Morgunblaðið - 13.09.1961, Side 16

Morgunblaðið - 13.09.1961, Side 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1961 Kirkjukórasambandið hefur verið starfsemi kirkjukóra lyftistöng Skýrslo samhandsstjórnar á siðasta ársþingi Kirkjukórasamband íslands hef ur starfað með líkum hætti þetta árabil svo sem undanfari ár. Að þessu sinni hafa fjórir umferð- arkennarar farið viðsvegar um landið til að aðstoða organista og leiðbeina kirkjukórum, fyrst og fremst í því að flytja hinn al- menná messusöng og svo einnig til að undirbúa fjórraddaðan kórsöng við hátíðleg tækifæri og meiri háttar söngmót. Og í þess- i í ! ! jHOTEL BORGj I Kalt borð | j hlaffið lystugum, bragðgóffum j ; mat í hádeginu alla daga. —! ! Einnig alls konai heitir réttir. I Eftirmiðdagsmúsík j frá kl. 3.30. j Kvöldverffarmúsík frá kl. 7.30. Geriff ykkur dagamun ! Borðiff og skemmtiff ykkur ! j að Hótel Borg. j j Borðpantanir í síma 11440. | TRÚLOFUNAR 'JLRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 Wjatíektt j kvöldsins ★ Blómkálssúpa ! * j Steikt smálúðuflök Murat ★ ! Glóðarsteikt lambakjöt með agúrkusalati j ★ j Buff Maitre D’ Hotel ★ Coupe Singapore ★ Sími 19C36. um efnum hefur stjórn Kirkju- kórasambands íslands haft mögu leika til að verða við öllum beiðnum kirkjukórasamband- •anna á landinu viðkomandi að- stoð sinna sambandskóra. Aðal- kennari Kirkjukórasambands fs- lands var nú sem fyrr Kjartan Jóhannesson organleikari. Starfs tími hans var í ár frá 1. október s. 1. til 1. maí, eða nákvæmlega sjö mánuðir. Hinir umferðakenn ararnir kenndu til samans í níu vikur. Kirkjukórasamböndin, sem nutu kennslunnar að þessu sinni voru: Kirkjukórasamb. V-Skafta- fellsprófastsdæmis, Kirkjukóra- samband Rangárvallaprófastsd., Kirkjukórasamband Árnespró- fastsdæmis, Kirkjukórasamband Snæfellsnesprófastsdæmis, Kirkju kórasamband Húnavatnsprófasts dæmis, Kirkjukórasamband Eyja- fjarðarprófastsdæmis, Kirkjukóra samband S-Þingeyjarprófasts- dæmis og samband vestfirzkra kirkjukóra. Úr þessum kirkjukórasambönd um hafa 27 kirkjukórar potið að- stoðar og kennslu 1 samtals 35 vikur. Enginn kirkjukór var formlega stofnaður á árinu, en samkvæmt skýrslum eiga að vera 203 kirkjukórar starfandi í landinu á vegum Kirkjukóra- sambands íslands, og vitað er með vissu, að fleiri kirkjukórar eru starfandi, það er að segja, þeir syngja við messur og aðra kirkjulega þjónustu, þótt þeir séu ekki ennþá formlega stofnaðir sem kirkjukórar innan vébanda Kirkjukórasambands fslands, en vonandi óska þeir eftir innan- tíðar að verða formlega stofnað- ir sem kirkjukórar og sækja þá um leið að sjálfsögðu um upp- töku í viðkomandi kirkjukóra- sambönd, til þess að geta notið þeirra hlunninda, sem Kirkju- kórasamband fslands hefur upp á að bjóða og með þeim hætti auðveldað framtíðar starf sitt. Á starfsárinu, það er að segja, frá 1. júní 1960 til 1. júní 1961 s. 1. hafa 27 kirkjukórar víðsvegar um landið sungið opinberlega, ýmist sjálfstætt eða sameiginlega, 70 sinnum utan þess að syngja við sínar hefðbundnu kirkjulegu athafnir. Þrjú kirkjukórasam- bönd hafa staðið fyrir sjálfstæð- um söngmótum á árinu. Þau eru: Kirkjukórasamband N-Þingeyj | arprófastsdæmis, samsöngur að Skúlagarði 11. júní. Kirkjukóra- samband Snæfellsnesprófasts- dæmis, samsöngur í Fáskrúðar- bakkakirkju 28. ágúst og endur- tekinn að nokkru leyti 1. septem- ber í Kolbeinsstaðakirkju. Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis, samsöngur í Ak- ureyrarkirkju 28. maí og endur- tekinn sama dag 1 Dalvíkur- kirkju. Alls hafa í ár staðið að þessum söngmótum 15 kirkjukór ar með um 280 söngvurum. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, þó það heyrf ekki undir Langferðabifreiðar Til sölu eru. 4 bifreiðar af Reo og Scania Vabis gerð. Stærð 27 til 36 farþ. NORÐURLEIÐ H.F. — Sími 11145. þessa árs starfsskýrslu, að 18. júní s. 1. fóru fram tvö mjög fjöl- menn söngmót, annað mótið var haldið að Skjólbrekku í Mývatns sveit, og að því stóðu kirkjukór- arnir úr S-Þingeyjarprófastdæmi, en hitt söngmótið var haldið að Þórshöfn, og þar voru saman- komnir kirkjukórarnirúr N-Þing eyjarprófastsdæmi. Einnig vil ég geta þess, að kirkjukór Þingeyr- arkirkju við Dýrafjörð annaðist allan söng við hátíðarhöldin á Hrafnseyri 17. júni. Allur þessi mikli söngur kirkjukóranna þótti ágætur og öllum flytjendum og byggðarlögum þeirra til mikils sóma. Á starfsárinu var haldið organista námskeið á vegum Kirkjukórasambands íslands. Kennari þessa námskeiðs var Kjartan Jóhannesson organleik- ari. Það var haldið á Dalvík og Ólafsfirði og stóð yfir í 5 vikur. Alls sóttu það 25 organistaefni úr Eyjafjarðarprófastsdæmi. Síð asti aðalfundur Kirkjukórasam- bands íslands beindi tveim til- lögum til stjórnarinnar. Henni var falið að sækja um aukinn fjárstyrk til Alþingis allt að 25 þúsund kr. og einnig var henni falið að kynna sér möguleika á því, að kirkjumálastjórnin hlutaðist til um og réði hið allra fyrsta organleikara að Skálholts kirkju, sem yrði staðsettur aust- an fjalls. Viðvíkjandi umsókn um aukinn fjárstyrk fór fram viðtal við ýmsa aðila fjárveitingarnefnd ar Alþingis og í þeim efnum leit- að eftir líkum fyrir hækkuðum styrk á fjárlögum til Kirkjukóra sambands íslands, ennfremur var ge.tið um, að stjórn Kirkjukóra- sambandsins hefði 1957 beðið um aukið framlag til starfsemi sinn- ar og sömuleiðis 1958, en í bæði skiptin fengið synjun. Nefndar- menn fjárveitingarnefndar Al- þingis kváðust vera velviljaðir öllu starfi Kirkjukórasambands íslands og skilja vel nauðsynina á hækkuðum styrk, en í þetta sinn væri því miður til- gangslaust að fara fram á aukið ríkisframlag. Þessi tilsvör verk- uðu sem fullkomin neitun varð- andi beiðni um aukið tillag Rík- issjóðs til Kirkjukórasambands íslands. Hin tilagan viðkomandi organistastöðu við Skáholtskirkju fékk ekki formlega afgreiðslu hjá stjórn Kirkjukórasambands- ins aðallega vegna þess, að efnis legt innihald hennar var sent Kirkjuþinginu til meðferðar síð- astliðið haust. og því var falið af viðkomendum að leggja þessu rnáli lið á hærri stöðum. Söng- skóli þjóðkirkjunnar starfaði í vetur með líku fyrirkomulagi og undanfarið. Samkvæmt venju skal hans getið hér, þótt hann sé ekki að neinu leyti rekinn af Kirkjukórasambandi íslands. f skólann innrituðust alls 12 nem- endur, sjö þeirra höfðu ekki stundað þar nám áður. Kennslu- tíminn var að þessu sinni frá 1. október til 15. maí Annars hefur skólaár Söngskólans verið miðað við 6 mánuði að undanförnu, frá 1. nóv. til 1. maí. Undantekn- ing var veitt frá venjunni að þessu sinni vegna eindreginna óska nokkurra nemendanna. Hér lýk ég starfsskýrslu Kirkjukóra- sambands íslands frá 1. júní 1960 til 1. júní 1961. En þar sem nú eru allmerk tímamót í starfi Kirkjukórasam- bands íslands, sem sé 10 ár lið- in frá