennar og eiganda,
Atla Ólafssyni. Fyrirtækið var
löngum til húsa að Vatnsstíg 3,
en hefur undanfarin 8 ár verið
Neita að bólusetja
sendiráðsmenn
PEKING, 8. september — Kín-
verska kommúnistasjórnin hefur
neitað að bólusetja erlenda sendi-
ráðsmenn gegm kóleru nema að
þeir útvegi sjálfir bóluefnið. Orð
rómur er um skæðan kólerufar-
aldur í ýmsum héruðum Kína,
en opiriberlega bera Kinverjar
þær fregnir til baka. f svari til
sendiráðsmanna sagði, að ástæð-
an fyrir neitun um bólusetningu
væri í fyrsta lagi sii, að engin
kólera væri í landinu. í öðru lagi,
að Kínverjar ættu ekki allt of
mikið af bóluefni. Samt sem áður
hafa Kínverjar bólusett erlenda
sendiráðsmenn sem ferðazt hafa
til einstakra staða í landinu þar
sem kólerufaraldurinn er sagður
hvað skæðastur.
mót. fsland sendi sveit til keppni
í opna flokknum. Þar sem keppt
var í riðlum, er ekki gott að gera
sér grein fyrir röð landanna, en
árangur ísl. sveitarinnar var all
góður.
Alls hafa því 20 spilarar keppt
á Evrópumeistaramótum fyrir ís
land. Hafa þeir samtals spilað 96
leiki í þessum 8 mótum, en því
miður liggur ekki fyrr nákvæmt
yfirlit yfir sigra og ósigra. Verð
ur það vonandi tekið saman á
næstunni.
Röð íslands á mótunum hefur
því verið þessi:
1948 9. sæti af 10 þátttakend-
um — 1949 6. sæti af 11 þátttak-
endum — 1950 3. sæti af 11 þáttt.
1951 6. sæti af 14 þáttt. — 1952 9.
sæti af 10 þáttt. —-1956 6. sæti af
16 þáttt. — 1957 15. sæti af 17
þáttt. — 1958 15. sæti af 15 þátt.
Til gaman fylgir hér á eftir listi
yfir keppendur íslands í opna
flokknum á Evrópumótum frá
byrjun. Tölurnar aftan vð nöfnin
tákna fjölda móta, er keppandi
hefur tekið þátt í:
Einar Þorfinnsson 7; Lárus
Karlsson 7; Árn M. Jónsson 4;
Gunnar Guðmundsson 4; Krist-
inn Bergþórsson 4; Gunnar Páls-
son 3; Hörður Þórðarson 3;
Sigurhjötur Pétursson 3; Stefán
Stefánsson 3; Gunngeir Péturs-
son 2; Eggert Benónýsson 1;
Einar Ágústsson 1; Guðjón Tóm-
asson 1; Jóhann Jóhannsson 1;
Jón Guðmundsson 1; Stefán J.
Guðjónssor 1; Torfi Jóhannsson
1; Vilhjálmur Sigurðsson 1;
Þorsteinn Þorsteinsson 1; Örn
Guðmundsson 1.
starfrækt að Ægisgötu 7, í björt-
um og nýendurbættum húsa-
kynnum.
1 tilefni 25 ára afmælis Leð-
uriðjunnar, boðaði forstjórinn
blaðamenn á sinn fund og
sýndi þeim starfsemi verksmiðj-
unnar. Framleiðsluvörur hennar
allskonar leðurvörur, aðallega
kvenveski og seðlaveski, en
einnig skóla-, skjala-, innkaupa-
og skíðatöskur, kven- og karl-
mannsbelti, skrifmöppur, minja-
gripi úr steinbítsroði og sel
skinni og allskonar buddur. —
Einnig framleiðir verksmiðjan
tékkaveski (úr ekta leðri) fyrir
alla bankana í Reykjavík. Atson
er hið þekkta vörumerki verk-
smiðjunnar. A síðari árum hef-
ur Leðuriðjan einnig notað plast
efni x framleiðsluvörur sínar,
einkum í kventöskur.
Þá má geta þess, að fyrir-
tækið veitir þá þjónustu að
ókeypis nafngylling fylgir
hverju seðlaveski úr ekta leðri
og er aðeins notað 24 karasta
gull í áletranirnar.
Sem stendur vinna nú 7
manns við fyrirtækið — þar af
nokkrir með langan starfsferil
að baki — en fyrirtækið er að
auka framleiðsluna til muna,
m.a. með útflutning fyrir aug-
um. —.
Bindindisfclag
ökumanna
Skrixstofan Laugavegi 133
opin alla daga nema laugar-
da-ga kl. 17-19. — SínV 17947.
Bindindismenn látið skrá ykk
ur sem ftlaga.
Bílasala Guðmundar
Símar 19032 og 36870.
Bergþóru0ötu 3.
Góður Chevrolet Station ’53—
’54, helzt 4ra dyra óskast í
skiptum fyrir góðan Bred-
ford sendiferðabíl.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.
Bilasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.
Ford Consul ’55
Mercedes Benz 220 góður
einkabíll.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.