stofnun þess, bá þykir mér vel við eiga að draga saman í stórum dráttum starfsemi Kirkju- kórasambandsins frá fyrstu tíð. Það var stofnað 23. júní 1951 á heimili þáverandi söngmálastjóra Sigurðar Birkis, Barmahlíð 45. Við stofnun þessa landssam- bands voru starfandi 150 kirkju- kórar í landinu, sem tilheyrðu 17 kirkjukórasamböndum víðs- vegar um landið, en þessi kirkju- kórasambönd mynduðu með stofn fundinum 23. júní 1951 Kirkju- kórasamband íslands. Fyrsti formaður þess var kjör inn Sigurður Birkis söngmála- stjóri og gegndi haan því starfi til dauðadags. Fyrsta fjárveiting frá Alþingi til Kirkjukórasambands íslands var veitt í janúar 1952 og nam sú fjárveiting 25 þúsund krón- um. Þegar í stað var hafizt handa og ráðnir umferðarkennarar til að leiðbeina organistum og kirkjukórum og þá hefst starfs- ferill okkar ágæta og vinsæla kennara Kjartans Jóhannessonar organleikara á vegum Kirkju- kórasambands íslands. f janúar 1953 var ríkisstyrkur inn aukinn úr 25 þúsund í 35 þús krónur og 1956 komst fjárveit- ingin frá Alþingi upp í 45 þús krónur og við það hefur setið til þessa dags, þrátt fyrir marg ítrekaðar beiðnir um styrkaukn- ingu. í heild hefur fjárveiting- ingin numið frá fyrstu tíð 400 þúsund krónum. Á vegum Kirkju kórasambandsins hafa starfað 18 umferðakennarar og hafa þeir farið svo að segja í hvert byggð- arlag landsins. Kennsla þeirra nemur nú 584 vikum alls. Á þessu tíu ára bili sambandsins hafa 53 kirkjukórar verið stofnaðir og eitt kirkjukórasamband, 39 meiri háttar söngmót hafa verið haldin og í 895 skipti hafa kirkjukór- ar landsins sungið opinberlega umfram sinn hefðbundna skyldu söng við messur og kirkjulegar athafnir. Auk þess hafa ýms kirkjukórasambönd sameinað sig og tekið að sér allan söng á meiriháttar samkomum, má þar til nefna hátíðarmessu á Þing- völlum 6. júní 1952. Þar sungu 20 kirkjukórar af Suðvesturlandi alls um 500 manns. Á Skálholts- hátíðina 1. júlí 1956 komu 22 kirkjukórar víðsvegar að af land inu með 335 söngfélögum og við biskupsvígslu á Hólum í Hjalta dal 30. ágúst 1959 sungu margir kirkjukórar úr Skaga- og Eyja- fjarðarprófastdæmum. Þrjú org- anista námskeið hafa verið haldin á vegum Kirkjukórasam- bands íslands með 65 þátttakend um úr Suður-Þingeyjar — Eyja- fjarðar — og Snæfellsnesprófasts dæmum. Hér er stiklað á því stærsta, sem gerst hefur um tíu ára skeið í söngmálum kirkjukóranna inn an vébanda Kirkjukórasambands fslands. En í embættistíð Sigurð- ar Birkis söngmálastjóra hafa 203 kirkjukórar verið stofnaðir og 18 kirkjukórasambönd. Kirkju kórasamböndin hafa staðið fyrir 61 söngmóti frá árinu 1946, og og að auki hafa þau mörg sam- einazt og sungið á meiriháttar minningar-dögum kirkjunnar á Hólum, í Skálholti, á Þingvöll- um, og auk þessa, hafa kirkju- kórarnir hver fyrir sig sungið umfram sinn skyldu söng við messur í heild alls 1675 skipti. Þó ekki sé gerr frá þessu skýrt og önnur störf séu látin liggja á milli hluta, dylst engum, að hér hefur verið unnið óhemju mikið menningar starf, ekki ein- ungis fyrir kirkjuna heldur líka fyrir þjóðfélagið í heild — fyrir margs konar félagsskap í sveit og bæ. Kirkjukórarnir hafa ann azt svo að segja alla söngstarf- semi í dreifbýlinu og einnig 1 mörgum þorpum og kaupstöðum, nær undantekningarlaust ón r.okkurs endurgjalds. Þessi söng- starfsemi hefur verið einhver víðtækasta tónlistarstarfsemi, sem við höfum átt, og hún hefur víða lagt grundvöllinn að söng- menningu þjóðarinnar. Það er mikið menningaratriði fyrir okk ur íslendinga í heild, að vel sé hlúð að söngstarfi kirkjukóranna og söngkennslunni út um byggð. ir landsins og að söngstarfsem- inni sé veittur styrkur frá opia berum aðilum hliðstætt við aðra tónlistarstarfsemi. Organistar og söngfólk kirkjukóranna hafa alla tíð unnið fórnfúst starf án tillits til launa og ber að minnast þessa ágæta starfsliðs kirkjunn- ar við þessi tímamót í sögu Kirkjukórasambands íslands með aðdáun, þakklæti og virðingu. Þetta þróttmikla starf Kirkju kórasambandsins og gróskuríka, hefur alla tíð verið borið uppi og mótað af brennandi áhuga okkar kæra látna söngmálastjóra, Sigurðar Birkis. Að vísu stóð hann ekki einn, en hann formaði starf ið, bar ábyrgðina og stýrði þvi farsælllega svo sem skýrslur greina, með sívaxandi vinsæld- um um allar byggðir landsins. Söngurinn var í huga hans dásamleg Guðs gjöf, sem ætti framar öllu öðru «ð verða þjóð vorri allrj til andlegs félags- þroska. Hann taldi sönginn vera kórónu listarinnar, nokkurskonar sakramenti fegurðarinnar, veg- inn millj himins og jarðar. Að lokum leyfi ég mér að birta lokaorð Sigurðar Birfcis söng- málastjóra, er hann lét fylgja starfsskýrslu sinni á aðalfundi Kirkjukórasambands íslands 30, júní 1960. Ekki þætti mér það ólíklegt, að söngmálastjóranum hafi komíð til hugar, það sem beið hans 31. desember s. 1., og með hliðsjón af þeim grun hafi hann viljað ljúka starfi sínu fyr- ir þjóðkirkju íslands með þess- um orðum. Hann sagði: Flestar menningarþjóðir verja og hafa varið að tiltölu miklu meira fé og tíma til söngkennsl unnar en vér íslendingar höfum gert á undanförnum öldum. Það er aðeins núna á þessum síðasta mannsaldri, sem nokkur veruleg ur skriður hefur komist á þessi mál hjá okkur. En þá kemur líka undir eins skýrt í ljós, að við eigum mikið af óeigingjöm- um áhugamönnum á söngsviðinu og einlægum söngvinum út um allt land, og að fslendingar eru gæddir framúrskarandi fögrum söngröddum og sjaldgæfum söng hæfileikum. Eins og greinilega hefur komið í ljós í útlendum blaðaummælum um þá einsöngv. ara vorra og kóra, sem nú hafa á síðustu árum sungið í Evrópu og Ameríku. En vér þurfum að hlúa ennþá meira og betur að söngnum úti um hinar dreifðu byggðir lands vors. Söngnum, þessari dásamlegu Guðs gjöf, sem er allri þjóðinni ómetanleg til andlegrar uppbyggingar og fé- lagslegs þroska, og sem er oss öllum ómissandi við flestar meiri háttar athafnir í lífi hvers manns og sem er einnig gleðigjafi í hinni erfiðu baráttu við hin þreytandj áhrif einangrunarinn. ar og hina óblíðu veðuráttu. Os3 er það nauðsynlegt að fé sem fyrst fleiri farsöngkennara, sem ferðast stöðugt meðal fólksins úti um landið ok kenna því að nota sínar fögru söngraddir. Og ég er ekki í neinum vafa um það. að þar sem þessi söngstarfsemi er byggð á kirkjunni, þessari göf- ugustu og dýrmætustu stofnun þjóðarinnar, að hún muni verða til óendanlegrar blessunar fyrir allt trúar- og menningarlíf í land inu. Þannig lauk göngmálastjórl þjóðkirkjunnar skýrslu sinni á aðalfundi Kirkjukórasambanda íslands 30. júní 1960. Við skul-i um ávallt minnast þess, sem hinn látni söngmálastjóri segir um sönginn, að hann sé gleðigjafi I hverri raun. Eflum þennan gleði gjafa til he-illa okkur og framtíð inni. Jón fsleifsson-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.